Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 B 7 JÚLÍ 18.– 27. Vopnfirskir dagar. Fjölskylduhátíð á Vopnafirði. Boðið er upp á golf og gönguferðir með leið- sögn. Á dagskrá er sagnakvöld og opnun málverkasýningar í safn- aðarheimili Vopnafjarðarkirkju. Á föstudeginum er fjölskylduskemmtun þar sem leiktæki eru á boðstólum, lifandi tónlist, risaparís, kassaklif- urkeppni, grill og torgsala. Farið verður í sjóstangaveiði og um kvöldið eru fjölskyldutónleikar í Miklagarði og dansleikur. Á laugardeginum er dorgveiðikeppni og fjölskylduskemmtun á Þor- brandsstöðum, farið verður í bændaglímu, fjársjóðsleit og grillað svo dæmi séu tekin. Um kvöldið er boðið upp á tónleika og dansleik. Á sunnudeginum er kvöldstund í Krambúðinni en þá verður upplestur og tónlistarflutningur í Kaupvangi. 18.–27. Siglingadagar. Hátíð sjósportsins hófst sl. föstudag og stendur út þessa viku. Sigl- ingadagar í Jökulfjörðum, á Ísafirði og við Djúp. Námskeið og ferðir á ka- jökum um Jökulfirði og Djúp. Kajakkeppni, siglingar og margt fleira. 23.–27. Listahátíð ungs fólks. Í Húnaþingi vestra verður boðið upp á poppmessu, ljóðlist, myndlist , tónlist og ýmis uppátæki ungs fólks á svæðinu. Karnivalstemmning á laugardegi og boðið upp á dansleik. Nánari upplýsingar á www.vatnsnes.com/unglist 24. Kvöldganga frá Gásum. Ferðamálasetur Íslands og Minjasafnið á Akureyri standa fyrir kvöldgöngu með leiðsögn á Gásum við Eyjafjörð. Leiðsögnin hefst við bílastæðið við Gáseyrina og þátttökugjald er 300 krónur. 25.–27. Kraftakeppni. Sterkustu menn landsins keppa á Blönduósi, Húnavöllum og Blöndustöð um titilinn Bergrisi Húnvatnssýslu. 25.–27. Á góðri stund í Grundarfirði. Fjölskylduhátíð. Grillveisla, varpkeppni, dansleikir, söngskemmtun, kaj- aksiglingar, súkkulaðikökukeppni, söngvakeppni, bryggjuskemmtun, raf- magnsbílar og margt fleira fyrir alla aldurshópa. 25.–27. Reykholtshátíð. Í Reykholtskirkju verður haldin tónlistarhátíð. Sjá nánar www.reykholt.is 25.–27. Franskir dagar á Fáskrúðsfirði. Bæjarhátíð á Fáskrúðsfirði. Fjölskylduskemmtun þar sem ýmislegt verður á boðstólum eins og Harry Potter hoppkastali, dansleikir, listsýningar í grunnskólanum, varðeldur, flugeldasýning, tjaldmarkaður og kajakaleiga við Ósinn. 26.–28. Djasshátíð á Egilsstöðum. 26. Gönguferð á Þingvöllum. Gengið verður í Ölkofradal austan við Skógarkot. Fjallað verður um blóm og jurtir og nýtingu þeirra. Gangan hefst við Flosagjá 27. Íslendingadagurinn á Hofsósi. Vesturfarasetrið á Hofsósi stendur fyrir menningardagskrá til heiðurs ís- lensku vesturförunum og afkomendum þeirra. 27. Dagsgönguferð með leiðsögn frá Gásum að Möðruvöllum. Gengið verður frá Gásum í Eyjafirði með viðkomu á Skipalóni og Hlöðum. Bjarni Guðleifsson mun fræða þátttakendur í ferðinni um þessa sögustaði og umhverfi þeirra. Gengið verður frá bílastæðinu við Gáseyrina. Brýnt er að vera bæði vel skóaður og með nesti. Þátttökugjald er 1000 krónur. Vikan framundan Fjölskylduhátíðir verða m.a. á Fáskrúðsfirði, Grundarfirði og Vopnafirði um næstu helgi. Morgunblaðið/Jim Smart Allt að þúsund manns eru saman- komnir á góðum degi á Hveravöllum yfir sumartímann. Að meðaltali er fjöldi gesta um 300, að sögn Björns Þórs Kristjánssonar, framkvæmda- stjóra Hveravallafélagsins, sem í fyrra tók við umjón ferðaþjónustu og hestageymlu á Hveravöllum. „Mest er að gera í miðri viku þeg- ar erlendir ferðamenn eru þar á sveimi en rólegra er um helgar en þá sækja Íslendingar oftast Hvera- velli.“ Best fer á því að panta gistingu í skálunum tveimur á Hveravöllum í ÝMSAR breytingar standa fyrir dyr- um á Hveravöllum. Nýlega var bætt við auka rafmagni í skálana sem þýð- ir að nú er hægt að vera þar með ým- is rafmagnstæki eins og brauðristar og örbylgjuofna. Í síðustu viku var opnuð lítil verslun með nauðsynja- vöru á Hveravöllum en næstum dag- lega hafði verið spurt hvort ekki væri hægt að kaupa slíkar vörur á staðn- um. Einnig stendur til að koma upp sturtuaðstöðu í skálunum seinna í sumar en skálarnir eru tveir og rúma 75 manns þegar best lætur. tíma, að sögn Björns Þórs. Gisting eina nótt kostar 1.700 krónur en hálft gjald er fyrir börn eldri en sex ára. Á staðnum er einnig tjaldstæði og gisting þar kostar 650 krónur fyrir fullorðna. Sturtur og auka rafmagn í skálana á Hveravöllum Búið að opna verslun með matvöru  Nánari upplýsingar um þjón- ustuna á Hveravöllum fást í síma 452 4685 Netfang: hveravellir@hveravell- ir.is Vefslóðin er: www.hveravellir.is ferðalög Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is www.hoteledda.is Sund - Golf - Sumartónleikar - Byggðasafn - Sjóferðir - Kajak - Einstakt umhverfi Velkomin í Stykkishólm! Fjölskyldan saman í fallegum bæ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.