Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 5
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 5 KRINGLUNNI OG SMÁRALIND 50% afsláttur Nýjar vörur Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í ágúst á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarstemmningin í hámarki á vinsælustu áfangastöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins. Nú eru flestar brottfarir í júlí uppseldar. Tryggðu þér síðustu sætin meðan enn er laust. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin í sólina í ágúst frá kr. 19.950 með Heimsferðum Benidorm - 20. ágúst Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Albir Garden. Almennt verð kr. 41.960. Rimini - 19. ágúst Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Costa del Sol - 20. ágúst Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Prag - Verslunarmannahelgin Verð frá kr. 39.950 Flugsæti með sköttum. 29. júlí - 4. ágúst Almennt verð kr. 41.950. Verona - 20. ágúst Verð frá kr. 19.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1, 20. ágúst. Almennt verð kr. 20.950. Mallorka - 25. ágúst Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. NEFND um stofnun verndarsvæðis eða þjóðgarðs norðan Vatnajökuls heldur í dag af stað í skoðunarferð um svæðið rétt norðan jökulsins. Í nefndinni sitja fulltrúar fjögurra stjórnmálaflokka og Magnús Jó- hannesson, ráðuneytisstjóri um- hverfisráðuneytis. Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra verður einnig með í för, ásamt tveimur starfs- mönnum ráðuneytisins og leiðsögu- mönnum, þeim Kára Kristjánssyni, starfsmanni þjóðgarðsins í Jökulsár- gljúfrum, og Helga Torfasyni, jarð- fræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ráðherra mun nýta tæki- færið og kynna sér í leiðinni svæði sem eru í drögum að náttúruvernd- aráætlun sem lögð verður fyrir Al- þingi í haust. Svæðið næst jöklinum rannsakað „Starf nefndarinnar er að meta landsvæðið norðan jökulsins og höf- um við þegar farið yfir gögn og tekið saman lýsingu á svæðinu, en nú verður farið á vettvang og hluti svæðisins sem um ræðir skoðaður,“ sagði Magnús Jóhannesson ráðu- neytisstjóri í samtali við Morgun- blaðið. „Að þessu sinni munum við skoða svæðið næst jöklinum, fara á Eyjabakka, kringum Snæfell og inn að Kverkfjöllum svo eitthvað sé nefnt.“ Nærri eru friðlönd, til dæmis Herðubreiðarlindir og Mývatns- svæðið og þjóðgarðurinn í Jökulsár- gljúfrum enn norðar. Segir Magnús að til greina komi að tengja saman þessi svæði þegar nýr þjóðgarður eða verndarsvæði verður skipulagt. Kynnisferð um verðandi þjóðgarð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.