Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 B 3 Heiðar Davíð sagðist ekki hafalent í neinum teljandi vandræð- um í hringjunum fjórum. „Ég sló allt í lagi en púttin voru hræðileg svo ekki sé meira sagt. Það datt bara ekkert hjá mér og ég fór að svekkja mig á því og auðvitað lagaðist ekkert við það,“ sagði Heiðar Davíð. Annan daginn lék hann á 80 högg- um, sem er nokkuð mikið. „Það var bara uppgjöf. Ég gafst hreinlega upp þegar ekkert gekk hjá mér og hætti að spila. Síðan tók kennarinn [Ingi Rúnar Gíslason] mig í gegn og það dugði til að klára þetta,“ sagði Heið- ar Davíð. Varðandi landsmótið sem hefst í vikunni sagðist Heiðar Davíð fyrst og fremst ætla að hafa gaman af því að spila golf. „Mér hefur aldrei geng- ið vel á þessum blessuðu landsmót- um og held að þrettánda sætið sé það besta sem ég hef náð þar. Núna ætla ég bara að hafa gaman af því sem ég er að gera og sjá hvað það gerir fyrstu hringina og hvort maður eigi einhverja möguleika á að bæta ár- angur sinn,“ sagði meistarinn. Sveiflur hjá stúlkunum Það má með sanni segja að miklar sveiflur hafi orðið á lokaholunum hjá stúlkunum í Mosfellsbæ. Þegar þær lögðu af stað í síðasta hring átti Helga Rut fimm högg á Nínu Björk Geirsdóttur. Hún spilaði vel og eftir níu holur var Nína komin með tveggja högga forystu sem átti eftir að aukast. Nína fékk fugl á 16. holunni á með- an Helga Rut fékk skramba og nú átti Nína fimm högg og aðeins tvær holur eftir. Helga Rut fékk par á næstsíðustu holunni, sem er par fimm. Nína Björk lék holuna aftur á móti á níu höggum og átti því eitt högg á Helgu Rut fyrir síðustu hol- una sem er fremur stutt par fjórir. Helga Rut fékk fugl á hana en Nína Björk par þannig að þær voru jafnar og fóru í þriggja holu umspil þar sem Helga Rut hafði betur. Heiðar og Helga Rut best í Kili HEIÐAR Davíð Bragason og Helga Rut Svanbergsdóttir fögnuðu sigri á meistaramóti Kjalar í Mosfellsbæ, tóku sér síðan frí frá golfi á sunnudaginn en héldu til Vestmannaeyja í morgun til æfinga fyrir landsmótið. „Ég er nú ekkert ánægður með hvernig ég spilaði, en er auðvitað ánægður með að vinna. Það er ágætt að vinna þótt maður spili illa,“ sagði Heiðar Davíð eftir mótið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Heiðar Davíð Bragason og Helga Rut Svanbergsdóttir. Hinn nýi meistari hafði aðeinseinu sinni leikið á strandvelli áður en hann kom til Bretlands til að keppa í mótinu en hann lét það ekki á sig fá, heldur lék af yfirvegun og lauk leik í gær á 69 höggum. Hann byrjaði mjög vel og var kominn sex undir par eftir ellefu holur en fékk fjóra skolla á þeim sjö brautum sem eftir voru. Curtis er á sínu fyrsta ári í banda- rísku mótaröðinni og því í raun ný- liði. Hann hefur aldrei komist í hóp tólf bestu á þeirri mótaröð en varð í þrettánda sæti á móti þar á dögun- um og fékk með því rétt til að spila á Opna breska. Tækifæri sem hann nýtti til fulls. Það gerist ekki á hverjum degi að nýliðar sigri á sínu fyrsta stórmóti og er talið að það hafi ekki gerst síð- an Francis Ouimet sigraði á Opna bandaríska árið 1913, þá tvítugur. Daninn Thomas Björn á örugg- lega eftir að naga sig í handarbökin fyrir hvernig hann fór að ráði sínu. Hann var í fínum málum þegar hann kom á teig á sextándu, lenti í glompu vinstra megin við flötina, sló of laust upp úr henni þannig að boltinn rann aftur í glompuna. Þetta endurtók Daninn aftur en kom boltanum síðan upp úr í fjórða högginu og púttaði einu sinni. Þar töpuðust tvö högg. Á meðan á þessu stóð var Curtis að ljúka leik á síðustu holunni og hef- ur sjálfsagt ekki átt von á að „stóru“ nöfnin sem voru á eftir honum spiluðu sigurinn út úr höndunum á sér. En það gerðu þeir svo sannar- lega. Björn mun örugglega líka hugsa um mistökin sem hann gerði fyrsta dag keppninnar – líka í sandi. Þá lenti Björn í glompu á 17. braut, sló upp úr henni en boltinn rann til baka í glompuna líkt og í gær. En Björn sló kylfunni í sandinn í ergelsi og fékk tvö víti fyrir vikið og lék holuna, sem er par 4, á átta höggum. Sand- urinn reyndist honum sem sagt dýr í þessu móti. „Mér finnst einhvern veginn að ég hefði átt að uppskera meira þessa viku en raunin varð. En svona er golfið og lífið heldur áfram en næstu dagar verða mér ekki auðveldir,“ sagði Björn vonsvikinn. „Þetta er ótrúlegt. Í alvöru. Það hefði verið alveg nóg fyrir mig að fá bara að vera með alla fjóra dagana. Ég reyndi bara mitt besta og það dugði,“ sagði nýi meistarinn. „Ég verð örugglega ekki búinn að átta mig á hvað gerðist fyrr en í fyrsta lagi á morgun,“ sagði kappinn sem grét af geðshræringu þegar hann flutti þakkarávarp sitt að aflokinni verðlaunaafhendingu. „Núna þegar nafnið mitt er komið í sögu þessa merkilegasta golfmóts heims finnst mér ég vera eitthvað, enda við hliðina á öllum þessum stjörnum,“ sagði kappinn þegar hann skoðaði nafnalistann á verð- launagripnum. Reuters Ben Curtis með verðlaunagripinn gamla og glæsilega fyrir sigur á Opna breska golfmótinu. Nýliðinn vann í fyrstu tilraun BEN Curtis, 26 ára gamall Bandaríkjamaður, kom sá og sigraði á 132. Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk um helgina. Þetta var í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í mótinu og má með sanni segja að hann hafi komið á óvart. Hann var eini kylfingurinn sem lék hringina fjóra undir pari, en hann lauk leik á 283 höggum, höggi á undan Dananum Thomas Björn og Vijay Singh. ÖRN Ævar Hjartarson og Erla Þorsteinsdóttir sigruðu í meistaraflokkunum hjá Golf- klúbbi Suðurnesja, en Erla hefur hingað til verið þekkt- ust fyrir færni sína á körfu- boltavellinum þar sem hún leikur með Keflvíkingum og íslenska landsliðinu. Hún lét það ekkert vefjast fyrir sér þó að boltinn væri aðeins minni um helgina, lauk leik á 365 höggum, þremur höggum betur en Magdalena S. Þórisdóttir og Rut Þor- steinsdóttir sem urðu jafnar. Örn Ævar sigraði hins vegar með sjö högga mun en barátta hans og Helga Birkis Þórissonar var jöfn og spennandi allt fram á síðasta dag þegar Örn lék á 71 höggi en Helgi Birkir á 76 höggum. Örn Ævar lauk leik á 286 höggum, tveimur högg- um undir pari vallarins. Körfuknattleikskonan sterkust í Leirunni Ljósmynd/Hilmar Bragi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.