Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 45 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 OG 8. „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS  SG. DV KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Það er erfitt að falla inn í hópinn þegar þú skerð þig svona hrikalega úr Rómantísk gamanmynd með Amanda Bynes og ColinFirth (Bridget Jones´s Diary) í li i ( i ´ i ) KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára.  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" BJÖRGVIN Halldórsson skipar sér tvímælalaust í hóp afkastamestu tónlistarmanna landsins. Hann á að baki fjölda platna og nú síðast bætt- ist í safnið sjötta útgáfan í Íslands- laga-seríunni þar sem hann fær til liðs við sig marga færa samstarfs- menn úr tónlistinni. Eins og fyrri Íslandslagaplötur er hér um að ræða úrval af sígildri ís- lenskri dægurlagatónlist og gefur að heyra rólega ástarsöngva á borð við „Við gengum tvö“, „Brúnaljósin brúnu“ og „Brúðarskóna“ og yfir í hressilegri lög á borð við „Blik í auga“ og „Vorvísuna“. „Síðustu þrjár Íslandslagaplötur höfum við helgað vissum tónlistar- mönnum,“ segir Björgvin þegar hann er spurður hvers vegna nýj- asta platan er tileinkuð Hauki Morthens. „Haukur á þetta bara skilið. Hann var einn af þeim söngv- urum sem höfðu mikil áhrif á mig og svo marga aðra.“ Björgvin vann að útsetningu lag- anna með Jóni Kjell Seljeseth: „Við höfum tileinkað okkur vissan stíl í meðförum á þessum lögum og reyn- um að færa þau að vissu leyti í nýj- an búning – gefa þeim nýtt líf og kynna þessi frábæru lög nýjum kynslóðum. Það má segja að við setjum þau sum hver í þann búning sem þau hefðu verið í ef þau hefðu verið samin í dag.“ Eins og á mörgum plötum í Ís- landslaga-seríunni er platan róleg og rómantísk að stærstum hluta: „Það er gegnumgangandi yfir ser- íuna, en það hlýst kannski líka af því að í gamla daga voru höfund- arnir svo rómantískir. En svo eru nýrri lög inn á milli, sem eru samt heldur betur rómantísk, eins og „Brúðarskórnir“ eftir Þóri Baldurs- son við ljóð Davíðs Stefánssonar en það lag var fyrst tekið upp 1966.“ Einvalalið söngvara Eins og fyrr segir ljær fjöldi listamanna Björgvini lið á plötunni. Björgvin syngur í flestum lögunum, ýmist einn eða sem bakrödd og heyrist í hinum vinsæla BH-kvart- ett í nokkrum laganna en eins og glöggir muna varð sá allsérstaki kvartett til kringum „Sendu nú gullvagninn“ sem kom út á gosp- elplötunni Kom heim: „Hann slæð- ist með. Hvað skal segja, ég hef svo gaman af svona kvartett- og kór- söng að yfirleitt leyfi ég þessum fjórum bræðrum að komast að.“ Þeir sem syngja á plötunni auk Björgvins eru Eivör Pálsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Savanna Tríó- ið, Egill Ólafsson, Jóhanna Vigdís Árnadóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Bubbi Morthens, Ólafur „Labbi“ Þórarinsson og Sléttuúlfarnir. „Ég hef verið mjög heppinn með listamenn sem vinna við þessar plötur,“ segir Björgvin. „Þá er ég ekki bara að tala um söngvarana heldur er líka landsliðið í hljóðfæra- leik að taka þátt í þessu. Til dæmis fékk ég til liðs við mig hinn frábæra finnska harmónikkuleikara Tatu Kantomaa og svo eru þarna Jóhann Hjörleifsson, Þórir Baldursson, Haraldur Þorsteinsson, Eyþór Gunnarsson Þórður Árnason og margir fleiri.“ Með diskinum er kápa með ít- arlegum texta þar sem fjallað er stuttlega um sögu hvers lags fyrir sig. Textinn er jafnframt á ensku og segir Björgvin Íslandslaga-seríuna meðal annars hafa gengið svona lengi vegna þess hve vinsælar plöt- urnar eru hjá útlendingum: „Þessi sería er orðin mjög vinsæl og þar liggur hvatningin fyrir því að við höldum þessu áfram. Við höfum fundið að hún hefur selst vel, bæði eru Íslendingar að kaupa hana og senda hana til vina sinna erlendis og útlendingar eru líka duglegir að kaupa hana. Þannig selst platan ágætlega í Kanada, Bandaríkjunum og Evrópu. En svo kaupa Íslend- ingar plötuna auðvitað líka og ég held að hún eigi vel við hérna. Landslagið hérna á Íslandi á svo vel við þessa tónlist, ef þú bara spilar hana í bílnum og horfir út um gluggann.“ MC Björgvin? Framundan hjá Björgvini er meðal annars endurkoma Brimkló- ar en hljómsveitin ætlar að byrja á Kántrýtónleikum á Skagaströnd um verslunarmannahelgina. Loks er í undirbúningi hjá Björgvini, sem er óþreytandi að vanda, að gefa út sóló-plötu þar sem blandað verður saman íslenskum og erlendum lög- um, gömlum og góðum og frum- sömdum. Hann segist jafnvel von- ast til að hafa plötuna dúettaplötu og langar að vinna með söngvurum af yngri kynslóðinni, þótt hann taki því fálega þegar blaðamaður spyr hvort Bó ætli að fara að rappa. Hann afskrifar það samt ekki með öllu: „Það er ekki mín sterkasta hlið, þótt ég hefði gaman af að reyna það.“ Björgvin Halldórsson gefur út 6. Íslandslaga-plötuna „Eiga vel við landslagið“ Björgvin fær til liðs við sig söngvara eins og Bubba Morthens, Pál Óskar, Egil Ólafsson og Eivöru Pálsdóttur á nýja Íslandslaga-diskinum. asgeiri@mbl.is Sjötta platan í Íslandslaga-seríu Björgvins Halldórs- sonar kom út á dögunum. Ásgeir Ingvarsson ræddi við hann um útgáfuna og framtíðarvonir vegasöngvarans. Kóngulóarmaðurinn, Spider-Man á sér marga aðdáendur og naut sam- nefnd kvikmynd frá því í fyrra mikilla vinsælda víða um heim. Fram- haldsmynd er í vinnslu og hafa framleiðendur gefið forskot á sæluna og birt svipmynd úr henni á Netinu. Þar má sjá Alfred Molina uppá- búinn í hlutverki dr. Otto Octavius. Sem fyrr er Tobey Maguire í hlutverki Pet- ers Parkers og fer Kristen Dunst með hlutverk hinnar ljúfu Mary Jane Watson. Tökum á myndinni er lokið í New York-borg, heimavelli Kónguló- armannsins, og fara þær nú fram í Los Angeles. Aðdáendur þurfa að bíða enn um sinn en stefnt er á að frumsýna myndina á næsta ári. birt á Netinu Svipmynd úr framhaldi Kóngulóarmannsins Svona lítur Alfred Molina út í hlutverki dr. Otto Octavius í framhaldsmyndinni Spider-Man 2. Forskot á sæluna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.