Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ T ÓFAN mun hafa verið eina villta spen- dýrið á Íslandi þegar norrænir menn námu hér land. Þessi landnámsskepna átti sér enga óvini og fáa keppinauta fyrr en þeir tvífættu fóru að herja á hana. Í sambúð tófu og manna hefur gengið á ýmsu. Þetta helsta rándýr íslenskrar náttúru hefur fengið mörg nöfn í aldanna rás og lýsa sum viðhorfinu til skepn- unnar: Bítur, blóðdrekkur, djangi, djanki, dratthali, dýrbítur, gráfóta, holtaþór, lágfóta, melrakki, rebbi, refur, rífur, skaufhali, skolli, tóa, tófa, tæfa, vargur og vembla – allt eru þetta heiti á þessu hánorræna rándýri. Mestum skaða hefur tófan líklega valdið mönnum með því að stela frá þeim sauðfé og þá helst lömbum. Ekki eru allir refir dýr- bítar, en þeir sem komast á bragðið af fjallalambinu vilja verða kræfir. Ekki síst hefur það komið óorði á tófuna hvað atgangurinn er harður og miskunnarlaus – enda lífsbarátta í sinni óvægnustu mynd. Aðalfæða refsins mun þó vera fuglar og egg þeirra. Tófan safnar forða yfir sumarið og ekki fúlsar hún við dýrahræjum, fiski eða skeldýrum og fer jafnvel í berjamó. Refaveiðar hafa lengi verið stundaðar og reynt að halda stofn- inum í skefjum. Á vetrum er algengast að veiða dýrin við æti sem borið hefur verið út. Á sumrin er gengið á þekkt greni og leitað nýrra grenja. Reynt er að veiða grendýrin og ná hvolpunum. Við kynni mín af Sigurði Aðalsteinssyni frá Vaðbrekku fékk ég oft að heyra af ævintýrum hans og Sveins Pálssonar á Aðalbóli við grenjaleit og vetrarveiðar á tófu. Boð um að fylgja þeim félögum á greni var því þegið með þökkum. Vaðbrekka og Aðalból eru í Hrafnkelsdal og útverðir manna- byggðar ásamt Brú á Jökuldal. Fáir ef þá nokkrir bæir eru fjær sjó hér á landi. Heimalöndin liggja að víðfeðmum heiðum og há- lendi Austurlands. Á þessum slóðum ganga hreindýr og tófur all- an ársins hring. Á sumrin vafrar sauðfé Jökuldælinga og þeirra úr Hrafnkelsdal um afréttinn. Ekta fjallalömb það. Hreppurinn, Norður-Hérað, er stór að flatarmáli og sjá tólf skyttur um grenja- leit í hreppnum. Félagarnir Sveinn og Sigurður hófu samstarf við grenjavinnslu fyrir 5–6 árum. Áður höfðu þeir hjálpast að við vetrarveiðar á ref á Háurð í Hrafnkelsdal. Þeir þekktu landið vel og vissu um mörg greni, hafa enda stundað smalamennsku og hreindýraveiðar á þessum slóðum um árabil. Þegar þeir gerðust grenjaskyttur leit- uðu þeir ráða hjá reyndum grenjaskyttum og fjallamönnum á borð við Aðalstein Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, föður Sigurðar, Þórhall Björgvinsson frá Þorgerðarstöðum í Fljótsdal og Friðrik Ingólfsson frá Valþjófsstað í Fljótsdal. Fljótsdælingar höfðu stundað grenjavinnslu á svæðinu sem félagarnir úr Hrafnkelsdal tóku við. Svæðið afmarkast af hreppamörkum Fljótsdalshrepps og Jökuldalshrepps að austan, af jöklum að sunnan og af Jökulsá á Dal að norðan. Svæðið nær allt út í land Vaðbrekku og Aðalbóls. Að sögn Sigurðar eru þekkt um 35 grenjastæði á svæðinu og svo er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að tófur geri nýtt greni. Grenjaleitin hefst venjulega um miðjan júní, því þá fyrst er orðið fært um svæðið. Áður, meðan tófan drap fleira fé, var reynt að fara fyrr. Á hverju sumri er farið á öll þekkt grenjastæði og kann- að hvort þar er búseta. Yfirleitt er svo legið á tveimur til þremur grenjum, mest hafa þeir félagar þurft að liggja á fimm grenjum sama sumarið. Grenjavinnslan stendur venjulega fram í byrjun júlí. Næturtöfrar á heiðinni Bækistöð okkar var í Sauðakofa, gangnamannahúsi sem stend- ur inn við Sauðá á Vesturöræfum, norðan Vatnajökuls. Áin fellur þar í nokkuð djúpu gljúfri á leið sinni í Jökulsá á Dal og húsin standa á gljúfurbarminum. Húsið sem nú er dvalið í var reist fyrir rúmum 20 árum og er þriðja kynslóð gangnamannakofa sem eru uppistandandi á staðnum. Elstur er torfkofi sem farinn er að láta á sjá, þá skáli sem nú er notaður fyrir hesthús og svo nýjasti skál- inn þar sem er ágætis gistiaðstaða. Lítið náðhús afsíðis full- komnar húsaþyrpinguna. Þar sem paufast var eftir ósléttum slóða yfir Vatnaöldu á leið í Sauðakofa hringdi GSM-sími Sigurðar. Sveinn hafði farið á undan á sexhjóli og var nú að gefa skýrslu. „Það hefðu fáir trúað því fyrir 10–15 árum, þegar maður var að reyna að ná sambandi við félaga sína hér með talstöðvum, að það yrði hægt að tala saman í smá- síma,“ segir Sigurður. „Þetta er allt að þakka virkjanafram- kvæmdunum!“ Það var stafalogn og milt veður, næturkyrrð á heiðinni. Mófugl- ar flögruðu upp framan við bílinn og einstaka lóa reyndi að tæla okkur afvega með því að þykjast vera vængbrotin. Við renndum í hlað við Sauðakofa nokkru eftir miðnættið. Dulmögnuð birta sumarnæturinnar, niðurinn í ánni og muldur mófuglanna mögn- uðu töfra umhverfisins. Sveinn tók á móti okkur og var þá búinn að koma við á mörgum grenjum á leiðinni. Á tófuslóðum Strekkingur af jökli tók á móti okkur að morgni. Hálfskýjað og bólstrahattur á Snæfellinu. Stefnan var sett á Innra-Kofagreni, sem er í vestanverðum Hálsi, þeim hinum sama og væntanlegt Hálslón Kárahnjúkavirkjunar dregur nafn af. Við gengum með allt okkar hafurtask yfir þýfða móa þar sem háfjallagróðurinn stóð í blóma. Lágvaxnar litskrúðugar plöntur við hvert fótmál. Djúpur lækjarfarvegur sker sléttuna og gerir hana illfæra öku- tækjum. Nokkrar ær með lömb voru á beit og undu sér vel. Heiðagæsir flugu upp við og við með miklum skrækjum, aðrar vögguðu á milli þúfna með ungafjöld í eftirdragi. Það reyndist tíðindalaust á Innra-Kofagreni, engin merki þess að í því væri búið þetta sumarið. Það var því gengið norður Háls- inn í átt að Ytra-Kofagreni, en þar hafði Sveinn orðið einhvers var í heimsókn sinni daginn áður. Nokkur aðburður við grenið, það eru ætisleifar, umgengnir munnar og eitthvert þrusk inni fyrir. Aðburðurinn og umgengnin gáfu þó ekki til kynna mikla umferð. Það gat bent til þess að tófur væru að búa sig undir flutning í grenið úr öðru greni. Það er þekkt að tófur flytja á milli grenja, oft eftir því sem vetrarbleytan þornar í þeim. Eins gat verið þar got sem ekki væri komið það langt að yrðlingar væru farnir að hafa útivist. Við höfðum svolítið bil á milli okkar til að sjá yfir stærra svæði. Þarna voru stórgrýtt urðarholt og gróinn mói á milli – kjörlendi melrakka. Sigurður var neðstur í brekkunni og tók skyndilega viðbragð, hentist undir melbarð og fór hratt yfir hálfboginn. Við Sveinn námum staðar grafkyrrir meðan Sigurður setti sig í skot- stellingar. Spennan lá í loftinu. Hvað skyldi hann hafa séð? Skot endurómaði í kyrrðinni. Sigurður hafði séð gráan ref skokka upp skorning að greninu með einhverja lufsu í kjaftinum. Rebbi stakk sér inn augnablik. Þegar hann kom út lufsulaus settist hann upp á barð og fór að hnusa í áttina sem við komum úr – hafði eitthvert veður af komu- mönnum. Þótt færið væri langt og strekkingsvindur ákvað Sig- Tófur gera sér gjarnan greni í uppgrónum urðum. Ytra-Kofagreni er gamalt og mikið grafið, telja mátti tólf munna í fljótu bragði. Sigurður hlóð skjólvegg ofan við grenið þar sem vel sér yfir um- hverfið. Í baksýn eru Jökla og Kringilsárrani. Þrjár kynslóðir Sauðakofa, sá yngsti er lengst til hægri. Snæfell blasir við í bakgrunni. Legið fyrir lágfótu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.