Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6.10, 8.10 og 10.10. B i. 12Sýnd kl. 4, 7 og 10. with english subtitles Sýnd kl. 6. Ensk. texti Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I Sýnd kl. 8. B.i. 12 YFIR 42.000 GESTIR!  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS  SG. DV Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B i. 12  X-IÐ 97.7  DVKVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 HL MBL SG DVRoger Ebert Miðaverð kr. 800. Sýnd kl. 10. Bi.14. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. KRINGLAN Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. SG. DVB.i. 12 ára KRINGLAN Sýnd kl. 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. YFIR 42.000 GESTIR!  KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, og 8 KRINGLAN Sýnd kl. 6. alþýðusöngvara, til þess að gera að sínum – með því að t.d. að setja sum þeirra í þennan netta suð- ræna en um leið íssvala sveitabún- ing sem þeir hafa tileinkað sér svo innilega – lögin sem mamma söng, amma líka og jafnvel langamma sumra okkar. Og ef einhvern tím- ann var hætta á að þessi gömlu gleði- og ferðalög myndu gleymast og verða í eyrum barna okkar ein- hverjar hallæris fornleifar þá er sú váin úr sögunni um ókomna tíð, þökk sé þessu gulli af plötu. Fyrr átti ég von á dauða mínum en að ég ætti eftir að bera mig eft- ir því að heyra sum þessara laga leikin á plötu, slíkar lummur voru þau orðin í huga manns. En það er sama hvort um margtuggna lummu er að ræða eða sjaldheyrð- ari lög, öll verða þau að nýfægðum gljáandi perlum í meðförum tvíeykisins. Og hvað sem maður er þakklátur fyrir að fá þetta tæki- færi til að læra að meta þessar lummur að nýju og heyra hvað það var upphaflega sem gerði þær að þeim Íslandslögum sem þær eru. Um flutning þeirra KK og Magnúsar er óþarfi að fjölyrða, hann er fölskvalaus með öllu. Ekki fullkominn heldur fölskvalaus þar sem höfuðeinkennin eru djúpstæð virðing fyrir lagi og ljóði og ein- ÞAÐ fyrsta sem upp í hugann kemur við að hlusta á þetta gull af plötu er; hvers vegna í ósköpunum datt engum þetta í hug fyrr? Þetta er eitthvað svo rakið dæmi, að fá vel metna dægurlagasöngvara til þess að syngja með sínu nefi nokk- ur af ástkærustu sönglögum ís- lensku þjóðarinn- ar. En bíðum við, þetta hefur verið gert, margoft. Málið er bara að þetta hefur aldrei verið gert með slíkum glæsibrag, af viðlíka virð- ingu fyrir viðfangsefninu. Og það sem mest er um vert; þeir hafa aldrei gert þetta áður, dáðustu al- þýðusöngvarar þjóðarinnar um þessar mundir, þeir KK og Magn- ús Eiríks. Eftir að hafa notið fádæma al- mannahylli hvor í sínu lagi kom lít- ið á óvart hversu auðveldlega þeim tókst, er þeir hófu að vinna saman fyrir einum 7 árum, að syngja sig inn í hug og hjörtu landans. Lög eins og „Óbyggðirnar kalla“ og „Kóngur einn dag“ eru þannig nú þegar orðin að sígildum söngperl- um sem ósjaldan eru sungnar á mannamótum, í ferðalögum, við varðeldinn og í rútunum. Það mátti merkja þegar í upphafi sam- starfs þeirra hversu innilega sálir þeirra eiga samleið í tónlistinni; báðir flytjendur af Guðs náð, í nánu sambandi við ræturnar, ekki bara í blúsnum og sveitatónlistinni heldur ekki síst í íslenskri alþýðu- tónlist, sönglagahefð sem orðin var sorglega sjaldgæf þegar þeir kvöddu sér hljóðs saman. Hvílíkt snilldarbragð hjá útgef- anda þeirra, honum Óttari Felix Haukssyni, að grípa á lofti þessa „rútubílaplötuhugmynd“ Magnús- ar og fá hann og KK, þessa andans lægur ásetningur um að færa þeim að gjöf eitthvað nýtt, nokkurs kon- ar næringu svo þau fái lifað enn um sinn meðal þjóðarinnar. Það er ekki nokkur vafi á því – og fyrstu sölutölur gefa það líka greinilega til kynna – að 22 ferða- lög eiga eftir að vera til á öllum „betri“ heimilum þegar fram líða stundir, ekki bara sem eitthvert stofustáss heldur plata sem kyn- slóðirnar eiga eftir að geta sam- einast um og sungið með á gleði- stundu. Ekki nóg með það heldur er hér kominn kjörgripur fyrir ferðamenn og erlenda Íslandsvini. Rúsínan í pylsuendanum er svo fínasti frágangur á plötunni, textar með öllum lögum og svo að sjálf- sögðu gítargripin svo hægt sé að læra þau og spila, þið sem enn kunnið þau ekki. Það gerir plötuna líka að ennþá betri heimild en hún var fyrir orðin, áreiðanlegri sögu- heimild um nokkur af vinsælustu sönglögum íslensku þjóðarinnar – og það völdum af greinilegri þekk- ingu með aðstoð Jónatans Garð- arssonar – frá því um og eftir mið- bik aldarinnar tuttugustu. Hafið þakkir fyrir þjóðarger- semina KK, Magnús og Óttar Fel- ix. Þjóðar- gersemi KK og Maggi Eiríks 22 ferðalög Sonet Ný plata þar sem KK og Magnús Eiríks- son leika og syngja 22 sígild íslensk sönglög. KK syngur, leikur á kassagítar, Hawaii-gítar og munnhörpu. Magnús Eí- ríks syngur og leikur á kassagítara. Upp- tökur fóru fram í Thulestudio í Reykjavík í maí og júní 2003. Útsetningar og upp- tökustjórn KK, Magnús Eiríksson og Ótt- ar Felix Hauksson. Upptökur, hljóð- blöndun og tónjöfnun Aron Arnarson. Ljósmyndun, hönnun og gerð umslags Jó- hann Ísberg. Framleitt af Óttari Felix Haukssyni fyrir Sonet-útgáfuna. Skarphéðinn Guðmundsson GEIRMUNDUR Valtýsson er orðinn að hálfgerðri stofnun hér á landi, og nærfellt óhugsandi að hann væri ekki starfandi tónlist- armaður. Líkt og það er ekki hægt að hugsa sér íþróttir án Bjarna Fel. Á Ort í sandinn ákveður Geir- mundur að bregð- ast við vissri vönt- un á markaðnum og snarar hér út harmonikkuplötu. Að vísu hafa kom- ið út reiðarinnar býsn af harmon- ikkuplötum en oft koma þær út í litlu upplagi og eru vandfundnar. Það má hins vegar búast fastlega við því að margir taki sig upp og nálgist þennan grip enda á Geir- mundur hóp harðra aðdáenda víðs- vegar um landið. Geirmundur þen- ur hér nikkuna sjálfur en honum til aðstoðar eru vaskir reynsluboltar, þeir Árni Scheving, Sigurður Flosason, Jón Páll Bjarnason og Alfreð Alfreðsson. Lagavalið er vel til fundin blanda af sígildum drag- spilssmellum og lögum eftir Geirmund sjálf- an. Reyndar á Geir- mundur tíu af fimmtán lögum, þar á meðal „Hvort sem ég vaki eða sef“, „Ég syng þennan söng“, „Bros og bjartsýni“ (frábær út- setning!), „Faðmur dalsins“ og „Í sumarsveifl- unni“. Af slögur- um má nefna „All Of Me“, „Jalousie“ og upphafslagið, hið hressa „Tico Tico“. Það er nokkuð merkilegt hvað lögin hans Geirmundar fella sig vel að nikkunni, og einnig hvað þau hljóma vel með þeim sígildu nikku- lögum sem hér er að finna. Að því leytinu til er rennslið óaðfinnanlegt og platan lætur ljúflega í eyrum. Hljómur er þannig þýður og mjúkur og þetta er síst einhver organdi stuðplata. Frekar að hún falli í hóp kokkteil- og létthlust- unarplatna. Myndi henta vel fyrir ball eða eftir það, en síður á því miðju. Þessi staðreynd er ekki síst hin- um frábæru undirleikurum að þakka sem eiga hér hreinlega stór- leik. Sérstaklega er víbrafónleikur Árna Scheving eftirtektarverður. Harmonikkuleikur Geirmundar á það til að vera fullhastur í sumum lögunum og seint myndi hann telj- ast snillingur á þessu sviði. En hann rennir sér með sóma í gegn- um plötuna, nær að ljá öllum smíð- unum sannan Geirmundarsjarma sem breiðir fumlaust yfir allt tæknilegt fát. Umslag og frágangur er einfald- ur og snyrtilegur. Skondið samt hvað þessar harmonikkuplötur eru alltaf keimlíkar í útliti. Ort í sandinn er skemmtileg við- bót í útgáfuflóru hins eina og sanna sveiflukóngs og þegar öllu er á botninn hvolft hin ljúfasta upp- lifun. Tónlist Í harmonikku- sveiflu Geirmundur Valtýsson Ort í sandinn – harmonikkuplata með Geirmundi Valtýssyni Skífan Geirmundur Valtýsson (harmonikka), Árni Scheving (bassi, víbrafónn, marimba og ásláttarhljóðfæri), Sigurður Flosason (klarinett og conga-tromma), Jón Páll Bjarnason (gítar), Alfreð Alfreðsson (trommur). Útsetningar og upp- tökustjórn voru í höndum Árna Scheving. Upptöku gerðu Hafþór Karlsson og Bald- vin A.B. Aalen. Um hljóðblöndun sá Haf- þór. Morgunblaðið/Arnaldur Arnar Eggert Thoroddsen Ort í sandinn ku vera fyrsta harmonikkuplata Geirmunds Valtýssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.