Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 31 fyrir tjón á bílum. Vafalaust hafa ekki allir farið ánægðir frá hans borði, en ég held samt að honum hafi tekist ótrúlega vel að leysa mál þannig að allir væru sáttir. Þorgeir bar einlæga umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Umhyggja hans fyrir móður sinni og tengda- móður var einstæð. Meðan þær lifðu hafði hann samband við þær báðar á hverjum degi og sá um að þær vanhagaði ekki um neitt. Börn hans, tengdabörn og barnabörn fóru heldur ekki varhluta af þessari umhyggju og þá ekki síst dóttur- synirnir tveir. Þau munu öll finna sárt fyrir því stóra skarði í lífi þeirra sem verður við fráfall Þor- geirs. Ég sendi Láru, minni kæru vin- konu í gegnum öll þessi ár, og allri fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Már Hauksson. Góður vinur er fallinn frá. Þor- geir Halldórsson lést eftir baráttu við illvígan sjúkdóm, krabbamein sem lagði þennan góða dreng að velli. Kynni okkar voru löng og góð og vináttan hélst alla tíð þótt leiðir skildu um hríð. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Menntaskólanum í Reykjavík en þaðan útskrifuðumst við vorið 1957. Í Menntaskólanum naut Þorgeir trausts skólafélaganna og var m.a kjörinn formaður sjötta bekkjar ráðs menntaskólans. Við vorum samferða um tíma í Háskóla Íslands og síðar urðum við vinnu- félagar hjá Loftleiðum á Idlewild- flugvelli í New York-borg, sem síð- ar hlaut nafn John F. Kennedy og hjá Loftleiðum á Keflavíkurflug- velli. Þaðan hélt Þorgeir til starfa hjá Viðlagasjóði og síðar til VÍS, Vátryggingafélags Íslands, en þar starfaði hann til hinsta dags. Ung að árum kynntust hann og eiginkona hans, Lára Hansdóttir, sem varð stoð hans og stytta, vinur og félagi alla tíð. Hún var hans gleði og gæfa. Þau eignuðust þrjú mann- vænleg börn: Hrafn Þorgeirsson, forstöðumann hjá Flugleiðum, kvæntur Margréti Ágústsdóttur, Halldór Þorgeirsson kvikmynda- gerðarmann, kvæntur Guðnýju Halldórsdóttur og Arndísi Þorgeirs- dóttur, blaðamann hjá DV, gift Helga Sverrissyni og barnabörnin eru sex. Þorgeir vinur minn var glæsi- menni á árum áður, þéttur á velli, og alla tíð karlmannlegur og tígu- legur. Hann var glaðlyndur og gam- ansamur í sínum hópi og kímnigáf- an var góð og án kerskni. Hann var góður viðræðu en hafði sínar skoð- anir og gat verið geðríkur en án ill- inda. Hann var skarpgreindur og stálminnugur, fróðleiksfús og fróður vel, gefandi og vinmargur og þau hjón höfðingjar heim að sækja. Hans verður sárt saknað af vin- um og félögum en mestur er missir hans ástríku fjölskyldu og sérstak- lega eiginkonu sem sér að baki elsk- uðum ævifélaga. Við vottum þeim innilega samúð. Við biðjum guð að styrkja þau í missinum og sorginni en við þökkum jafnframt fyrir að hafa fengið að kynnast honum og átt vináttu hans í tæp fimmtíu ár. Blessuð sé minning hans. Grétar Br. Kristjánsson.  Fleiri minningargreinar um Þor- geir Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Eiginmaður minn, HERMANN SVEINBJÖRNSSON fréttamaður, Brúarflöt 9, Garðabæ, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 16. júlí, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði í dag, þriðjudaginn 22. júlí, kl. 10:30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands. Matthea Guðný Ólafsdóttir, Katrín Brynja Hermannsdóttir, Auðunn Sv. Guðmundsson, Laufey Guðlaugsdóttir, Hulda Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Sveinbjörnsson, Margrét Samúelsdóttir, Sigurður Sveinbjörnsson, Guðbjörg Friðjónsdóttir, Anna Maren Sveinbjörnsdóttir, Jónas Jónsson, Gunnar Sveinbjörnsson, Elísabet Grettisdóttir, Ólafur Sveinbjörnsson, Ingibjörg Stefánsdóttir og afastrákurinn Máni Freyr. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ANDRÉSSON, frá Snotrunesi, Borgarfirði-Eystri sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 13. júlí, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 23. júlí kl. 13.30. Jólín Ingvarsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Sævar Lýðsson, Kristín Jónsdóttir, Bjarni Bjarnason, Sigrún Jónsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Föðurbróðir minn, GÍSLI SIGURÐSSON flugvélasmiður, varð bráðkvaddur laugardaginn 19. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Bjarnason. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 893 8638 Komum heim til aðstoðar við undirbúning útfarar sé þess óskað Sími 567 9110 www.utfararstofan.is Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR JENSSON, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést sunnudaginn 20. júlí. Jarðarförin tilkynnt síðar. María Guðmundsdóttir, Elín María Ólafsdóttir, Jóhannes Gíslason, Auður Ólafsdóttir, Stefán Pétursson, Kristín Ólafsdóttir, Jens Ólafsson, Kristín Eggertsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, HREGGVIÐUR STEFÁNSSON, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, sem lést að kvöldi miðvikudagsins 16. júlí, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 23. júlí kl. 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Þórunn Björgúlfsdóttir, Guðrún Hreggviðsdóttir, Jim Crosbie, Þórunn Hreggviðsdóttir, Finnbogi Rútur Arnarson, Ása Hreggviðsdóttir, Birgir E. Birgisson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA SIGURJÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum við Snorrabraut aðfaranótt föstudagsins 18. júlí sl. Börn hinnar látnu. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÓLAFÍA JAKOBSDÓTTIR, áður Norðurbraut 25, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 19. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Engiljónsdóttir, Lonny Duchien, Jón Rafn Bjarnason, Anna Kristín Bjarnadóttir, Guðbjörn Sigurþórsson, Hörður Bjarnason, Guðbjörg Ása Gylfadóttir, Thelma Rós Harðardóttir, Fannar Smári Harðarson, Engiljón Aron Guðbjörnsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR JÓHANN JÓNSSON flugstjóri, sem lést fimmtudaginn 17. júlí sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. F.h. vandamanna, Ingrid Krüger, Jón Hallgrímsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Margrét Hallgrímsdóttir Plaice, Dennis Plaice, Óskar G. Hallgrímsson, Valgerður Bjarnardóttir, Sigríður Hallgrímsdóttir, Rannveig Garðarsdóttir, Guðmundur Hauksson, Gísli Baldur Garðarsson, Helga Baldursdóttir, fósturbörn, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elsku litli drengurinn okkar, bróðir okkar, mágur og barnabarn, BRYNJAR PÁLL GUÐMUNDSSON, lést af slysförum sunnudaginn 20. júlí. Áslaug Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jón Ingibergur Guðmundsson, Þórhildur Svava Svavarsdóttir, Torfi Ragnar Sigurðsson, Páll Jónsson, Þórhildur Svava Þorsteinsdóttir, Bryndís Sveinsdóttir. Ástkær unnusta mín, dóttir, stjúpdóttir, systir, barnabarn og tengdadóttir, TINNA HRÖNN TRYGGVADÓTTIR, lést á heimili sínu, Háteigi 21, Keflavík, laugar- daginn 19. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Haukur Aðalsteinsson, Hrafnhildur Bjarnadóttir, Ólafur Ragnar Elísson, Tryggvi Þórir Egilsson, Ásta Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarni Þórir Ragnarsson, Egill Tryggvason, Signý Ósk Ólafsdóttir, Ásgeir Tryggvason, Ólafur Hrafn Ólafsson, Stefanía Ásta Tryggvadóttir, Tómas Orri Ólafsson, Margrét Jensdóttir, Egill Sveinsson, Brynja Tryggvadóttir, Aðalsteinn Guðbergsson, Guðríður Hauksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.