Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 196. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Jafnt flæði umferðar Mislæg gatnamót með hring- torgi á Reykjanesbraut | 16 Gömul lög fá nýtt líf í nýjum búningi | Fólk 45 Hollt að spila undir álagi Gítarleikari vinnur til verðlauna í alþjóðlegri keppni | Listir 22 Brúnaljósin og Brúðarskórnir ÁSTÞÓR Skúlason fór um helgina aftur heim til sín á Melanes á Rauðasandi eftir fimm mánaða endurhæfingu á Grensásdeild í Reykjavík. Hann lamaðist fyrir neðan mitti þegar bíll hans fór fram af háum fjallvegi í Bjarngötudal í febrúar sl. Það varð honum til lífs að lenda á stórum steinhnullungi svo höfuðið vísaði niður og blóðið frá innvortis meiðslum rann upp úr honum. Í samtali við Morgunblaðið segist Ástþór ætla að reyna allt til að geta haldið áfram búskap. Það séu forréttindi að geta lifað af því. Þó enginn ger- ist bóndi til að verða ríkur þá séu þeir ríkir af svo mörgu öðru en fjármagni. Hann þarf að yfirstíga margar hindranir í þessari viðleitni sinni; fjármagna breytingar á hí- býlum og útihúsum, komast reglulega til læknis og viðhalda líkamlegum styrk og síðast en ekki síst halda viljanum og lífsþróttinum gangandi. „Þar sem ég fór ekki í vetur þá vil ég meina að mér sé eitthvað ætlað og ég eigi ýmsu ólokið,“ segir Ástþór og minnir á að hlutunum verði ekki breytt úr því sem komið er. Það verði að gera það besta úr því sem eftir er. Í návist við stórbrotna náttúru og iðandi dýra- líf fær hann líka lífsþróttinn. Á Rauðasandi ætlar hann að vera þótt fjölskyldan verði að bregða búi. Komi til þess verður hann að horfa á aðra möguleika til tekjuöflunar. Hann getur hugsað sér að auka við menntun sína með hjálp tölv- unnar, stunda smíðar í járn og tré eða nýta sér vaxandi ferðamannastraum. Að auki hefur hann ánægju af því að teikna og mála. „Ég hef margt að lifa fyrir þó ég sé lamaður. Það þarf enginn að gefa upp alla von þó hann lamist,“ segir Ástþór Skúlason. Morgunblaðið/Björgvin Ástþór Skúlason kominn heim á Rauðasand „Hef margt að lifa fyrir“  Aðlögun/24 BRESKI dómarinn sem stjórnar rannsókn- inni á dauða vopnasérfræðingsins dr. Davids Kellys lýsti því yfir í gær að hann legði áherslu á að hraða rannsókninni. Dómaranum, Hutton lávarði, hefur verið falið að rannsaka sjálfsvíg Kellys, sem sagður er hafa verið aðalheimild- armaður breska ríkisútvarpsins, BBC, fyrir umdeildri frétt þess efnis að bresk stjórnvöld hefðu ýkt gögn um vopnaeign Íraka í þeim til- gangi að réttlæta herförina til Íraks. „Það er ætlun mín að hraða rannsókninni og skila skýrslu um hana eins fljótt og auðið er. Það er ennfremur ætlun mín að rannsóknin verði að mestu gerð fyrir opnum tjöldum,“ sagði Hutton, en nefndi ekki hvenær rann- sóknin myndi hefjast. Hann tók einnig fram, að stjórnvöld hefðu farið fram á að rannsóknin yrði gerð „án tafar“, og heitið fullri samvinnu. Hutton sagðist sjálfur myndu ráða því hversu víðtæk rannsóknin yrði, en þess hefur verið krafist að hún nái einnig til meðferðar stjórnvalda á leyniþjónustuupplýsingum í að- draganda stríðsins. Þannig sagði Oliver Let- win, þingmaður Íhaldsflokksins, að rannsókn Huttons ætti að ná til þess, hvort stjórnvöld hefðu ýkt ógnina er stafaði af vopnaeign Íraka. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að hann myndi sjálfur veita upp- lýsingar vegna rannsóknarinnar. Búist er við að bæði embættismenn stjórnarinnar og fulltrúar BBC verði yfirheyrðir. Rannsóknin muni beinast að tveim lykilatriðum, þ.e., hvers vegna nafn dr. Kellys var nefnt opinberlega og hvað hann sagði er hann talaði við fréttamenn BBC um vopnaeign Íraka. Lík Kellys fannst skammt frá heimili hans í síðustu viku, þrem dögum eftir að hann svar- aði spurningum þingnefndar um fund sinn með fréttamanni BBC. Hafa stjórnmálamenn sakað BBC um að hafa farið rangt með þær upplýsingar sem Kelly gaf á þeim fundi. Rannsókn á dauða Davids Kellys verður hraðað London. AFP.  Breskir fjölmiðlar/14 Verður „að mestu fyrir opnum tjöldum“ GÍFURLEG sprengikúlnahríð dundi á Monróvíu, höfuðborg Afríkuríkisins Líberíu, í gær og varð rúmlega níutíu manns að bana. Standa bardagar á milli uppreisnarmanna og stjórnar- hersins. Lentu kúlur á tveim bandarískum sendiráðsbústöð- um og í íbúðahverfum. Grátandi fólk raðaði blóðug- um og limlestum líkum fyrir ut- an bandaríska sendiráðið og krafðist svara við því hvers vegna Bandaríkjastjórn hefði ekki þegar sent herlið til að binda enda á átökin sem staðið hafa í landinu í rúman áratug. Líbería var stofnuð af banda- rískum þrælum sem hlotið höfðu frelsi. Rúmlega 360 manns særðust í átökunum í gær, sem virðast hafa verið þau hörðustu á einum degi í þrem tilraunum uppreisn- armanna á undanförnum tveim mánuðum til að taka höfuðborg- ina á sitt vald. Bandarískar her- þyrlur lentu með landgönguliða við sendiráðið til að vernda það og flytja á brott nokkra erlenda ríkisborgara. Tilkynnt var í Washington að 4.500 sjó- og landgönguliðar til viðbótar hefðu fengið fyrirskip- anir um að koma sér fyrir í ná- grenni Líberíu og vera reiðu- búnir að halda inn í landið. Leituðu skjóls í bandaríska sendiráðinu Líkin sem dregin voru að bandaríska sendiráðinu voru af óbreyttum borgurum sem leitað höfðu skjóls í bandarískum sendiráðsbústað sem varð fyrir sprengikúlum. Moses Smith, 32 ára Líberíu- maður, sagði að þörf væri á fleiri bandarískum hermönnum en þeim sem væru að gæta bandarískra eigna í borginni. „Við þurfum á að halda her- mönnum sem geta gefið okkur tilfinningu fyrir því að friður sé raunverulega innan seilingar,“ sagði Smith. AP Líkin sem safnað var saman fyrir framan bandaríska sendiráðið. Rúmlega 90 féllu í Líberíu Monróvíu. AP. ROBERTSON lávarður, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri NATO í lok ársins, kemur til Íslands í kveðjuheimsókn á mánudag í næstu viku. Ekki liggur enn fyrir endanleg dag- skrá heimsóknar Robertsons þar sem í gær lá ekki ljóst fyrir hversu lengi hann myndi dvelja á Íslandi. Líklegt er að hann komi að morgni mánudags- ins og haldi aftur af landi brott síðdeg- is sama dag. Þó liggur fyrir að Robertson mun eiga viðræður við Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra. Á þeim fund- um er gert ráð fyrir að hann ræði stöðu bandalagsins og hvernig hann sjái fram- tíð þess fyrir sér. Sam- kvæmt heim- ildum Morgunblaðsins má búast við að sú staða sem nú er uppi í varn- armálum Íslands verði einnig rædd á fundum ráðherra með Robertson lá- varði. Í frétt í bandaríska blaðinu The Washington Post í gær kemur fram að í höfuðstöðvum NATO í Brussel fylgj- ast menn grannt með gangi viðræðna Íslendinga og Bandaríkjanna um framtíð varnarliðsins. Er haft eftir heimildarmanni hjá NATO að Robert- son hafi hringt til Washington eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu íslenskum stjórnvöldum skömmu fyrir kosning- ar að til stæði að flytja herþotur varn- arliðsins frá Keflavík strax í júní. „Í guðanna bænum, þetta er ekki rétti tíminn til að gera svona lagað,“ er haft eftir Robertson í símtalinu. Í kjölfarið hafi verið ákveðið að fresta því að kalla þoturnar heim frá Íslandi. Robertson tilkynnti í ársbyrjun að hann myndi láta af störfum í desem- ber á þessu ári. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins árið 1999 af Javier Sol- ana en þar áður hafði hann gegnt embætti varnarmálaráðherra Bret- lands. Ekki hefur enn verið tekin ákvörð- un um hver verður eftirmaður Ro- bertsons. Framkvæmdastjóri NATO í kveðjuheimsókn til Íslands í næstu viku George Robertson Rætt um stöðu varnarmála Utanríkisráðherrar Evr- ópusambandsins (ESB) kváðust í gær hafa „síaukn- ar áhyggjur“ af kjarnorku- áætlun Írana og vöruðu stjórnvöld í Teheran við því að tengsl sambandsins og Írans yrðu endurskoðuð ef írönsk stjórnvöld veittu kjarnorkueftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna (IA- EA) ekki fyllstu samvinnu. Í yfirlýsingu ráðherranna er þess krafist að Íranar leyfi eftirlit með kjarnorku- vinnslustöðvum í landinu. ESB aðvar- ar Írana Brussel. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.