Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTLIÐINN föstudag var tek- inn í notkun nýr vatnstankur í landi Ásatúns í Langholtsfjalli. Boðuðu sveitarstjórn og forstöðumenn Vatnsveitu Hrunamanna verktaka sem og aðra er staðið hafa að verk- inu á sinn fund síðastliðinn föstudag til að fagna þessum áfanga. Um eitt hundrað orlofshús og 25 lögbýli njóta góðs af þessari fram- kvæmd í suðurhluta sveitarinnar. Vatnsveita Flúða er mikið fyrirtæki sem miðlar heitu og köldu vatni víðs- vegar um sveitarfélagið, einkum neðri hluta hreppsins. Verktakafyritækið Selás Bygg- ingar ehf. átti lægsta tilboð í að byggja upp tankinn og sagði Hákon Páll Gunnlaugsson, eigandi fyr- irtækisins, í ávarpi sínu að allt hefði gengið eftir áætlun og þakkaði hann það ekki hvað síst góðum und- irverktökum, sem voru margir, sem og góðu tíðarfari í vetur en byrjað var á verkinu í febrúarbyrjun. Ár- virkinn hf. á Selfossi sá um að setja upp eitt fullkomnasta stýrikerfi á landinu sem er hannað af Raftó ehf. á Akureyri. Hannibal Kjartansson veitustjóri segir þessa framkvæmd mikið fram- faraspor í vatnsveitumálum sveit- arinnar. Veruleg vandræði hefðu t.d. orðið nú í þessari Evrópublíðu sem var í síðustu viku hefði þessi fram- kvæmd ekki verið komin til. Ný vatns- veita mik- ið fram- faraspor Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sigurður Ingi Jóhannsson, oddviti Hrunamanna, opnaði kampavínsflösku við opnun vatnsveitunnar fyrir Hákon Pál Gunnlaugsson verktaka og Hannibal Kjartansson vatnsveitustjóra. Hrunamannahreppur Á DÝRÐLEGUM dögum á Djúpa- vogi um helgina var mikið um að vera og efnt til ýmissa viðburða í bænum mönnum til upplyftingar í amstri dagsins. Hér sjást listakon- urnar Sigríður E. Guðmundsdóttir og Ingiríður Óðinsdóttir bera Birni Hafþóri Guðmundssyni sveitarstjóra og konu hans Hlíf Herbjörnsdóttur grískan veislukost í tilefni dagsins. Ljósmynd/Signý Óskarsdóttir Grískt borið á borð fyrir sveitarstjórann Djúpivogur HELGI Björnsson á Kvískerjum í Öræfum var að slá suður af bænum í blíðviðri í síðustu viku. Að baki gnæf- ir jökullinn við himin og baðar sig í sólinni. Undir hlíðinni sér til bæjar á Kvískerjum. Í þvílíku veðri er tilver- an stórkostleg og nauðsynlegt að gefa sér stund til að stöðva bílinn og spjalla við heimamenn. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Öræfi Slegið undir Vatnajökli HJÓLABÁTAFERÐIR eru mjög skemmtileg afþreying fyrir ferðamenn. Hjólabátar sigla út frá tveimur stöð- um í Mýrdalnum þ.e frá Dyrhólum og Vík og fara þeir í ferðir í kring um Dyrhólaey og Reynisdranga. Þegar komið er í návígi sést best hvað Reynisdrangar eru stórir en frá landi virðast þetta bara smá klettar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Á hjólabát út fyrir Reynisdranga Fagridalur FJÖLBREYTT íþróttastarf er stundað í Stykkishólmi. Til er fé- lagið Glaumur sem æfir krikket. Á sunnudag fékk félagið heim- sókn frá bresku liði sem kom til Íslands. Gestirnir eru í áhuga- mannaliði frá breska fjárfesting- arbankanum EFG. Glaumur tók á móti gestunum með fullskipað lið, 11 manns. Keppnin hófst kl. 18 og lauk eftir miðnætti með naumum sigri gest- anna 110–109, tvísýn keppni það. Kári Pétur Ólafsson er í for- svari fyrir Glaum. Hann sagði eftir leikinn að Hólmararnir hefðu lært heilmikið á þessari heimsókn. Gestirnir kenndu þeim ýmis „trikk“ og benti þeim á margt sem betur má fara. Glaum- ur hefur tvívegis tekið þátt í Ís- landsmeistaramóti og eftir þenn- an leik hefur þeim vaxið sjálfstraustið. Liðið er skipað ungum drengjum sem vonandi halda áfram að æfa og læra inn á reglurnar í krikket, sem eru margar og flóknar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Krikketfélagið Glaumur í keppni við breskt áhugamannalið á íþrótta- vellinum í Stykkishólmi. Hér er Björn Guðmundsson í fullum skrúða, tilbúinn að slá boltann, og Bretarnir fylgjast grannt með á bak við. Kepptu við breskt krikketlið Stykkishólmur ÞAÐ ER nýlunda að gámaskip komi á Hvammstangahöfn. Nú fyrir skemmstu kom myndarlegt skip á höfnina. Var það að flytja rækju af Flæmska hattinum, veidda af norskri útgerð. Farmurinn var í frystigám- um, losaði 300 tonn og fluttur fyrir Meleyri ehf. Að sögn Ólafs Halldórssonar, aðaleiganda Meleyrar ehf., er þessi flutningsleið hagstæð- ari fyrir fyrirtækið en landflutningar á hrá- efni, en félagið vantar meira frystirými á staðnum. Meleyri vinnur úr um 3.000 tonnum af rækju árlega og er unnið á einni vakt. Af- koma rækjuiðnaðarins sveiflast mjög á milli ára, bæði á mörkuðum erlendis og eins vegna gengisþróunar. Aðalmarkaðir Meleyrar ehf. eru í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi svo og innlendur markaður. Þrjúhundruð tonn af rækju voru losuð úr gámaskipi Hvammstangi Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.