Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar SUMIR töldu að dagar skutbílsins væru senn taldir þegar fram á sjón- arsviðið komu stórir hlaðbakar og fjölnotabílar. Ennþá er samt mikill markaður fyrir þessa bíla, sérstak- lega meðal fjölskyldufólks sem þarf mikið farangursrými til að stinga inn barnavagninum og öðru tilheyr- andi. Þetta skynja líka framleiðend- urnir sem allflestir bjóða upp á hefðbundnar skutbílsgerðir af fólks- bílum sínum. Honda setti á markað nýlega ger- breyttan Accord sem er bíll í flokki stórra millistærðarbíla. Skemmst er að minnast að bíllinn hefur slegið í gegn enda vel smíðaður og vand- aður bíll með nýjustu tækni í vél- búnaði og verðið er ólíkt hagstæð- ara en oft hefur verið reyndin hjá Honda. Nú er kominn á markað Accord-skutbíll sem við prófuðum á dögunum með 2,0 lítra vél og sjálf- skiptingu í Comfort-útgáfu. 10 cm meira hjólhaf Oft á tíðum hafa skutbílsgerðirn- ar ekki þótt sérstaklega fallegar út- lits. Yfirleitt fara framleiðendur þá leið að hanna fyrst stall- eða hlað- baksgerðirnar og síðan skutbílinn út frá þeim. Honda fer hins vegar allt aðra leið og hefur þróað alveg nýjan Accord í skutbílsútgáfunni. Hann er auðvitað lengri en stallbak- urinn en auk þess með talsvert meira hjólhafi sem bæði eykur inn- anrýmið og bætir enn frekar akst- urseiginleikana. Accord Tourer, eins og skutbílsgerðin heitir, er, að mati þess sem þetta skrifar, í hópi laglegustu skutbíla á markaðnum. Þar slæst hann í hóp með bílum eins og Audi Avant og Alfa Romeo Sportwagon. Það sem setur mestan svip á bílinn eru fleygmyndaðar hliðarrúðurnar sem gefa bílnum æði sportlegt yfirbragð. Að framan er hann með sterkan svip eins og stall- bakurinn og eins og stöðugt fleiri bílar í þessum flokki, eru stefnuljós á neðanverðum hliðarspeglunum, sem miðar jafnt að auknu öryggi og er skemmtilegt stílbragð. Sama má segja um vindkljúfinn ofan við aft- urrúðuna. Það er allt traustvekjandi við þennan bíl. Hurðarhúnar eru sterk- legir og úr málmi og hurðir falla að stöfum með dempuðu hljóði. Com- fort-útgáfan kemur á 15 tommu stálfelgum en undir reynsluaksturs- bílinn var búið að setja 15 tommu álfelgur. Bíllinn er líka boðinn í Sport-útfærslu og er þá á 16 tommu álfelgum og að auki með skriðstilli og leður á slitflötum í sætum. Skriðstillir og spólvörn var líka eiginlega það eina sem hægt var að sakna úr bílnum því hann er að öðru leyti vel búinn. Innbyggð hljómtæki með geislaspilara og stjórnrofum í stýrinu er staðalbún- aður sem og sjálfvirk og tvívirk miðstöð með loftkælingu. Þá er úti- hitamælir í bílnum en þó engin aksturstölva – sem oft nýtist þeim ágætlega sem vilja fylgjast með eyðslunni. Sætin eru stinn og styðja vel við líkamann og milli framsætanna er geymsluhólf með færslu sem nýtist vel sem armhvíla. Þrengra er í aft- ursætum og virðist sem gengið hafi verið á rýmið þar með hinu mikla farangursrými. Eins og í öðrum skutbílum er einfalt að fella fram aftursætisbökin og breyta þá far- angursrýminu úr 576 lítrum í 921 lítra. Accord Tourer er því í hópi þeirra skutbíla sem hafa mest far- angursrými í lítrum talið en jafn- framt er lögunin á því slík að auð- velt er að hlaða bílinn með stórum og plássfrekum hlutum. Með frískari 2ja lítra vélum Accord er aðeins fáanlegur með tvenns konar fjögurra strokka bensínvélum. Sú minni er 2ja lítra en sú stærri 2,4 lítrar. Bíllinn var prófaður með minni vélinni sem skilar að hámarki 155 hestöflum. Við hana er tengd fimm þrepa sjálf- skipting með handskiptivali. Þetta er með frískari 2ja lítra vélum og vandséð hvað venjulegur bílkaup- andi hefur við aflmeiri vélina, 190 hestafla, að gera. Accord Tourer státar af rómuð- um aksturseiginleikum Honda. Hann er nákvæmur og fremur létt- ur í stýri og hefur mikið veggrip. Hann sýnir líka sportlega takta þegar honum er fleygt í beygjur á þokkalegum hraða því hann leggur sig lítið og undirstýrir ekki að ráði. Þetta er því prýðisakstursbíll um leið og hann þjónar þörfum sumra fyrir mikla flutningsgetu. Accord Tourer hefur flest það að bjóða sem menn leita eftir í skutbíl og margt umfram það. Þetta er sportlegur bíll, vel einangraður með skemmtilega vél og frábæra akst- urseiginleika. Og þá hefur ekki ver- ið minnst á einn stærsta kostinn sem er verðið. Í Comfort-útgáfunni kostar bíllinn 2.340.000 kr. og 2.440.000 kr. með sjálfskiptingu. Þetta verður að teljast afar hag- stætt verð fyrir svo stóran og vand- aðan bíl og ef menn vilja aðeins meiri búnað fá þeir sér Sport-út- færslu á 2.640.000 kr. Honda vill bera sig saman við þýsku gæðabíl- ana, Audi og BMW en auðvitað væri nær að benda á VW Passat, Ford Mondeo og Renault Laguna. Skemmst er frá því að segja að Acc- ord er á lægra verði en keppinaut- arnir og auk þess með aflmeiri vél. Accord er með betri akstursbílum í sínum flokki. Vel heppnaður Accord-skutbíll Farangursrýmið er eitt hið mesta í þessum flokki bíla. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Accord Tourer er langur og með fleygmyndaðar hliðarrúður. Nútímalegur og snotur að innan. gugu@mbl.is Vél: Fjórir strokkar, 1.998 rúmsentimetrar, tveir yfirliggjandi knast- ásar, i-VTEC. Afl: 155 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 190 Nm við 4.500 snúninga á mínútu. Gírar: 5 þrepa sjálfskipt- ing. Hámarkshraði: 205 km/ klst. Hröðun: 9,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Lengd: 4.750 mm. Breidd: 1.760 mm. Hæð: 1.470 mm. Eigin þyngd: 1.475 kg. Farangursrými: 576/ 921 lítrar. Hemlar: Diskar, kældir að framan, ABS og EBD. Eyðsla: 11 lítrar í blönd- uðum akstri. Verð: 2.440.000 kr. Umboð: Bernhard ehf. Honda Accord Tourer Comfort 2,0 REYNSLUAKSTUR Honda Accord Tourer Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.