Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Gjörningur á bandi Íslenskt myndlistarfólk á Prag-tvíæringnum Listir 13 Bleikir boxhanskar Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir boxar með strákunum Fólk 29 1.200 fót- boltastelpur Metþátttaka á Gullmótinu í Kópavogi Íþróttir 6 Í LANGRI sögu krikketíþrótt- arinnar mun ekki hafa verið leik- ið á jökli fyrr en í gær. Þá var lagður krikketvöllur á Langjökli og atti úrvalslið breska fjárfest- ingarbankans EFG þar kappi við nyrsta starfandi krikketklúbb heims, ungmennafélagið Glaum. Hugh Ellerton, liðsstjóri Bret- anna, mundar hér kylfuna á jökl- inum. Á föstudagskvöld var leik- inn miðnæturkrikket á Laugardalsvelli og þótti breska liðinu sérstakt að geta leikið krikkettinn nánast án þess að taka hlé í heila nótt. Jökulkrikket við nyrsta krikketklúbb heims Morgunblaðið/Jim Smart KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, sagði í gær, að flokkur hans, Kristilegi þjóðarflokk- urinn, væri reiðubúinn að skoða hvort rétt væri að Norð- menn sæktu um aðild að Evrópu- sambandinu, ESB. „Í þessu máli geta menn ekki ákveðið sig í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Bonde- vik en ítrekaði, að afstaða sín og flokksins væri enn sú að hafna aðild að ESB. Andstaðan við aðild hefur verið langmest innan Kristilega þjóðarflokksins en Bondevik sagði, að stjórnin fylgdist grannt með því, sem væri að gerast í Evrópu. Skoðanakönnun, sem birt var í gær, sýnir, að stuðningur kvenna við aðild hefur aukist en hingað til hefur meirihluti þeirra verið andsnúinn henni. Nú eru 45,5% kvenna hlynnt henni en 37,3% andvíg. Rétt tæp 60% karla vilja aðild en 30,5% ekki. ESB og Noregur Bondevik að snúast hugur? Ósló. AFP. Kjell Magne Bondevik ÍSLANDSFERÐ er ein af óvenju- legustu gjöfunum sem ástralskir þingmenn hafa fengið en þeim bjóðast jafnan gjafir og hlunnindi fyrir milljónir króna á ári hverju frá fyrirtækjum og erlendum rík- isstjórnum, samkvæmt fréttasíðu The Courier-Mail. Dýr vín, miðar á íþróttakappleiki og ferðir til út- landa eru gjarnan í boði en þing- menn mega nýta sér hlunnindin með því skilyrði að þeir gefi þau upp ef verðmæti gjafarinnar fer yf- ir sem nemur tíu þúsund krónum. Undarlegasti áfangastaður sem þingmanni var boðið til að mati blaðsins var Ísland, en þingmað- urinn Laurie Ferguson þáði ferð hingað í fyrra. Á meðal annarra óvenjulegra gjafa var sverð sem er nákvæm eftirlíking af sverði Alex- anders mikla og lófaleikjatölvur. Íslandsferð óvenjuleg- asta gjöfin FIMM manna hópur hugrakkra blaðamanna frá háðs- ádeiluvefritinu The Rockall Times hyggst freista þess að klífa klettinn Rockall, sem er í Atlantshafi um 380 km frá ströndum Skotlands. Ferðin er farin til styrktar börnum sem eiga við námsörðugleika að stríða. Það þykir nokkurt afrek, nái fimmmenningarnir mark- miði sínu, en talið er að færri en 10 manns hafi komið á eyjuna. Klífa Rockall TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, segir útilokað að hann segi af sér eða kalli sam- an þing en segist vera tilbúinn að koma fyrir rann- sóknarnefnd og svara fyrirspurn- um vegna dauða dr. Davids Kellys, efnavopnasér- fræðings og ráð- gjafa bresku stjórnarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC staðfesti í gær að Kelly hefði verið heimildarmaður fréttar um að bresk stjórnvöld hefðu látið „lag- færa“ skýrslu um vopnabúnað Íraka til að réttlæta stríð gegn landinu. Lík Kellys fannst í skóglendi skammt frá heimili hans á föstudag, og er talið að hann hafi fyrirfarið sér með því að skera sig á púls. BBC gaf út tilkynningu í gær þar sem fram kom að undanfarið hefði stöðin lagt kapp á að koma í veg fyrir að upp kæmist að Kelly væri heim- ildarmaðurinn. Mikilvægt hefði ver- ið að halda trúnað við Kelly, en eftir dauða hans hefði BBC talið rétt að segja sannleikann. Kelly neitaði að hann væri heim- ildarmaður fréttarinnar, en viður- kenndi að hafa rætt við höfund henn- ar, fréttamanninn Andrew Gilligan. Komið hefur fram að Kelly hafi þótt stjórnin koma illa fram við sig með því að opinbera nafn hans þegar deil- urnar við BBC stóðu yfir. Blair segist vera ákveðinn í að sitja áfram í embætti þrátt fyrir at- burðina undanfarið en háværar raddir hafa verið um afsögn Blairs eftir sjálfsvíg Davids Kellys. Er hann var spurður beint hvort hann vildi enn vera forsætisráðherra svaraði hann: „Að sjálfsögðu.“ Málið hefur varpað skugga á As- íuför Blairs sem fór til Suður-Kóreu í gær. Þar hitti hann Roh Moo-Hyun, forsætisráðherra landsins, og ræddu þeir kjarnorkuáætlun N-Kóreu. Blair reiðubúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd Tony Blair Staðfest að Kelly hafi verið heim- ildarmaður BBC „Þar til niðurstaða liggur fyrir telj- um við rétt að tjá okkur sem minnst en það liggur þó fyrir að við munum íhuga réttarstöðu okkar mjög vand- lega ef olíufélögin verða fundin sek um að hafa brotið gegn samkeppn- islögum,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, áður Íslenska álfélagsins. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir fyrirtækið vitaskuld fylgjast grannt með rann- sókninni. „Við fylgjumst einfaldlega með og tökum síðan ákvarðanir þeg- ar niðurstaða samkeppnisyfirvalda liggur fyrir,“ segir hann. Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar, segir stofnunina munu fylgj- ast með framvindu mála. Menn muni fara yfir málið þegar niðurstaða liggi fyrir og hún útiloki ekki neitt í því sambandi. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegs- manna, segist ekki telja tímabært að ræða hvort eða hvernig útgerðar- menn kynnu að sækja rétt sinn, fari svo að olíufélögin verði sek fundin um brot á samkeppnislögum. „Þetta er fyrri frumathugunarskýrsla og ol- íufélögin hafa ekki komið fram and- svörum sínum þannig að mér finnst ekki tímabært að tjá mig um það.“ „Munum íhuga réttarstöðuna vandlega“ Fyrirtæki sem buðu út olíukaup fylgjast með rannsókn á olíufélögum TALSMENN fyrirtækja, sem stóðu fyrir útboðum þar sem Samkeppnisstofnun telur olíufélögin hafa haft með sér ólögmætt samráð við tilboðsgerð, segjast munu fylgjast grannt með rannsókn stofnunarinnar og skoða réttarstöðu fyrirtækjanna.  Útgerðarmönnum/10 FORSTJÓRUM innkaupastofnana ríkis og Reykjavíkurborgar ber saman um að tilboð olíufélaganna hafi tekið breytingum á síðustu ár- um. Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar, segir borgina síðast hafa boðið út eldsneyti fyrir Vélamið- stöðina og Strætó og að tilboð í þau viðskipti hafi verið opnuð í ársbyrjun í fyrra. Verulegur mun- ur hafi þá verið á tilboðum olíufé- laganna. „Menn voru mjög hissa; Olís bauð best og um 20% lægra verð en hinir.“ Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að stofnunin hafi séð um fá útboð gagnvart ol- íufélögunum á því tímabili sem rannsókn Samkeppnisstofnunar tekur einkum til. Stofnunin hafi hins vegar verið með útboð á bif- reiðabensíni og gasolíu fyrir ríkið nú í vor. „Það kom alveg prýðilega út. Það kom talsverður afsláttur út úr því. Þarna var því eitthvað ann- að uppi á teningnum,“ segir Júlíus. Tilboð olíu- félaga hafa lækkað  BBC/12 Lundúnum. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.