Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖGMUNDUR Þór Jóhannes- son gítarleikari var útnefnd- ur sigurvegari í hinni alþjóð- legu Agustin Barrios gítar- keppni sem fram fór í Lamb- esc í Suður-Frakklandi í byrjun júlí. Hann vann önnur verðlaun í keppninni en eng- in fyrstu verðlaun voru veitt að þessu sinni. „Það var kennarinn minn, Marco Diaz- Tamayo, sem sagði mér frá keppninni og hvatti mig til þátttöku. Í ár voru alls ellefu þátttakendur í keppninni og fjórir sem komust í úrslit. Í fyrrri umferð áttum við að spila eitt skylduverk eftir Agustin Barrios, en keppnin er einmitt kennd við hann, og eitt frjálst verk. Í lokaum- ferðinni áttum við að spila fjögur verk frá mismunandi tímabilum, eitt frá endur- reisnar- eða barrokktíman- um, eitt klassískt eða róman- tískt stykki, verk eftir Barrios að eigin vali og eitt nútímaverk.“ Að sögn Ög- mundar tekur yfirleitt um hálft til heilt ár að undirbúa sig fyrir svona keppni, en þar sem hann ákvað þátttöku með fremur stuttum fyrir- vara hafði hann aðeins fjóra til sex mánuði til þess að læra og undirbúa öll verkin, utan eitt, fyrir keppnina. „Þar sem ég var tiltölulega ný- byrjaður hjá kennara mínum var ég ekki kominn með neina fasta efnis- skrá og þurfti því að vinna þetta allt frá grunni. Meginmarkmiðið með þátttökunni var að fá aukna hvatningu til að leggja harðar að mér,“ segir Ögmundur, en hann er í einleikaranámi við Universität Mozarteum í Salzburg undir hand- leiðslu Marco Diaz-Tamayo. Á ár- unum 2000-2002 lagði hann hins vegar stund á einkanám í gítarleik í Barcelona á Spáni við Escola Luth- ier d’arts musicals. Fyrir tveimur árum komst Ögmundur í úr- slit í hinni alþjóðlegu Andre Segovia gítarkeppni sem haldin var í Linares á Spáni og segist hann af fenginni reynslu hafa undirbúið báðar umferðir keppninnar í ár mjög vel. „Æskilegast er að undirbúa báðar umferðirnar vel fyrir keppni. Stundum kemur það reyndar fyrir að menn einblína um of á fyrri umferðina og koma því nán- ast óundirbúnir til leiks í lokaumferðinni og missa fyr- ir vikið af verðlaunum. En sé maður er vel undirbúinn fyr- ir báðar lotur á maður góða möguleika.“ Að mati Ög- mundar er undirbúningurinn alltaf aðalmálið. „Þá leggur þú harðar að þér en þú mynd- ir gera að öllu jöfnu. Auk þess er afar hollt að spila undir meira álagi en venju- lega, þ.e. fyrir framan dóm- nefnd,“ segir Ögmundur. Hann leggur áherslu á að mikilvægi þess að taka þátt í svona keppni felist ekki hvað síst í því að vekja athygli á sér innan gítarheimsins. „Það er afar mikilvægt að vera sýnilegur innan gítar- heimsins og keppni á borð við þessa veita aukin tækifæri. Oft eru til dæmis tónleikar eða tónleikaferðir í verðlaun í svona keppni. Skipu- leggjendur keppninnar nú munu væntanlega bjóða mér að spila á tónleikum í Suður-Frakklandi næsta sumar,“ segir Ögmundur að lokum. Íslenskur gítarleikari vinn- ur í alþjóðlegri samkeppni Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari. Kaffihús, Tromsö Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu sem er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Á þriðjudags- tónleikum í Listasafni Sig- urjóns Ólafs- sonar kl. 20.30 í kvöld flytja þau Kristjana Stef- ánsdóttir og Agnar Már Magnússon djasslög eftir Tómas R. Ein- arsson. Mörg þeirra hafa verið gefin út á geisla- plötum Tóm- asar. Sérstakur gestur á tónleik- unum verður Helga Björg Ágústsdóttir sellóleikari. Kristjana syngur djass í Sigurjónssafni Tómas R. Einarsson Kristjana Stefánsdóttir LJÓÐASÝNING á vegum Ritlistarhóps Kópavogs, Café Borg- ar og Bókasafns Kópavogs opnar form- lega á Café Borg í Hamraborginni í kvöld kl. 20. Fyrsta skáld Café Borgar er Kópavogsskáldið sjálft, Steinþór Jó- hannsson, sem var einn af stofnendum Ritlistarhóps Kópa- vogs árið 1994. „Við í Ritlistarhópnum höf- um haft það að mark- miði að vinna að fram- gangi ritlistarinnar hér í Kópavogi. Með ljóðasýningunni viljum við gera okkar til þess að koma ljóðinu til fólksins. Við fórum á stúfana og leituðum eftir samstarfi við eig- anda Café Borgar sem tók afar vel í hugmyndina. Við höfðum sérstak- an augastað á þessu kaffihúsi þar sem okkur fannst gluggarnir henta einstaklega vel fyrir sýninguna. Ljóðin snúa bæði inn og út í glugg- um kaffihússins þannig að kaffi- húsagestir jafnt sem vegfarendur geta lesið ljóðin í gluggunum,“ seg- ir Steinþór Jóhannsson í samtali við Morgunblaðið. „Við erum afar spennt að sjá hvernig fólki líkar uppátækið. Hugmyndin er sú að öll skáldin í Ritlistarhópnum, sem eru alls um þrjátíu að tölu, haldi svona ljóðasýningu, en framhaldið fer vitanlega eftir viðtökum. Við renn- um nokkuð blint í sjóinn með þetta, því við vitum ekkert hvernig þetta gerir sig.“ Á ljóðasýningu Steinþórs verða átján ljóð sem birst hafa í þeim sex ljóðabókum sem hann hefur gefið út síðustu þrjátíu ár. „Elsta bókin er frá 1975 og sú yngsta frá 2001, svo þú sérð að þetta spannar töluvert tímabil. Í tengslum við hverja ljóðasýn- ingu verða ljóðabæk- ur, þess skálds sem er til sýnis hverju sinni, til sölu á kaffihúsinu. Allt of oft virðast ljóðabækur hverfa út af markaðnum stuttu eftir útgáfu og erfitt getur verið að nálgast þær, en með þessu viljum við gera fólki auðveldara fyrir.“ Sýning Steinþórs mun standa út ágúst en í framtíðinni er fyrirhugað að hver sýning standi í mánuð. „Meðal rit- höfunda sem tilheyra Ritlistarhóp Kópavogs má nefna Gylfa Gröndal, Hjört Pálsson og Hrafn A. Harð- arson. Ritlistarhópurinn hefur þegar gefið út þrjár ljóðabækur og er sú fjórða í smíðum. Í þriðju ljóðabók hópsins, Sköpun, var ljóð- um og málverkum stillt upp saman og annaðhvort var ort við málverk- ið eða málarinn málaði við ljóðið. Í fjórðu bókinni er hugmyndin sú að fá tónskáldin hér í Kópavogi til þess að semja tónlist við ljóð skáldanna úr Kópavogi,“ segir Steinþór, en gefur ekkert uppi um hvernig tíu ára afmæli Ritlistar- hóps Kópavogs verði fagnað á næsta ári. Ljóðasýning á Café Borg Steinþór Jóhannsson SUMARKVÖLD við orgelið sl. sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju, hófst með spunaverki, yfir upphaf kaþólska stefsins Te Deum, eftir franska orgelleikarann Char- les Arnould Tournem- ire og er þessi spuni, sem til er á upptök- um, skráður á nótur af Duruflé. Þetta er eins og flest spuna- verk, röð af hljóm- rænum leikmyndum, þar sem Te deum stefinu bregður fyrir í margvíslegum og glæsilegum út- færslum, sem Patrick lék einstaklega vel, með skýrt mótaðri hendingaskipan og vel „registerað“. Í tveimur verkum eftir Louis Vierne var leikur Pat- ricks mjög góður, fyrst í einfaldri og leikglaðri Impromtu op. 54, nr 2, þar sem A-kaflinn er leikandi hraður. Í seinna verki Vierne, Clair de lune op. 53, nr. 5, var leik- ur Patricks sérlega þýður, þar sem einfalt lagferlið er stutt með ein- földum og allt að því „píanistísk- um“ hljómaleik, fallegt verk en líð- andi og viðburðalítið eins og einmanaleg tunglskinsnóttin. Nokkuð kvað við annan tón í tokkötu og fúgu í d-moll BWV 538, títtnefnd sú „dóríska“, eftir J. S. Bach, sem er í raun rangnefni, því strax í upphafi tokkötunnar er leiðsögutónn (cís) og þótt verkið sé ritað án fastra formerkja, er sjötti tónnin (bé) lækkaður og því er tónskipanin eins og vera ber í venjulegum d-moll. Þetta verður sérlega greinilegt þegar upphafs- stefið birtist í a-moll (25. takti) og einnig er niðurlag tokkötunnar svikalaust í hljómhæfum moll. Þá er fúgustefið í hreinum moll. Lík- legt er að nafnið megi rekja til þess að verkið er til í mörgum og misvísandi útfærslum, sérstaklega er varðar tónskipan. Hvað sem þessu líður er tokkat- an glæsilegt verk og var leikur Patricks sérlega yfirvegaður, sérstaklega í fúgunni, sem er frekar þung- leg að gerð. Þrjú síðustu við- fangsefni tónleikanna eru öll eftir Duruflé, sem Patrick hefur miklar mætur á og er reyndar frægur fyrir að flytja af glæsibrag. Fyrsta verkið eftir Duruflé var Medita- tion, fallegt verk, þá Scherzo op 2 og síðast tveir þættir úr Suíte, op 5. Í þessum verkum var leikur Patricks sérlega glæsilegur og „registeringin“ einstaklega falleg. Fyrsti þáttur svítunnar, „Prelúdí- an“ er sérlega vel samið verk, al- varleg hugleiðing en seinni þátt- urinn (nr. 3 í svítunni), snertlan (toccata), er mikið „vírtúósaverk“ sem David M. Patrick lék af mikilli íþrótt. Patrick kynnti sig í öllum viðfangsefnum tónleikanna, að vera vandaður og góður orgelleik- ari og leika músikalskt, „regist- era“ mjög fallega, sérstaklega í verkunum eftir hinn sérstæða org- elsnilling Maurice Duruflé. Vandaður orgelleikur TÓNLIST Hallgrímskirkja David M. Patrick flutti verk eftir Tournemire, Vierne, J. S. Bach og Duruflé. Sunnudagurinn 20. júlí, 2003. ORGELTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson David A. Patrick BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar býð- ur nú í sumar upp á nýtt yfirbragð sýningar í Sívertsens-húsi elsta húsi Hafnarfjarðar. Nýjar sýningagínur frá Englandi gefa sýningunni nýtt viðmót og má segja að Bjarni Sívertsen sé kominn heim frá Lundúnum. Í húsinu er enn fremur að finna margvíslegan fróðleik um Bjarna og fjölskyldu hans. Þá er á sýningunni nýgert skipslíkan af fyrsta þilskipi Bjarna Havnefjords Pröven. Sívertsens-húsið á Vesturgötu 6 er gert upp í upprunalegri mynd, húsið er byggt á árunum 1803–1805 af Bjarna Sívertsen sem var á sinni tíð einn mesti athafnamaður í Hafn- arfirði, rak útgerð, verslun og skipasmíðastöð í bænum. Húsið er opið fyrir gesti alla daga í sumar frá kl. 13–17. Vaxmyndin af Bjarna Sívertsen í stofunni í safninu við Vesturgötu 6. Bjarni steyptur í vax PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Pét- urssonar eru komnir út í hollenskri þýðingu Adrians Faber. Sálmarnir hafa nú verið þýddir á latínu, dönsku, norsku, ensku, þýsku, ung- versku og ítölsku auk hollensku auk þess sem hluti þeirra hefur verið þýddur á kínversku. Hollenski þýðandinn, Adrian Faber, er fyrrverandi hollensku- kennari við Marnix College í Ede og hefur sérhæft sig í kveðskap 17. aldar. Þegar hann las um kveðskap Hallgríms Péturssonar fékk hann áhuga á að kynnast honum betur og tók að lesa íslenska málfræði auk þess sem hann sótti m.a. sum- arnámskeið í íslensku við Háskóla Íslands. Auk þess sótti hann fyr- irlestra í íslensku við Háskólann í Amsterdam, sem fluttir voru af Paula Vermeyden, en hún beindi athyglinni sérstaklega að bók- menntaþýðingum. Faber hefur meðal annars þýtt þjóðsöng Íslend- inga, Ó, Guð vors lands, á hol- lensku og var þýðingin birt í tíma- ritinu Huginn og Muninn sem gefið er út af vinafélagi Íslands og Nið- urlanda. Hann hóf þýðingu sína á Passíusálmunum fyrir tæpum sjö árum og gekk endanlega frá hand- ritinu til útgáfu síðasta ári. Í þýð- ingu sinni fylgir hann ytra formi sálmanna, rími og hrynjandi en stuðlum og höfuðstöfum er sleppt, enda óþekkt í hollenskum kveð- skap. Útgáfa Passíusálmanna var kynnt á hátíð sem haldin var í St. Martins kirkjunni í Bolsward þann 10. maí s.l. en þá var haldin hátíð- leg 400 ára minning samtímamanns og skáldbróður Hallgríms, frísn- eska prestsins Gysbert Japiks. Passíusálmar Hallgríms á hollensku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.