Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 8
Scottie Pippen til Chicago SCOTTIE Pippen mun snúa aftur til Chicago Bulls, liðs- ins sem hann vann með sex NBA-meistaratitla á síðasta áratug að sögn bandarískra fjölmiðla. Segja þeir að Pippen, sem var laus allra mála hjá Portland Trail- blazers, hafi gert tveggja ára samning við liðið og fái um 780 milljónir íslenskra króna að launum. Pippen, sem er 37 ára, fór frá Chicago til Houston Rockets eftir að liðið vann meistaratitilinn 1999. Samn- ingurinn var til fimm ára en eftir eitt keppnistímabil krafðist hann þess að vera settur á sölulista. Hann fór í kjölfarið til Portland Trail- blazers og hefur verið þar síðan. Pippen átti í meiðsla- vandræðum á síðasta tíma- bili en hann skoraði 10,8 stig og gaf 4,5 stoðsending- ar að meðaltali í leik á síð- ustu leiktíð. BRASILÍUMAÐURINN Ronald- inho hefur verið seldur frá Paris St. Germain til Barcelona en í síðustu viku var talið að Manchester United væri mjög nálægt því að klófesta Ronaldinho. Francis Graille, forseti Paris St. Germain, greindi frá því að Barcelona hefði boðið hærri fjárhæð í Ronaldinho en United og þessvegna hefði hann selt Brasilím- anninn til Spánar. Ronaldinho er 23 ára sóknar- miðjumaður og var einn af lykil- leikmönnum í liði Brasilíu sem stóð uppi sem sigurvegari á heimsmeist- aramótinu í knattspyrnu í fyrra. Ronaldinho, sem er fimmti leikmað- urinn sem Barcelona kaupir í sum- ar, gerði fimm ára samning við Barcelona en liðið þarf að greiða Paris St. Germain um 2.400 millj- ónir íslenskra króna fyrir leik- manninn. Yvonne Buschbaum vann stangar-stökkskeppnina á heimavelli er hún lyfti sér yfir 4,63 metra og önnur varð Monika Pyrek, Póllandi, stökk 4,53 metra. Þórey reyndi þrisvar sinnum við Íslands- og Norðurlanda- met, 4,53, en felldi í öll skiptin. Elena Belyakova, Rússlandi, stökk sömu hæð og Þórey en notaði fleiri tilraun- ir og varð því að gera sér fjórða sæt- ið að góðu en það voru stúlkur sem tóku þátt í stangarstökkinu. Þórey Edda var sátt við að lenda í þriðja sæti en um leið var hún svekkt yfir að hafa ekki sett Íslandsmet. „Ég er mjög sátt við að hafa lent í þriðja sæti á þessu sterka móti. Ég hefði þó viljað stökkva hærra og ná að setja Íslandsmet. Ég var sorglega nálægt því að fara yfir 4,53 metra í þriðju tilraun en því miður tókst mér það ekki að þessu sinni. Vonandi tekst mér að setja Íslandsmet á Ís- landsmótinu um næstu helgi,“ sagði Þórey Edda í samtali við Morgun- blaðið í gær. Björn hafnaði í áttunda sæti af 19 keppendum en sigurvegarinn kom í mark á 3.36,60 mínútum. Björn hafði fyrr í sumar hlaupið 1.500 metrana á 3.48,53 mínútum og undirstrikar ár- angurinn nú að það var svo sannar- lega ekki nein tilviljun. Tíminn hjá Birni er fimmti besti árangur Íslend- ings í 1.500 m hlaupi frá upphafi. Bróðir Björns, Sveinn, náði sér ekki á strik í 3.000 m hlaupi á mótinu í Cuxhaven. Sveinn hafnaði í 18. sæti af 20 keppendum á 8.37,66 mínútum sem er rúmri hálfri mínútu frá Ís- landsmeti Jóns Diðrikssonar og rúmum 18 sekúndum frá besta tíma sem Sveinn hefur náð í greininni, en hann hljóp á 8.19,00 á mótinu í Cuxhaven fyrir tveimur árum. Góður árangur hjá Þóreyju Eddu ÞÓREY Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH, hafnaði í þriðja sæti, stökk 4,43 metra, á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Cuxhaven í Þýskalandi á laug- ardaginn. Þá bætti Björn Mar- geirsson, Breiðabliki, sig nærri því um eina sekúndu í 1.500 m hlaupi á sama móti, kom í mark áttundi á 3.47,61 mínútu. Morgunblaðið/Jim Smart Þórey Edda Elísdóttir náði góðum árangri á frjáls- íþróttamóti í Þýskalandi á laugardaginn. BRASILÍUMAÐURINN Rubens Barrichello, sem ekur fyrir Ferrari, fagnaði sigri í enska kappakstr- inum á Silverstonebrautinni í gær og var það fyrsti sigur Barrichellos á keppnistímabilinu. Juan Pablo Montoya, Williams-BMW, varð ann- ar og Kimi Räikkonen, McLaren, varð þriðji. Heimsmeistarinn, Michael Schumacher, sem ekur Ferrari, varð fjórði og heldur enn forystu í stigakeppni ökumanna á keppnistímabilinu. Schumacher hefur nú 69 stig til heimsmeistara- titils og Räikkonen hefur 62 stig. Þá kemur Juan Pablo Montoya, Kólumbíu með 55, Ralf Schumach- er, Þýskalandi, með 53, og Rubens Barrichello, Brasilíu, með 49 stig. AP Brasilíumaðurinn Reubens Barrichello fagnar sigrinum á Silverstone-brautinni í gær. Barrichello fagnaði á Silverstone  MARKVÖRÐURINN Hafþór Ein- arsson mun leika með KA-mönnum í 1. deildarkeppninni í handknattleik næsta keppnistímabil. Hann var í herbúðum Þórsara, sem hafa einnig misst Hörð Flóka Ólafsson mark- vörð til HK.  ELTON Brand hefur gert nýjan sex ára samning við bandaríska körfuknattleiksliðið Los Angeles Clippers, en hann var samningslaus eftir síðasta tímabil. Brand, sem leikur í stöðu framherja og hefur verið valinn í Stjörnulið NBA, skor- aði 18,5 stig og tók 11,3 fráköst að meðaltali í leik með Clippers á síð- asta tímabili.  ANTONIO Daniels leikur með Seattle SuperSonics í NBA-deild- inni næsta vetur. Daniels lék með Portland Trailblazers á síðasta tímabili en hann er 28 ára gamall bakvörður.  LANCE Armstrong tókst að halda fyrsta sætinu á Tour de France hjól- reiðamótinu í gær þegar kapparnir luku 14. leiðinni, 191,5 kílómetrum í Pýreneafjöllum. Hin nýja stjarna Alexandre Vinokourov frá Kasakst- an veitir honum harða keppni eins og þýski kappinn Jan Ullrich. Í síð- asta klifrinu í gær geystist Vinokourov fram úr Armstrong og virtist ætla að stinga hann af en meistarinn náði að minnka muninn þegar þeir héldu niður síðustu brekkurnar. Munurinn á þeim er nú aðeins 18 sekúndur en var 61 sek- únda fyrir keppnina í gær. Ullrich er annar eins og stendur, 15 sekúndum á eftir Armstrong.  ULI Höness, framkvæmdastjóri þýska meistaraliðsins Bayern München, hefur sagt að liðið verði að ná góðum árangri í Evrópukeppn- inni ef leikmenn liðsins ætli að vera áfram á góðum launum. „Ef Bayern München heldur áfram sigurgöngu sinni fá leikmenn liðsins vel borgað. Ef liðið fellur hins vegar aftur úr leik eftir fyrstu umferð í Meistara- deildinni er möguleiki á að laun leik- manna lækki um 30% til 40%,“ sagði Hönes. München sigraði í deild og bikar á síðastliðnu tímabili en liðið féll úr leik eftir fyrstu umferð í Meistaradeild Evrópu. FÓLK Reuters Ronaldinho mun leika með Barcelona næsta vetur. Ronald- inho fór til Barcelona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.