Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 15 FORSPRAKKAR herfor-ingjastjórnar, sem rændivöldum í vestur-afríska ey-ríkinu Sao Tome og Prin- cipe á miðvikudag, og fjölþjóðleg sáttasamninganefnd sem send var á vettvang, hófu aftur viðræður í gær, eftir að herforingjarnir létu sjö ráð- herra úr lýðræðislega kjörinni rík- isstjórn landsins lausa úr haldi í fyrri- nótt. „Ástandið er að skána í Sao Tome og valdaræningjarnir hafa hlustað á áskoranir um viðræður,“ hafði portú- galska fréttastofan Lusa í gær eftir Antonio Martins da Cruz, utanrík- isráðherra Portú- gals. Sao Tome og Principe var portú- gölsk nýlenda í 500 ár. Í viðræðum gær- dagsins tóku her- foringjarnir ekki illa í það að Fradique de Menezes, forseti landsins, kæmi aftur til lands- ins, en hann hefur verið fastur í Níg- eríu frá því valdaránið átti sér stað. Dagana eftir valdaránið dundi al- þjóðlegum fordæmingum yfir valda- ræningjana. Stjórnvöld nágranna- ríkja í Afríku, Bandaríkjanna og talsmenn Sameinuðu þjóðanna voru öll fljót til að lýsa yfir fordæmingu á valdaráninu. Hótanir um alþjóðlega útskúfun, að skrúfað yrði fyrir þróun- araðstoðarfé frá Alþjóðabankanum og, hugsanlega, að gripið yrði til hernaðaríhlutunar til að þvinga her- foringjana til að láta valdataumana úr höndunum bættust við. Fernando Pereira majór, sem fer fyrir þriggja manna hópi herforingja sem tóku völdin af lýðræðislega kjör- inni ríkisstjórn landsins, fór þess á leit við Bandaríkin, Nígeríu og sendi- nefnd frá portúgölskumælandi lönd- um til að „finna lausn á málinu“. Tengist allt olíu? Sendinefndin, sem telur um 30 manns frá átta löndum, settist að við- ræðum við herforingjana í skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Sao Tome, höf- uðborg eyríkisins. Sáttanefndin starfar í umboði Afríkusambandsins, arftakasamtaka Einingarsamtaka Afríkuríkja (OAU), sem hefur sett sér sem eitt brýnasta markmið sitt að binda enda á valdarán og borg- arastríð í álfunni. Pereira hafði áður lýst því yfir að hann og félagar hans hefðu ákveðið að taka völdin vegna misréttis og spillingar sem stjórn landsins væri ábyrg fyrir. Herinn hefur tvisvar áð- ur reynt að taka völdin í Sao Tome og Principe, 1988 og 1995. Í viðræðunum við fjölþjóðlegu sáttanefndirnar hafa sjö herforingjar og þrír fulltrúar Kristdemókratísku fylkingarinnar (FDC), stjórn- málaflokks sem ekki á fulltrúa á þingi, komið fram fyrir hönd valda- ránsmanna. Arlesio Costa, formaður FDC sem er ekki í hernum, kom að viðræðunum um helgina, íklæddur hermannabúningi. Samkvæmt heim- ildum AFP-fréttastofunnar er Costa aðalmaðurinn á bak við valdaránið. Eftir því sem fram kemur á frétta- vef BBC eru tveir helztu vopnabræð- ur Pereiras fyrrverandi málaliðar sem störfuðu um árabil sem slíkir í Suður-Afríku og hafa komið við sögu á fyrri ólgutímum í landinu. En de Menezes forseti segir að það eina sem herforingjarnir hugsi um sé olíugróðinn sem vonazt er til að muni byrja að flæða inn í tóma kassa eyj- arskeggja á næstu árum. „Þessi vandi tengist allur olíunni,“ tjáði de Menezes Afríkufréttastofu BBC. „Olían er að koma (…). Fólk vill sjá peningana í gær en ekki á morgun,“ sagði forsetinn. Sao Tome og Nígería eru sameig- inlega að vinna að útboðum til olíu- leitar á landgrunninu í lögsögu beggja landa. Hefur verið gert sam- komulag um að þau deili tekjunum af nýtingu þeirra ol- íulinda sem finnast kunna; Sao Tome fær 40%, Nígería 60%. Áætlanir gera ráð fyrir að fyrsta olían úr þessum lindum verði farin að flæða á árinu 2007. Á næsta ári stendur til að efna til upp- boðs á olíuleitarheimildum, en búizt er við að tekjur af leyfisveitingunum geti orðið um 100 milljónir banda- ríkjadala, andvirði um 780 milljóna króna, en það er há upphæð í landi þar sem þjóðartekjur á mann mælast aðeins 280 dalir á ári, andvirði um 22.000 ísl. kr. Íbúar eru nú um 160.000 en fjölgar allört. Tæplega 1% ríkisútgjalda er varið til hermála. En Pereira hefur ekki nefnt olíu í þeim yfirlýsingum sem hann hefur látið frá sér fara. Allt frá því Sao Tome og Principe hlaut sjálfstæði undan Portúgölum árið 1975 hefur þjóðin átt við sára fá- tækt og skuldasöfnun að stríða. Landið hefur verið mjög háð þróun- araðstoð. Horfurnar á olíuauði eru tvímælalaust einn helzti þátturinn að baki þeirri ólgu í stjórnmálum eyrík- isins sem nú hefur orðið til þess að herforingjar hrifsuðu til sín valda- taumana. Frá því de Menezes, sem er um- svifamikill kakóútflytjandi, var kjör- inn forseti árið 2001 hefur hann rekið fjóra forsætisráðherra. Með þessum stjórnunarstíl hefur hann skapað sér ýmsa óvildarmenn í stjórnmálum. Einn fyrrverandi forsætisráðherra kærði hann fyrir meiðyrði og varð forsetinn að biðjast opinberlega af- sökunar eftir að dómur féll í málinu. Áform um bandaríska flotastöð Meðal helztu stefnumiða de Menezes hefur annars verið að rjúfa einangrun eyríkisins, efla tengslin við grannríki í Vestur-Afríku og, auk hins væntanlega olíuævintýris, efla ferðaþjónustu og styrkja stoðir hinna hefðbundnu útflutningsatvinnu- greina í landbúnaði, sem frá því snemma á 19. öld hefur aðallega verið kakóframleiðsla. Landbúnaður hefur verið helzti atvinnuvegurinn á eyj- unum, sem eru útdauð eldfjöll, allt frá því Portúgalar námu þar land í kring um 1500 og fluttu þræla þangað frá afríska meginlandinu. De Menezes er þriðji forsetinn í sögu lýðveldisins Sao Tome og Princ- ipe. Fyrstur var Pinto da Costa, sem fór fyrir sósíalískri einsflokksstjórn á tímabilinu 1975–1991, en árið 1990 var samþykkt ný stjórnarskrá sem tryggði fjölflokkalýðræði. Miguel Trovoada, sem tók við sem forseti 1991, gegndi embættinu í tvö fimm ára kjörtímabil, sem er hámark sam- kvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar. Á þingi landsins eru tveir flokkar afgerandi atkvæðamestir. Í síðustu þingkosningum, sem fram fóru árið 2002, vann MLSTP-PSD, arftaki gamla einræðis-sósíalistaflokksins, góðan sigur, en stjórn var mynduð með þátttöku beggja stóru flokkanna. Í ágúst í fyrra staðfesti de Menezes forseti að viðræður hefðu átt sér stað um að Bandaríkjamenn settu upp flotastöð í landinu, með það að mark- miði að vernda olíuhagsmuni Sao Tome, en búizt er við að Bandaríkin verði stærsti kaupandinn að olíunni sem þar verður framleidd. Saumað að valda- ræningjum Væntingar um olíugróða eru helzta undirrótin að ólgu í vestur-afríska eyríkinu Sao Tome og Principe, eftir því sem Auðunn Arnórsson komst að. AP Fernando Pereira majór, kallaður „Cobo“, t.h., fer fyrir valdaránsmönnum á Sao Tome og Principe. Hér bandar hann fréttamanni frá sér við upphaf viðræðna við fjölþjóðlega sáttanefnd á sunnudag.                  !  "      #   $ % &'($((( )  *    +   "              )   !    !$ #!! ! !, )   !       !   $ -     . *     ,!     , !$                                                               auar@mbl.is ’ Á næsta áristendur til að efna til uppboðs á olíu- leitarheimildum. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.