Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚU T B O Ð Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrif- stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík: * Nýtt í auglýsingu *13361 Ræsarör (Multiple plate — Depr- essed Pipe Arch.) fyrir Vegagerð- ina. Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerðar- innar, óska eftir tilboðum í ræsarör, að áætlaðri þyngd 91,3 tonn. Opnun 5. ágúst 2003 kl. 14.00. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 frá og með miðvikudeginum 30. júlí. 13350 Rammasamningsútboð — Ýmis lyf fyrir sjúkrahús. Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítala háskólasjúkrahúss og fleiri heilbrigðisstofnana, óska eftir tilboðum í lyf í eftirfarandi ATC flokkum: A02BC, B01AB, B03XA og L03AB. Opn- un 21. ágúst 2003 kl. 11.00. Útboðsgögn eru til sýnis og sölu á kr. 3.500. *13347 Línuhraðall fyrir geislameðferð. Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítala há- skólasjúkrahúss, óska eftir tilboðum í línuhraðal. Opnun 10. september 2003 kl. 14.00. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 frá og með mið- vikudeginum 30. júlí. F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í viðbyggingu við leik- skólann Klettaborg, Dyrhömrum 5. Verkið felst í byggingu 134 m² steinsteyptrar viðbyggingar sem reist verður á malarfyllingu sem verkkaupi hefur þegar látið gera. Viðbygg- ingu skal skila fullfrágenginni innan- og utan- húss ásamt tengingu við eldra hús. Verkinu skal skila eigi síðar en 16. janúar 2004. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 22. júlí 2003 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 7. ágúst 2003 kl. 10:00 á sama stað. FAS 92/3 F.h Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í jarðvinnu vegna við- byggingar við Breiðagerðisskóla. Helstu magntölur eru: Gröftur: 3.650 m³ Fylling undir sökkla: 1700 m³ Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 5. ágúst 2003 kl. 14.00 á sama stað. FAS 97/2 Útboð RARIK óskar eftir tilboðum í: Rarik 03005 Strenglagnir á Völlum, Fljótsdalshéraði Verkið felst í plægingu, skurðgreftri og lagn- ingu 36 kV háspennustrengja frá aðveitustöð- inni Eyvindará inn að Grímsá og 12 kV há- spennustrengja og 1 kV lágspennustrengja sem er hluti dreifikerfis á Völlum. Helstu lengdir strengleiðar:  Plæging 23321 m  Gröftur 3979 m Útboðsgögn verða seld á skrifstofu RARIK, Þverklettum 2—4, 700 Egilsstöðum, frá og með mánudeginum 21. júlí nk. Verð fyrir hvert ein- tak er kr. 2.000. Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK, á sama stað, fyrir kl. 14.00 fimmtudaginn 7. ágúst 2003. Tilboðin verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóð- enda, sem óska að vera viðstaddir. Vinsamlega hafið tilboðin í lokuðu um- slagi, merktu: RARIK 03005, Strenglagnir á Völlum, Fljótsdalshéraði. Flugmálastjórn Íslands Veitingarekstur Flugmálastjórn Íslands óskar eftir leigutil- boðum í veitingarekstur á kaffiteríu Akureyr- arflugvallar. Veitingaaðstaðan er um 40 fm og leigist í því ástandi sem hún er nú frá 1. september 2003 eða eftir nánara samkomulagi. Allar nánari upplýsingar um aðstöðuna og leiguforsendur veitir Sigurður Hermannsson umdæmisstjóri í síma 895 3210. Tilboðum skal skila fyrir 25. júlí 2003 til Flug- málastjórnar, Akureyrarflugvelli, pósthólf 146, 602 Akureyri. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til að ganga til samninga við hvaða bjóðanda sem er eða hafna öllum. Tilboð skulu hafa borist til Flugmálastjórnar Íslands, Akureyrarflugvelli, pósthólf 146, 602 Akureyri, merkt: „Akureyrarflugvöllur — Veitingarekstur — Tilboð“. TILKYNNINGAR Sjóflutningar fyrir varnarliðið Forval Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins f.h. varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna út- boðs á eftirfarandi verkefni fyrir varnarliðið: Sjóflutningar fyrir varnarliðið Útboðið fer fram á grundvelli samnings Íslands og Bandaríkjanna um sjóflutninga frá 24. sept- ember 1986 og kemur 65% flutninganna í hlut lægstbjóðanda og að minnsta kosti 35% flutn- inganna í hlut þess bjóðanda frá hinu landinu sem lægstur er. Áformað er að bjóða út sjó- flutningana nú í sumar. Flutningaskrifstofa Bandaríkjahers (Military Traffic Management Command - MTMC) mun sinna útboðinu fyrir hönd bandarískra stjórnvalda, en útboðsgögn eru væntanleg frá skrifstofunni fljótlega. Aug- lýst er eftir íslenskum skipafélögum sem áhuga hafa á að taka þátt í útboði á þeim flutningum sem falla í hlut íslenskra skipafélaga sam- kvæmt samningnum frá 1986. Íslensku skipafé- lögin þurfa að uppfylla öll þau skilyrði sem greind eru í reglugerð nr. 493/2003 um forval og skilgreiningu íslenskra fyrirtækja vegna út- boðs á grundvelli sjóflutningasamningsins. Öll íslensk skipafélög sem uppfylla greind skil- yrði munu tilgreind af íslenskum stjórnvöldum sem íslensk skipafélög í skilningi sjóflutninga- samningsins og verður sem slíkum heimilað að bjóða í hinn íslenska hluta útboðsins. Öll þau íslensku skipafélög sem áhuga hafa á þátt- töku skulu skila inn þátttökutilkynningum, ásamt ítarlegum upplýsingum um hvernig þau uppfylla skilyrði fyrrgreindrar reglugerðar. For- valsnefnd utanríkisráðuneytisins áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari gögnum ef hún telur ástæðu til. Ekki verður tekið við umsóknum eftir að for- valsfrestur rennur út. Umsóknum skal skilað til utanríkisráðuneytis- ins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00, föstudaginn 25. júlí nk. Ekki er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Forvalsnefnd vekur einnig athygli á því að ýmis smærri verk og verkefni fyrir varnarliðið eru auglýst á eftirfarandi heimasíðu: www.naskef.navy.mil/template5.asp?PageID=239 Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins Auglýsing um skipulag í Kópavogi. Vatnsendi — Kríunes Deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi Kríuness í Vatnsendalandi auglýsist hér með í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/ 1997. Kríunes er íbúðarhús við Elliðavatn þar sem starfrækt hefur verið heimagisting með 8 herbergjum ásamt fundaraðstöðu. Þar eru einnig seld veiðileyfi og bátaleiga er á staðnum. Í breytingunni felst að núverandi íbúð stækkar auk þess sem heimilt verður að gera 3 nýjar íbúðir í húsinu. Í tillögunni felst jafnframt að undir hluta hússins er gert ráð fyrir kjallara þar sem verða m.a. bílageymslur, þvottahús og geymslur. Grunnflötur og hæð bygginga í Kríunesi verður óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag svo og ofangreind heimagisting. Tillagan verður til sýnis á Bæjarskipulagi Kópa- vogs, Fannborg 6 II. frá kl. 8.00 til 16.00 mánu- daga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8.00 til 14.00 frá 25. júlí til 18. ágúst 2003. Athuga- semdir eða ábendingar skulu hafa borist skrif- lega Bæjarskipulagi eigi síðar en kl. 15:00 mánu- daginn 1. september 2003. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunum. Skipulagsstjóri Kópavogs. Útboð Sjóvarnir Blönduós, Skagaströnd, Skagabyggð Siglingastofnun óskar eftir tilboðum í gerð sjó- varna á ofantöldum stöðum. Helstu magntölur: Um 2.700 m³ flokkað grjót af stærðinni 0,2—2,0 tonn og um 1.800 m³ óflokkuð kjarnafylling. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. október 2003. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglinga- stofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi, frá þriðju- deginum 22. júlí gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 7. ágúst 2003 kl. 11:00 Siglingastofnun Íslands. Útboð Þorlákshöfn — Austurgarður Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilboðum í byggingu brimvarnargarðs. Helstu magntölur eru: Grjót 0,3 - 25 t um 115.000 m3 Sprengdur kjarni um 115.000 m3 Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. nóvember 2004. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglinga- stofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi og hjá Sveit- arfélaginu Ölfus, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá miðvikudeginum 23. júlí 2003, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðju- daginn 19. ágúst 2003 kl. 11:00. Sveitarfélagið Ölfus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.