Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 33  Fleiri minningargreinar um Guðjónu F. Eyjólfsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Lokað í dag, þriðjudaginn 22. júlí e.h., vegna útfarar PÁLS AGNARS PÁLSSONAR fyrrverandi yfirdýralæknis og forstöðumanns. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Lokað Skrifstofa embættis yfirdýralæknis á Sölvhólsgötu 7 verður lokuð frá kl. 13.00 í dag vegna jarðarfarar PÁLS AGNARS PÁLSSON- AR, fyrrverandi yfirdýralæknis. Embætti yfirdýralæknis. Af heilum hug þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu, móður, tengda- móður, dóttur, tengdadóttur og ömmu, BERGHILDAR GRÉTU BJÖRGVINSDÓTTUR, Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Jóhannes Sigfússon, Axel Jóhannesson, Lilja G. Viðarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Júlíus Þ. Sigurbjartsson, Katrín Jóhannesdóttir, Guðmundur Friðriksson, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Gréta Emelía Júlíusdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Sigfús A. Jóhannsson og barnabörn. Sendum okkar alúðarkveðjur til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför KRISTJÁNS ÓMARS KRISTJÁNSSONAR, Depluhólum 5, Reykjavík. Kolbrún Bærings Halldórsdóttir, Brynja Björk Kristjánsdóttir, Haukur Eiríksson, Sigrún Kristjánsdóttir, Birgir Guðjónsson, Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir, Einar Sverrisson, Kristín Þóra Kristjánsdóttir, Eggert Þorgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, stjúp- föður, tengdaföður, afa og langafa, LEIFS KRISTLEIFSSONAR, Bröttukinn 30, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild Landspítala Kópavogi fyrir góða og kærleiksríka umönnun. Sigríður Guðmundsdóttir, Birna Leifsdóttir, Sigurður Valgeirsson, Guðmundur Leifsson, Kristrún Runólfsdóttir, Sævar Leifsson, Sigrún Jóna Leifsdóttir, Elsa Óskarsdóttir, Hafsteinn Eggertsson, Ingvar Sigurðsson, Pálína Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, ELÍSABETAR BOGADÓTTUR, Heiðarhrauni 30B, Grindavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun og hlýhug í hennar garð. Gréta Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Bogi B. Jónsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Guðjóna Frið-semd Eyjólfs- dóttir fæddist í Hafn- arfirði 21. maí 1914. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ástríður Elísabet Magnús- dóttir, húsfreyja og fiskverkakona í Hafnarfirði, síðar ræstingakona í Reykjavík, f. í Hafn- arfirði 19. september 1890, d. 9. júní 1974, og Eyjólfur Eyjólfsson, sjómaður í Hafnarfirði, síðar bifreiðastjóri í Reykjavík, f. á Gufuskálum, Gerðahr. 28. nóvember 1887, d. 10. janúar 1963. Ástríður Elísabet og Eyjólfur skildu árið 1917. Systkini Guðjónu samfeðra eru: Jóhann, f. 1928, Sigurður Kristinn, f. 1933, Eyjólfur, f. 1936, Guðný, f. 1937 og Eiríkur Halldór f. 1937, d. 1965. Guðjóna giftist 1936 eftirlifandi eiginmanni sínum, Ólafi Þórðar- syni húsgagnabólstrara, f. 3. jan- úar 1913 í Reykjavík. Foreldrar hans voru: Þórður Stefánsson, sjó- maður og seglasaumari, f. 1870 í Núpstúni, Hrunamannahr., og eig- inkona hans, Maren Guðmunds- bjartsdóttir. Börn: Andreas Máni Helgason og Anna Marín. 3) Ást- ríður Ólafsdóttir myndlistarkona, f. 21. nóvember 1948. Guðjóna ólst upp í foreldrahús- um í Hafnarfirði fyrstu þrjú æviár- in en eftir að foreldrar hennar skildu bjó hún hjá móður sinni í húsi móðurafa síns og -ömmu við Kirkjuveg 6 í Hafnarfirði. Hún stundaði nám í Barnaskóla Hafn- arfjarðar og Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Þaðan útskrifaðist hún 16 ára gömul árið 1930. Fyrstu 12 hjúskaparárin gerðu Guðjóna og Ólafur sér heimili í húsi for- eldra Ólafs að Framnesvegi 7 í Reykjavík og þar fæddust þeim synirnir Gunnar og Marínó. Árið 1948 fluttu Guðjóna og Ólafur í nýja íbúð í Stórholti 19, Reykjavík og þar var heimili þeirra alla tíð. Þar fæddist dóttirin Ástríður. Ólafur stofnaði eigin húsgagna- bólstrun og setti upp verkstæði á lóðinni í Stórholti. Guðjóna vann húsmóðurstörf, aðstoðaði við bók- hald fyrirtækisins og sinnti hann- yrðum þegar tími vannst til eða spilaði klassísk lög á píanó sér til ánægju. Guðjóna var alla tíð hraust kona en með hækkandi aldri fann hún orkuna dvína. Seinustu vikurnar sem hún lifði naut hún góðrar að- hlynningar á Landspítalanum í Fossvogi. Þar lést hún í nærveru ástríks eiginmanns síns 12. júlí sl. Útför Guðjónu fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. dóttir, húsfreyja og fiskverkakona, f. 1974 á Skarfanesi í Lands- sveit, d. 1952. Börn Guðjónu og Ólafs eru: 1) Gunnar sölumaður, f. 12. októ- ber 1938, eiginkona Sara Hjördís Sigurð- ardóttir, f. 16. október 1939. Börn þeirra eru: a) Hildur Jóna, f. 9. janúar 1962, eigin- maður Ólafur Ásgeirs- son. Börn: Sara Snæ- dís, Hrafnhildur, Berglind og Ásgeir. b) Hjördís Elísabet, f. 9. desember 1965, eiginmaður Guðmundur Páll Guðmundsson. Börn: Ástríður Magnúsdóttir, Fannar Gauti, Mar- grét Maren og Gunnar Óli. c) Gunnar Árni, f. 2. febrúar 1972, sambýliskona Helga Andrea Mar- geirsdóttir. Sonur: Daníel Andri. 2) Marínó Ólafsson rafeindavirki, f. 15. maí 1945, d. 17. febrúar 1996, eiginkona Sigrún Edda Gestsdótt- ir, f. 15. desember 1947. Börn þeirra eru: a) Líney Ólafía, f. 28. desember 1965, sambýlismaður Karl Magnússon. Börn: Andri Marínó og Sigrún Ósk. b) Bent, f. 26. ágúst 1972, sambýliskona Sif Ásthildur Guð- Laugardaginn 12. júlí andaðist tengdamóðir mín á Landspítalanum í Fossvogi. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð með þakklæti fyr- ir okkar kynni. Ég kynntist tengdamömmu og Óla tengdaföður mínum ung að ár- um, ég var aðeins 17 ára þegar við Marinó sonur þeirra fórum að vera saman. Þegar ég fór til að hitta þau í fyrsta skipti var ég hálfkvíðin en sá kvíði var ástæðulaus því þau tóku mér eins og dóttur og hafa alltaf gert. Ég veit að það var þeim erfitt þegar sonur þeirra Marinó lést fyrir nokkrum árum en þau hjálpuðu mér að yfirstíga þá erfiðleika með reisn, sem hefur verið þeirra aðalsmerki og fæ ég því seint að fullu þakkað. Gugga var glæsileg kona og enn- fremur mikil hannyrðakona og prýddu heimili þeirra Óla og allra í fjölskyldunni ýmsir fallegir munir eftir hana. Við fórum í margar góðar ferðir í okkar fríum en ein ferð sem gleymist aldrei var ferðin til Vest- mannaeyja þar sem margt var brall- að og skoðað en þá ferð rifjuðum við upp fyrir stuttu síðan með bros á vör. Elsku tengdamamma, nú ert þú komin til himna þar sem Marinó son- ur þinn hefur tekið á móti þér og ég veit að ykkur líður vel saman. Ég kveð þig, elsku tengdamamma, með þakklæti fyrir allt. Megi guðs englar vaka yfir Óla tengdapabba, Ástu og Gunnari og öðrum ástvinum. Þín tengdadóttir, Sigrún. Hún hefur sjálfsagt verið orðin þreytt, hún amma mín, þegar hún fékk hvíldina. Sem betur fer var sjúkrahúslega hennar ekki löng. Þau afi og amma voru einstaklega heppin að hafa getað verið saman á sínu gamla heimili allt fram undir síðasta vor. Þeim heimilum fer nú óðum fækkandi sem stofnað var til á fimmta áratugnum og eru enn í dag því sem næst óbreytt. Þarna eru dúfurnar hans Guðmundar frá Mið- dal, stofuklukka sem tifar og slær, postulín, málverk, bókaskápur, frið- ur og góður andi. Bernska mín er samofin þessu umhverfi. Að gista hjá ömmu og afa og fá svo að morgni þunnan, dísætan hafragraut, mjúkt franskbrauð með miklu smjöri og heitt kakó upp í rúm var engu líkt. Amma var alltaf svo góð við mig og eftirlát, að ef til vill hefur foreldrum mínum stundum þótt nóg um, en ég held að eftirlætið hafi bara gert mér gott! Við röltum stundum í bæinn, auðvitað í sólskini (í bernskuminningum er sem betur fer mikið sólskin), eða fórum út í búð og keyptum snúða og vínarbrauð, hún hellti upp á kaffi og við lögðum á borð inni í stofu, svo mátti ég hringja út til afa og banka í gólfið til lang- ömmu í kjallaranum og svo var kaffi- tími. Ég hafði mjög gaman af þegar við sátum og spjölluðum. Hún sagði skemmtilega frá og átti dýrmætar og góðar minningar. Hún sagði mér frá bernsku sinni í Hafnarfirði, skólaárunum í Flensborg, árunum á Framnesveginum og ferðalögum, m.a. þegar hún og afi fóru skemmti- ferð til Kaupmannahafnar á Gull- fossi. En hún hlustaði líka á mig ef ég hafði eitthvað að segja, og mundi enn eitt og annað sem ég hafði sagt henni sem barn. Amma var vel gefin kona, hafði lesið ýmislegt og var talnaglögg. Hún var mikil handavinnukona og prjónaði munstraðar lopapeysur með leifturhraða og horfði á sjón- varpið á meðan. Mér fannst alltaf svo notalegt að sofna við lága smell- ina í prjónunum. Fyrir okkur Hjör- dísi prjónaði hún meira að segja munstraðar lopapeysur fyrir dúkk- urnar okkar, sem enn eru til. Hún kenndi mér svo seinna að prjóna sokka og vettlinga. Stórholtið er vel staðsett í bæn- um, svo oft hefur það passað vel að koma þar við. Þegar ég var í menntaskóla taldi afi það ekki eftir sér að sækja mig í hádegismat og hann sveik nú aldrei, maturinn hjá ömmu. Vel straujaður taudúkur, lagt á borð inni í stofu og á boðstólum var t.d. soðin eða steikt ýsa eða kjötboll- ur og kartöflustappa og alltaf sætur grautur á eftir. Svo var hlustað á fréttir og kíkt í blöðin, drukkið kaffi og spjallað og ég man að ég hugsaði á þessum árum hvað ég væri nú heppin að eiga afa og ömmu sem fylgdust svona vel með. Á jóladag var alltaf borðað í Stór- holtinu. Aspassúpu, hangikjöt og heimabakaðar skonsur og an- anasfrómas. Aspassúpan, skonsurn- ar og anansfrómasinn hennar ömmu lifa áfram því að ég bað hana á sínum tíma að leiðbeina mér hvernig þessir ljúffengu réttir skyldu búnir til. Svo líða árin eins og gengur, ég eignast mína fjölskyldu og börnin mín fjögur upplifa það að þekkja langömmu sína og langafa. Amma hafði svo gaman af að heyra sögur af börnunum og hló hlýlega að tiltækj- um þeirra. Hún dreif sig í afmælin þeirra þegar heilsan leyfði og var alltaf áhugasöm um allt sem snerti okkur og velferð okkar. Sem betur fer hélt afi veglega upp á 90 ára afmælið sitt 3. janúar sl. Þar var amma svo fín og vel tilhöfð eins og hún var reyndar alltaf. Við kvöddumst mjög vel það kvöld, en daginn eftir fór ég og fjölskylda mín til Genfar, þar sem við höfum verið síðan. Við sáumst því aldrei aftur. Afi minn, þetta er þér erfiður tími. Ævi ykkar ömmu var svo samtvinn- uð og þið stóðuð þétt hvort við ann- ars hlið í 65 ár. Ég, Óli og börnin samhryggjumst þér innilega. Blessuð sé minning ömmu Guggu. Hildur Jóna Gunnarsdóttir. Elsku amma Gugga. Nú þegar komið er að kveðju- stund rifjast upp margar góðar stundir sem við áttum saman. Frá unga aldri á ég minningar um skemmtilega daga í góðu veðri í sælukotinu ykkar afa uppi í Heið- mörk og fyrir mörgum árum fórum við í eftirminnilega ferð til Vest- mannaeyja og áttum þar skemmti- lega daga. Þú varst alltaf vel til höfð og fal- lega klædd og er mér minnisstætt, er ég sem unglingur á leið á skóla- ball, fékk lánuð hjá þér föt í anda kvöldsins og var ég eins og drottning það kvöld. Á jóladag voru árleg jóla- boð í Stórholtinu og þá kom oftar en ekki fyrir að þú spilaðir á píanóið og við krakkarnir gengum í kringum jólatréð og sungum og dönsuðum. Á skólaárunum kom ég oft við hjá þér og þú hjálpaðir mér með dönskuna sem var ekki mín sterkasta hlið. Þér tókst að vekja áhuga minn á dönsk- unni og varð þetta eitt af mínum uppáhalds tungumálum. Oft var handavinnan eitthvað að vefjast fyr- ir mér og þá komst þú til hjálpar svo ég gæti klárað þessi erfiðu heima- verkefni. Það var alltaf gott að koma til ykkar afa í Stórholtið, vel var tek- ið á móti mér og aldrei fór ég svöng frá ykkur. Við heyrðumst oft í síma og þú fylgdist vel með öllum í fjöl- skyldunni og vissir hvað var að ger- ast hjá okkur. Nú er ég kveð þig hinstu kveðju geymi ég í hjarta mínu minninguna er þú komst heim til okkar við skírn litlu dóttur minnar í september á síðasta ári og þegar við ræddum saman á spítalanum þegar ég kom til þín síðast. Hvíl í friði amma mín. Þín Líney. GUÐJÓNA F. EYJÓLFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.