Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 17 M IKILVÆGUM áfanga í einkavæð- ingu var náð fyrr í þessum mánuði með samkomulagi um sölu á hlutabréfum ríkisins í Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Ríkið hverfur með þessari sölu út af sementsmarkaðinum eftir að hafa staðið fyrir rekstri á því sviði í 45 ár. Einkavæðing Sementsverk- smiðjunnar ætti að vera flestum fagnaðarefni, enda fer þeim óðum fækkandi sem telja ástæðu til þess að ríkið reki fyrirtæki í atvinnu- starfsemi af þessu tagi. Stór skref stigin í einkavæðingu Á undanförnum árum hafa veru- lega stór skref verið stigin í einka- væðingarátt hér á landi. Á síðasta kjörtímabili stóð framkvæmda- nefnd ríkisstjórnarinnar um einka- væðingu þannig að sölu á eign- arhlut ríkisins í 13 fyrirtækjum og var söluandvirðið nálægt 55 millj- örðum króna. Ríkið hefur með þessum hætti dregið sig út úr mörgum geirum atvinnulífsins þar sem það lét áður mikið til sín taka, svo sem bankarekstri, verktaka- starfsemi og rekstri ýmissa fram- leiðslufyrirtækja. Áður hafði ríkið dregið sig út úr fjölbreyttum rekstri, svo sem á sviði sjóflutn- inga, bókaútgáfu, prentsmiðj- urekstri og svo má lengi telja. Með þessu móti hefur verið dregið veru- lega úr umsvifum hins opinbera í hefðbundinni atvinnustarfsemi, svigrúm einstaklinga og fyrirtækja þeirra verið aukið til muna, hluta- fjármarkaður efldur og verulegir fjármunir losaðir til annarra verk- efna, ekki síst til greiðslu á skuld- um ríkissjóðs. Reynslan af einka- væðingunni hefur verið góð og fullyrða má að hún hafi eflt íslenskt atvinnu- og efnahagslíf verulega á undanförnum árum. Veruleg hugarfarsbreyting Athyglisvert er að skoða hvernig umræðan um einkavæðingu hefur breyst hér á landi á undanförnum árum. Fyrir 15 til 20 árum, þegar þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks hófst handa við sölu ríkisfyrirtækja, mættu allar hugmyndir um einka- væðingu harðri andspyrnu á hug- myndafræðilegum forsendum. Vinstrimenn og aðrir andstæðingar aukins frjálsræðis í atvinnulífinu, töldu annaðhvort að með slíkum að- gerðum væri verið að eyðileggja þjóðfélagslega mikilvæga starfsemi og stefna atvinnuöryggi fjölda fólks í stórhættu eða að hreinlega væri verið að færa til einstaklinga og einkafyrirtækja verðmætar eignir og arðbæran rekstur sem heppileg- ast væri að ríkissjóður nyti ágóð- ans af. Reynslan hefur sýnt að þessar hrakspár voru tilefn- islausar, reksturinn hefur reynst betur kominn í höndum einkaaðila heldur en hins opinbera og fyr- irtækin skila miklu meiri verðmæt- um í þjóðarbúið heldur en áður. Niðurstaðan hefur verið sú að til lengri tíma litið hefur breytingin almennt verið jákvæð fyrir alla; skattgreiðendur, neytendur, sam- keppnisaðila og starfsfólk fyr- irtækja á viðkomandi sviði. Hin síðari ár hafa því fáir talið sér stætt á því að andmæla einka- væðingaráformum á grundvelli þess að ríkið sé betur til þess fallið en einstaklingar að reka atvinnu- starfsemi. Miklu fremur hefur ver- ið deilt á aðferðirnar við einkavæð- inguna hverju sinni. Það er raunar áhugavert athugunarefni að á síð- ustu 12 árum hefur stjórnarand- staðan í landinu í nánast öllum til- vikum haft einhverjar athugasemdir við framkvæmd ein- stakra einkavæðingarverkefna, sama hvaða aðferðum hefur verið beitt hverju sinni. En hvað sem því líður ber að fagna þeirri víðtæku samstöðu sem hefur náðst um það markmið að ríkið eigi ekki að standa í atvinnustarfsemi í sam- keppnisrekstri. Flestir flokkar taka undir þau sjónarmið, að minnsta kosti í orði kveðnu, og ekki eru margir sem treysta sér til þess í dag að mæla fyrir því að ríkið taki að nýju upp rekstur á þeim sviðum þar sem einka- væðingin hefur náð fram að ganga. Umsvif ríkisins enn of mikil Þrátt fyrir þann ár- angur í einkavæðingu, sem náðst hefur á und- anförnum árum, eru umsvif hins opinbera enn alltof mikil hér á landi. Mikilvægir geirar atvinnu- lífsins eru enn að nær öllu leyti í höndum ríkisins eða annarra op- inberra aðila. Orkugeirinn er eitt augljósasta dæmið um það en starfsemi orkufyrirtækja er nú að færast í samkeppnisumhverfi víð- ast hvar í hinum vestræna heimi. Ríkið er enn yfirgnæfandi aðili í póstflutningum og aðaleigandi stærsta fyrirtækisins á fjar- skiptasviðinu. Ríkið stendur enn fyrir umfangsmiklum versl- unarrekstri, bæði með rekstri ÁTVR og fríhafnarverslunarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ríkið rekur fjölmiðil sem á með ýmsum hætti í harðri samkeppni við einka- fyrirtæki á því sviði. Þá eiga fjöl- margar aðrar opinberar stofnanir í samkeppni við einkaaðila, oft á sviðum sem eru fjarri lögbundnu kjarnahlutverki þeirra. Á öllum þessum sviðum er þörf á veruleg- um breytingum á næstu árum. Ný hugsun á hefðbundnum sviðum opinbers rekstrar Á sama hátt er nauðsynlegt að fram fari veruleg hugarfarsbreyt- ing á fleiri sviðum, sem almennt hafa fremur verið á verksviði hins opinbera heldur en einkaaðila. Þar ber helst að nefna menntakerfið og heilbrigðiskerfið en afar mikilvægt er að svigrúm einkaaðila til rekstr- ar verði aukið á báðum þessum sviðum á næstu árum, jafnvel þótt áfram verði almenn samstaða um að tryggja öllum landsmönnum að- gang að góðri þjónustu. Bæði heil- brigðiskerfið og menntakerfið taka til sín stöðugt meira fjármagn og er það í samræmi við auknar kröf- ur um gæði og þjónustu á þessum sviðum. Með því að nýta kosti einkarekstrar og einkafram- kvæmdar í auknum mæli má á sama tíma bæta þjónustuna enn frekar og nýta með markvissari hætti þá fjármuni sem varið er til þessara mikilvægu málaflokka. Jafnvel þótt ríkið haldi áfram að fjármagna starfsemina að mestu leyti er ekki sjálfgefið að veitendur þjónustunnar þurfi endilega að vera ríkisstofnanir eða ríkisstarfs- menn. Mikilvæg verkefni á sviði einkavæðingar Eftir Birgi Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. ’ Þrátt fyrir þann árangur íeinkavæðingu, sem náðst hefur á undanförnum árum, eru umsvif hins opinbera enn alltof mikil hér á landi. Mik- ilvægir geirar atvinnulífsins eru enn að miklu eða öllu leyti í höndum ríkisins. ‘ vo ekki sé minnst á mögu- m felast í því að láta það og við viljum kalla okkur snortið land getum við ekki irtækjum sem þekkt eru að gengni sinni við náttúruna og ð hreiðra um sig á þessu sama darískur almenningur, sem u Alcoa-fyrirtækisins á æðinu þar sem frumbyggja- hefur verið sökkt undir vatn di ýmissa dýrategunda í út- ættu, s.s. bleika höfrungsins, hefur verið eyðilagt, hlýtur til að mynda að furða sig á því að „náttúruparadísin“ Ísland bjóði þetta fyrirtæki velkomið og taki því opnum örmum og setji meira að segja upp derhúfu með vörumerkinu af eintómum æsingi. Á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun sem spillir landi til langframa en spillir líka annars konar atvinnutæki- færum sem og ímynd landsins. Það var sama ríkisstjórn og nú situr sem tók þessa ákvörðun. Á nýju kjörtímabili get- ur vel verið að fleiri slíkar ákvarðanir verði teknar. Ákvarðanir sem ekki var búið að ræða fyrir kosningar og þjóðin fékk því aldrei að taka afstöðu til. Til að mynda má nefna ný áform um framkvæmdir í Lax- árdal. Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness skrifaði um framkvæmdir í Laxárdal í Tímann 17. janúar 1971. Hann skil- greindi vandann svona: „Vandræðin byrja þegar stofnun, sem fæst við nið- urskipun orkuvera handa einhverri til- vonandi stóriðju, veitir virkjunarfyr- irtækjum fríbréf til að darka í landinu eins og naut í flagi [...] Vandamálið er oftrú þeirra í Orkustofnun á endalausar málmbræðslur sem eiga að fylla þetta land. Þá fyrst er land og lýður í háska þegar svona kontór ætlar með skír- skotun til reikningsstokksins að afmá eins marga helga staði Íslands og hægt er að komast yfir á sem skemmstum tíma, drekkja frægum bygðarlögum í vatni (tólf kílómetrum af Laxárdal í Þingeyarsýslu átti að sökkva samkvæmt áætlun þeirra), og helst fara í stríð við alt sem lífsanda dregur á Íslandi.“ Nú er það okkar Íslendinga að vera vakandi fyrir því hvort við viljum virkilega fljóta sofandi að feigðarósi í umhverfismálum ef við fáum einhvern nógu stóran og skrautlegan pakka í staðinn. Við verðum að muna að þó að ríkisstjórnin sitji enn hefur hún ekki þar með fengið heimild til að spilla landinu að vild og troða stór- iðju í hvern fjörð eða vík. Það er á okkar ábyrgð að gefa ekki mönnum með oftrú á endalausar málmbræðslur úrslitavald um framtíð lands og þjóðar. karnir bestir? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson irra stórvirku vinnuvéla sem nota á við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. verðum að muna að ríkisstjórnin nn hefur hún ekki eð fengið heimild pilla landinu að g troða stóriðju í fjörð eða vík. ‘ gsögu. Ekkert erlent fiskiskip eiða við Ísland þótt við yrðum ESB. Við inngöngu Íslands inn í u Íslendingar áfram sitja einir eiðum í íslenskri lögsögu. Sér- darríki ræður síðan hvernig það sínum veiðiheimildum og ríkin st eftirlit. u ekki erlend fyrirtæki kaupa k sjávarútvegsfyrirtæki og mætin beint úr landi? Nei, slíkt gerst þar sem við inngöngu Ís- B verða allar útgerðir hérlendis okölluð raunveruleg efnahagsleg Ísland. Það er eitt af meg- ðum sjávarútvegsstefnu ESB að veiðanna komi því fólki til góða sig á þær. Daglegur rekstur verður að vera á Íslandi og veiðanna verður að fara í gegn- kt efnahagslíf. sjávarútvegsstefna ríkisstjórn- núna er ekkert sem hindrar að af Íslandsmiðum fari beint úr landi. Aðild Íslands að ESB kæmi því landsbyggðinni mjög til góða. Er Danmörk ófullvalda ríki? Hvað er með íslenskan landbúnað? Mun hann ekki líða undir lok við aðild að ESB? Hér er enn einn misskilningurinn á ferð- inni. Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra frá árinu 2000 er gert ráð fyrir að við inn- göngu Íslands í ESB myndi íslenskum bændum sem stunda sauðfjárbúskap, mjólkurframleiðslu og nautgriparækt geta vegnað svipað og nú er. Tekjur íslenskra sauðfjárbænda yrðu þó líklega hærri. Svína-, kjúklinga- og eggjaframleiðsla yrði erfiðari fyrir íslenska framleiðendur nema veittur yrði innlendur stuðningur svipaður þeim sem Svíar og Finnar gerðu gagnvart sinni framleiðslu þegar þeir gengu í ESB. Fjarlægðarvernd og krafan um fersk- leika og gæði myndar eftirspurn sem ger- ir kleift að verð á íslenskum landbún- aðarvörum gæti verið hærra en er í öðrum Evrópulöndunum. Þó er alveg ljóst að matvælaverð myndi stórlækka við inn- göngu í ESB en slíkt gerðist einmitt þeg- ar Svíar og Finnar gengu í sambandið 1995. Landbúnaðarstefna ESB er ekki neitt til að hrópa húrra fyrir en landbún- aðarstefna ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar er enn vitlausari og dýrari. Við aðild að ESB fá íslenskir bændur kærkomið tæki- færi til að nýta sína hlutfallslegu yfirburði og ná fram nauðsynlegri hagræðingu. Þeim veitir ekki af því en núverandi rík- isstjórnarstefna hefur sett bændur í þá stöðu að vera lægst launaða stétt landsins. Að lokum er fullyrðingin um að Ísland myndi missa fullveldi sitt við aðild að ESB. ESB er samband fullvalda og sjálf- stæðra þjóða. Dettur einhverjum í hug að Danmörk eða Bretland séu eitthvað minna sjálfstæð en Ísland? Nú þegar þarf Ísland að taka yfir um 80% af öllum lög- um og reglum ESB vegna EES- samningsins án þess að hafa nokkur áhrif á ákvarðanatökuna. Aðild Íslands að ESB er því hluti af sjálfstæðisbaráttu en ekki fullveldisafsal. Reynslan og rannsóknir sýna að smáríkjum hefur vegnað mjög vel innan Evrópusambandsins. Andstaðan gegn aðild Íslands að ESB byggir oft á vanþekkingu eins og hér hef- ur verið sýnt fram á. Andstaðan byggist einnig oft á hræðslu við breytingar og frjáls viðskipti. Það er hvorki tilviljun né heimska að nær allar þjóðir í Evrópu hafa kosið að gerast aðilar að ESB. annara reynist um ESB Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. rétta er að ESB færri starfsmenn eska umhverf- aráðuneytið. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.