Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ STOFNANIR og fyrirtæki Reykj- víkurborgar virðast í mörgum tilvik- um ekki hafa farið eftir innkaupa- reglum borgarinnar við innkaup og verklegar framkvæmdir á árunum 2000 og 2001, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarendurskoðunar um frávik frá innkaupareglum á þessum árum sem athugun stofnunarinnar náði til. Fram kemur í niðurstöðukafla skýrslunnar að Borgarendurskoðun gerði sambærilega athugun á árinu 1994 fyrir Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar á frávikum frá inn- kaupareglum á árinu 1993. Síðan segir: „Enda þótt nýjar innkaupa- reglur hafi verið samþykktar í fram- haldi af þeirri athugun á árinu 1995 er erfitt að greina umtalsverðar framfarir og meiri fylgni við reglur á árinu 2000 og 2001 miðað við það sem úttektin 1993 leiddi í ljós.“ Töldu að milliganga Inn- kaupastofnunar ætti ekki við Fram kemur í skýrslunni að fjöl- mörg dæmi hafi komið fram við at- hugun Borgarendurskoðunar þar sem borgarfyrirtæki og borgarstofn- anir hafi talið að milliganga eða lið- sinni Innkaupastofnunar hafi ekki átt við í einstökum innkaupum, eða sérstakar ástæður hafi hamlað út- boði eða verðkönnun, enda þótt við- skiptin hafi fallið innan innkaupa- reglna. Einnig var borið við tímaskorti, óvissu um umfang eða fjárhæð viðskipta o.fl. í svörum sem Borgarendurskoðun bárust þegar athugunin fór fram. „Innkaupastofnun virðist að nokkru leyti hafa brugðist hlutverki sínu við kynningu á innkaupareglun- um og markaðssetningu þjónustu sinnar, en sú athugasemd var líka sett fram í kjölfar úttektarinnar frá 1993,“ segir í niðurstöðum skýrsl- unnar. Þar kemur einnig fram að í úttekt- inni sem gerð var 1994 hafi komið fram að brýnt væri að taka upp eins konar tilvísanakerfi fyrir öll sam- skipti stofnana við Innkaupastofnun og allar afgreiðslur stofnunarinnar fái tiltekið númer í pantana- og af- greiðslukerfi hennar. „Því miður hefur slíku áreiðanlegu og aðgengi- legu skráningarkerfi afgreiðslumála ekki enn verið komið á fót hjá stofn- uninni, sem er afar gagnrýnivert. Sú staðreynd rýrir mjög ábyggileika þeirrar athugunar sem Borgarend- urskoðun hefur gert á innkaupafrá- vikum á árunum 2000 og 2001. For- stöðumenn stofnana fullyrtu að fjölmörg þeirra innkaupadæma, sem spurt var um, hafi í raun farið fram fyrir tilstilli ISR [Innkaupastofnun- ar Reykjavíkurborgar] eða með vit- und stjórnar stofnunarinnar. Nauð- synlegt er að ISR og borgarbókhald vinni saman að innleiðingu áreiðan- legs tilvísanakerfis við innkaup,“ segr í skýrslu Borgarendurskoðun- ar. Samkvæmt reglum Reykjavíkur- borgar um innkaup frá árinu 1995 skal þeirri meginreglu fylgt í starf- semi Innkaupastofnunar að bjóða út, í opnum útboðum eða samkvæmt forvali, kaup á vörum og þjónustu, svo og verklegum framkvæmdum. Ef ekki eru fyrir hendi aðstæður til útboðs skal að mati stjórnar samið við viðskiptaaðila til að tryggja magn, verð, vörugæði o.fl. Ber inn- kaupastofnun að annast öll vörukaup allra borgarstofnana á innlendum markaði ef verðmæti þeirra er yfir 500 þúsund krónur. Í skýrslu Borgarendurskoðunar segir að engar undanþágur séu í reglunum um tegundir innkaupa, at- vik eða aðstæður, sem gefi forstöðu- mönnum leyfi til innkaupa án milli- göngu Innkaupastofnunar eða samþykkis stjórnar. „Forstöðu- mönnunum bar að hlíta reglunum,“ segir þar. Skýringar af skornum skammti í sumum tilvikum Athugun Borgarendurskoðunar á frávikum frá innkaupareglunum fólst m.a. í að farið var yfir bókhald 12 stofnana og fyrirtækja borgarinn- ar fyrir árin 2000 og 2001. Spurn- ingalistar voru síðan sendir til for- stöðumanna stofnana og fyrirtækja þar sem óskað var skýringa. „Svörin voru nokkuð misjöfn að gæðum, inn- taki og framsetningu. Í sumum til- vikum var ásættanleg umfjöllun um málið, en í öðrum voru skýringar af afar skornum skammti. Þar sem ljóst var að farið hafði verið á svig við innkaupareglur voru yfirleitt ekki færð sérstök efnisleg rök fyrir því að svo hefði verið gert, heldur t.d. vísað til venju, þekkingarskorts varðandi reglur og erfiðleika í framkvæmd eða þá að tilraunum til rökstuðnings var alveg sleppt. Til að mynda var í mörgum tilvikum eingöngu endur- teknar fyrirliggjandi upplýsingar um það hvað hafði verið keypt, án nokkurra tilrauna til skýringa eða framsetningu málsbóta. Viðmót svarenda var einnig mis- jafnt. Einn svarenda mótmælti vinnubrögðum Borgarendurskoðun- ar, þar sem 14 af 48 innkaupadæm- um, sem um var spurt, höfðu í raun farið fram fyrir tilstilli ISR eða með vitund stjórnar. Í svari forstöðu- manns þeirrar stofnunar kemur m.a. fram eftirfarandi: „Eðlilegt verður einnig að telja að ISR hefði kannað grundvöll þessar- ar fyrirspurnar betur innan [stofn- unarinnar], heldur en virðist hafa verið gert.“ Í svari annars fyrirtækis má glöggt greina önuglyndi í garð spyrj- enda,“ segir í skýrslu Borgarendur- skoðunar. Í skýrslunni er m.a. fjallað um svör fjögurra borgarstofnana, Borg- arskipulags, Borgarverkfræðings- embættisins, Gatnamálastjóra og Reykjavíkurhafnar, varðandi aðferð- ir við val á hönnuðum og sérfræð- ingum við skipulag og verklegar framkvæmdir, sem sagðar eru að nokkru leyti fara fram skv. hefð. Vitnað er í minnisblað frá Borgar- skipulagi þar sem lýst er aðferðum, sem notaðar eru við val á hönnuðum og sérfræðingum við skipulagsvinnu, en þar segir að í mörgum tilvikum hafi aðferðir ásamt ákvörðunum verðið lagðar fram í borgarráði en ekki virðist hafa komið til álita að óska milligöngu Innkaupastofnunar. Borgarendurskoðun segir af þessu tilefni að augljóst virðist að aðferðir Borgarskipulags við val á sérfræð- ingum og verktökum séu ekki í sam- ræmi við samþykktir Innkaupa- stofnunar. Þá breyti engu í þessu sambandi þó svo umrædd verk hafi verið kynnt í borgarráði. Bent er á að Reykjavíkurhöfn nefni mörg tilvik um kaup á þjónustu sérfræðinga og verktaka, þar sem ekki virðist hafa verið leitað liðsinnis Innkaupastofnunar. „Ástæðna er yf- irleitt ekki getið að öðru leyti en því, að ráða má af nokkrum svörum að viðeigandi og nauðsynlega sérfræði- þekkingu á verkunum sé einungis að finnan innan hafnarinnar. Jafnframt er því haldið fram í svörum Reykja- víkurhafnar að „útboð eigi ekki við“ þegar kaupa þarf þjónustu af nokkr- um sérfræðingum eða verktökum, svo sem kafara, sérhæfðri vélsmiðju og við skipulagsvinnu og kortagerð. Í svari hafnarinnar er oftsinnis minnst á „útboðsverk“, en þá virðist vera um útboð að ræða sem hafi farið fram án milligöngu stjórnar ISR. Engum blöðum er um það að fletta, að áliti Borgarendurskoðunar, að alvarlegur misskilningur og/eða boðskiptavandi hefur verið fyrir hendi að því er varðar kaup á sér- fræðiþjónustu og verktakaþjónustu hjá ofangreindum fjórum stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, enda eru ákvæðin um innkaup skýr í gr. 6.1, 6.2 og 6.4 í samþykktum ISR. Hvort vandinn hafi legið hjá ISR eða hjá viðkomandi forstöðumönnum skal ósagt látið, nema hvort tveggja sé, en brýnt er að á málinu verið tek- ið, reglur áréttaðar og ásættanlegt verklag fest í sessi með skriflegum hætti, í samræmi við innkauparegl- ur, ef framangreint verklag við- gengst enn,“ segir í skýrslunni. Skýrsla Borgarendurskoðunar um frávik frá innkaupareglum borgarinnar á árunum 2000 og 2001 Reglurnar virðast sniðgengnar í mörgum tilvikum NEFND eru fjölmörg dæmi í skýrslu Borgarendurskoðunar um inn- kaup borgarstofnana og borgarfyrirtækja án milligöngu eða liðsinnis Innkaupastofnunar. Hér eru nokkur dæmi úr skýrslunni: Félagsþjónustan: Kjötvörur fyrir framleiðslueldhús Félagsþjónust- unnar voru ekki keyptar að undangengnu útboði. Fræðslumál: Innkaup grunnskóla Reykjavíkur á matvörum til skóla- dagvistar, mötuneyta og kennslueldhúsa fara sjálfstætt fram hjá hverjum og einum skóla, án tilrauna til samræmingar og miðstýr- ingar, að því er virðist. Leikskólar Reykjavíkur: Almenningstengslafyrirtæki var ráðið í samráði við yfirmenn í Ráðhúsi til að bæta ímynd LR gagnvart fjöl- miðlum og almenningi. Ekki talið gerlegt að bjóða verkið út, þar sem ekki var fyrirfram vitað um umfang þess. Í svörum leikskólanna fólst einnig, skv. skýrslunni, að innkaup væru gerð hjá 75 leikskólum, hverjum og einum, og því væri ekki unnt að sjá fyrir magn viðskipta innan ársins. Þetta ætti við um innkaup á mat, leikföngum, skólvörum o.fl. „Möguleikar á samræmingu og mið- stýringu innkaupanna virðast ekki hafa verið kannaðir,“ segir í skýrslunni. Menningarmál: Vinna við hönnun sýningar var ekki boðin út þar sem í því tilviki var talið mikilvægara að fá hæfan aðila til að annast það vandasama verkefni. Tíminn var naumur. Verkið vatt uppá sig og varð umfangsmeira og kostnaðarsamara en upphaflega var gert ráð fyrir, að því er fram kemur í skýrslunni. Innkaup án liðsinnis Innkaupastofnunar 75 leikskólar annast hver fyrir sig kaup á mat, leikföngum og skólavörum ERLING Ingvason, tannlæknir á Akureyri og annar tveggja leigu- taka Litluár í Kelduhverfi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði veitt gríðarlega stóran lax á Brúarflúð í Laxá í Aðaldal sl. sunnudag. „Þetta var 110 cm löng hrygna og mér var sagt að skrá hana 13 kg eða 26 pund. Hvort það er rétt þyngd eða ekki skal ég ekki segja, en þumalputtareglan kveður svo á og þetta var hrikalegur fiskur,“ sagði Erling. Erling sleppti laxinum, sagði það fráleitt að drepa svo stóra hrygnu. „Bændurnir á Nesveiðun- um sögðu við mig að þeir hlökkuðu til haustsins þegar þeir fréttu af hrygnunni, því ef hrygnurnar væru svona stórar væru stærstu hæng- arnir um og yfir 30 pundin. Það hef- ur enginn slíkur fiskur veiðst enn sem komið er, en menn hafa séð gríðarleg tröll, t.d. var einn reistur á flugu í Stórafossi fyrir skömmu sem var talinn vel yfir 30 pundum,“ bætti Erling við. Þess má geta, að laxinn veiddi hann á Hairy Mary einkrækju númer 6, veidd með gáruhnúti. Miklar göngur í Langá Ingvi Hrafn, leigutaki í Langá, sagði göngur í ána hafa verið með ólíkindum það sem af væri og sér- staklega athyglisvert hvað laxinn væri duglegur að ganga hratt miðað við hita og vatnsleysið sem hrjáir nú Langá sem aðrar ár, en lengi framan af naut áin vatnsmiðlunar. Hún þarf nú á regni að halda eins og aðrar ár. „Það eru komnir 550 laxar um teljar- ann í Sveðjufossi, sem sagt inn á Fjall. Það er hundrað löxum meira en allt síðasta sumar og þótti þá gott. Þá eru komnir um 450 laxar á land og besti dagurinn var 9. júlí, þá var 34 löxum landað og auk þess settu menn í og misstu nærri 50 laxa til viðbótar,“ sagði Ingvi ennfremur. Fjórir í einu kasti Þórarinn Sveinsson, læknir, lenti í sérkennilegu atviki er hann var að kasta flugu á Breiðunni í Langá á dögunum. Mikið var af laxi að hoppa og skoppa allt í kring. Skyndilega greip lax míkrótúpuna hjá Þórarni, en var laus fljótlega. Lá þá flugan í vatninu andartak og sveif þá annar lax á agnið, strikaði út í á og hristi sig af. Lá þá flugan enn í vatninu nokkur augnablik meðan veiðimaðurinn náði áttum og réðst þá þriðji laxinn á fluguna, stökk og var af! Við það að flugan losnaði enn einu sinni úr laxakjafti nýtti fjórði laxinn sér það til fulln- ustu, tók og nú sat öngullinn loks vel og Þórarinn landaði laxinum. Það kom ekki að sök fyrir laxinn, því Þórarinn var í gjafmildu skapi og gaf fiskinum líf. Taldi læknirinn að hann hefði ekki áður lent í því eða heyrt um það að menn hefðu sett í fjóra laxa í einu og sama kast- inu. Vesturdalsá byrjar vel Ekki byrjar veiðiskapur í Vest- urdalsá síður en í stóránum í ná- grenni hennar. Að sögn Lárusar Gunnsteinssonar, eins leigutaka ár- innar, eru nú komnir um 40 laxar á land og eru það nánast allt stórfisk- ar, 10 til 16 punda. „Hann Valur Guðmundsson, bóndi í Fremri Hlíð, var búinn að segja við mig í vetur: Lárus, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af stóra laxinum. Hann kemur aftur og það verður í sumar. Mér sýnist að karlinn hafi bara vit- að þetta því það er meira af tveggja ára laxi í ánni en ég hef lengi séð,“ sagði Lárus. Lifnar yfir Elliðaánum Það lifnaði yfir Elliðaánum í rign- ingunni í gær, þannig veiddust 11 laxar fyrir hádegið sem er besti morguninn á sumrinu. „Það hlaut að koma að þessu“, sagði Magnús Sigurðsson, veiðivörður, hress í bragði. Alls voru þá komnir 200 lax- ar á land og 822 laxar um teljarann. Laxinn er um alla á og veiðist best á flugu nú um stundir. Enn stórfiskur í Laxá í Aðaldal Ásdís Guðmundsdóttir með 12 punda hæng úr Tungárhyl í Hafralónsá. Erling Ingvason með laxinn sem hann mældi 110 sentímetra og áætlaði 13 kg, eða 26 pund. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.