Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 B 7 Stuðningsmenn FH og Vals! Fjölmennið á völlinn og náum upp alvöru bikarstemningu. Heiðar og Halli úr hljómsveitinni Botnleðju leika órafmagnað FH-lagið og mörg fleiri Bikarkeppni í 8 liða úrslitum í VISA-bikar karla mánudaginn 21. júlí kl. 19.15 á Kaplakrikavelli FH Valur Til leiks mættu 115 lið frá 26íþróttafélögum víðsvegar af landinu svo að alls voru stúlkurnar rúmlega 1.200 en í fyrra voru 90 lið. Þar fyrir utan voru fjöl- margir foreldrar, sem lifðu sig inn í leikinn og skemmtu sér hið besta. Stundum hefur brugðið við að for- eldrarnir nái ekki að hemja sig en nú stóðu þeir sig með prýði. Mótið var haldið í 20. sinn og sagði mótstjórinn Ari Skúlason það hafa heppnast vel. „Það sem hefur ein- kennt þessi mót eru gæði, hvort sem um er að ræða skipulag, skemmti- atriði eða fótboltann,“ sagði Ari í mótslok en virtist samt ekki uppgef- inn. „Þetta er fínt starf en varla hægt að segja mikil vinna því að sjálfboðaliðarnir eru allt að 60 fyrir utan dómara, svo í heildina eru um hundrað starfsmenn á mótinu. Það er auðvelt að fá fólk til þess að vinna og á næsta ári verður þetta mót 20 ára og þá enn veglegra.“ Eldhressar og einnig mjög svangar Skagastúlkur úr 5. flokki tóku hraustlega til matar síns. Þær gáfu sér samt tíma til að spjalla við blaðamann og tjáðu honum að kokkurinn væri æð- islegur. Sá heitir Haukur og er pabbi Blikastúlku en það tókst ekki að ná honum frá pottunum. Frá vinstri eru Lóa Guðrún, Svava, Dúna, Birta, Valgerður, Hulda og Heiður. Lukkudýr voru víða nauðsynlegur hluti af heildinni. Hér er 6. flokkur Vals með sitt lukkudýr, sem heitir hvað annað en Valur, en hópurinn skartaði líka stórum fána, sem stúlkurnar báru hróðugar um svæðin. Stór var fáninn og ekki hefði þurft mikinn vind til að liðið þyrfti að leggjast á eitt til að halda honum uppi. Það dugir ekkert annað en að fá íþróttadrykk með brauðinu sínu fyrir komandi átök. Hér sitja að snæðingi Helena, Jenný, Auður og Guðrún. Helena er 3 ára og hefur þegar lýst því yfir að hún ætli sér að verða fótboltakona. Fagnaðarlætin voru alveg á hreinu hjá Eyjastúlkum í 6. flokki eftir hörkuleik við Breiðablik, farið var yfir nokkur atriði. Þegar kom að því að leika sér skipti oft ekki máli úr hvaða liði maður var. Hér spreyta sig á samtakamætti fulltrúar Vals, Breiðabliks og tvær KR-stúlkur. Fremst er Villimey úr Val, svo Rebekka úr Breiðabliki og síðan Helena og Freyja úr KR. Enginn verður óbarinn biskup og heldur varla alvöru fótbolta- maður ef ekki þarf að setja stöku sinnum plástur. Thelma Rós þurfti að láta setja einn slíkan á hnéð og aðstæður voru ein- faldar, aðgerðarborðið var afgreiðsluborðið í Smáranum og doktorinn Gunnar húsvörður sem sett hefur þá nokkra á. Móðir hennar Andrea fylgist með eilítið áhyggjufull en systirin El- ísabet hafði minni áhyggjur. Þrátt fyrir mikla baráttu á vellinum þurfti ekki að biðja 6. flokk ÍBV og Hauka oft þegar farið var fram á myndatöku. Þá var hlaupið til, náð í allar í liðinu svo að engin yrði útundan, lukku- dýrið á sínum stað, athugað hvort flétturnar væru ekki í sínum skorðum og svo bara brosað sínu blíðasta. Reyndar sáu sumar ekki mikið vegna sólarinnar og aðrar voru alls ekki neitt ginn- keyptar fyrir svona umstangi. Metþátt- taka á Gull- mótinu í Kópavogi MIKIÐ var um að vera í Kópa- voginum um helgina þegar fram fór hið árlega Gullmót, sem er fjögurra daga knattspyrnuhátíð stúlkna upp að fjórtán ára aldri. Það var samt ekki bara knatt- spyrna í boði heldur skrúð- ganga, skemmtikvöld og kvöld- vaka með Birgittu Haukdal og hljómsveitinni Á móti sól. Veð- urguðirnir lögðu einnig sitt af mörkum með blíðskaparveðri enda betra að hafa allar þessar blómarósir sín megin. Stefán Stefánsson skrifar „ÉG hef farið á svona mót síðan ég var tíu ára,“ sagði Salome Kjart- ansdóttir úr KS en hún var traust í vörninni auk þess að eiga nokkur þrumuskot. Siglfirðingar unnu BÍ 5:0 og sýndu á köflum lipur tilþrif með góðum samleik en þessar stúlkur hafa æft og spilað saman frá því þær voru sjö ára og marga hildi háð. Þær æfa 5 sinnum í viku og Siglfirðingar geta verið nokkuð stoltir af stelpunum, sem voru bæn- um til sóma, en á Siglufirði búa tæplega 1.500 manns. „Flestallar stelpur á Siglufirði í mínum ár- gangi æfa með liðinu og við erum alveg ágætar. Við erum ekkert stressaðar og spilum bara eins og við gerum á æfingum. Við tökum þetta eins og hvert annað mót; við vorum síðast á móti í Borgarnesi þar sem við unnum alla okkar leiki án þess að fá á okkur mark. Við verðum ekkert sárar ef við fáum á okkur mark núna, höldum bara áfram því að við ætlum auðvitað að vinna.“ Salome slær ekki slöku við á veturna og er unglingameistari í svigi. „Æft saman síðan þær voru sjö ára“ Salome Kjartansdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.