Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 1
mánudagur 21. júlí 2003 mbl.is Kjörhiti í hverju herbergi Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Úlfarsfell Á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ hefur sama ættin búið í heila öld. Freyja Jónsdóttir segir ágrip sögu húss, jarðar og íbúa sl. 100 ár. 26 // Íbúðalán Lán Íbúðalánasjóðs eru markaðsvædd og hafa verið frá stofnun sjóðsins árið 1999. Hallur Magnússon fjallar um þetta efni í pistli sínum um sjóðinn. 26 // Karlaþvagskál Þvagskálar fyrir karla er umfjöllunarefni Sigurðar Grétars Guðmundssonar í pistli hans, en þýskt fyrirtæki m.a. framleiðir slík- ar skálar. 46 // Múrklæðning Klæðning húsa er mikið mál fyrir húseig- endur. Rætt er við Gísla Kr. Björnsson um Sto-múrkerfi sem verið hefur á markaðinum frá 1978. 47                                      !" # # $ # % " " # $ " # % ! " # #    &'() ( )  " * +,-  . )/ 0 * 1 2--  3 (4 " 3 (4 !( ' 3 (4 " 3 (4 56 7 7  7 778 5 5   7 75    !    7 9 9  555 755 7555 55 555 55 " " # $ % $ "  # & '       7877 5 78 7 (   " ( (    (   8 76 FRAMKVÆMDIR eru nú í fullum gangi við gerð 9 holu golfvallar í Leirdal í Kópavogi. „Gert er ráð fyrir að unnt verði að taka völlinn í notkun árið 2005–2006, þetta er lokaáfangi við gerð 27 holu golfvallar í landi Vífilsstaða og Leir- dals í samvinnu beggja sveitarfélaganna, Garða- bæjar og Kópavogs,“ sagði Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogsbæjar. „Framkvæmdir þessar eru í náinni samvinnu við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, GKG, sem stofnaður var árið 1994 er Golfklúbbur Garða- bæjar og Golfklúbbur Kópavogs sameinuðust. Að framkvæmdum loknum mun GKG fá þessa sein- ustu stækkun vallarins afhenta og mun sjá um all- an rekstur. Reynslan sýnir að mikil þörf er á þessari stækk- un en fjöldi félaga GKG er um 1.100 manns en með tilkomu stækkunarinnar í Leirdal verður unnt að fjölga félögum um 400. Gefur möguleika á að leika 18 holur á þrjá mismunandi vegu Við stofnun GKG var völlurinn 9 holu en strax árið 1996 voru leiknar 18 holur á vellinum. Það var þó ekki fyrr en á seinasta ári sem núverandi 18 holu völlur í Vífilsstaðalandi var kominn í end- anlegt horf samkvæmt upphaflegum teikningum. Frá upphafi samstarfs sveitarfélaganna var gert ráð fyrir að stækka núverandi 18 holu völl í aust- urátt með því að gera 9 holur til viðbótar í Leirdal þannig að GKG yrði með 27 holu golfvöll. Það gef- ur möguleika á að leika 18 holur á þrjá mismun- andi vegu, en samtímis verður möguleiki á 9 holu hring á „alvöru“ golfvelli. Golfvallarsvæðið í Vílfilsstaðalandi og Leirdal liggur afskaplega vel við byggð á svæðinu. Nýr 9 holu golfvöllur í Kópavogi Unnið við hinn nýja golfvöll í Leirdal. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.