Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 25 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú hugsar hratt og ferð ósjaldan með gamanmál. Hvaðeina sem þú tekur þér fyrir hendur felur í sér áhættu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hugsaðu um hvað þú getur gert til þess að bæta sam- skipti þín við fjölskyldu- meðlimi. Það gæti verið vel til fundið að kaupa litla gjöf handa einhverjum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur mikið fyrir stafni og veist ekki þitt rjúkandi ráð vegna þess. Fundir, samtöl við ættingja og vini, stuttar ferðir og viðskipti halda þér við efnið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur löngun til þess að kaupa eitthvað sem þú getur státað þig af. Hvað sem þú kaupir þér mun að öllum lík- indum fylgja þér um ókomna tíð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er líkt og tækifærin komi upp í hendurnar á þér í dag. Þú skalt nýta þér það og koma eins miklu í verk og þú getur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt ekki eftir að sjá eftir því að vinna bak við tjöldin í dag. Samningar við hið op- inbera og stórar stofnanir eru á næsta leiti. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Deildu væntingum þínum fyrir framtíðina með nánum vini. Þú þarft á því að halda að aðrir segi þér álit sitt á hugmyndum þínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vegna þess hve auðveldlega þú heillar aðra skaltu ekki hika við að biðja um greiða. Nú væri rétt að biðja um launahækkun. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Málefni sem tengjast fjar- lægum löndum, fjölmiðlum og frekari menntun eru í brennidepli þessa stundina. Nú væri rétt að gera ferða- áætlun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki láta mikilvæg mál sitja á hakanum. Um leið og þú kemur þeim frá þér mun þér líða mikið betur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki láta það á þig fá þó að þú hafir ekki jafn mikla orku og venjulega. Það er í lagi að slaka á, þetta ástand mun ekki vara lengi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur einsett þér það að gera eitthvað mikilvægt í vinnunni í dag. Þú vilt skipu- leggja þig og láta hlutina ganga hraðar fyrir sig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ástarsambönd, rómantík, skemmtun og samkomur eru allsráðandi þessa stundina. Þú kýst frelsi til þess að skemmta þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KONAN, SEM KYNDIR OFNINN MINN Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit, að það er konan, sem kyndir ofninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. Ég veit, að hún á sorgir, en segir aldrei neitt, þó sé hún dauðaþreytt, hendur hennar sótugar og hárið illa greitt. Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Sumir skrifa í öskuna öll sín beztu ljóð. - - - Davíð Stefánsson LJÓÐABROT 50 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 21. júlí, er fimmtugur Haraldur Magnús Magnússon, bóndi í Belgsholti í Melasveit. Har- aldur og kona hans, Sigrún Sólmundardóttir, ætla að taka á móti gestum laug- ardaginn 26. júlí, frá kl 20:00, „með hlöðuballs- stemmningu“ (næg tjald- stæði í túninu). 30 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 21. júlí, er þrítugur Sigurður Jó- hann Jónasson, Unufelli 46, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. SAGNHAFI getur lagt upp í öðrum slag, en ítarleg- ar skýringar verða að fylgja. Þetta er annað dæmi af síðu Bridssambandsins á texta- varpinu (bls. 326). Norður ♠ 1062 ♥ Á753 ♦ ÁK73 ♣Á9 Suður ♠ Á3 ♥ K42 ♦ D64 ♣KDG105 Sex grönd eru spiluð. Út kemur hjartadrottning, gef- in, og síðan hjartagosi, smátt úr borði, en austur hendir spaða. Nú er spilið öruggt, hvernig sem tígull- inn liggur og í rauninni óþarfi að spila lengur! En til að spara langar skýringar er kannski fljót- legra að spila spilið til enda. Fyrst tekur sagnhafi þrjá efstu í tígli. Ef liturinn fellur 3-3 þarf ekki að leita lengra að tólfta slagnum. En segj- um að vestur valdi tígulinn. Þá er hægt að byggja upp einfalda þvingun á hann í rauðu litunum með því að taka alla svörtu slagina. Flóknasta afbrigðið er þeg- ar austur á lengdina í tígli. Í því tilfelli vinnst spilið með tvöfaldri kastþröng í áföng- um. Segjum að þetta sé allt spilið: Norður ♠ 1062 ♥ Á753 ♦ ÁK73 ♣Á9 Vestur Austur ♠ K97 ♠ DG854 ♥ DG1098 ♥ 6 ♦ 52 ♦ G1098 ♣842 ♣763 Suður ♠ Á3 ♥ K42 ♦ D64 ♣KDG105 Eftir þrjá efstu í tígli spil- ar sagnhafi laufi fjórum sinnum og nær upp þessari stöðu: Norður ♠ 10 ♥ Á7 ♦ 7 ♣-- Vestur Austur ♠ K9 ♠ DG8 ♥ 109 ♥ -- ♦ -- ♦ G ♣-- ♣-- Suður ♠ Á3 ♥ 4 ♦ -- ♣10 Þegar síðasta laufinu er spilað verður vestur að henda spaða. Hjarta fer þá úr blindum, en austur hend- ir spaða átakalaust. En hann þvingast hins vegar í næsta slag þegar sagnhafi spilar hjarta á ásinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Rbd7 5. Bf4 dxc4 6. e3 Rd5 7. Bxc4 Rxf4 8. exf4 Rb6 9. Bb3 Be7 10. 0–0 0–0 11. He1 c6 12. De2 Rd5 13. Rxd5 cxd5 14. Had1 Bf6 15. Re5 Bd7 16. g3 Bxe5 17. dxe5 Bc6 18. Hd4 f5 19. exf6 Hxf6 20. Dd2 Dd6 21. He5 Haf8 22. h4 Bd7 Staðan kom upp á sterku alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Esbjerg. Curt Hansen (2.618) hafði hvítt gegn indversku skákdrottningunni Hum- pey Koneru (2.468). 23. Bxd5! exd5 24. Hdxd5 Da6 25. Hxd7 Dxa2 26. Hxb7 Db1+ 27. Kg2 Hb6 28. Dd5+ Kh8 29. Df7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. vinnupallar Sala - leiga Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is með löngum armi B37-VCR Til afgreiðslu strax www.merkur.is 594 6000 Skútuvog i 12a 3,3 tonn Algjör bylting gegn aukakílóunum! Sló öll sölumet í Bandaríkjunum árið 2002 thermo complete Ný vara frá Herbalife Nú geta ALLIR sem þurfa losað sig við aukakílóin - hvað sem þau eru mörg Nánari upplýsingar í síma 515 8899 Geymið auglýsinguna ÁRNAÐ HEILLA HLUTAVELTA Þessir duglegu krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þau 1.500 kr. Þau eru Þór- unn Bríet, Anna Rósa, Almar Blær og Helga Hlín. KIRKJUSTARF Laugarneskirkja. Opinn 12 spora fundur í safnaðarheimilinu kl. 18. Allt fólk velkom- ið. Vinir í bata. Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells- kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur við bænarefnum í síma 691-8041 alla daga frá kl. 9–16. Al-Anon fundur í Lága- fellskirkju kl. 21. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Morgunblaðið/Brynjar GautiLaugarneskirkja Safnaðarstarf    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.