Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐA RÉTTARSTÖÐU Talsmenn fyrirtækja, sem stóðu fyrir útboðum þar sem Samkeppn- isstofnun telur að olíufélögin hafi haft með sér ólögmætt samráð um gerð tilboða, segjast munu fylgjast grannt með rannsókn stofnunar- innar og skoða réttarstöðu fyr- irtækjanna. Gott eftirlit á Blönduósi Lögreglan á Blönduósi fékk á laugardag viðurkenningu frá nokkr- um tryggingafélögum fyrir að sýna ósérhlífni í starfi við að fylgjast með þjóðveginum og stöðva þá sem keyra of hratt. Brenndist á iljum Ellefu ára drengur hlaut annars stigs bruna á iljum þegar hann gekk í hver í flæðarmáli Laugarvatns á laugardag. Að sögn starfsmanns gufubaðsins á staðnum hafa nokkrar hræringar orðið við hverina að und- anförnu og nýr hver opnast þar sem drengurinn brannst. Hvönn í hálstöflur og krem Í Mýrdal hefur verið safnað um fimm tonnum af ætihvannarlaufum. Til stendur að nýta laufin í ný nátt- úrulyf; krem og hálstöflur, sem koma á markað á næstunni. Upplýsti um heimildarmann Breska ríkisútvarpið, BBC, stað- festi í gær að helsti heimildarmað- urinn fyrir frétt stöðvarinnar um að ríkisstjórnin hefði ýkt hættuna af Írak til að réttlæta stríðið þar, væri dr. David Kelly, sá sami og fannst látinn á föstudag eftir að hafa stytt sér aldur. Blair stendur í ströngu vegna hneysklisins og vilja sumir að hann segi af sér. BBC liggur líka undir ámæli fyrir vinnubrögð sín. Ólga eykst í Írak Óttast er að ókyrrð og árásir fari vaxandi í Írak en í gær var m.a. ráð- ist á bílalest þar sem var kirfilega merkt Sameinuðu þjóðunum. Um 10.000 manns mótmæltu veru bandaríska hersins í hinni helgu borg Najaf í gær. Fituneysla og brjóstakrabbi Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar benda til þess að helm- ingi meiri líkur séu á brjósta- krabbameini hjá konum sem neyta fituríkrar fæðu. Líklegt er að nið- urstaðan verði umdeild því fyrri rannsóknir hafa ekki sýnt fram á tengsl þarna á milli. mánudagur 21. júlí 2003 mbl.is Kjörhiti í hverju herbergi Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Úlfarsfell Á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ hefur sama ættin búið í heila öld. Freyja Jónsdóttir segir ágrip sögu húss, jarðar og íbúa sl. 100 ár.  26 // Íbúðalán Lán Íbúðalánasjóðs eru markaðsvædd og hafa verið frá stofnun sjóðsins árið 1999. Hallur Magnússon fjallar um þetta efni í pistli sínum um sjóðinn. 26 // Karlaþvagskál Þvagskálar fyrir karla er umfjöllunarefni Sigurðar Grétars Guðmundssonar í pistli hans, en þýskt fyrirtæki m.a. framleiðir slík- ar skálar. 46 // Múrklæðning Klæðning húsa er mikið mál fyrir húseig- endur. Rætt er við Gísla Kr. Björnsson um Sto-múrkerfi sem verið hefur á markaðinum frá 1978. 47                                                                           !" # # $  # % " " #  $  " # % ! " # #        &'()  (  )   " *  +,-   .  )/  0  *  1  2--    3 (4 "  3 (4 !( '  3 (4 "  3 (4 56 7  7   7 778 5  5     7 75       !        7  9 9    555 755 7555 55 555 55 "  " #  $ % $  "   #  &  '              7877 5 78 7 (     " ( (       (      8 76 FRAMKVÆMDIR eru nú í fullum gangi við gerð 9 holu golfvallar í Leirdal í Kópavogi. „Gert er ráð fyrir að unnt verði að taka völlinn í notkun árið 2005–2006, þetta er lokaáfangi við gerð 27 holu golfvallar í landi Vífilsstaða og Leir- dals í samvinnu beggja sveitarfélaganna, Garða- bæjar og Kópavogs,“ sagði Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogsbæjar. „Framkvæmdir þessar eru í náinni samvinnu við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, GKG, sem stofnaður var árið 1994 er Golfklúbbur Garða- bæjar og Golfklúbbur Kópavogs sameinuðust. Að framkvæmdum loknum mun GKG fá þessa sein- ustu stækkun vallarins afhenta og mun sjá um all- an rekstur. Reynslan sýnir að mikil þörf er á þessari stækk- un en fjöldi félaga GKG er um 1.100 manns en með tilkomu stækkunarinnar í Leirdal verður unnt að fjölga félögum um 400. Gefur möguleika á að leika 18 holur á þrjá mismunandi vegu Við stofnun GKG var völlurinn 9 holu en strax árið 1996 voru leiknar 18 holur á vellinum. Það var þó ekki fyrr en á seinasta ári sem núverandi 18 holu völlur í Vífilsstaðalandi var kominn í end- anlegt horf samkvæmt upphaflegum teikningum. Frá upphafi samstarfs sveitarfélaganna var gert ráð fyrir að stækka núverandi 18 holu völl í aust- urátt með því að gera 9 holur til viðbótar í Leirdal þannig að GKG yrði með 27 holu golfvöll. Það gef- ur möguleika á að leika 18 holur á þrjá mismun- andi vegu, en samtímis verður möguleiki á 9 holu hring á „alvöru“ golfvelli. Golfvallarsvæðið í Vílfilsstaðalandi og Leirdal liggur afskaplega vel við byggð á svæðinu. Nýr 9 holu golfvöllur í Kópavogi Unnið við hinn nýja golfvöll í Leirdal. Morgunblaðið/Árni Sæberg Yf ir l i t NORRÆNAR rannsóknir sem miða að því að greina geðklofa snemma á lífsleiðinni og finna til hvaða meðferð- ar hægt sé að grípa eru á meðal þess sem fjallað verður um á norrænu geð- læknaþingi sem haldið verður hér á landi um miðjan næsta mánuð. Sigurður Páll Pálsson, geðlæknir og einn af skipuleggjendum þingsins, segir rannsóknir þær sem kynntar verða á þinginu og umfjöllunarefni af mjög fjölbreyttum toga og snerta flest svið geðlæknisfræðinnar. Um rannsóknir á geðklofa segir hann: „Geðklofi er greindur tiltölulega seint og þá eru ýmsar afleiðingar hans orðnar staðreynd eins og skert námsgeta, félagsleg hnignun, ein- angrun og persónuleikabreytingar hjá ungu fólki sem enn er að þroskast þegar sjúkdómurinn byrjar að þróast. Geðklofi hefur ákveðin einkenni sem ekki koma öll nægilega vel fram snemma. Það sem er verið að gera í þessum rannsóknum er að menn eru farnir að gefa sér ákveðin forstigsein- kenni, menn tala þá um að fólk breyt- ist í hegðun, dragi sig til baka og verði óvirkara og ófélagslyndara og detti úr skóla.“ Sigurður Páll segir rannsókn- irnar miða að því að nota þessi for- stigseinkenni til að greina þennan hóp sjúklinga og reyna að ná til hans fyrr en ella. Á þinginu fer fram málþing um horfur í geðhvarfasjúkdómi og geð- klofasjúkdómi sem eru taldir alvar- legustu geðsjúkdómarnir. „Það er nokkuð ljóst að sjúkdómarnir sem slíkir eru alltaf til staðar en ef með- ferð er hafin á réttum tíma, í réttu magni með réttum aðferðum er hægt að halda niðri einkennum miklu betur en áður og fólk verður viljugra að taka inn lyf,“ segir Sigurður Páll. Hann bendir á að áður hafi geðklofa- sjúklingar tekið inn mjög þung lyf við sjúkdómnum. Lífsgæði og vitsmuna- hæfni sjúklinga séu hins vegar betri með nýrri tegundum geðklofalyfja. Um miðbik síðasta árs urðu vatna- skil í leit að meingenum geðklofa þeg- ar þrír rannsóknarhópar birtu grein- ar um tengsl fjögurra gena við sjúkdóminn. Sigurður Páll bendir á að þótt fundist hafi gen sem geti út- skýrt einhvern hluta af orsökum geð- klofa sé enn langur vegur framundan í rannsóknum á sjúkdómnum. „Það á eftir að leita nánar að samspili og ná- kvæmari staðsetningu þessara gena,“ segir Sigurður Páll. Hann bendir á að Ísland sé mik- ilvægur hlekkur í þessu sambandi. Þjóðin sé tiltölulega einsleit og hægt að skoða fjölskyldur mjög náið hér á landi. Vandinn við allar genarann- sóknir sé hins vegar að erfðir séu ekki nema einn hlekkur í orsakakeðjunni. Stóra spurningin sé hvort genarann- sóknir geti valdið byltingu við gerð nýrra og enn betri lyfja. Þá verður farið yfir stöðu öldrunar- geðlækninga á Norðurlöndunum. Meðal annars verður greint frá norskri rannsókn sem virðist stað- festa að þunglyndi virðist aukast með hækkandi aldri en sú fullyrðing hefur verið mjög umdeild og sumir læknar talið að þunglyndi minnkaði í elstu aldursflokkunum. Kristinn Tómasson geðlæknir mun fjalla um könnun sem gerð var á starfsánægju lækna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Í könnuninni kemur fram að læknar eru almennt mjög ánægðir með starf sitt og virð- ast hafa miklar væntingar til þess. Rannsóknir á geðklofa ræddar á norrænu geðlæknaþingi í ágúst Reynt að greina geð- klofa fyrr en ella NORRÆNT geðlæknaþing verður haldið hér á landi um miðjan næsta mánuð. Um 6–700 þátttakendur hafa skráð sig en þingið var síðast hald- ið hér á landi árið 1988. Engilbert Sigurðsson, geðlæknir og annar skipuleggjenda þingsins, segir styrk þess fyrst og fremst fólginn í þeirri miklu breidd sem þar skapast í tengslum við umfjöllun um jafnólík viðfangsefni og grunnvís- indi á sviði erfðafræðigeðsjúkdóma og árangursrannsóknir á langtíma- innsæismeðferð geðraskana (langtímasamtalsmeðferð). „Til viðbótar má nefna að það er víða komið við, þannig að sálfræðingar, félagsráð- gjafar, iðjuþjálfar og aðrar lykilstoðstéttir sem við vinnum mikið með hafa einnig sent inn efni á þetta þing, einkum innlendir aðilar.“ Auk kunnra prófessora frá Norðurlöndunum mun prófessor Robin Murray frá Lundúnum flytja yfirlitsfyrirlestur um geðklofa, prófessor John Livesley frá Kanada flytur yfirlitsfyrirlestur um meðferð persónu- leikaraskana og Gísli Guðjónsson, prófessor í réttarsálfræði í Lund- únum, flytur fyrirlestur um falskar játningar. Heimasíða þingsins er: www.icemed.is/npc2003. 6–700 þátttakendur skráðir á norræna geðlæknaþingið Í dag Viðskipti 11 Bréf 22 Erlent 12 Dagbók 24/25 Listir 13 Leikhús 26 Umræðan 14/18 Fólk 26/29 Forystugrein 16 Bíó 27/29 Hestar 19 Ljósvakar 30 Minningar 20/21 Veður 31 * * * HVAÐ er betra þegar golan kyssir kinn á sólríkum sumardegi en að fara í góðan útreiðartúr? Þetta unga fólk var í reiðskóla í Heiðmörkinni við Vífilsstaðavatn og lét sig ekki muna um að leyfa fákun- um að bera sig yfir beljandi stórfljót. Ekki var annað að sjá en að reiðskjótunum líkaði buslið vel. Morgunblaðið/Sverrir Sprett úr spori yfir láð og lög VINNA við að koma Guðrúnu Gísla- dóttur KE, sem sökk við Lófóten í N- Noregi fyrir rúmu ári, aftur á flot hefst að öllum líkindum ekki aftur fyrr en upp úr miðri viku, að sögn Hauks Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Íshúss Njarðvíkur, eiganda skipsins. Tjón varð á björg- unarskipinu Stakkanesi þegar flot- tankur sem búið var að sökkva og festa við Guðrúnu KE losnaði frá og rakst í Stakkanesið fyrir rúmri viku. Viðgerðir hafa staðið yfir á skipinu og reiknar Haukur með að það geti hafið björgunaraðgerðir að nýju á miðvikudag. Hann segir kafara væntanlega með búnað sinn á morgun og þá verði haldið áfram þar sem frá var horfið. Flottankarnir eru komnir á sinn stað fyrir utan þann sem losnaði frá. Þá verður reynt að snúa skipinu á kjöl- inn og að lokum fleyta því á yfir- borðið. Haukur reiknar með að tvær vikur taki að koma skipinu á flot eftir að björgunarmenn verða komnir þangað aftur, gangi allt að óskum. „Þetta hefur aldrei gengið eins vel hjá okkur og í síðustu lotu. Við vor- um komnir með nýja aðferð við að sökkva tönkunum og höfum algert vald á því öllu saman.“ Björgun Guðrúnar Gísladóttur KE Vinna hefst að nýju á miðvikudag VEIÐITÍMABIL hreindýrstarfa hófst í gær, 20. júlí. Að sögn Karen- ar Erlu Erlingsdóttur, starfsmanns Umhverfisstofnunar hjá hreindýra- ráði, höfðu þegar verið felldir þrír tarfar í gærdag, allir vænir. „Einn um hundrað kílóa tarfur var felldur í Norðfirði og tveir um 90 kílóa þungir í Loðmundarfirði,“ sagði Karen í samtali við Morg- unblaðið í gær. Tarfarnir halda sig þessa stund- ina mikið í litlum hópum en í ágúst hafa þeir flestir slegist í hóp með kúm og kálfum þó að oft sé dálítið af törfum komið saman við hjarð- irnar á öræfunum mun fyrr. Heim- ilt er að veiða allt að 800 hreindýr á tímabilinu. Stofninn kemur vel undan vetri Stofninn kemur mjög vel undan vetri, að sögn Karenar. Veður hefur verið gott og gripirnir vænir. Veiði- svæðið nær alveg frá Vopnafirði til Austur-Skaftafellssýslu, og er skipt í 9 skika. Leiðsögumenn voru marg- ir að undirbúa ferðir sínar eða lagð- ir af stað með veiðimönnum í gær- morgun. Almenna veiðitímabilið, þegar bæði má veiða tarfa og kýr, hefst 1. ágúst og stendur til 15. september. Hinn 15. ágúst verður svæðið við Snæfell opnað til veiða. Nánari upp- lýsingar um fyrirkomulag veiðanna má nálgast á heimasíðunni www.hreindyr.is. Veiðitímabil hrein- dýrstarfa hafið TVEIR bílar, jeppi og fólksbifreið, skullu saman á Vopnafjarðarheiði rétt upp úr klukkan tvö í gærdag. Þrennt var í fólksbílnum og fimm manns í jeppanum og urðu engin slys á fólki. Allir sem í bílunum voru voru með bílbeltin spennt. Að sögn lögreglunnar í Vopnafirði var svartaþoka á heiðinni þegar at- vikið átti sér stað og skyggni ekki nema um 20–50 metrar. Árekstur á Vopna- fjarðarheiði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.