Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 29
ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 OG 8. „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið KVIKMYNDIR.IS  SG. DV KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Það er erfitt að falla inn í hópinn þegar þú skerð þig svona hrikalega úr Rómantísk gamanmynd með Amanda Bynes og ColinFirth (Bridget Jones´s Diary) KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. KVIKMYNDIR.COMÓHT Rás 2  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" Frábær rómantísk gamanmynd. Þegar tveir ólíkir einstaklingar verða strandaglópar á flugvelli, getur allt gerst. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 29 TINNA Guðrún Lúðvíksdóttirer ung mær úr Vogum áVatnsleysuströnd. Þrátt fyrir að vera rétt orðin 16 ára er hún rísandi stjarna í íslenska hnefaleikaheiminum og háði sinn fyrsta bardaga fyrir framan vel á þriðja þúsund áhorfendur í Laug- ardalshöll fyrr í sumar þegar Írar sóttu Íslendinga heim. Sá bardagi fékk snöggan endi þegar Tinna fékk miklar blóðnasir en hún bar sig vel og hafði áhorf- endur á bandi sínu. „Ég hef aldrei áður fengið blóðnasir á boxæfingu – ekki einu sinni fengið glóðarauga – og svo þurfti það einmitt að ger- ast þarna,“ segir Tinna sem hefur æft hnefaleika í hálft annað ár. „Þetta er ekkert hrottaleg íþrótt,“ segir hún þegar blaðamað- ur spyr hana um hvort blóðnas- irnar hafi verið jafnslæmar og þær litu út fyrir að vera. „Maður er með hlífðargrímu og munngóm, vafninga og hanska svo fólk getur aldrei slasað sig neitt afskaplega mikið. Svo er alltaf dómari til stað- ar sem skerst í leikinn ef eitthvað bjátar á.“ Höggin valda samt eymslum: „Jú, þetta er náttúrulega erfitt og að láta berja sig er auðvit- að aldrei gaman, en það er alveg þess virði þegar maður nær góðum höggum á móti.“ Á að vera heima að mála sig Tinna segir fólk oft hissa þegar hún segist æfa box og að bæði strákar og stelpur eigi oft erfitt með að kyngja því: „Ég verð stundum vör við þennan hugs- unarhátt: „Hún á ekki að vera að gera svona! Hún er stelpa, og á að vera heima hjá sér að greiða sér og mála sig.““ Hún tekur hins vegar ekkert mark á slíkum röddum og æfir hnefaleikana af kappi auk þess sem hún hefur unun af að aka tor- færumótorhjólinu sínu og keypti sér nýlega bíl, þótt hún sé ekki komin með bílprof, en hún hefur verið dugleg að safna fyrir honum alveg síðan hún var smástelpa. „Ég held ég hafi verið tiltölulega rólegt barn,“ segir hún, þegar hún er spurð um hvort hún hafi ef til vill verið ódæl sem stúlka. „En ég þarf að hafa líf og fjör í kringum mig.“ Hún segist lítið hafa slegist sem barn, en hlær og bætir við að það hafi þá helst verið við yngri bróður sinn. Tinna verður lítið vör við aðrar stelpur í boxíþróttinni: „Besta vin- kona mín hefur æft, en gerir það þó ekki í miklum mæli. Það eru nokkrar sem æfa, en flestar detta bara inn við og við.“ Hún verður því að æfa á móti strákunum og kvartar ekki yfir því, þótt þeir séu stærri, þyngri og sterkari en hún: „Ég myndi ekki kunna neitt ef strákarnir væru ekki svona dugleg- ir að hjálpa mér að þjálfa. Þjálf- ararnir eru auðvitað frábærir og Guðjón Vilhelm, forsprakki hnefa- leikaklúbbsins, hefur staðið sig eins og hetja.“ Mamma hefur áhyggjur af flötu nefi Hnefaleikaíþróttin krefst mikillar þjálfunar af Tinnu: „Þetta er búið að koma mér í rosalega gott form. Það eru æfingar 2–3 sinnum í viku en fyrir mót þá æfum við 1–2 sinn- um á dag. Þá hefst dagurinn til dæmis á því að hlaupa nokkra kíló- metra og um kvöldið er tekin æfing þar sem ég boxa við strákana.“ Blaðamaður segist sjálfur hafa áhuga á að æfa box, en óttast að nefið á honum verði flatt eins og á Gutta. Tinna er samt ekkert með áhyggjur af að fá boxaranef: „Ég held að mamma hafi mestar áhyggjur af því. En þetta er ekki þannig í rauninni. Þetta er ekki eins og í götuslagsmálum þar sem menn berjast með berum hnef- unum og bein mætir beini. Við not- um hlífar og púða og svo verður maður bara að verja. Ef maður er góður að verja þá verður í fínu lagi með nefið.“ Tinna er að fara til Svíþjóðar í æfingabúðir ásamt hópi annarra hnefaleikaiðkenda frá Íslandi. Verið er að undirbúa keppni við Dani sem haldin verður seinna á árinu. Í haust hefur Tinna nám við Versl- unarskólann og segist ætla að halda áfram að æfa hnefaleikana af kappi. „Ég var einu sinni að boxa við Palla, félaga minn,“ segir Tinna þegar hún er spurð um minn- isstæðasta atburðinn sem hún hef- ur upplifað í hnefaleikum. „Hann er fjórum árum eldri og mikið stærri en ég og sagði: „Hva, svona litlar ljóskur geta ekki boxað!“ Það hefði hann ekki átt að segja því að ég varð alveg brjáluð og á end- anum sprengdi ég á honum vörina með bleiku boxhönskunum mínum. Það var alveg frábært og þá vissi ég að þetta var eitthvað fyrir mig.“ Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir er upprennandi hnefaleikakappi Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Á í engum vandræðum með að æfa með strákunum: Tinna Guðrún með bleiku boxhanskana góðu. Lemur strákana með bleikum boxhönskum asgeiri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.