Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 14
UMRÆÐAN 14 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ REKSTRARVANDI Landspítala – háskólasjúkrahúss hefur verið til umræðu á síðustu vikum og nýjasta útspil stjórnarsjúkrahússins var að hreyfa þeirri hugmynd að starfsemin yrði einvörðungu miðuð við bráðaþjónustu og hátækni. Röksemdin er væntanlega sú að fé það sem almannavaldið lætur af hendi sé best komið í þá þjónustu sem ekki er veitt annars staðar í þjóðfélaginu. Hagræðing í opinberum rekstri er nánast orðin trúaratriði og fáir andæfa því sjónarmiði. Það var því ánægjuleg tilbreyting að lesa grein Björns Inga Hrafnssonar um lyfjakaup spítalans og að þar væri gat sem stoppa mætti í. Viðbrögðin við greininni benda til að þar megi sitthvað skoða og vissulega eru öll þau ókjör sem landsmenn eyða í lyf þungur baggi á skattgreiðendum og einkabuddu þeirra sem lyfin nota. En viðbrögð spítalans við fjárhags- vandanum virðast í fljótu bragði aðallega eiga að felast í að sleppa því sem ekki flokkast undir bráðaþjónustu og er þar einkum átt við fé- lagsráðgjöf og sálusorgun. Sú þjónusta sem félagsráðgjafar og prestar veita sé fyrirhendi á öðrum stöðum í samfélaginu og því sé ekki ástæða til að spítalinn hafi slíkt fólk á launaskrá. Hljómar mjög hag- rænt. Sú er þessa litlu grein ritar hefur á undanförnum mánuðum aðeins kynnst starfi þeirra stétta sem taldar eru ónauðsynlegar á hagrænu hátæknisjúkrahúsi að mati sumra stjórnenda þess. Á liðnum mánuðum var aldraður faðir minn oft lagður inn á Landspítalann og naut þar góðrar umönnunar þeirra sem þar vinna. Það var mér mikilvæg hjálp við að hafa hann heima á milli innlagna að fá þá þjónustu sem fé- lagsráðgjafar spítalans veittu og þakka ég þeim hér með fyrir. Þó að Landspítalinn sé frábært sjúkrahús og geri oft kraftaverk í að lækna fólk getur það ágæta starfsfólk sem þar vinnur ekki komið í veg fyrir að náttúran hafi sinn gang og gamalt fólk deyi þar og reyndar þarf víst ekki aldurinn alltaf til. Þá kemur til kasta hinnar stéttarinnar sem talin er óþörf og eru það prestar. Ég hef fyrir nokkrum árum sagt mig úr þjóðkirkjunni og tel mig ekki trúaða, en mér fannst það ómet- anlegur stuðningur að fá að tala við prest á vakt áður en faðir minn dó og síðan eftir að hann dó. Bæði veitti presturinn mér andlegan stuðning og líka praktískar leiðbeiningar um hvað ég ætti að gera í sambandi við dánarvottorð, útfararþjónustu og hvar ég nálgaðist þá þjónustu. Þá var bænastundin inni á sjúkrastofunni sem hann dó í mik- ilvæg kveðjustund fyrir mig og eftir á að hyggja eru slíkar kveðju- stundir komnar í stað húskveðja sem tíðkuðust í sveitasamfélaginu gamla. Þetta er ekki hagkvæmt, en er lífið alltaf hagkvæmt? Það hefur vakið athygli mína hversu lítil viðbrögð hafa orðið við hugmyndum um að færa þjónustu félagsráðgjafa og presta af spít- alanum og sérstaklega hef ég undrast þögn verkalýðshreyfingarinnar. Að vísu getur hún stafað af sumarfríum og því að starfsemi þar sé nú í lágmarki. En það breytir ekki því að engum í þessu þjóðfélagi er mik- ilvægara að slík þjónusta sé greidd úr sameiginlegum sjóðum okkar allra en einmitt láglaunafólki. Þeir sem lakar standa í samfélaginu hafa síður þekkingu á því velferðarkerfi sem hér er starfrækt og þeir hafa ennþá minni getu til að leita sér stuðnings, til að mynda sál- fræðiaðstoðar sem að lágmarki kostar 5 þúsund krónur tíminn og er ekki endurgreidd að neinu leyti af Tryggingastofnun ríkisins. Það er náttúrlega hægt að bregðast við sorg og sorgarviðburðum með því að taka inn lyf og deyfa þannig sársaukann, en það er ekki lækningin. Því er sannarlega kominn tími til að horfa frekar til kostnaðar við lyf en að leggja niður þá starfsemi sem er vænlegust til að draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið eins og starf fé- lagsráðgjafa, sem hjálpa bæði sjúklingum og aðstandendum að takast á við oft á tíðum breyttar aðstæður, og presta sem sinna sálgæslu á sjúkrahúsunum. Starf þeirra er fyrirbyggjandi líkt og tóbaksvarnir og ber því frekar að styrkja það en að draga úr því. Er lífið alltaf hagkvæmt? Eftir Sigurbjörgu Ásgeirsdóttur Höfundur er stjórnmálafræðingur. Á DÖGUNUM gaf Kópavogs- bær út bæklinginn „Kópavogur, fróðleikur í tölum 2002.“ Í honum er að finna ýmsar upplýsingar um bæinn sem bæði gagn og gaman getur verið að, s.s. um íbúafjölda, skiptingu íbúa eft- ir kynjum, erlenda ríkisborgara, að- sókn að sundlaug, heilsugæslu og menningarstofn- unum bæjarins, tölulegar upplýs- ingar um leikskóla, grunnskóla og menntaskóla, lengd gatnakerfis bæjarins og fjölda íbúða í bænum og fleira. Aftast eru svo upplýs- ingar um fjárfestingar, skuldir og tekjur bæjarins frá 1987–2002. Þar eru alvarlegar villur hvað varðar árið 2002. Þar segir t.d. að heildarskuldir á íbúa séu rúmlega 411 þús. en í ársreikningum bæj- arins sem afgreiddir voru seinni hluta júní eru þær miklu hærri, eða 524 þús. með lífeyrisskuld- bindingum en 454 þús. án þeirra. Í bæklingnum segir að heild- arskuldir bæjarins séu rúmir 10 milljarðar en í ársreikningi eru þær röskir 13 milljarðar með líf- eyrisskuldbindingum en 11,3 millj- arðar án þeirra. Þá segir að veltu- fjárhlutfall sé 1,33 en í árreikningi er það miklu lakara eða 1,01. Ekki veit ég hvernig stendur á því að upplýsingar í bæklingnum stemma ekki við ársreikning bæj- arins en hitt veit ég að þessi mun- ur rýrir mjög gildi og trúverð- ugleika bæklingsins. Við útgáfu efnis af þessu tagi er mikilvægt að vanda til verka í hvívetna og gæta þess að allar tölur og upplýsingar séu réttar. Slíkir bæklingar eiga að hafa mikið upplýsingagildi og nokkurt skemmtanagildi, þeir eiga ekki undir nokkrum kring- umstæðum að bera keim af póli- tískum áróðri einstakra flokka eða manna. Það er trúlega bæjarstjóri sem ber ábyrgð á útgáfu þessari og hann á að sjá til þess að upplýs- ingar sem bærinn sendir frá sér á prenti séu bæði réttar og sannar. Upplýsing- ar – ekki áróður Eftir Hafstein Karlsson Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. ÉG VIL byrja á að þakka öllum þeim sem sýnt hafa mér stuðning í baráttu minni fyrir því að fá greitt samkvæmt samningi þeim um starfslok sem ég gerði við Menntaskólann að Laugarvatni í júlí 2001. Ég hef nú feng- ið greiðslu frá ríkinu sem ég get unað við miðað við það hvernig málin þróuð- ust. Ég tel að ég hafi fengið ríflega það sem samið var um í fyrri samn- ingnum. Það verður þó aldrei full- reiknað – einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt að meta inn í dæmið leiðindin og stímabrakið sem fylgt hafa málinu. Eins og þeir vita sem fylgst hafa með fréttum af framvindunni var rík- islögmanni falið eins konar sátta- semjarahlutverk milli mín og ráðu- neyta menntamála og fjármála. Samt var það nú svo að það var ekki fyrr en lögmaður minn, Ragnar Hall, fékk fund með fulltrúa fjármálaráðherra einum að hjólin fóru að snúast. Sem dæmi um hve fáránleg um- ræðan var á köflum má nefna hvernig fyrsta boðið til mín var. Það hljóðaði upp á að ég fengi laun í þrjá mánuði frá ríkinu að frádregnum þeim laun- um sem ég hefði haft þessa sömu þrjá mánuði. Þetta þýddi að ég átti að skrifa upp á það að öllum ágreiningi milli aðila vegna starfslokanna væri lokið – þótt ég fengi ekki neitt frá rík- inu. Ég gleðst yfir því að með þessum nýja samningi er undirskrift Kristins Kristmundssonar, fyrrverandi skóla- meistara ML, aftur í gildi. Hann sem fulltrúi menntamála- og fjár- málaráðuneytis átti ekki skilda þessa lítilsvirðingu. Bætt stjórnkerfi Eftir að fyrsta grein mín um starfslokasamninginn við ML birtist í Mbl. fékk ég rafpóst með mjög góðri greiningu á því hverjir kostn- aðarþættirnir eru við svona mál. Þar voru einnig leidd rök að því að allir töpuðu á endanum. Höfundur rafpóstsins vill ekki láta nafns síns getið en hann gaf mér leyfi til að nota innihaldið. Hann skrifaði í póstinum: Það er harmsefni að málsmeðferðin skuli þurfa að vera svona erfið og þurfa að valda svona rosalega miklum skaða. Halldór Laxness segir í einni af bók- um sínum: „Aðeins þau verk eru erfið, sem unnin eru með rangri aðferð.“ Hann telur upp kostnaðarþættina: Kostnaður málsaðila við eigin mála- tilbúnað og við aðkeypta sérfræðiþjón- ustu. Kostnaður stofnana mennta- kerfisins við eigin málatilbúnað og við aðkeypta sérfræðiþjónustu. Kostn- aður dómskerfisins. Kostnaður máls- aðila vegna miska og vegna röskunar á stöðu og högum. Margþættur kostn- aður samfélagsins vegna lélegrar stjórnunar mannauðsins. Ein- staklingar og stofnanir eiga eftir að leysa úr mörgu í framtíðinni; margar lausnirnar munu breytast í vandamál vegna þess að ekki er faglega að verki staðið. Mannauðurinn er mesta auð- lind hverrar þjóðar. Í fjölmiðlum er nær daglega sagt frá klúðri í mann- auðsstjórnun hins opinbera, stundum fleiri sama daginn. Í fjölmiðlum sjáum við aðeins topp ísjakans. Undir yf- irborðinu kraumar víðtæk óhag- kvæmni sem rýrir lífskjör þjóðarinnar. Höfundur rafpóstsins skrifaði síðan: „Þessar hugleiðingar mínar voru sett- ar fram í miklum flýti (óþarfa hæv- erska – HH) … Niðurstaða mín fellur að hugmyndunum um að þótt miski og óþægindi einstaklingsins sem fyrir verður sé mikill og í raun óbætanlegur, þá sé meginskaðinn samt kostnaður samfélagsins og að enginn ábati sé finnanlegur þar á móti; allir tapa. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að því að bæta stjórnkerfið, greina brestina og bæta stöðugt verklagið.“ Lærdómar Ég veit ekki hvort embættismenn ráðuneyta menntamála og fjármála hafa lært af þessu máli. Ég vona það sannarlega. Það hefði verið mun betri lausn að setja reglur um gerð starfs- lokasamninga áður en farið var með þetta mál fyrir dómstólana. Davíð Oddson forsætisráðherra sagði það á alþingi að slíkar reglur væru ekki til og taldi á þeim tíma að það væri eðlilegt að setja reglur um svona samninga. Núna sitja menn uppi með dóms- úrskurði frá héraðsdómi Reykjavíkur og frá Hæstarétti sem stangast al- gjörlega á. Ef farið er eftir niðurstöðu Hæsta- réttar þá á að útvega fjárframlög frá alþingi áður en gengið er til starfsloka- samninga. Ég held að allir for- stöðumenn ríkisstofnana á Íslandi sjái að þetta gengur ekki upp. Ég held að fulltrúar ráðuneytanna skilji þetta líka og ég held að innst inni vilji þeir vel. Það er bara svo stutt síðan menn fóru að ræða um góða stjórnun fyrirtækja og um mannauðinn. Ég vil að lokum þakka lögmanni mínum, Ragnari Halldóri Hall, sér- staklega fyrir frábært starf. Samning- urinn aftur í höfn Eftir Hallgrím Hróðmarsson Höfundur er kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.