Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 53 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. KRINGLAN Sýnd kl. 8. KRINGLAN Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Tilboð kr. 300. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, og 8 KRINGLAN Sýnd kl. 4 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 5 OG 8.  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS  SG. DV KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. vinnupallar Sala - leiga Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is skapi elst og þroskast. Hann er orðinn fullorðinn, kominn með þykkari skráp eftir það sem á hon- um hefur dunið og treystir ekki neinum.“ Fram til þessa hefur Nick fyrst og fremst starfað við óháðar kvik- myndir og er þetta fyrsta Holly- wood-bomban sem hann kemur nærri. Hann lék þó á móti Mel Gib- son í Man Without a Face þegar hann var aðeins 14 ára gamall. Eft- ir það hefur hann leikið í fjölda smærri mynda en þó kannski risið hvað hæst í hryllingsmyndinni Disturbing Behavior, og drama- myndunum In the Bedroom og Bully. Krefjandi bæði fyrir líkama og ímyndunarafl „Þetta var töluvert öðruvísi en að vinna við hinar myndirnar,“ segir Nick þegar ég spyr hann um muninn við að leika í margmilljóna Hollywood-stórmynd. „Stærsti munurinn liggur ef til vill í því að það gefst mun rýmri tími til að vinna myndina. Ég komst fljótt að því að við gátum í raun tekið atrið- in upp eins oft og við vildum og í flóknari atriðum vorum við kannski að í tvo eða þrjá daga. En annars RÉTT eins og KristannaLoken var Nick Stahlnæsta lítið kunnur áðuren hann hreppti hlut- verk sitt sem John Connor, mað- urinn sem vélmenni úr framtíðinni hafa reynt að drepa, jafnvel frá því áður en hann fæddist. Vélmennin vilja hann feigan því fyrir honum liggja annars þau örlög að leiða mannkynið í baráttu við vélmenna- her sem reynir að ná völdum á jörðu. Í myndinni tekur hann við af Edward Furlong sem túlkaði John Connor eftirminnilega í Term- inator 2. Ég spyr hann hvernig það hafi verið að feta í fótspor Furlongs: „Af einhverjum völdum vildu framleiðendur myndarinnar þróa persónuna í aðra átt. Ég geri mér samt grein fyrir þeim miklu væntingum sem fólk hefur og áhorfendur eru kannski orðnir vanir Furlong úr fyrri myndinni. En hvað mig varðar þá varð ég í raun að loka á þann pakka og taka hlutverkið og vinna það á minn hátt frekar en apa eftir Furlong, – vinna John Connor alveg upp á nýtt. Þegar sagan á sér stað eru líka liðin 10 ár frá atburðum T2 og persóna Connors hefur að sama einbeitti ég mér bara að hlutverk- inu mínu og vann hlutina eins og ég er vanur. Hlutverkið krafðist samt mun meira af mér líkamlega en ég er vanur, enda er þetta has- armynd. Ég þurfti að styrkja lík- amann, læra að aka mótorhjóli og kunna að beita þeim vopnum sem ég munda í kvikmyndinni. Hið mikla magn af tæknibrellum veld- ur því líka að maður verður oft að beita ímyndunaraflinu, eins og þegar maður leikur með bláskerm í bakgrunninum, þá hefur maður ekkert til að leika með heldur verður að ímynda sér hvað maður er með í kringum sig.“ Hann bætir við: „En tækninni hefur samt fleygt fram og það ger- ir þetta að vissu leyti auðveldara, eins og með vélmennin. Þeir smíð- uðu í raun sum vélmennin sem sjást í myndinni og það hjálpaði mikið að hafa þau fyrir framan sig þegar maður var að leika.“ Hefur gaman af fjölbreyttu hlutverkavali Nick, sem er rétt að nálgast hálfþrítugt, hreppti hlutverkið á ósköp venjulegan máta. Hann frétti af því að hugað væri að gerð myndarinnar, fór í prufulestur hjá leikstjóranum Jonathan Mostow og hreppti hlutverkið. „Það var allt og sumt! Það bara gekk upp.“ Hann segir líka myndina kærkomið tæki- færi til að bæta við reynslu sína sem leikari: „Ég leitast við að fá að túlka eins margbreytileg hlutverk og mér er frekast unnt. Ég hef verið heppinn hingað til og hreppt fjölbreytt og áhugaverð hlutverk.“ Hins vegar segir hann ferilinn ekki sveigjast meira í átt að has- armyndunum eftir T3. Nú síðast lék hann til dæmis í kvikmyndinni Twist, nútímaútgáfu af sögu Char- les Dickens um munaðarleysingj- ann Oliver Twist: „Þetta er ódýr og sjálfstæð mynd sem færir sögu- sviðið frá munaðarleysingjahæli yf- ir í veröld vændiskarla.“ – Það verður eiginlega ekki lengra kom- ist í einu stökki frá hasarmyndinni um Tortímandann. Möguleiki á tveimur myndum til viðbótar Vinnuna við T3 segir Nick hafa verið sérlega ánægjulega: „Ég er sérstaklega ánægður með eltinga- leiksatriðið þar sem kranabíl er ek- ið eftir götu í Los Angeles. Ég varð gáttaður á því að sjá það full- klárað. Það tók mjög langan tíma að taka upp það atriði og þegar við tókum það upp þá var það eig- inlega allt slitið úr samhengi. Að sjá það allt smella saman á hvíta tjaldinu og fá að vera hluti af þessu atriði var virkilega svalt.“ Að um- gangast goðið Arnold Schwarze- negger var líka sérstök lífsreynsla fyrir hann: „Arnold var auðvitað frábær og hann er eiginlega kom- inn með þessa gerð af myndum al- veg á hreint svo maður horfði bara á hann og reyndi að læra af hon- um.“ Í samningi Nicks um leik í T3 segir hann líka vera ákvæði um leik í T4 og jafnvel T5: „Ég hef í raun ráðið mig í tvær framhalds- myndir en það er enn nokkuð í lausu lofti hvort af framleiðslu þeirra verður. Menn eru að leggja línurnar fyr- ir næstu mynd og jafnvel farnir að vinna að handriti, en hvort myndin verður að veruleika held ég að velti ekki hvað síst á því hversu vel þessari nýjustu viðbót við seríuna gengur. En ef þeir vilja mig aftur, þá á ég ekki eftir að bíða boðanna.“ Í fótspor Furlongs Maðurinn sem vill ekki þurfa að bjarga heiminum, því fyrst þarf heimurinn að farast: Nick Stahl sem John Connor í Tortímandanum 3. Nick Stahl leikur John Connor 10 árum eldri en í síðustu Tortímandamynd. Hann er enn á flótta undan drápsvélum en ekki hvað síst undan örlögum sínum. Ásgeir Ingvarsson ræddi við Nick um baráttuna við vélmennin og væntingar áhorfenda. asgeiri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.