Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Rall í Skagafirði ÞRIÐJA umferð Íslandsmótsins í ralli verður haldin í Skagafirði um helgina. Það er Bifreiða- klúbbur Skagfjarðar sem heldur þessa keppni í samvinnu við Shell Sport á Sauðárkróki, en keppni hefst á hefðbundinn máta með öryggis- skoðun keppnisbíla hjá Frumherja á Sauðárkróki kl. 18:00 á föstudaginn. Ekið verður um Mæli- fellsdal og um Nafir. Sérleiðin um Mælifellsdal er 25 km löng sem ekin verður fjórum sinnum (tvisvar í hvora átt), en leiðin um Nafir er stutt, einungis um tveir kílómetrar. Veginum um Mælifellsdal verður þannig lokað fyrir allri annarri umferð frá kl 9:50 til 14:40 á laugardaginn kemur en áætlað er að fyrsti bíll verði ræstur inn á fyrstu sérleið kl. 10:30. Sam- tals eru eknir 195 km, þar af 102 km á sérleiðum. Tímaáætlun er sem hér segir: Ræsing frá Shell Sport 9:30. Mælifellsdalur I 10:30. Mælifellsdalur II 11:35. Mælifellsdalur III 12:35. Mælifellsdalur IV 13:35. Nafir 16:00. Endamark við Búnaðarbankann 17:00. Verðlaunaafhending í Ólafshúsi 20:30. Eftirfarandi áhafnir eru skráðar til keppni: Rásnr. Ökumaður: Aðstoðarökumaður: Bif- reið: 1. Rúnar Jónsson, Baldur Jónsson, Subaru Legacy 2000 Turbo 4x4. 2. Sigurður B Guðmundsson, Ísak Guðjónsson, MG Metro 6R4 3000 4x4. 3. Guðmundur Guðmundsson, Jón Bergsson, Subaru Impresa. 4. Sighvatur Sigurðsson, Úlfar Eysteinsson, Jeep Cherokee 4000 4x4. 5. Daníel Sigurðarson, Sunneva Lind Ólafs- dóttir, Honda Civic V-Tec 1600. 6. Hlöðver Baldursson, Halldór Gunnar Jóns- son, Toyota Corolla 1600. 7. Aðalsteinn Þröstur Jónsson, Kristófer Arn- ar Einarsson, Toyota Hilux 2400 Turbo 4x4. 8. Hilmar B. Þráinsson, Fylkir A. Jónsson, Toyota Corolla 1600. 9. Elvar S. Jónsson, Margrét Haraldsdóttir, Honda Civic V-Tec 1600. 10. Jóhann Haraldsson, Hilmar Erlingsson, Trab- ant 601. Rallkeppnir í Skagafirði hafa ætíð haft ákveð- inn ljóma yfir sér og má búast við hörkukeppni þar á skemmtilegum leiðum. Menn sakna þó ef- laust leiðarinnar um Þverárfjall en nýr vegur hef- ur verið lagður þar, almennum vegfarendum til góðs en rallunnendum til ama. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem íslenskir torfæruhjólamenn fá tækifæri á því að sækja motocross-skóla með heimsþekktum þjálfara. Martin Dygd var einn fremsti motocross-ökumaður Svíþjóðar á árum áður en hefur síðasta áratuginn einbeitt sér alfar- ið að þjálfun. Í fyrra hélt hann tvö námskeið á Íslandi og um síðustu helgi mætti hann á klakann í annað sinn á þessu ári til að kenna undirstöðuatriði motocross sem og sérhæfða akstursleikni fyrir keppni. Í fjórða skipti á Íslandi Martin Dygd lætur vel af Íslandsferðum sínum og hefur gaman af því að koma til landsins. Námskeiðið um helgina var það fjórða í röðinni og Martin er staðráðinn í að koma aftur að ári. Margir nemar hans hafa mætt á öll námskeiðin og Martin segist sjá miklar framfarir hjá Íslendingunum milli ára, enda blómstrar torfæruhjólasportið sem aldrei fyrr. Lyftistöng fyrir Ólafsfjörð Martin kenndi grunnatriði motocross; rétta stöðu á hjólinu, rétta tækni við beygj- ur, hvernig á að svífa yfir stökkpalla og fleira. Þátttakendur voru sammála um að þessi grundvallaratriði væru atriði sem allir þyrftu að æfa, sama hversu langt þeir eru komnir í sportinu. Sportið er enn ungt á Ís- landi og við eigum enn langt í land í heims- meistarana. Kennslan fór fram í Ólafsfirði, en heimamenn hafa með miklum myndar- skap lagt glæsilega motocross-braut fyrir utan bæinn. Brautin þykir mjög skemmtileg og flykkjast ökumenn frá öllum landshorn- um til Ólafsfjarðar til að keyra brautina. Það er því óhætt að segja að brautin sé lyftistöng fyrir bæjarlífið á Ólafsfirði enda njóta íþróttaiðkendur sem og atvinnulíf Ólafsfjarðar góðs af henni. Motocross-skóli Martins Dygd Ljósmynd/Jói Bærings Finnur Aðalbjörnsson, eða Finni bóndi eins og hann heitir norðan heiða, í krappri beygju á námskeiðinu. Martin Dygd við motocross-kennslu í Ólafsfirði. Martin Dygd er heimsþekktur moto- cross-þjálfari. Bjarni Bærings skellti sér á skólabekk og tók þátt í fjórða námskeiðinu sem haldið er hér á landi. bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.