Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 B 5  STJÓRN Knattspyrnufélags ÍA hefur ákveðið að gera ekki samning við Aleksandar Linta. Stjórn ÍA og þjálfari liðsins, Ólafur Þórðarson, töldu að Linta væri ekki leik- maðurinn sem Akranes þyrfti á að halda.  ÍA hefur ákveðið að semja við Kristian Gade Jørgensen út yfir- standandi keppnistímabil. Jørgen- sen er danskur sóknarmaður en Akranesi veitir ekki af öflugum sóknarmanni þar sem liðið hefur skorað fæst mörk í Landsbanka- deild karla í knattspyrnu, aðeins 11 mörk í 10 leikjum.  DENNIS Bergkamp, sóknarmað- ur Arsenal, skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við Arsenal. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, sagði að hann væri mjög ánægður með að Bergkamp yrði áfram hjá félaginu. „Bergkamp er mjög hæfileikaríkur knattspyrnu- maður með mikla reynslu. Hann mun verða mjög mikilvægur fyrir Arsenal á næsta tímabili,“ sagði Wenger.  MATTEO Sereni hefur gengið til liðs við Lazio frá Ipswich en hann lék sem lánsmaður með Brescia á síðasta tímabili. Sereni er 28 ára gamall og gerði tveggja ára samn- ing við Lazio.  HARRY Kewell, miðjumaður Liv- erpool, meiddist lítillega í æfinga- leik Liverpool og Crewe um helgina sem endaði með 1:1 jafn- tefli. Kewell meiddist á ökkla og verður að taka sér frí frá æfingum í tíu daga.  SPÆNSKIR fjölmiðlar sögðu frá því um helgina að Arsenal myndi gera tilboð í Santiago Canizares, markvörð Valencia, á næstu dög- um. Canizares er landsliðsmark- vörður Spánar og virkilega öflugur markvörður, en hann hefur sagt að hann hafi áhuga á að leika á Eng- landi í framtíðinni.  DAN Petrescu, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur tekið við þjálfun hjá Sportul Studentesc sem leikur í 2. deildinni í Rúmeníu. Petrescu er 36 ára gamall og gerði þriggja ára samning við liðið.  SÓKNARMAÐURINN Ivan Zam- orano frá Chile hefur lagt skóna á hilluna. Zamorano hefur átt mjög farsælan feril og gerði garðinn frægan með Real Madrid og Inter Milan. Hann stóð sig einnig mjög vel með landsliðinu og skoraði 34 landsliðsmörk.  LANDON Donavan skoraði fjög- ur mörk í 5:0 sigri Bandaríkjanna á Kúbu á Copa del Oro mótinu í knattspyrnu um helgina. Brasilía sigraði Kólumbíu 2:0 á sama móti og liðið mun mæta Bandaríkjunum í undanúrslitum.  TREVOR Sinclair mun leika með Manchester City á næstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann samdi til fjögurra ára við liðið. Manchester City þarf að borga West Ham um 300 milljónir íslenskra króna fyrir Sinclair sem er enskur landsliðsmaður.  STAFFAN Johannsson, landsliðs- þjálfari í golfi, mun fylgjast með bestu kylfingum landsins etja kappi á Íslandsmótinu í höggleik sem hefst í Vestmannaeyjum á fimmtu- daginn.  ÞJÁLFARINN hefur verið á ferð- inni að undanförnu með landslið karla, kvenna, pilta og stúlkna sem tóku þátt í Evrópumótunum og nú ætlar hann að skoða þá sem til greina koma sem fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramót einstaklinga og Norurlandameistaramótið sem fram fara í september.  ALLIR sterkustu kylfingar lands- ins verða með í Eyjum, nema hvað Herborg Arnarsdóttir úr GR ætlar ekki að keppa. Hún eignaðist frum- burð sinn fyrr í sumar og hefur því ekki getað sinnt íþróttinni eins og hún hefði viljað. FÓLK Fyrstu mínúturnar börðust liðinhart um tökin á miðjunni, KA- menn ætluðu sér að ráða hrað- anum og hafa und- irtökin en þar sem Víkingar voru mun ákveðnari náðu þeir undirtökunum. Það skilaði þeim færum, að vísu ekki mjög hættulegum en í fyrri hálf- leik fengu heimamenn níu færi og þrjár hornspyrnur en KA þrjú og enga hornspyrnu. Það bar samt oft á óþolinmæði í sóknarlotum Vík- inga þegar þeir uppskáru ekkert fyrir frammistöðuna og það nýttu gestirnir sér til að komast inn í leikinn þótt þeir næðu honum aldr- ei á sitt vald. Víkingar urðu afar ósáttir við annan aðstoðardómar- ann þegar Stefán Örn Arnarson var felldur við vítateigslínuna að því kominn að sleppa í gegnum vörn KA því eftir að dómarinn hafði ráðfært sig við aðstoðardóm- arann fékk KA-maðurinn Þorvald- ur Sveinn Guðbjörnsson að líta gula spjaldið – Víkingar vildu rautt hið minnsta. Strax eftir hlé reyndu gestirnir aftur að hemja Víkinga en tókst ekki, reyndar var lengi vel aftur barátta á miðjunni en heimamenn voru nógu gráðugir í sigur til að berjast af krafti fyrir honum svo að gestirnir þurftu að bíða langt fram í hálfleikinn eftir sínu fyrsta færi. Það örlaði síðan aftur á óþol- inmæðinni hjá Víkingum og það vantaði klókindi í sóknarleikinn því Ronnie Hartvig og Slobodan Mil- isic, varnarjaxlar KA, lásu sókn- artilburði þeirra vel. Þó að KA- mönnum gengi illa að skapa sér góð færi lá hættan þó alltaf í loft- inu því Hreinn Hringsson og Steinar Tenden þurfa ekki mikið til að skora enda máttu varnar- menn Víkinga aldrei gleyma skyld- um sínum. Á 80. mínútu, ekki langt frá staðnum þar sem Þorvaldur Sveinn slapp með gula spjaldið fyr- ir hlé, kom síðan annar dómur, sem hægt er að kalla strangan eða vafasaman. Þá var Þorri Ólafsson, fyrirliði Víkinga, að ná boltanum og Hreinn fast við bakið á honum þegar boltinn hrökk í hönd Þorra svo úr varð vítaspyrna. Enn urðu Víkingar æfir og sögðu greinilega hafa verið ýtt við Þorra en eftir að dómarinn hafði ráðfært sig við að- stoðardómarann benti hann á víta- punktinn. Pálmi tók vítið og skor- aði af öryggi, Víkingar reyndu síðan hvað þeir gátu að jafna áður en yfir lauk en tókst ekki. Víkingar geta verið ánægðir með flest í leik sinna manna. Vörnin var traust og Þorri, Sölvi Geir Ottesen og Stein- þór Gíslason stóðu rækilega fyrir sínu og tóku flestalla skallabolta. Á miðjunni reyndi talsvert á Hauk Úlfarsson, sem tókst oft vel upp en varð stundum að gefa eftir. Hjá KA voru Milisic og Hartvig í aðalhlutverkum og skiluðu sínu mjög vel. Reynslan kom sér ræki- lega til góða hjá þeim og þótt þeim tækist ekki að taka alla bolta sem komu fyrir tókst þeim að lesa vel í sóknarleik Víkinga og varna þeim vegar á réttum tíma á réttum stöð- um. Dean Martin var einnig dug- legur og barðist fyrir hverjum bolta. Sem fyrr segir voru Hreinn og Steinar Tenden alltaf í við- bragðsstöðu en höfðu ekki heppn- ina með sér. Víkingar fengu færin en KA markið ÞAÐ þarf ekki alltaf að gera vel til þess að vinna, sögðu spekingar að norðan eftir leik Víkings og KA í Víkinni í gærkvöldi, þegar liðin tókust á í 8 liða úrslitum karla. Orð að sönnu, því 1. deildarlið Víkinga var mun meira með boltann, fékk fleiri færi og hornspyrnur en Pálmi Pálmason skoraði sigurmark efstu-deildarliðs KA úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok. Dómurinn var sannarlega umdeildur. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Sverrir Slobodan Milisic var fastur fyrir í vörn KA. Hér reynir Daníel Hjaltason að komast framhjá honum. „Mér fannst við betra liðið,“ sagði Sigurður Jónsson, þjálfari Vík- inga, eftir leikinn. „Við höfum spilað vel í deildinni og ætluðum að stöðva þessa hættulegu menn hjá þeim en einbeita okkur síðan að okkar spili, vera ekki að breyta of miklu í okkar skipulagi. Mér fannst það ganga eftir, við vorum mjög þéttir svo KA-menn fengu ekki mikið af færum. Það voru síðan nokkrar vafasamar ákvarð- anir teknar hjá yfirvöldum en ég get ekkert sagt um það og það var áfall að þeir skyldu fá gefins mark.“ Víkingar eru í öðru sæti deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir. „Það er grautfúlt að vera ekki áfram í bikarnum. Við settum markið á að standa í KA- mönnum og reyna að vera meðal þriggja úrvalsdeildarliða í úrslit- um. Nú er þetta bikarævintýri bú- ið og við fáum smáhvíld en höld- um síðan okkar dampi. Það er mikil barátta framundan í deild- inni en við einbeitum okkur að einum leik í einu því deildin er jöfn og við verðum að hugsa um okkur sjálfa. Við sjáum svo hvert það skilar okkur.“ Ætluðum að róa leikinn „Við lögðum upp með að byrja af fullum krafti, hleypa Víkingum ekki inn í leikinn og reyna að róa leikinn niður en þeir voru seigir við að rífa leikinn upp,“ sagði Pálmi Pálmason, sem skoraði eina mark leiksins. „Það gekk samt sæmilega að halda leiknum niðri en illa að ná upp spili og undirtök- unum. Þeir voru mjög harðir, spiluðu vel og það var mikil bar- átta í þeim svo að við erum nokk- uð sáttir við úrslitin.“ KA hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deild- inni en Pálmi hélt sér á jörðinni. „Sem betur fer höfum við komið okkur ofar í deildinni en ég veit ekki hvort það er uppsveifla hjá okkur, það gengur vel eins og er.“ Vorum betra liðið ELLERT Jón Björns- son, sem hefur leikið með Skagamönnum, ákvað um helgina að skipta um lið og er genginn til liðs við Val. „Ég geri þetta allt í góðu gagnvart ÍA, það var tekið vel í þetta þegar ég ræddi við for- ráðamenn félagsins. Mér finnst ég ekki hafa fengið nægilega mörg tækifæri með Skaganum og ákvað því að skipta um félag til að fá að spila meira,“ sagði Ellert Jón í samtali við Morgunblaðið. Ástæðan fyrir því að Valur varð fyr- ir valinu hjá Ellerti Jóni er að hann þekkir til hjá félaginu. „Ég þekki Þor- lák þjálfara vel, hann þjálfaði mig í öðrum flokki og þá urðum við meist- arar, ég var valinn besti leikmaður flokksins þannig að ég hef góða reynslu af honum. Svo þekki ég auðvit- að Óla Þór í markinu og Hálfdán,“ sagði Ellert Jón. Hann sagðist vonast til að klæðast Valsbúningnum strax á fimmtudaginn þegar Valur fer til Eyja. Um fram- haldið sagðist Ellert Jón ekki vita. „Ég verð hjá Val í sumar og svo sé ég til,“ sagði hann. Ellert Jón í raðir Vals

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.