Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN 18 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Endurskoðunar- skrifstofa óskar eftir starfskrafti! Starfsmaður með reynslu í bókhaldi og tölvu- notkun óskast til framtíðarstarfa á endurskoð- unarskrifstofu í Hafnarfirði. Upplýsingar um fyrri störf og menntun óskast send til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar „H—13909“. Hönnun, uppsetning og ritvinnsla. Íslensku menntasamtökin óska eftir að ráða aðila í hönnun, uppsetningu og ritvinnslu á námsefni í stærðfræði. Góð tölvukunnátta og færni í ritvinnslu er áskilin, reynsla af uppsetn- ingu eða hönnun stærðfræðiverkefna er mjög æskileg. Umsóknir sendist á netfangið: ims@ims.is . Nánari upplýsingar gefur Jens Ólafsson í síma 544 2120/544 2133. Einnig er hægt að sækja um starfið á www.abendi.is . RAÐAUGLÝSINGAR SKÝRSLA Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum og umburð- arleysi (ECRI) um Ísland hefur vakið nokkra athygli. Hinn 16. júlí sl. skrifar Sigurður Pálsson sókn- arprestur og gagn- rýnir gagnrýni skýrslunnar á trúarbragða- fræðslu í skólum. Sigurður reynir að gera heldur lítið úr umfjöllun skýrslunnar um trúarbragða- fræðslu og telur hana „yfirborðs- lega“ og „misvísandi“. Hann nefn- ir tvö atriði, máli sínu til stuðnings, um yfirborðslega eða misvísandi umfjöllun. Fyrra atrið- ið er útúrsnúningur eða misskiln- ingur og Sigurður ætti að reyna að lesa aftur. Síðara atriðið er villa í skýrslunni greinileg og hef- ur ekkert með efnisatriði málsins að gera. Erfitt að fá undanþágu Nefndin hefur sem sé haft spurnir af því að í sumum tilvikum hafi reynst erfitt fyrir börn að fá undanþágu frá kristinfræði- kennslu. Þetta er ástæðan fyrir skrifum Sigurðar. Hann gefur lítið fyrir þetta og teflir meðal annarra fram menntamálaráðherra og tals- manni múslima. Sigurður bendir á að undanþágan sé bundin í lögum og það kemur raunar fram í skýrslu ECRI. En ECRI horfir ekki bara á lögin heldur einnig hvernig þau eru framkvæmd og hvernig mismunun getur þrifist þrátt fyrir lög og þrátt fyrir regl- ur og þrátt fyrir velviljuð stjórn- völd. Að hlusta á fólk Nú er það svo að þetta er mjög milt orðalag í ECRI-skýrslunni. En það er ekki þarna að ástæðu- lausu. Á bak við öll svona „kom- ment“ eru skrifaðar heimildir eða viðtöl við Íslendinga, annaðhvort opinbera forsvarsmenn, forsvars- menn hópa sem fást við mannrétt- indi eða forsvarsmenn hópa sem telja sig verða fyrir mismunun með einhverjum hætti. ECRI hlustar nefnilega á fólk og það ætla ég rétt að vona að kirkjan geri líka. Enda kemur á daginn að Sigurður Hólm Gunnarsson sem skrifar í Mbl. þennan sama dag nefnir dæmi um einmitt þetta, að það geti verið erfitt fyrir börn að fá undanþágu. Sjálfur held ég að það sé fyrst og fremst félagslega erfitt vegna þess að um sárafáa einstaklinga er að ræða og sjaldnast geta skól- arnir boðið upp á aðra kennslu í staðinn. Þjóðkirkjufyrirkomulagið ekki gagnrýnt Það er annars athyglisvert í skýrslu ECRI að þjóðkirkjufyr- irkomulagið er ekkert gagnrýnt. ECRI rekur skilmerkilega hvernig trúarbrögðum er fyrirkomið í lög- gjöf og gagnrýnir ekki það fyr- irkomulag sem ríkir. Þetta er eina gagnrýni hennar á fyrirkomulag trúmála. Og við ættum að vera fólk sem hlustar. Það er mjög mikilvægt að trúarbragðafrelsi sé virt á Íslandi en það er ekkert auðvelt þegar 94,5% þjóðarinnar tilheyra kristnum trúfélögum. Einmitt vegna þess er mikil ástæða til að vera á verði og virða rétt þeirra sem aðhyllast önnur andleg viðhorf. Þá er mjög mik- ilvægt að hlusta í stað þess að skjóta upp kryppunni. Það ætla ég að vona að kirkjan geri. Að skjóta upp krypp- unni Eftir Baldur Kristjánsson Höfundur er í Evrópunefndinni gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI). NÚVERANDI ríkisstjórnarflokkar hafa haft sem meginstefnu sína í heilbrigðismálum að takmarka þá þjónustu sem landsmenn geta feng- ið. Sennilega er markmiðið að spara fé. Þúsundir sjúklinga eru á hin- um ýmsu biðlistum og vart höfðu fréttir frá Landspítala um einhverja fækkun á biðlistum birst fyrr en nýjar fréttir komu um afleita stöðu spítalans þannig að búast megi við allt að milljarðs króna halla á árinu og nið- urskurði á starfsemi. En til hvers eru biðlistarnir? Eru þeir til sjúklinganna vegna eða ríkissjóðs? Skoðum málið. Sjúklingar og biðlistar Varla er hægt að ímynda sér að biðlistar séu til fyrir sjúklinga. Við vitum af fólki með stoðkerfissjúkdóma sem eyðir 1–2 af síðustu árum ævi sinnar með mikil óþægindi, verki sem venjuleg verkjalyf virka lít- ið á, þarf að taka dýr gigtarlyf sem hjálpa dálítið og það eina sem heldur því verkjalausu er að hreyfa sig ekki. Ævi sjúklings sem þarf að bíða í 1–2 ár við þessar aðstæður er hreinlega ömurleg. Oft eru þessir sjúklingar almennt vel á sig komnir og gætu notið síðustu æviára sinna ef þeir fengju viðeigandi hjálp í tíma. Bið eftir aðgerðum á augum er með ólíkindum. Geta menn ímyndað sér takmörkun lífsgæða þess sem ekki getur séð almennilega vegna þess að hann er með ský á auga? Aðgerð sem gjörbreytir lífi þessa sjúklings tekur innan við hálfa klukkustund og krefst ekki einu sinni innlagnar á legudeild. Þarf nokkuð að fjölyrða um takmörkun lífsgæða þess sem bíður í meira en ár eftir heyrnartæki? Svona mætti halda lengi áfram. Ríkissjóður og biðlistar Tilgangur ríkisstjórnarinnar með biðlistum er sennilega að halda út- gjöldum til heilbrigðismála niðri. En næst sá tilgangur? Gerðar hafa verið kannanir á kostnaði við að halda sjúklingum á biðlistum. Norð- menn komust að því að sá kostnaður reyndist vera mjög mikill. Þeir breyttu um stefnu fyrir nærri áratug og leggja nú allt kapp á að eyða þessum biðlistum. Bretar virðast verst settir allra og þar er á aðra milljón sjúklinga á biðlistum. Þeir búa við mikinn skort á starfsfólki og hafa hlotið ámæli fyrir að reyna að lokka til sín starfsfólk frá fyrr- verandi samveldislöndum sínum. Þeir ætla á næstu árum að leggja við- bótarfjármagn til heilbrigðiskerfisins sem nemur tugum milljarða punda á næstu árum. Það borgar sig. Könnun hefur verið gerð hér á landi á kostnaði við að láta sjúklinga bíða eftir mjaðmaraðgerð í eitt ár. Hann reyndist að meðaltali 818 þúsund krónur á sjúkling. Sá kostnaður bætist við aðgerðina en hún kostar nálægt einni milljón króna miðað við tölur frá Noregi. Þar með hefur kostnaður kerfisins við að lækna þennan kvilla nærri tvöfaldast! Það er því ljóst að ríkissjóður tapar miklu á biðlistum. Það er hiklaust hægt að fullyrða að við höfum alla aðstöðu, fólk, húsnæði og tækjabúnað til að klára okkar biðlista. Það er einfaldlega hagkvæmast að sinna þeim sem sem veikir eru fljótlega eftir að veik- indi þeirra koma í ljós og koma þeim heilum út í þjóðfélagið að nýju. Og enn má spyrja hver er réttur þeirra sem greitt hafa skatta og skyldur til ríkissjóðs alla ævi? Biðlistar eru heimska. Niðurstaðan er því einföld: Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru hrein heimska. Hvað segir heilbrigðisráðherra? Hver er tilgangur biðlista í heilbrigðis- kerfinu? Eftir Ólaf Örn Arnarson Höfundur er læknir. UNNAR Már Pétursson skrifaði grein í Morgunblaðið 5. maí sl. Greinarhöfundur ber arðsemi Héðinsfjarðarganga saman við arð- semi Sundabrautar í Reykjavík. Stór hluti Norðlendinga sem telur Vaðlaheið- argöng arðbæra fjárfestingu við- urkennir að þessi samanburður sé fá- ránlegur og villandi. Þessar fullyrð- ingar um 14,5% arðsemi af Héðins- fjarðargöngum og 4,3% arð af Austfjarðagöngum segja ekkert um að Eyjafjarðarsvæðið verði að öfl- ugu mótvægi við höfuðborg- arsvæðið. Útilokað er að þetta reikn- ingsdæmi gangi upp þegar Unnar Már fullyrðir að færri bílar fari um Héðinsfjarðargöng en Múlagöng. Engin rök hafa verið færð fyrir því að Héðinsfjarðargöng séu talin arð- bær fjárfesting. Umferðarspá vegna arðsemisreikninga gefur frekar til kynna að arðsemi af Vaðlaheiðar- og Austfjarðagöngum verði um 20 til 30%. Greinarhöfundur gleymir því að vegalengdin á milli Sauðárkróks og Akureyrar um Öxnadalsheiði verður 50 til 60 kílómetrum styttri í stað þess að aka um Héðinsfjarð- argöng vegna vegaframkvæmda sem ákveðnar hafa verið fyrir 700 miljónir króna í innanverðum Skagafirði alla leið að Öxnadalsheiði. Vegna slysahættu verða allar ein- breiðar brýr á þessari leið og Aust- urlandi að hverfa áður en fram- kvæmdir hefjast við Héðinsfjarðargöng. Hingað til hefur aldrei tekist að sýna fram á að um- ferð um Héðinsfjarðargöng muni þrefaldast miðað við reynsluna frá Hvalfjarðar- og Vestfjarðagöng- unum. Fjölmörg styttri göng fyrir vestan, norðan og austan hefðu átt að ganga fyrir. Verra er að Alþingi skuli samþykkja hina fráleitu for- gangsröðun sem vakti litla hrifningu hjá þingmönnum suðvesturhornsins og fráfarandi borgarstjóra Reykja- víkur. Í þessu máli tekur meirihluti Norðlendinga aldrei upp hanskann fyrir Alþingi. Að vel athuguðu máli eru veggöng um Héðinsfjörð vitlaus hönnun sem menn sjá eftir þótt síðar verði án þess að skoða möguleika á gerð jarðganga undir Siglufjarð- arskarð. Með þessari röð fram- kvæmda er kjósendum storkað án þess að kjörnir þingmenn taki það nærri sér. Óverjandi er að Alþingi setji Vegagerðinni skorður í þeim tilgangi að hindra rannsókn annarra kosta frá tæknilegu sjónarmiði, fjár- hagslegu, vistfræðilegu og fé- lagslegu. Að rannsókn lokinni verð- ur Alþingi að sjálfsögðu að skera úr. Því er beinlínis mótmælt að Héðins- fjarðarleið sem ætlað er að þjóna Ólafsfirði og Siglufirði skuli gagnast fjarlægari byggðum. Vetr- arsamband milli Dalvíkur og Ólafs- fjarðar hefði orðið miklu öruggara ef endi Múlaganganna hefði verið ákveðinn fjórum til fimm kílómetr- um nær Dalvík. Þarna hefðu fyr- irhuguð Héðinsfjarðargöng tengt Siglufjörð enn betur við Eyjafjarð- arsvæðið. Kjörnir þingmenn, bæj- arstjórnir Dalvíkur og Ólafsfjarðar sem að þessu máli komu í tíð Stein- gríms J. Sigfússonar, þáverandi samgönguráðherra, hefðu vel getað varað við öllum grjóthruns- og snjó- flóðahættum á þessu svæði þegar staðsetning gangamunnans var ákveðin 12 til 13 kílómetra frá Dal- vík. Aurskriður sem geta tekið hættulegasta kafla vegarins milli Dalvíkur og Múlaganganna með sér niður í fjörurnar myndu strax rjúfa allt vegasamband Siglufjarðar og Ólafsfjarðar við Eyjafjarðarsvæðið. Á leiðinni frá Ketilási að Stráka- göngum eykst hættan á því að aur- skriður rjúfi allt vegasamband Siglufjarðar við Skagafjarð- arsvæðið. Það getur aldrei staðist að núverandi vegur um Strákagöng og Almenninga verði framtíðarvegur til Fljóta og inn í Skagafjörð. Frestum Héðinsfjarðargöngum tímabundið. Leggjum áherslu á styttri göng, t.d. um Almannaskarð, Siglufjarð- arskarð, Vaðlaheiðar- og Mjóafjarð- argöng og á suðurfjörðum Austur- lands. Kjós- endum storkað Eftir Guðmund Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður.                      !  ! "    !   # $% &'# #   $% '  ()  *& *+*  # && && *+ & # Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. mbl.is VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.