Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 C 3 Grunnskólar Vestmannaeyja Kennara vantar í Barnaskóla Vestmannaeyja Fjöldi nemenda í 1.—10. bekk er um 450 Um er að ræða stöður umsjónarkennara á mið- og yngsta stigi, kennslu í dönsku (hlutastarf) auk íþrótta- og heimilisfræðikennslu á elsta stigi. Umsóknir sendist Barnaskóla Vestmannaeyja. Upplýsingar um störfin gefur Hjálmfríður Sveinsdóttir skólastjóri í síma 481 1898 og 690 8756, netfang; hjalmfr@ismennt.is . Kennara vantar í Hamarsskóla Fjöldi nemenda í 1.—10. bekk er um 350 Um er að ræða stöður umsjónarkennara á mið stigi auk kennslu í ensku og tónmennt. Umsóknir sendist Hamarsskóla Vestmannaeyj- um. Upplýsingar um störfin gefur Halldóra Magnús- dóttir skólastjóri í síma 481 2265 og 897 1173, netfang; hallmag@vestmannaeyjar.is . Skóla- og menningarfulltrúi. Reykjavíkurborg  Umhverfis- og tæknisvið Umhverfis- og heilbrigðisstofa Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur fer með umhverfis- og heilbrigðismál í Reykjavík. Stofan starfar í fimm deildum: Hollustuhættir, Matvælaeftirlit, Mengunarvarnir, Garðyrkjudeild og Sorphirða og dýraeftirlit. Þá hefur stofan á sinni könnu Staðardagskrá 21, auk þess sem Vinnuskóli Reykjavíkur starfar undir véböndum hennar, en með sérstakri stjórn. Að Vinnuskól- anum frátöldum heyrir starfsemi stofnunarinnar undir Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Heilbrigðisfulltrúi í mengunarvörnum Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa í mengunarvarnardeild. Starfs- og ábyrgðarsvið  Eftirlit með mengandi starfsemi og gerð starfsleyfisskilyrða.  Skráning og skýrslugerð.  Sinna kvörtunum og annast fræðslu á umhverfissviði.  Sinna öðrum verkefnum samkvæmt gildandi starfslýsingu fyrir heilbrigðisfull- trúa mengunarvarnardeildar. Menntunar- og hæfniskröfur  Háskólamenntun á sviði umhverfisfræði, náttúru- eða tæknivísinda sem nýtist í starfi.  Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagning í starfi.  Samstarfshæfni, eiga auðvelt með að tjá sig í töluðu og rituðu máli og hafa reynslu af notkun tölvu.  Hæfileiki til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í krefjandi starfsumhverfi.  Réttindi til að mega starfa sem heilbrigðisfulltrúi æskileg. Launakjör fara eftir kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga og Reykjavíkur- borgar. Nánari upplýsingar veita Örn Sigurðsson og Lúðvík E. Gústafsson hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, Skúlagötu 19, frá kl. 9-16 í síma 563 2700. Umsóknir skulu berast til Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur 6. ágúst nk. merktar „Heilbrigðisfulltrúi“. Við ráðningar í störf vilja borgaryfirvöld stuðla að því að þau flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf og hvetja því það kynið sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein að sækja um . Konur eru því sérstaklega hvattar til að sækja um. Reykjavík, 18. júlí 2003. Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur. Sala — góðar tekjur Óskum eftir sölufulltrúum til að afla þjónustuskráninga á leit.is Leit.is er annað stærsta vefsetur á landinu og það langstærsta sinnar tegundar. Áhugasamir hafi samband við BM ráðgjöf ehf í síma 590 8000 á milli kl. 13 og 15 alla virka daga. Góðir tekjumöguleikar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.