Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ný þjónusta fyrir Íslendinga í Danmörku Ráðgjöf vegna búferlaflutninga SIGRÚN G. Þormarhagfræðingur býð-ur upp á nýja þjón- ustu við Íslendinga sem hyggjast flytjast búferlum til Danmerkur. Hún hefur verið búsett í Danmörku yfir 20 ár og hyggst veita Íslendingum ráðgjöf í þeim fjölmörgu málum sem upp koma þegar flutt er í nýtt land. – Hvernig fékkstu þessa hugmynd? „Hugmyndin kom fram mjög nýlega, fyrir algjöra tilviljun. Þetta byrjaði allt á því að kunningjakona mín var að flytja til Dan- merkur frá Íslandi fyrir nokkrum árum. Hún hringdi í mig og spurði hvort ég gæti hjálpað henni með húsnæði og slíkt. Hún var að flytja með dóttur sína og var ekki alveg sama hvar hún byggi. Ég bjargaði henni um hús- næði og fleira. Ég hafði samband við skólastjórann í skólanum þar sem dóttir hennar átti að fara í og gekk frá hlutum þar svo hún fengi dönskukennslu. Svo hjálpaði ég þeim með bankamál og skráði þær í landið og fleira og fleira. Svo vantaði hana bíl svo við björguð- um því. Þegar hún kom var bara allt tilbúið, bíllinn í innkeyrslunni og allt til. Svo gerðist ekki meira í eitt ár, en þá hringdi maður í mig frá Hornafirði sem var að flytja hingað og hann hafði frétt af mér í gegnum sameiginlega kunningja. Hann vantaði hjálp við að finna sér húsnæði og var orðinn æði stressaður þar sem hann var að flytja með alla fjölskylduna. Hann bauð mér pening fyrir aðstoðina og þá kviknaði sú hugmynd að ég gæti haft atvinnu af því að hjálpa fólki að koma sér fyrir. Góður vin- ur minn er formaður Íslendinga- félagsins og fólk er alltaf að spyrja hann um hitt og þetta, svo hann fór að vísa þeim á mig. Mað- urinn minn gerði svo heimasíðu fyrir mig sem fór upp í nóvember og þá byrjaði þetta fyrir alvöru.“ – Er mikil eftirspurn eftir þessari tegund ráðgjafar? „Það er alveg rosaleg eftir- spurn eftir henni og hún eykst með hverjum degi. Ég hugsa allt- af að nú hljóti þetta að fara að stoppa, en þetta stoppar ekki, eft- irspurnin er stöðug. Eftir að fólk er komið hingað hefur það líka áfram þörf fyrir alls konar aðstoð frá einhverjum sem þekkir kerfið út og inn.“ – Geta sendiráð eða dönsk stjórnvöld ekki veitt þessa þjón- ustu? „Nei, það er ekki á þeirra könnu. Það veitir enginn neina svona þjónustu, þannig að fólk er eiginlega eitt á báti ef það er ekki sjálft þeim mun klárara á þessu. Íslendingar eru líka upp til hópa gífurlega lélegir í dönsku. Mikið af þeirri þjónustu sem ég veiti fólki er hálfgerð góðgerðarstarf- semi, en ég er samt að gera tilraun til að lifa á þessu.“ – Geturðu nefnt dæmi um hluti sem Ís- lendingar þurfa ráð- gjöf með? „Fólk þarf ráðgjöf með fast- eignakaup, dönsku húsnæðislánin geta oft reynst snúin. Ég kaupi líka fyrirtæki fyrir fólk sem er að koma sér inn í atvinnulífið. Svo hjálpa ég fólki að skrá sig inn í landið og komast inn í kerfið. Þeg- ar fólk er komið með kennitölu þarf það að fá bankareikning, sem getur reynst meiriháttar mál. Fólk þarf að sækja um barna- heimili og skóla fyrir börnin og sjálft sig og fara í viðtöl í skól- anum, þá kem ég oft með og er fólki innan handar. Ég flyt einnig reglulega fyrir- lestra á vegum stúdentafélagsins í Árósum þar sem við tökum fyrir ýmis vandamál sem koma upp þegar flutt er til Danmerkur.“ – Hvað kostar þessi þjónusta? „Það fer allt eftir því hvað fólk notar af henni, ég reyni að vera sanngjörn. Ég sendi fólki verð- lista yfir þjónustuna sem er í boði þegar það hefur samband. Ég er líka með pakka sem ég kalla upplýsingaþjónustu. Í hon- um felst að í þrjá mánuði getur fólk haft samband við mig í síma og tölvupósti og spurt mig hvers sem er fyrir fasta upphæð. Þessi áskrift kostar 2.300 kr. íslenskar fyrir þrjá mánuði og fólk getur framlengt hana ef það vill. Margir sem ég aðstoða byrja á þessum pakka og kaupa síðan af mér meiri þjónustu þegar hennar er þörf.“ – Hvað er það helsta sem Ís- lendingur þarf að hafa í huga þeg- ar hann flytur til Danmerkur? „Það er mjög misjafnt eftir því hvort fólk er námsmenn eða hvort það er að vinna. Ef fólk er að fara að vinna er algjört grundvallarat- riði að tala dönsku. Fólk spyr líka mjög mikið hvort það sé „betra“ að lifa hér í Danmörku en á Ís- landi, þ.e.a.s. fjárhagslega. Svo er ekki, vegna þess að heildarkostnaður lífs- gæða er ósköp svipaður þegar allt er tekið með, sumt er dýrara og ann- að ódýrara. Sumt þykir fólki ósköp dýrt hér, en annað er ókeypis, eins og læknisþjónusta. Á móti kemur að skattarnir eru háir. Það er þó alveg klárt að það er gott að vera íslenskur náms- maður hér í Danmörku vegna þess að þeir fá alls konar styrki, til dæmis háar húsnæðisbætur og niðurgreiðslu leikskólagjalda.“ Frekari upplýsingar má finna á: www.sigrunthormar.dk. Sigrún G. Þormar  Sigrún G. Þormar fæddist 10. nóvember 1959 í Reykjavík. Hún nam hagfræði við Háskólann í Árósum og hefur haft fasta bú- setu í Árósum frá 1985. Sigrún hefur, síðan 1990, rekið fyrirtæki með eiginmanni sínum, Gunnari Alberti Rögnvaldssyni hagfræðingi sem einnig útskrif- aðist frá Háskólanum í Árósum. Einnig hefur Sigrún starfað frá 2001 til 2003 sem ráðgjafi hjá Tækniskólanum í Árósum. Sigrún og Gunnar Albert eiga saman tvö börn, þau Valdísi, 21 árs og Gunnar Frey, 16 ára. Gott að vera íslenskur námsmaður SANNARLEGA hermir spegillinn að gott sé að vera hvutti þegar sumarið leikur við hvurn sinn fingur. Út- sýnið er fagurt og ánægjulegt að geta skoðað sig í speglinum á fleygiferð um landið. Hundurinn naut sól- arinnar og blíðunnar með því að stinga haus út um glugga og fanga vindinn. Morgunblaðið/Sverrir Spegill, spegill herm þú mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.