Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ BLAÐ B Útsala Útsala Útsala B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A GÓÐUR ÁRANGUR HJÁ ÞÓREYJU EDDU Í ÞÝSKALANDI / B8 „ÉG er mjög sáttur með riðilinn okkar og ég held að við höfum verið heppnir því þessu fylgja ekki mjög dýr ferðalög,“ sagði Hrannar Hólm, formaður körfuknatt- leiksdeildar Keflavíkur, í samtali við Morgunblaðið eft- ir að dregið hafði verið í Evrópukeppninni í körfu- knattleik í gær. Hrannar var viðstaddur þegar dregið var í München. Keflavík lenti í riðli með Toulon frá Frakklandi og portúgölsku liðunum Ovarense og Madeira. Þetta er bikarkeppni Evrópu og er liðunum skipt í fjóra riðla og komast þrjú efstu liðin áfram á næsta stig. „Þetta eru ekki dýr ferðalög og svo tókst okkur að semja við portúgölsku liðin um að spila báða leikina í einni og sömu ferðinni. Við byrjum heima 5. nóvember á móti Ovarense, síð- an er það Toulon úti 13. nóvember, Madeira hér heima 26. og Toulon hérna 10. desember og loks Ovarense úti 16. desember og tveimur dögum síðar á Madeira,“ sagði Hrannar. Ovarense er meðal sterkustu liða Portúgals en Mad- eria var um miðja deild í fyrra eins og Toulon í frönsku deildinni. Keflavík mætir tveimur liðum frá Portúgal Jakob Jóhann Sveinsson bætti sitt eigið Ís-landsmet í 100 metra bringusundi en hann synti á tímanum 1:03,11 mínútur en fyrra met- ið var 1:03,25 mínútur. Jakob lenti í 31. sæti en Jón Oddur Sigurðsson endaði í 53. sæti á tím- anum 1:05,91. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir varð í 30. sæti í 100 metra flugsundi á tímanum 1:3,49 mínút- um. Steindór Gunnarsson, landsliðsþjálfari í sundi, var ánægður með hvernig til tókst á fyrsta keppnisdeginum á HM. „Ég er mjög sáttur með fyrsta keppnisdag- inn. Allir krakkanir bættu sig og stóðu sig vel. Á svona stórum mótum eru það rúmlega 30% keppenda sem bæta sig og því er þetta góð byrjun hjá okkur. Lára Hrund synti glæsilegt sund, stórbætti Íslandsmetið og var með vel útfært sund í alla staði. Kolbrún Ýr bætti tím- ann sinn og ég er bjartsýnn á að hún haldi áfram að bæta sig. Jakob setti Íslandsmet sem var vel gert hjá honum og hann lofar góðu fyrir 200 metra bringusundið. Jón Oddur bætti tím- ann sinn aðeins og ég er ánægður með það,“ sagði Steindór Gunnarsson í samtali við Morg- unblaðið í gær. Í dag keppir Örn Arnarson í 100 metra bak- sundi, Íris Edda Heimisdóttir tekur þátt í 100 metra bringusundi og Anja Ríkey Jakobsdóttir keppir í 100 metra baksundi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jakob Jóhann Sveinsson úr sundfélaginu Ægi setti Íslandsmet í 100 metra bringusundinu í Barcelona. Lára Hrund og Jakob Jóhann settu Íslandsmet LÁRA Hrund Bjargardóttir setti Íslands- met í 200 metra fjórsundi á heimsmeist- aramótinu í sundi í Barcelona í gær- morgun. Hún varð í 31. sæti en hún synti á 2:20,35 mínútum og um leið náði hún ólympíulágmarkinu fyrir ÓL í Aþenu 2004. Lára stórbætti Íslandsmetið en hún átti eldra metið sem var 2:22,42 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.