Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 13 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM TRÚVERÐUGLEIKI George W. Bush Bandaríkjaforseta sem og bandarísku þjóðarinnar er í hættu reynist leyniþjónustuupplýsingar sem notaðar voru til að rökstyðja Íraksstríðið ekki réttar. Þetta sögðu öldungardeildarþingmennirnir Jay Rockefeller, sem er demókrati, og repúblikaninn Chuck Hagel í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN á sunnu- dag. Báðir eiga þeir sæti í nefnd á vegum öldungardeildarinnar sem í samstarfi við bandarísku leyniþjón- ustuna (CIA) og alríkislögregluna (FBI) rannsakar nú þau gögn sem rökstuðningurinn byggist á. „Almenningur þarf að geta verið fullviss um að þau gögn sem leyni- þjónustan lét forsetanum í té... (og) notuð voru til að rökstyðja þá ákvörðun að fara inn í Írak séu trú- verðug,“ sagði Hagel. „Auk þess er jafn mikilvægt að heimsbyggðin geti treyst orðum okkar.“ Hann sagði jafnframt að rannsókn nefnd- arinnar miðaði vel áfram. Tilgangur rannsóknarinnar er fyrst og fremst að komast að því hvernig stóð á því að rangar upplýs- ingar um meinta tilraun Íraka til að kaupa úran af Afríkuríkinu Níger, sem bandaríska leyniþjónustan seg- ir að hafi upphaflega komið úr rangri breskri skýrslu, slæddust inn í stefnuræðu Bush í janúar sl. „Það eru margar rannsóknir í gangi og spurningin er hver tilgang- ur þeirra er,“ sagði Rockefeller í viðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni í fyrradag. „Tilgangur þeirra er að komast að því hvort við höfum vís- vitandi verið blekkt, það er hvort einhver hefur skotið þessu inn.“ Rockefeller sagði enn fremur að forsetinn gæti gert út um þessa óvissu með því að greina frá því hvort einhverjar upplýsingar hefðu verið ýktar til að réttlæta stríð í Írak. „Þetta snýst bara um hvort þetta var rétt eða rangt,“ sagði hann. Segja trúverðugleika Bush geta verið í hættu Washington. AP. NÍU manns týndu lífi í gær í einu mesta umferðarslysi, sem orðið hef- ur í Danmörku. Voru hinir látnu, sjö vistmenn og tveir starfsmenn elliheimilis skammt frá Silkeborg, á ferð í litlum fólksflutningabíl er þeir mættu vöruflutningabíl með aftanívagni. Virðist sem hann hafi slegist til á veginum og utan í fólks- flutningabílinn, sem varð alelda á samri stundu. Átti slysið sér stað í Fjends skammt frá Viborg. Lö- reglustjórinn þar í borg sagði í gær, að líkin væru svo illa farin af eldinum að ekki hefði verið unnt að bera kennsl á þau og yrði hugs- anlega að grípa til DNA-rann- sóknar á þeim. Á myndinni eru björgunarmenn að störfum á slys- stað. Nordfoto Níu manns týndu lífi í árekstri SEX rússneskir hermenn féllu í skot- bardaga við skæruliða tétsenskra að- skilnaðarsinna í fjöllunum í suður- hluta Tétsníu í gær. Þá greindu talsmenn rússneska hersins einnig frá því í gær, að tekizt hefði að af- stýra sprengjutilræði í Grosní, höf- uðborg sjálfsstjórnarlýðveldisins, sem hefði getað kostað fjölda manns lífið. Hermennirnir sex féllu er um 30 skæruliðar gerðu aðfaranótt gær- dagsins áhlaup á herflokk sem var á eftirlitsferð nærri bænum Dyshne- Vedeno í fjalllendi Suðaustur-Tétsn- íu. Sex aðrir hermenn særðust í skot- bardaganum, að sögn talsmanns hersins. Þá greindi talsmaðurinn, Ilja Shabalkin, frá því að liðsmenn örygg- issveita hefðu á sunnudag afrekað að koma í veg fyrir sprengjutilræði við stjórnsýslubyggingar þar í borg. Sagði hann lögreglumenn hafa fundið um 120 kg af öflugu sprengiefni í bíl sem lagt hafði verið fyrir utan einn innganginn að byggingunum. „Þessi heimatilbúna sprengja var þannig úr garði gerð að sjálfsmorðs- tilræðismann hefði þurft til að sprengja hana,“ sagði Shabalkin. Á síðustu mánuðum hafa tvisvar sinnum áður verið sprengdar sprengjur við stjórnsýslubygging- arnar, þar sem ráðuneyti hinnar Moskvuhollu stjórnar Tétsníu eru m.a. til húsa. Í þeim tilræðum fórust alls 90 manns, a.m.k. sjálfsmorðs- sprengjumenn þar á meðal. Skæru- liðar aðskilnaðarsinna hafa drepið alls um 200 manns í tilræðum í Tétsn- íu og Moskvu frá því í desember. Sex féllu í bar- daga í Tétsníu Moskvu. AFP. IDI Amin, fyrrverandi forseti Úganda, liggur nú helsjúkur á sjúkrahúsi í Jeddah í Sádí-Arab- íu. Fulltrúar sjúkrahússins sögðu Amin, sem talinn er standa á áttræðu, meðvitundar- lausan og að heilsu hans hrakaði jafnt og þétt. Amin var lagður inn á sjúkra- hús á föstudag vegna hás blóð- þrýstings og hefur hann verið meðvitundarlaus síðan. Hann var forseti Úganda á árunum 1971 til 1979 og var fyrst vel fagnað. Einræðistilburðir tóku hins vegar að einkenna embætt- isfærslu hans og er nú talið að meira en tvö hundruð þúsund Úgandamenn hafi verið pyntaðir og drepnir á meðan hann var forseti. Ýmis mann- réttindasam- tök telja þó að allt að hálf milljón manna hafi verið myrt af út- sendurum Amins á með- an hann réð ríkjum í Úg- anda. Var lík- um fólks varpað í ána Níl þegar ljóst varð að menn höfðu ekki við að grafa fórnarlömb ofsókn- aræðis Amins nægilega hratt í jörðu. Amin var hrakinn í útlegð 1979 og flúði þá fyrst til Líbýu og síðan Íraks áður en honum var veitt hæli í Sádí-Arabíu. Idi Amin helsjúkur Jeddah. AP. Idi Amin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.