Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 B 11 ferðalög vel um. Allir þrifu eftir sig þannig að sómi var að. Búð var á svæðinu þar sem m.a. var hægt að kaupa nýbökuð rúnnstykki klukkan sjö á morgnana og fá sér dagblöðin, tveir veitingastaðir eru þarna, minigolf, tennisvöllur, tveir leikvellir og svo ströndin til að fara á þegar veðrið er gott. Hægt var að ganga fallega leið meðfram ströndinni inn í miðbæ Var- berg eða taka þangað lítinn vagn. Yfir sumartímann er dagskrá á boðstólum, krakkar geta farið í pöss- un, fólk farið með leiðsögn um næsta nágrenni og tekið þátt í söngvakeppn- um og fleiri uppákomum á kvöldin. Margir kunna að meta morgunleik- fimina því fyrsta morguninn þegar klukkan sló níu vissum við ekki hvað- an á okkur stóð veðrið. Þá hljómaði hressileg tónlist um allt svæðið og fólk þusti úr hjólhýsum og húsbílum til að fara í hópleikfimi á túni skammt frá. Þátttakendur voru eflaust um hundrað talsins og mikil stemmning. Ugluvæl og hundar Þegar við höfðum dvalið í nokkra daga í Apelviken lá leiðin til Dan- merkur. Þar völdum við tjaldsvæði á Skáni alveg niðri við sjóinn sem heitir Dronningmølle. Þetta var ekki síðra tjaldsvæði og aðstaðan eins og áður til fyrirmyndar. Börnum var boðið upp á sérstakt salerni sem var í þeirra hæð og vaskarnir líka og baðkarið sem ungbörn voru þvegin í var afar spenn- andi í augum heimasætunnar okkar, eldrauður bíll sem maður sat og sáp- aði sig í. Leiksvæðin voru spennandi og ströndin eins og best verður á kosið. Það var indæl tilfinning að vakna í dagrenningu við ugluvæl úr skógin- um á tjaldsvæðinu og drífa sig út í búð til að ná í bakkelsi og dönsku blöðin á meðan litla heimasætan okkar gat ró- leg spásserað um svæðið á táslunum og unglingurinn sofið áfram. Þarna opnaði hverfisbúðin klukkan sjö á morgnana. Niðurstaðan er í raun að frí sem þetta sé afskaplega skemmtilegt fyrir fjölskyldufólk ef það er vel útbúið. Ef stendur til að ferðast um Evr- ópu er húsbíll líka alveg frábær far- arskjóti. Ef ætlunin er að ferðast ekki mikið heldur vera á sama stað myndi ég næst leigja mér sumarhús og bíl. Ástæðan er sú að það er dálítið þröngt í húsbíl ef t.d. rignir og allir vilja vera inni og það er dálítið óþægi- legt að vera ekki með bíl til að skjót- ast á í stuttar ferðir. Yfir hásumarið er ódýrara að leigja mjög rúmgóðan fjölskyldubíl og lúxus sumarbústað í Danmörku en að leigja húsbíl, auka- búnað og aðstöðu fyrir hann í viku. Þessi mynd gæti verið tekin á Spáni en er af sandströndinni í Dronningmølle í Danmörku. Það var frábært að synda í sjónum. Stundvíslega klukkan níu um morguninn hljómaði tónlist um allt tjaldsvæðið í Apelviken í Svíþjóð. Fólk þusti úr hjólhýsum og húsbílum í átt að túni á svæð- inu. Rölt var í humátt á eftir og fest á filmu þegar morgunhresst fólkið fór í leik- fimitíma. Morgunblaðið/GRG Húsbíllinn okkar. Engin garðhúsgögn eða sumarblóm við þennan „sum- arbústað" sem stakk óneitanlega í stúf við vel útbúna nágrannana. Við fjárfestum í þessum stólgörmum af því þeir voru í KR-litunum og not- uðum svo plastkassa sem borð. Svein og Johanna Anderson koma frá Noregi og þegar við hittum þau í Svíþjóð ætluðu þau að gera stuttan stans því leiðin lá til Króatíu. Þau hafa ferðast víða á húsbílnum en kunna vel við sig í Króatíu þar sem ódýrt er að lifa segja þau. Hund- urinn fer með þeim í fríið og svo fékk hún Inga Þóra að vera með á myndinni. Það sem ferðalangarnir hefðu þurft að hafa meðferðis til að mæta ekki auka útgjöldum: Útiborð og stólar Grill sængurfatnaður handklæði barnabílstóll gudbjorg@mbl.is um þaulvant tjaldbúðarfólk Með AVIS kemst þú lengra Veist þú að Avis = Leiga á bílum? Erum í 173 löndum og á 5000 stöðum í heiminum. Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum um allan heim. Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu í Avis sími 5914000 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Munið tilboð til korthafa Visa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.