Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 21 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, dóttur, ömmu, tengda- móður, systur og sambýliskonu, SVANBORGAR ELINBERGSDÓTTUR frá Ólafsvík, Bólstaðarhlíð 48, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Líknardeildar Landspítalans í Kópa- vogi, fyrir góða og kærleiksríka umönnun. Bergur Heiðar Birgisson, Guðbjörg Erlingsdóttir Dagur Leó, Birgir Örn Birgisson, Telma Garðarsdóttir, Victor og Tekla, Gestheiður Guðrún Stefánsdóttir, Elinbergur Sveinsson, Sigurður Elinbergsson og fjölskylda, Sveinn Þór Elinbergsson og fjölskylda, Stefán Rafn Elinbergsson og fjölskylda, Birgir Lárusson Kæri eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi ÁSTRÁÐUR JÓN SIGURSTEINDÓRSSON lést 20. júlí. Ingibjörg Jóelsdóttir, Valgeir Ástráðsson, Emilía B. Möller, Sigurður Ástráðsson, Guðný Bjarnadóttir, Herdís Ástráðsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR BJÖRK RAGNARSDÓTTIR Ránargötu 5, 240 Grindavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 18. júlí. Arnar Daníelsson, Eva Margrét Hjálmarsdóttir, Karitas Una Daníelsdóttir, Daníel Reynir Arnarsson, Þórdís Una Arnarsdóttir. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina ✝ Hörður Ólafssonfæddist á Þurs- stöðum í Borgar- hreppi 20. október 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 10. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Guðmundsson, f. 8. febrúar 1876, d. 27. ágúst 1961, og Ás- gerður Helgadóttir, f. 3. febrúar 1896, d. 6. febrúar 1987. Bróðir Harðar er Helgi Jónas, f. 29. apríl 1930, maki Eyrún Ósk Krist- jánsdóttir. Hörður kvæntist hinn 4. júlí 1946 Þórdísi Ásmundsdóttur, f. 4. janúar 1923, d. 4. janúar 2002. Foreldrar hennar voru Ásmundur Jónsson, f. 27. apríl 1892, d. 4. desember 1967, og Jónína Kristín september 1975, maki Hrefna Ás- geirsdóttir, f. 2. apríl 1976, dóttir þeirra er Ása Katrín. Sonur Harðar og Kristínar Eide Eyjólfsdóttur, f. 26. desem- ber 1918, d. 20. apríl 1986, er Hilmar, f. 6. október 1945, maki Kristín Pétursdóttir, f. 23. nóv- ember 1951. Börn þeirra eru: 1) Halla Rannveig, f. 16. mars 1969, maki Pálmi Haraldsson, f. 22. jan- úar 1960, synir þeirra eru Ragnar Gabríel, Markús Pálmi og Finnur Tómas. 2) Almar Örn, f. 21. apríl 1973, sambýliskona hans er Bryn- hildur Stefánsdóttir, f. 26. apríl 1979. 3) Hilmar Pétur, f. 23. apríl 1981. Börn Hilmars með Sigríði Valgerði Jóhannesdóttur eru a) Jóhannes Þór, f. 21. apríl 1964, b) Kristín Björk, f. 8. júní 1965, börn hennar og Carsten Munk Peder- sen eru Kristján, Matthías og Sara Kristín, c) Eyjólfur Ingi, f. 28. ágúst 1967, maki Guðrún Kol- brún Otterstedt, f. 26. ágúst 1967, börn þeirra eru Eyrún Kristín, María Eva og Kolbrún Tinna. Útför Harðar fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eyvindsdóttir, f. 26. janúar 1901, d. 13. september 1982. Dótt- ir Harðar og Þórdísar er Guðrún María, f. 28. maí 1946, maki Sigmundur Halldórs- son, f. 30. nóvember 1943. Börn þeirra eru: 1) Hörður Ólaf- ur, f. 12. maí 1965, maki Alda Alberta Guðjónsdóttir, f. 12. mars 1963, börn þeirra eru Sigmar Örn, Bjartmar Egill og Ingimar Guðjón. 2) Sigurbjörg, f. 27. ágúst 1966, maki Arnar Már Gíslason, f. 26. mars 1963, börn þeirra eru Gísli Már og Þórdís Sif. 3) Kristinn Óskar, f. 1. september 1972, maki Kristín Gísladóttir, f. 19. mars 1973, börn þeirra eru Agnar Daði og Klara Ósk. 4) Jón Þór, f. 12. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi. Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku afi, margs er að minnast, margs er að sakna, nú þegar þú hef- ur kvatt þennan heim. Þú varst svo tilbúinn að fara. Oft höfðum við rætt þessa hluti, því eftir að amma Dísa dó varstu sem von er ekki alveg sátt- ur með lífið. Það verður skrítið að koma ekki til þín á Kveldúlfsgötu 6 og við fáum okkur kaffisopa og spjöllum saman, nei við vorum nú ekki alltaf sammála en þá hefði nú heldur ekki verið gaman því við nærðumst á að stríða hvort öðru og svo hlógum við að öllu saman og þú settir upp glottið þitt, þannig ætla ég að muna þig. Já, þú varst nú svolítið mikið stríð- inn og hafðir húmor. Það klikkaði ekki 1. apríl til margra ára eða frá því ég var lítil stelpa og þar til fyrir nokkrum árum að ég varaði mig ekki á þér og þú gast látið mig hlaupa 1. aprílgabb, mikið lifandi skelfing hafðir þú gaman af þessu og ætlaðir aldrei að geta hætt að hlæja. En svo fór ég að sjá við þér, kallinn minn, sem betur fer. En við vorum alltaf góðir vinir. Allt þurfti að vera á hreinu og í föstum skorðum hjá þér sem sannaðist best þegar þú lást banaleguna á Sjúkrahúsi Akraness, að þú minntir okkur mömmu á að loka öllum gluggum og dyrum og greiða reikningana um leið og þeir bærust inn um lúguna. Þú fylgdist alltaf vel með fréttum og öllu því sem var að gerast og hafð- ir að sjálfsögðu skoðanir á hlutunum. Það var nú oft hægt að taka mark á þér þegar þú varst að spá fram í tímann með veðrið, en við skulum sjá til í ágúst, þá á að vera gott, sagðir þú, því þá færi ég í sumarfrí. Þú sagðir líka að næsti vetur yrði góður. Það á bara eftir að koma í ljós, afi minn. Sjáum til, eins og þú sagðir. Þú varst alltaf yndislega góður við mig og ég hefði ekki viljað missa af heimsóknunum til þín á daginn. En nú ertu kominn til hennar Dísu þinn- ar. Guð geymi ykkur, elskurnar mín- ar, takk fyrir allt og allt. Kveðja, Sigurbjörg. Elsku afi Hörður. Nú hefur þú kvatt okkur. Þessi þarna uppi hefur kallað eins og þú orðaðir það stund- um. Þegar við sáumst síðast í lok júní á sjúkrahúsinu minntist þú á það að það væri ekki langt þar til kallið kæmi. Þegar við kvöddumst þá fékk ég þá tilfinningu að þetta væri kveðju- stundin okkar. Ég veit að þú áttir erfiðar stundir eftir að amma var kölluð á brott. Það verður tómlegt að koma heim á Kveldúlfsgötuna nú þegar ykkur vantar. Elsku afi, marg- ar yndislegar minningar vakna nú, svo sem allar veiðiferðirnar sem ég fór í með þér. Og að ógleymdu þegar við fórum að sækja bílinn í Akra- borgina sem þú hafðir keypt óséðan. Þú kenndir mér það snemma að stundvísi og reglusemi borgaði sig. Og það hef ég sagt mínum drengj- um. Það verður skrýtið að fá ekki sím- hringingu frá þér á hverju sunnu- dagskvöldi eins og verið hefur um langt skeið, alltaf strax eftir fréttir. Elsku afi, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning þín Hörður Ólafur, Alberta, Sig- mar, Bjartmar og Ingimar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku afi Hörður. Ég sakna þín svo mikið að það er erfitt að setja það á blað. Ég á marg- ar góðar minningar um þig og ætla sko að varðveita þær vel. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér t.d. að búa til báta úr blöð- um, spila Rússa á spil, ef þú hefðir ekki kennt mér það hver hefði þá gert það? Mér fannst gaman að fá að vera hjá ykkur ömmu Dísu í pössun þegar ég var lítil. Ég á eftir að sakna þess að koma ekki til þín í kakó og með því, eins og ég gerði stundum. En nú á ég tvo verndarengla. „Lokaðu augunum, sjáðu himna- ríki fyrir þér, sjáðu hvað fólkið er ánægt. Ef ég loka augunum sé ég brosandi fólk í göngutúr, fólk að syngja, dansa, hlæja, skúra, sópa og þvo, og allt er svo æðislegt ég hugsa: ekki er svo slæmt að deyja. Uppi í himnaríki er svo gott og æðislegt held ég.“ Guð geymi þig, afi minn. Þitt langafabarn, Þórdís Sif. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Elsku afi Hörður, ég var svo hepp- inn að fá að vera í pössun hjá ykkur ömmu Dísu á morgnana fyrstu árin mín og hafði það mjög gott hjá ykkur, allt gert fyrir litla kútinn. Eftir að ég byrjaði í leikskóla kom ég yfirleitt til ykkar á hverjum degi eða því sem næst, því það var gott og gaman að koma til ykkar. Þú kenndir mér að gera báta úr blöðum. Nokkrum sinnum fór ég með þér í póstferðir þegar þú varst að keyra póstinn út í sveitirnar. Einnig fórum við að veiða saman. Þið amma spiluðuð mikið við mig og ég lærði mörg spil hjá ykkur þar á meðal Rússa sem þú og amma spil- uðuð oft, og ég fylgdist vel með og lærði, og gat þá spilað við ykkur síð- ar. Þegar þú varst orðinn einn kom ég líka oft til þín og þú sagðir: „Gísli, eigum við að taka einn“ (þ.e Rússa), við tókum náttúrlega fleiri því ekki var hægt að hætta fyrr en staðan var þokkalega jöfn. Þú varst ansi lunkinn spilamaður, og við höfðum báðir gam- an af. Allar minningarnar um þig varð- veiti ég vel. Þakka þér fyrir allt, langafi minn, Guð geymi þig. Gísli Már. HÖRÐUR ÓLAFSSON Elsku, elsku afi. Sofðu vel eftir þessa undanförnu erfiðu daga. Það styrkir mann að vita að kvöl þín er á enda og bjart himnaríki býður þig velkominn. Þó það sé vont að þurfa að kveðja var það huggun að hafa fengið að vera með þér síðustu stundirnar. „Eftir bjartan daginn kemur nótt“ og þannig má lýsa ævi þinni, elsku afi. Þú skilur eftir þig svo margt til að minnast, og þá helst stolt þitt; GEIR JÓELSSON ✝ Erlendur GeirJóelsson fæddist í Hafnarfirði 17. des- ember 1920 og bjó þar allt sitt líf. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnu- daginn 13. júlí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 18. júlí. skóbúðina sem þú og amma rákuð öll þessi ár með prýði. Það var nú ekki sjaldan sem við systkinin komum í heimsókn í búðina og fengum þá oft gajol eða annað slikkirí hjá þér á meðan við lékum okkur í búðarleik með gamla búðarkassann þar sem við þóttumst vera jafn- miklir kaupmenn og þú og amma. Svo þegar haldið var heim á leið vorum við oftar en ekki nýskóuð. Elsku afi, megir þú hvíla í friði. Við vitum að þú vakir yfir okkur. Þegar ævigöngu lokið er og dauðinn blítt um vanga strýkur, þá óttumst ei – þótt lífið endi hér því drottinn aftur upp því lýkur. (Höf. ók.) Einar Geir, Lóa og Berglind.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.