Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 35 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I „Au Pair“ — Barcelona Reyklaus „au pair“ óskast til 3ja barna fjölskyldu frá september, lágmark 4 mánuðir. Þarf að vera sjálfstæð, barngóð og dugleg. Harpa sími 552 2760 til 25. júlí eða harpahalldors@yahoo.es eða eftir 25. júlí í s. +34933183521. „Au pair“ Vantar til Finnlands í 1 ár til að gæta eins og þriggja ára stelpna og aðstoða með hesta og heimili. Starfið hefst strax. Tölum íslensku. Guttormur og Marjatta sími: 00-358 19 488789/ 00-358 50 354 2891. Grunnskólar Vestmannaeyja Kennara vantar í Barnaskóla Vestmannaeyja Fjöldi nemenda í 1.—10. bekk er um 450. Um er að ræða stöður umsjónarkennara á mið- og yngsta stigi, kennslu í dönsku (hlutastarf) auk íþrótta- og heimilisfræðikennslu á elsta stigi. Umsóknir sendist Barnaskóla Vestmannaeyja. Upplýsingar um störfin gefur Hjálmfríður Sveinsdóttir skólastjóri í síma 481 1898 og 690 8756, netfang; hjalmfr@ismennt.is . Kennara vantar í Hamarsskóla Fjöldi nemenda í 1.—10. bekk er um 350. Um er að ræða stöður umsjónarkennara á mið- stigi auk kennslu í ensku og tónmennt. Umsóknir sendist Hamarsskóla Vestmannaeyj- um. Upplýsingar um störfin gefur Halldóra Magnús- dóttir skólastjóri í síma 481 2265 og 897 1173, netfang; hallmag@vestmannaeyjar.is . Skóla- og menningarfulltrúi. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILBOÐ / ÚTBOÐ Ýmiss verkefni fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli Forval Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins, f.h. varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna út- boðs á eftirfarandi verkefnum á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli: 1. Verk N62470-02-B-7456: Skilríkjahús við Hlið 1 Verkið felst í byggingu húss fyrir öryggisgæslu ásamt uppskjótanlegum aksturshindrunum, þ.m.t. byggingu skrifstofubyggingar fyrir útgáfu vallarvegabréfa, lagningu varanlegs yfirborðs og uppsetningu girðingar. 2. Verk N62470-03-B-1275: Málningarvinna utanhúss og innan Verkið felst í ómagngreindri málningarvinnu, sem miðast við þarfir á hverjum tíma. Samn- ingur yrði gerður í eitt ár með fjórum hugsan- legum framlengingum til eins árs í senn. 3. Verk N62470-03-B-1280: Ýmsar viðgerðir á byggingu 2453 Verkið felst í viðgerð aðalinngangs hússins, lagningu varanlegs yfirborðs, lagfæringu á inntaki fyrir kalt vatn, lagfæringu á holræsi o.fl. 4. Verk N62470-03-B-1281: Lagfæringar á vöruhúsi Verkið felst í að brjóta upp gólf og steyptan pall við enda hússins, endurnýja gólfið, loka fyrir eina upprúllanlega hurð, endurnýja aðra hurð, skipta um hitakerfi og ljós o.fl. 5. Verk N62470-03-B-1285: Lagfæringar á samskiptakerfi Verkið felst í útvegun og uppsetningu á ljós- leiðurum á íbúðasvæði, ásamt tengdum verk- efnum. 6. Verk N62470-03-B-1286: Landslagsmótun við P-3 flugvélina Verkið felst í blandaðri vinnu við landslagsmót- un, útvegun á gangstéttarhellum, blómapott- um o.fl. vegna fegrunar á umhverfi P-3 vélar sem er til sýnis á varnarsvæðinu í Keflavík. 7. Verk N62470-03-B-1287: Ný aðstaða í Hliði 7 Verkið felst í byggingu varðskýlis og aðstöðu fyrir eftirlit með ökutækjum við verktakasvæðið. 8. Verk N62470-03-B-1289: Innanhússviðgerðir á byggingu 743 Verkið felst í uppsetningu nýs hangandi lofts í byggingu 743 og útlitslagfæringa á matsal. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn og upplýsingar um kröf- ur til umsækjenda fást á heimasíðu utanríkis- ráðuneytisins: www.utanrikisraduneyti.is. Einnig fást þessi gögn hjá utanríkisráðuneytinu á Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Gögnin ber að fylla út af umsækjendum og er sérstaklega bent á nauðsyn framlagningar ítarlegra fjár- hagslegra upplýsinga og ársskýrslna. Forvals- nefnd utanríkisráðuneytisins áskilur sér rétt til að hafna forvalsgögnum sem ekki eru fullnægj- andi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátt- takendum eftir að forvalsfrestur rennur út. Umsóknum skal skilað til utanríkisráðuneytis- ins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 30. júlí nk. Ekki er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Forvalsnefnd vekur einnig athygli á því, að ým- iss smærri verk og verkefni fyrir varnarliðið eru auglýst á eftirfarandi heimasíðu: http://www.naskef.navy.mil/ template5.asp?PageID=239 Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA  www.nudd.is FÉLAGSLÍF Samkoma í kvöld kl. 20.00. Gunnar Þorsteinsson predikar. Miðvikud. Bænastund kl. 20.00. Fimmtud. Unglingarnir kl. 20.00. Laugard. Samkoma kl. 20.30. Sunnud. Samkoma kl. 16.30. www.krossinn.is mbl.is ATVINNA Ótímabær frétt um Bond-mynd Þau leiðu mistök urðu í grein um nýfengna heið- ursorðu Pierce Brosnan á mánudag að ranglega var sagt að ný Bond- mynd væri væntanleg um jólin með titilinn Everything or Nothing. Hið rétta er að Everyt- hing or Nothing er tölvu- leikur en fátt liggur fyrir um næstu Bond-myndina annað en það að Brosnan mun leika njósnara henn- ar hátignar í henni. Eru aðdáendur Bond beðnir velvirðingar á þessum misskilningi. LEIÐRÉTT HELGIN var til- tölulega friðsöm þótt alltaf sé mik- ill erill vegna ölv- aðs fólks og ónæðis frá því. Sex ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur um helgina og tólf um of hraðan akstur. Þá voru tilkynnt til lögreglu 32 umferðaróhöpp með eigna- tjóni. Á föstudagskvöld veittu lög- reglumenn athygli mönnum á bifreiðaplani við bensínstöð. Við leit á þeim fannst nokkuð af hassi. Aðfaranótt laugardags var rólegt í miðbænum og fengu miðbæjarbílar fá útköll. Tölu- vert var þó af fólki á Lauga- veginum og í miðbænum en því fór að fækka upp úr kl. 3. Til- kynnt var að maður hefði verið sleginn harkalega við veitinga- stað í Tryggvagötu og að hann lægi í götunni. Hann var flutt- ur á slysadeild en árásarmenn fundust ekki. Klukkan rúmlega sjö á laug- ardagsmorgun varð umferðar- slys á Vesturlandsvegi norðan Víkurvegar. Bifhjóli var ekið inn á Vesturlandsveg en öku- maður missti stjórn á því og rann yfir á móti umferð og á bíl. Maðurinn lenti á bílnum en ekki hjólið. Hann var talinn fótbrotinn og meiddur á öxl. Síðdegis á laugardag var til- kynnt að maður hafi verið bar- inn niður á Hlemmtorgi. Lög- reglumenn fluttu manninn á slysadeild. Hann var með áverka á auga og eins kvartaði hann yfir verk í maga. „Brjálaðir“ geitungar á flugi Á laugardagskvöld óskaði kona aðstoðar vegna þess að nágranni hennar hafði óum- beðið reynt að eyða geitunga- búi sem var í garðinum hjá henni. Ekki hafði manni þess- um tekist að eyða öllu búinu og nú flugu „brjálaðir“ geitungar um allt. Haft var samband við meindýraeyði hjá Reykjavík- urborg sem ætlaði að senda mann strax á vettvang. Rólegt var í miðborginni þessa aðfaranótt sunnudags og ekki mikið um útköll. Ekki var margt fólk í miðborginni. Áberandi var að fólk safnaðist saman efst í Bankastræti og hlutust tafir á umferð sökum þess. Á sunnudagsmorgun var kvartað yfir hávaða frá íbúð í vesturbænum. Í ljós kom að þar fór fram fíkniefnaneysla og fannst þar nokkuð af þrem- ur tegundum fíkniefna. Sex manns voru handteknir. Skömmu eftir hádegi var til- kynnt um umferðarslys á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Þarna hafði bifreið verið ekið út af veginum. Meiðsli öku- manns voru talin minniháttar. Hann hefur sennilega fengið einhvers konar aðsvif. Bifreið- in var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Skemmdir eru á göngubrú eftir að bifreið- in lenti á henni. Um kl. hálfátta var tilkynnt um bílveltu á Þingvallavegi við Hlaðgerðarkot. Bifreið með óskráð tengitæki í drætti hafði farið út af veginum. Bifreiðin endaði á hvolfi utan vegar og var dregin burt með kranabif- reið. Farmur kerrunnar voru tvær heyrúllur. Ökumaður og farþegar voru fluttir á slysa- deild með sjúkrabifreið til að- hlynningar en meiðsli reynd- ust minniháttar. Braust inn á öldrunarheimili Um kvöldið tilkynnti örygg- isgæslumaður á Elliheimilinu Grund um mann sem braust inn í húsið en slapp út aftur og hljóp í átt að Hringbraut. Mað- urinn var handtekinn skammt frá og fluttur á aðalstöð. Við- urkenndi hann að hafa brotist inn í elliheimilið og hafa farið inn í garða við Víðimel. Hann kvaðst hafa kastað frá sér bol, sem hann var klæddur og stol- ið peysu í garði við Víðimel. Klukkan rúmlega sjö á mánudagsmorgun var tilkynnt um slys á Kringlumýrarbraut við Sæbraut. Þar varð hjól- reiðamaður fyrir bifreið. Hann var ekki með hjálm og var fluttur á slysadeild til rann- sóknar. Meiðsl hans voru á höfði, brjósti og kviði en þau eru ekki talin alvarleg. Úr dagbók lögreglunnar vikuna 19. til 21. júlí Nokkur erill vegna ölvaðs fólks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.