Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bands fatlaðra á árun- um 1984 til 1996 og starfaði mikið með fötl- uðu íþróttafólki. Hann tók einnig þátt í ýms- um félagsstörfum, sat m.a. í stjórn Heimdall- ar, í stjórn Sunddeildar KR og Sundsambands Íslands. Þá sat hann í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og var for- maður þess í tvö ár og hann var aðalmaður í stjórn Húsnæðisstofn- unar ríkisins árin 1970 til 1974 og síðan varamaður til 1986. Ólafur var í stjórn Norræna bygg- ingardagsins og var um tíma um- dæmisstjóri Kiwanishreyfingarinn- ar á Íslandi. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er María Halldóra Guðmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. ÓLAFUR Jensson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Bygg- ingaþjónustunnar í Reykjavík, er látinn. Ólafur var fæddur í Reykjavík 8. septem- ber 1934. Foreldrar Ólafs voru Elín María Gunnars- dóttir húsmóðir og Jens Guðjónsson bifvéla- virki. Ólafur lauk prófi í vélvirkjun frá Iðnskól- anum í Reykjavík árið 1954. Starfaði hann síð- an hjá Vélsmiðjunni Steðja, Vélsmiðjunni Sindra og Reykjavíkurborg. Hann var fulltrúi byggingaþjónustu Arkitektafélags Íslands árin 1959 til 1973. Árin 1973 til 1978 rak hann eigið fyrirtæki. Síð- ar var hann framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunnar. Ólafur var formaður Íþróttasam- Andlát ÓLAFUR JENSSON VÍÐA um land var þessi dagur kall- aður besti dagur sumarsins en þar sem við vorum staddir um þrjá kíló- metra úti á Haffirði og horfðum á svellandi brimöldur ólmast við land fannst okkur þessi titill út í hött. Við höfðum róið næstum sleitulaust í tæplega þrjá klukkutíma og miðað við GPS-tækið var enn tveggja tíma róður á áfangastað. Einn leiðang- ursmanna var orðinn þreklítill og því ljóst að við yrðum að finna lending- arstað fljótlega. En brimið virtist engin grið gefa. Við vorum þrír sem lögðum upp frá Borgarnesi að kvöldi mánudags- ins 14. júlí og stefndum á Búðir. Með mér voru Ari Vésteinsson og Ás- björn Sigurðarson. Leiðin sem beið okkar var ríflega 100 kílómetra löng ef allt er talið með, út Borgarfjörð, vestur fyrir Mýrar og loks meðfram sandströndum Snæfellsness. Ég hafði róið talsvert við Mýrarnar og þekkti svæðið því vel en vissi lítið hvað beið okkar þegar komið yrði vestur fyrir, fyrir utan það sem lesa má úr landakortum. Það olli mér þó litlum áhyggjum enda var veð- urspáin með fágætum góð og leið- angurinn vel skipaður. Óvænt búseta í eyðieyju Ströndin undan Mýrunum er sannkallað draumaland kaj- akræðara. Þar eru ótal vogar, eyjar, sker, tangar og nes. Fuglar eru þar í tugþúsundatali og selir svamla ófeimnir um. Fyrir utan er vitinn á Þormóðsskeri og þar undan skerin sem franska rannsóknarskipið Pour- qoui pas? steytti á í september árið 1936. Fleiri skip hafa farist þar fyrir utan í gegnum aldirnar en engir kaj- akar svo vitað sé. Þeir rista heldur ekki nema nokkra sentimetra og því hæpið að þeir brotni í spón við að steyta á skeri, a.m.k. ekki í þvílíkri blíðu og við hrepptum flesta daga. Á öðrum degi tókum við stefnuna að Hvalseyjum sem við töldum víst að væru í eyði en annað kom í ljós. Þar býr nefnilega Hvalseyjarjarlinn Guðmundur Helgason næstum árið um kring og heldur þar myndarbú þaðan sem hann gerir út á grásleppu og fleira sjávarfang. Miðvikudagurinn 16. júlí átti, samkvæmt fregnum úr Reykjavík, að verða besti dagur sumarsins. Við rerum út á flóðinu klukkan 10 og hugðumst hitta þá Birki Marteins- son og Richard Yeo við Akraós klukkustund síðar en þar sem við höfðum ekki kveðið skýrt á um fund- arstað bar fundum okkar ekki sam- an fyrr en um klukkan 15. Þá var komin býsna sterk hafgola sem ágerðist eftir því sem leið á daginn. Eftir stuttan róður fyrir Hítarnes datt stýrið af bátnum sem Birkir hafði tekið á leigu og eftir tvær mis- heppnaðar viðgerðartilraunir ákvað hann að sigla í land en hitta okkur seinna um kvöldið, sem reyndar gekk ekki eftir. Þrátt fyrir að okkur sýndist brimið við fjörur Haffjarðar óárennilegt ákváðum við halda áfram og freista þess að sigla inn í Kaldárós þar sem við töldum að sjórinn væri stilltari, ef ekki kæmi til greina að halda áfram eða jafnvel snúa við. Þegar komið var að ósnum sáum við að þessi leið var gjör- samlega ófær. Töluverðan spöl frá ströndunni brotnuðu brimskaflarnir með látum og afar hæpið að við gæt- um siglt þar klakklaust í gegn. Myndi einhverjum hvolfa yrði erfitt að koma honum aftur um borð og óvíst hvort hann kæmist af sjálfs- dáðum í land. Við ákváðum að halda áfram í talsverðri brælu, óvissir um hvar eða hvenær við næðum landi. Þetta ástand hlaut að koma verst við Ara og Ásbjörn sem voru með öllu óvanir róðri við þessar aðstæður. Stefnan var tekin á Syðra- Skógarnes en við skimuðum þó í sí- fellu eftir hentugri lendingarstað með ströndinni. Við Suðurey mynd- uðu sker gat í brimvegginn og við notuðum tækifærið til að smeygja okkur inn fyrir. Ásbjörn og Ari fóru heldur vestar en við Richard og margoft hurfu þeir sjónum okkar of- an í öldudali en skaut sem betur fer jafnharðan upp aftur. Þung undir- aldan bar okkur hratt að landi og þar sem aldan mætti straumnum við ósinn var engu líkara en sjórinn væri bullsjóðandi. Eftir því sem ströndin nálgaðist jókst öldurótið. Ásbjörn varð fyrstur til að velta þegar alda brotnaði óvænt á vinstri hönd og ör- skömmu síðar missti Richard jafn- vægið rétt áður en hann náði landi. Báðum tókst þó að brölta í land með bátana í eftirdragi og varð ekki meint af volkinu. Allir vorum við blautir, ýmist eftir veltur eða sjáv- argusur. Við vorum fljótir að ná okk- ur eftir að við komumst í þurr föt og höfðum hesthúsað óvenju stóra skammta af grillkjöti. Um svipað leyti var sjórinn orðinn því sem næst sléttur og ekkert sást til hættulegra brimaldna. Næstu dagar voru heldur við- burðalitlir miðað við besta dag sum- arsins. Snæfellsjökull skartaði sínu fegursta og togaði okkur sífellt nær og gylltar sandstrendur freistuðu okkur til sjóbaða. Að Búðum komum við í svellandi hita um kaffileytið á föstudag, sólbakaðir í andliti og á handarbökum, reynslunni ríkari. Brimskaflar á besta degi sumarsins Morgunblaðið/RP Kajakarnir voru dregnir í land og komið fyrir upp í fjöru þar sem flóðið náði ekki til þeirra. Árarnar voru reistar upp til að fæla kríur frá árásum. Ljósmynd/ÁS Oftast var brimið meinleysislegt og gnæfði ekki ógnvekjandi yfir kajakana heldur var kjörið til æfinga. Ljósmynd/RY Snæfellsjökullinn blasti við á hverjum degi og auðvitað kom aldrei til greina að sigla frá Búðum að Borgarnesi. Undan Mýrunum er kjörlendi kajakræðara og örugg lending ætíð innan seilingar. Vestar eru sandstrendurnar nánast óendanlegar en þegar brimið rís marga metra til himins er ekki árennilegt að reyna að sigla þar í land eins og Rúnar Pálmason komst að við fjórða mann. runarp@mbl.is HALLDÓR Ásgríms- son utanríkisráðherra hefur sett reglugerð um forval og skilgrein- ingu íslenskra fyrir- tækja vegna útboðs á fraktflutningum fyrir varnarliðið milli Ís- lands og Bandaríkj- anna. Þar er kveðið á um að „ís- lensk skipafélög“ skuli „teljast skip, sem eru undir yfirstjórn og yfirráðum íslenskra skipafélaga. Í því felst að íslensk skipafélög skulu hafa húsbóndavald yfir áhöfn skipanna og ráðningarsam- band við áhöfn þess.“ Aukinn kostnaður fyrir Atlantsskip Atlantsskip eru núverandi hand- hafi samningsins. Stefán Kjærne- sted, framkvæmdastjóri Atlants- skipa, segir að þessar breyttu reglur geri það að verkum að fé- lagið geti ekki lengur leigt skip með áhöfn hljóti það samninginn. „Þetta hefur því í för með sér auk- inn kostnað fyrir okkur,“ segir hann. Stefán segir að eins og staðan sé núna hafi Atlantsskip ekki áhöfn á launaskrá. „Hingað til höfum við verið með skipin á tímaleigu. Við munum hins vegar að sjálfsögðu uppfylla þessi skilyrði og bjóða í samninginn,“ segir hann, „en okk- ur þykir afar einkennilegt að það er sífellt verið að breyta þessum reglum, sem er afar bagalegt. Lög og reglur þurfa að vera skýrar og maður spyr sjálfan sig hverju þessar breytingar sæti.“ Umsóknum vegna forvalsins skal skilað til utanríkisráðuneyt- isins fyrir kl. 16 á föstudaginn. Þeim félögum einum sem falla undir fyrrnefnda skilgreiningu er heimilað að bjóða í hinn íslenska hluta útboðsins. Einnig þurfa þau að vera skráð á Íslandi og starf- rækja höfuðstöðvar sínar hér á landi, vera landfræðilega staðsett á Íslandi og lúta íslenskri lögsögu, auk þess sem fyrirsvarsmenn og lykilstarfsfólk fyrirtækjanna skulu vera búsett á Íslandi. Breyttar reglur um flutninga fyrir varnarliðið GÍSLI Sigurðsson flug- vélasmiður er látinn, áttatíu og fjögurra ára að aldri. Gísli fæddist þann 26. janúar 1919 og ólst upp á Hraunsási í Hálsasveit í Borgar- firði. Gísli helgaði líf sitt snemma fluginu. Hann lærði svifflugusmíði í Þýskalandi og Svíþjóð eftir seinni heimsstyrj- öld og var eini lærði svifflugusmiðurinn á Ís- landi, en réttindin fékk hann með ráðherra- bréfi. Gísli tók einnig C próf í svifflugi árið 1955. Gísli starfaði fyrir Svifflugfélag Ís- lands frá 1941 til 1980, sat í stjórn félagsins 1949 til 1978 og var gerður heiðursfélagi 1963. Gísli starfaði á trésmíðaverkstæði Flugmálastjórnar frá 1980 til 1988. Síðustu fimmtán árin starfaði Gísli fyrir Flug- sögufélagið við að gera upp gamlar flugvélar og vann fram á síðasta dag. Meðal þeirra véla sem Gísli gerði upp á sínum ferli var Klemm- inn svokallaði, mótorvél sem þýskur sviffluguleiðangur kom með til Íslands rétt fyrir seinna stríð. Gísli var ókvæntur og barnlaus. Andlát GÍSLI SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.