Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ R AGNAR Kristinsson, kon- ferenzráð Íslenska krikket- sambandsins og trygginga- starfsmaður, ákvað að stofna krikketlið eftir að hann sá krikket í fyrsta skipti á sjónvarpsstöðinni Sky árið 1996. Í þrjú ár tal- aði Ragnar um stofnun krikketfélags á Íslandi en margir töldu hann vera klikkaðan. Árið 1999 stóð hann í forsvari, ásamt Stefáni Ásmundssyni, nú þjóðréttar- fræðingi í sjávarútvegsráðuneyti sem þá var í námi í Englandi, fyrir stofnun slíks félags. Ragnar segir aðalástæðuna hafa verið að fáir stunduðu íþróttina og því væri auðvelt að kom- ast á heimsmeistarakeppnina í krikket ókeyp- is. Sumarið 1999, áður en krikketsambandið var stofnað, sagði Ragnar við félaga sína að hann ætlaði sér að fara á krikketleik í Eng- landi og þegar þangað var komið komst hann að því að heimsmeistaramótið í krikket stóð yf- ir. „Ég og Stebbi Ásmunds horfðum á undan- úrslitaleik Suður-Afríku og Ástralíu sem er frægur því hann var svo rosalega góður. Svo fórum við til Kýpur í viku, urðum alveg dol- fallnir og ákváðum að fara á leik þegar við komum til London aftur. Þá var einmitt úr- slitaleikur í gangi og var langt liðið á leikinn þegar við vorum komnir nálægt vellinum. Þá mættum við Pakistönum sem voru fúlir því Pakistan var að tapa og þeir seldu okkur mið- ana. Þetta var úrslitaleikur heimsmeistara- mótsins og var á milli Ástrala og Pakistana og fyrsti leikurinn sem ég sá. Síðan var farið strax daginn eftir og keypt krikkettsett. Gott á þá sem gerðu grín að mér þegar ég sagðist ætla að fara á krikketleik,“ segir Ragnar og brosir. Benedikt G. Waage, framkvæmdastjóri Ís- lenska krikketsambandsins, segist hafa tekið sig til eftir að þeir voru búnir að spila í nokkur skipti með krikketsettinu sem Ragnar keypti og farið að vafra á Netinu. ,,Þá fann ég Evr- ópska krikketsambandið, ECC, og spurði hvort þeir gætu bent mér á einhvern klúbb í Englandi sem ég gæti keypt notaðan búnað af. Þá fór að rigna yfir mig skeytunum og þeir voru ofsalega hrifnir, fannst það spennandi að við á Íslandi værum að fara að spila krikket og vildu vita hversu margir við værum, hver áform okkar væru og hlutfall útlendinga í íþróttinni,“ segir Benedikt. Mjaðmapúði eða rasshlíf Nokkrum mánuðum síðar sendi ECC þeim nýjan krikketbúnað þeim að kostnaðarlausu. „Við fengum alveg fullkominn búnað, allt sem okkur vantaði og líka miklu meira en við viss- um að okkur vantaði. Gamli búnaðurinn okkar var óttalega ræfilslegur þegar sá nýi kom,“ segir Benedikt og hlær. „Við vorum ekki alveg vissir hvar allar hlíf- arnar áttu að vera. Annað sem kom líka fram þegar við fengum búnaðinn var að það sem við áttum fyrir var barnasett og var allt of lítið,“ segir Ragnar flissandi. Báðir segja þeir að búnaður sem þessi sé rándýr og að ein kylfa geti auðveldlega kostað í kringum tuttugu þús- und krónur. Þeir vissu heldur ekki fyrir hvaða líkamshluta allar hlífarnar væru og að t.d. hafi ein þeirra valdið sérstökum heilabrotum og lengi vel hafi þeir haldið að mjaðmapúðinn væri rasshlíf. „Það var hálfskondið þegar við vorum að taka þetta upp,“ náði Benedikt að segja áður en hlátur þeirra beggja tók yfirhöndina. „Við komumst reyndar að því í sumar að sniðugt væri að kaupa hjálma því eini kvenkyns leik- maðurinn, sem gekk til liðs við Kylfuna í Reykjavík sl. sumar, fékk harðan krikketbolt- ann í andlitið. Hún fékk mikla samúð utan vall- arins því allir héldu að kærastinn væri vondur við hana,“ segir Ragnar og glottir. „Ég vil taka fram að við þurftum á þessum búnaði að halda því við vorum búnir að ákveða að halda fyrsta Íslandsmeistaramótið við Ung- mennafélagið Glaum í Stykkishólmi,“ segir Ragnar og bætti við að það hafi verið mikill átakaleikur. „Einn fór úr axlarlið og annar handarbrotnaði.“ Benedikt og Ragnar fóru til Stykkishólms daginn fyrir mótið og kenndu liðsmönnum Glaums undirstöðuatriði íþróttarinnar. „Okkar lið mætti svo daginn eftir, nema hvað, svo töp- uðum við snillingarnir að sunnan,“ segir Bene- dikt. „Það höfðu þó fæstir okkar spilað oftar en einu sinni en svo varð Kylfan bikarmeistari mánuði seinna,“ segir Ragnar og bætir við að þeir spili alltaf í hvítu þegar um alvöruleiki sé að ræða. Fjölmiðlar áhugasamir Starfsemi Íslenska krikketsambandsins fór ekki að vinda upp á sig fyrr en Matthew Engel, breskur íþróttablaðamaður, hafði samband við Ragnar og birti í kjölfarið grein í Wisden cricketers’ almanack, sem er að sögn Ragnars eins konar biblía krikketáhugamanna. „Þá fór boltinn að rúlla og í maí 2001 sendi ECC þjálf- ara frá Englandi. Við vorum alltaf að reyna að útskýra fyrir þeim að við værum ekki atvinnu- menn og að aðstaðan væri léleg. Við tókum samt að lokum á móti þjálfaranum, Tim Dell- on, og fórum með hann til Stykkishólms,“ út- skýra Ragnar og Benedikt. „Það fyrsta sem hann rétti mér þegar ég kom á völlinn til að sækja hann var Sunday Times og sagði að það væri fjallað um heim- sókn sína þar. Við létum slag standa og héld- um námskeið í Stykkishólmi og þar las ég greinina fyrst. Þetta var alveg súrrealískt því það var ekkert um að vera í bænum en samt var fjallað um þetta í Times,“ segir Ragnar og á erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum en bætir við að þetta hafi gengið vel þótt mað- urinn hafi ekki verið mikið fyrir kráarstemn- inguna. Í byrjun júlí sama ár hafði fréttakona frá Sky sjónvarpsstöðinni samband og Ragnar tjáir henni að þeir ætli að hafa sinn stærsta leik eftir nokkrar vikur. „Ég lagði tólið á og hringdi í alla: við þurfum að skipuleggja leik!“ Áður en sjónvarpsstöðin kom til landsins var ákveðið að sameina lið Kylfunnar og Glaums og að spilað yrði á móti liði sem samanstæði að mestu leyti af starfsmönnum Trygginga- miðstöðvarinnar. „Við vorum þjálfaðir upp daginn fyrir leik, sumir voru reyndar þjálfaðir á vellinum fyrir utan áður en leikurinn byrjaði. En það sem mestu máli skipti var að þeir litu vel út fyrir myndatökuvélina,“ segir Ragnar. Kylfan–Glaumur hreppti Íslandsmeist- aratitilinn en lokatölur voru 111–93. „Talan 111 heitir Nelson í krikketinu og þeir hjá Sky voru mjög ánægðir með það,“ segir Benedikt og bætti við að tekin hefðu verið viðtöl sem voru á Sky News og að allur leikurinn hefði verið tekinn upp og sýndur á Sky Sport. „Það var rosalega mikið að gera hjá þeim alla helgina. Þeir voru að taka upp í Bláa lóninu og Reykjavík og reyndu að setja sig í samband við einhverja fótboltamenn og við höfum ekki fengið neina viðurkenningu frá ferðamálaráði fyrir þetta,“ segir Ragnar súr á svip. Mest spurt um krikket á Íslandi Leikurinn vakti einnig athygli innlendra fjölmiðla. Ríkissjónvarpið, Stöð 2 og Skjár einn höfðu við þá viðtöl og einnig blaðamenn á Morgunblaðinu og DV. „Það voru þrír blaða- menn sem skrifuðu um þetta og í hvert skipti sem þeir tóku viðtal við mig komu þeir alveg af fjöllum. Við erum búnir að ná meiri umfjöllun fyrir ECC en Slóvenía, Tékkland og fleiri lönd,“ segir Ragnar og bætir Benedikt við að þeir hafi fengið þær upplýsingar hjá ECC að mest væri spurt um krikket á Íslandi. Fjöldi útlendinga búsettra á Íslandi hefur sett sig í samband við félagið og í dag æfa með liðinu menn frá Pakistan, Indlandi, Suður- Afríku, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bretlandi. Haustið 2001 fékk félagið einnig bréf frá Jon- athan Rule, Breta sem vildi slá tvær flugur í einu höggi í Íslandsferð sinni; halda steggja- teiti og keppa við landslið Íslendinga í krikket ásamt félögum sínum. „Ég tók það fram í hverju einasta svari til þeirra að við værum ekki góðir en þeir sögðu að það skipti ekki máli,“ segir Benedikt. „Þetta voru skólafélagar frá Oxford sem vildu bara skemmta sér. Þeir voru á bilinu 35– 45 ára. Mér er það minnisstæðast að einn þeirra átti kastala rétt hjá Edinborg,“ segir Ragnar. „Það er skemmst frá því að segja að við unnum og fyrirsögnin í Morgunblaðinu var: Ísland vinnur England í krikketlandsleik,“ greina þeir báðir frá og ná sér vart fyrir hlátri. Benedikt segir að tölvuskeytunum rigni yfir þá og að margir hafi sýnt því áhuga að koma til Íslands og gerast atvinnumenn hér á landi. „Svo er fullt af liði sem hringir í mig og biður um krikketpinna sem við vitum varla hvað er. Það er mikil vinna að svara þessu öllu.“ Þessa dagana er unnið í því að hanna heima- síðu sambandsins á ensku og íslensku. Aðal- markmiðið er þó að halda æfingum áfram og spila a.m.k. einn almennilegan leik á ári. Báðir segja þeir að fleira fólk vanti til að leggja sam- bandinu lið því erfitt geti verið fyrir þá tvo að skipuleggja æfingar, leiki og annað. „Okkur vantar fleira fólk því það þarf helst 22 til að spila leik. Við þurfum ekkert að æfa okkur allt of mikið en menn verða allavega að geta farið á barinn og skemmt sér með okkur,“ segir Ragnar og brosir. Keppni við Breta Föstudaginn 18. júlí sl. voru væntanlegir hingað til lands breskir krikketáhugamenn og starfsmenn fjármálafyrirtækisins EFG Priv- ate Bank í Lundúnum. Lið Breta og Kylfan í Reykjavík kepptu í Laugardal klukkan 23 sama kvöld. Annar leikur var á hádegi næsta dag og í dag keppir breska liðið við Glaum í Stykkishólmi og einnig verða æfingar og myndir teknar á Langjökli. Með EFG í för verða fréttamenn frá Sky-sjónvarpsstöðinni, Times, BBC og Metro-blaðinu. Krikket er engin klikkun Íslenskir iðkendur krikkets hafa náð ótrúlega góðum ár- angri á skömmum tíma. Þeir hafa vakið athygli fjölmiðla innanlands sem utan og meðal krikketáhugamanna víða um heim. Ásta Sól Kristjánsdóttir ræddi við Ragnar Kristinsson, helsta hvatamann krikketiðk- unar hér á landi, og Benedikt G. Waage, framkvæmdastjóra Íslenska krikketsambandsins, um upphaf krikkets á Íslandi. Sýnikennsla í því hvernig haldið skal á boltanum áður en honum er kastað. Simon Minshull og Hallur Örn Jónsson bera saman handtökin. Mikil tilþrif hjá Benedikt Waage með kylfuna, en á bak við standa þeir Stefán Ásmundsson, Ólafur Hauksson og Ragnar Kristinson tilbúnir að grípa boltann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glatt á hjalla hjá Kylfunni á krikketæfingu í liðinni viku. Frá vinstri: Valur Norðri Gunnlaugsson, Benedikt Waage, Hallur Örn Jónsson, Ragnar Kristinsson, Stefán Ásmundsson, Simon Minshull og Ólafur Hauksson. Höfundur lauk námi í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.