Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKI TRAUSTVEKJANDI Davíð Oddsson forsætisráðherra segir skýringar olíufélaganna um að þau hafi þurft langan aðlögunartíma vegna nýrra samkeppnislaga ekki traustvekjandi. Davíð segist telja að meira hefði verið um samráð fyr- irtækja áður fyrr og það hefði verið ástæða þess að samkeppnislög voru sett á sínum tíma. Borgarfulltrúa banað Einn af borgarfulltrúum New York-borgar var skotinn til bana í fundarsal ráðhússins um miðjan dag í gær. Byssumaðurinn var sjálfur felldur af óeinkennisklæddum lög- reglumanni. Borgarfulltrúinn, James E. Davis, var fyrrverandi lög- reglumaður og þekktur bar- áttumaður gegn stórborgarofbeldi. Forstjóra vikið úr starfi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur vikið Gylfa Gauti Péturssyni, forstjóra Löggildingarstofu, úr emb- ætti vegna óreiðu í fjárreiðum stofn- unarinnar. Atlantsolía í bensínsölu Atlantsolía hyggst opna tíu bens- ínsjálfsafgreiðslustöðvar á höfuð- borgarsvæðinu innan 12 mánaða. Bush fagnar George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að dauði tveggja sona Saddams Husseins, Udays og Qusays, væri skýr vísbending um að „fyrrverandi ráðamenn [í Írak] eru farnir og að þeir munu ekki koma aftur“. Fyrr um daginn hafði Rich- ard Sanchez hershöfðingi sagt tann- læknaskýrslur sýna svo ekki yrði um villst að synir Saddams hefðu fallið í skotárásinni í fyrradag. 24. júlí 2003 Þorskeldi í kví Keikós, nýr bátur til Keflavíkur, endurbætur í sjávarútvegi Rússa og arðbær reyking á laxi Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu SALTAÐAR fiskafurðir eru eini flokkur sjávarafurða, sem hefur hækkað í verði í erlendri mynt á þessu ári. Mælt í SDR hefur vísi- tala saltaðra afurða í heild farið úr 98,4 í 102,6 frá janúar til maí, en í maí í fyrra var hún 91,4. Mælt í íslenzkum krónum hefur vísitalan lækkað úr 109,5 í 108,2. Sé þorskurinn tekinn út úr var verðvísitala hans 104 í maí, en 101,5 í janúar. Í maí 2002 var vísi- talan hins vegar aðeins 94,4. Verðhækkun frá maí 2002 til 2003 er því ríflega 10% í mælt í SDR. Í íslenzkum krónum hefur vísitalan hins vegar lækkað úr 113 í janúar í 109,6 í maí. „Það er ekki mikil eftir- spurn eftir saltfiski um þessar mundir. Markaðurinn er í jafn- vægi og verð á saltfiski hefur ekki lækkað eins og á öðrum fisk- afurðum,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF. „Sala á sjávarafurðum héðan frá Íslandi hefur verið heldur ró- leg að undan- förnu og eftir- spurn frekar lítil á helztu mörkuðum í Evrópu. Það er alveg ljóst að mikill þrýstingur hefur verið á verðið á frystum afurðum. Saltfiskurinn er eini afurðaflokkurinn sem hefur hækkað aðeins í verði á þessu ári. Allir aðrir afurða- flokkar, svo sem síld, sjófrystar afurðir, landfrystar og rækja, hafa lækkað í verði í erlendri mynt. Það er líka ljóst að framleiðsla á saltfiski er mun minni nú en í fyrra. Það er hins vegar spurn- ingin hvaða áhrif 30.000 tonna við- bót á þorskkvótann kunni að hafa á ráðstöfun aflans, hvort hún muni leiða til aukinnar framleiðslu á saltfiski. Það er alveg ljóst að ekki er hægt að setja saman sem merki milli kvótaaukingarinnar og útflutningsverðmæta sjávaraf- urða, ætli menn sér að miða við verð eins og það var hæst. Raunveruleikinn er ekki þannig. Við sjáum það á ýsunni, þegar kvótinn var aukinn á miðju fisk- veiðiári. Þá jókst framboð veru- lega og verðið lækkaði,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson. Verð á saltfiski hefur hækkað á árinu NÝVERIÐ ákvað stjórn norska rannsóknar- ráðsins að styrkja verkefnið „Accelerated intensive production of juvenile halibut: the impact of environmental regulation and water quality“ (Aukin framleiðsla í matfiskeldi lúðu: áhrif umhverfisþátta og vatnsgæða). Vísinda- legur verkefnisstjóri verkefnisins, prófessor Albert Kjartansson Imsland, starfar sem rannsóknar- og þróunarstjóri fiskeldis hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Akvaplan-niva, auk þess sem hann stýrir starfsemi fyrirtæk- isins hérlendis. Að sögn Alberts er hér um að ræða svokallað notendastýrt verkefni þar sem vísindastofnan- ir og fyrirtæki vinna saman að nýsköpun í fyr- irtækjunum. Auk Akvaplan-niva taka Háskól- inn í Bergen, norska Hafrannsóknastofnunin og fiskeldisfyrirtækið Dønna Marine Holding þátt í verkefninu. Norska fyrirtækið er stað- sett rétt sunnan við Bodø og gera framleiðslu- áætlanir ráð fyrir allt að 1.500 tonna fram- leiðslu árið 2005. Lúðan sem unnið verður með í verkefninu er að miklum hluta seiði frá Fiskeldi Eyjafjarðar, en nýverið var geng- ið frá sölusamningum á milli Dønna Marine Holding og Fiskeldis Eyjafjarðar og hafa nú þegar verið send um 50 þús- und seiði til Dønna. Seiðin eru síðan alin áfram í landeldisstöð fyrirtækisins þar til þau ná um 500 g stærð, en þá eru þau flutt í sjókvíar og alin áfram allt þar til þau ná slát- urstærð. Að sögn Alberts hefur seiðaframleiðsla gengið nokkuð brösuglega í Noregi og því ver- ið leitað til Fiskeldis Eyjafjarðar til að tryggja stöðugt framboð af seiðum. „Ég held hins veg- ar að innan fárra ára verði framleiðslan orðin stöðugri og mun stærri í sniðum, en við erum að sjá núna,“ segir Albert. „Í okkar verkefni einbeitum við okkur að því búa í haginn fyrir væntanlegt mat- fiskeldi með því að rannsaka hvernig við getum best stýrt fyrstu stigum eldisins þannig að hámarka megi afraksturinn á síðari stig- um. Í Noregi líkt og hérlendis mun hluti eldisins eiga sér stað í land- stöðvum og hér eru möguleikar á því að stýra umhverfisaðstæðum allt aðrar og betri en þeg- ar fiskurinn er kominn í kvíar. Við teljum að með því að stýra hitastigi og nýta svokallaðar kjörhitatröppur, ásamt því að ala fiskinn við sérstakar ljósaðstæður megi auka vöxt um allt að þriðjung jafnframt því sem komið verður í veg fyrir ótímabæran kynþroska.“ Albert bendir á að reynsla úr eldi annarra tegunda sýni að með því að skilgreina og nýta kjöreldisaðstæður á seiða- og stórseiðastigi megi ná fram umtalsverðri arðsemisaukningu í matfiskeldinu. „Til að líkja eftir eldi í endur- nýtingarkerfum munum við einnig rannsaka hvernig lúðan bregst við mismunandi magni súrefnis og ammoníaks í eldissjónum.“ Albert getur þess að niðurstöður verkefn- isins verði opinberar og sé stefnt að því að gera þær aðgengilegar um leið og þær séu fullunn- ar. Þær ættu því að nýtast eldisfyrirtækjum hérlendis að sama skapi og norskum fyrirtækj- um. Hérlendis hefur lítið sem ekkert verið unnið með lúðu í sjókvíum, en reynsla Norð- manna sýnir að áframeldið mun, að öllum lík- indum, verða að stórum hluta í sjókvíum. Þekkingin á eldi í kvíum gæti, hins vegar, nýst hérlendis þar sem finna má aðstæður við strönd Íslands sambærilegar þeim sem finnast á strönd Nordlands í Norður-Noregi Hlýtur 26 milljónir til rannsókna á lúðu frá norska rannsóknarráðinu VEGNA aflaleysis í Breiðafirði hefur fjöldi handfærabáta, farið frá Ólafsvík til Skagastrandar þar sem á vísan er að róa. Góð afla- brögð á Skagaströnd, upp í fimm tonn á dag, freista trillusjómanna til að leggja sjó undir kjöl og halda á vit ævintýranna þar. Þorgeir Árnason bílstjóri hefur síðustu daga haft nóg að gera við að fara með fjölda báta á bílum sínum til Skagastrandar og var hann einn daginn að fara með þrjá báta norður. Einn trillukarlinn sem spjallað var við á bryggjunni í Ólafsvík, er hann var að setja bát sinn á bíl, sagði að það væri alveg steindautt á færin í Breiðafirði og tómur fíflaskapur að vera að eyða sínum dýrmæta tíma í að róa, og væri best í stöðunni að fara norður, þar sem Breiðafjörðurinn hafi verið eins og eyðimörk í sumar, og hafi bátar verið að koma í land með allt niður í sex fiska eftir daginn. Breiðafjörðurinn eins og eyðimörk ALLT að 250 störf kváðu verða lögð niður við sam- einingu fiskvinnslu- fyrirtækisins Huss- mann & Hahn í Cuxhaven og fyr- irtækisins Pickenpack í Lüneburg í Þýzkalandi, sem er í eigu Sam- herja. Ákveðið hefur verið að sam- eina fyrirtækin tvö í „Pickenpack Hussmann & Hahn Seafood GmbH“. Að sögn dagblaðsins Cux- havener Nachrichten ríkir reiði meðal starfsfólks yfir uppsögnum sem tilkynntar voru hinn 14. júlí og eiga að taka gildi um næstu mán- aðamót. Vinnustaðarstjórn Hussmann & Hahn skýrði frá því að ferskfisk- vinnsludeild fyrirtækisins yrði lok- að 31. júlí. Rekstri hennar yrði síð- ar að hluta til haldið áfram í nafni fyrirtækisins Kutterfisch. Það muni þó ekki taka yfir neina starfsmenn Hussmann & Hahn. Þá muni 100–120 starfsmönnum Hussmann & Hahn til viðbótar verða sagt upp. Skrifstofuhald Hussmann & Hahn verði að mestu fært til Lüneburg, þar sem skrif- stofur Pickenpack eru fyrir. Í heild muni 200–250 starfsmenn Huss- mann & Hahn missa vinnuna við þessar breytingar. Reiði meðal starfs- fólks Hussmann & Hahn vegna uppsagna KOLMUNNAVEIÐI hefur gengið vel að undanförnu en fjögur skip hafa landað rúmlega sex þúsund tonnum það sem af er vikunni. Kolmunnakvótinn er skv. út- hlutun Fiskistofu frá 5. júlí sl. 547.000 tonn. 23. júlí voru komin á land 277.528 tonn sem skiptast þannig að tæpur fjórðungur aflans, 65.712 tonn, er úr erlendum skipum en 211.815 tonn úr íslenskum skip- um. Eftirstöðvar kvótans eru því 335.000 tonn. Faxi RE landaði 1.400 tonnum í Þorlákshöfn og Sighvatur Bjarnason VE 1.097 tonnum í Vest- mannaeyjum, báðir 21. júlí. Hólma- borg SU landaði 2.250 tonnum sl. þriðjudag hjá Eskju á Eskifirði og Jón Kjartansson SU kom með 1.495 tonn í gær, miðvikudag, á sama stað. Mest hefur borist af kolmunna til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, 58.504 tonn, þá til Loðnuvinnsl- unnar á Fáskrúðsfirði, 53.103 tonn, og 48.173 tonn voru komin á land hjá Eskju á Eskifirði. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva hafði verið landað alls 154.891 tonni af loðnu í fiskimjölsverksmiðjum að morgni 23. júlí. Þar af eru 58.068 tonn úr er- lendum skipum. Heildarkvótinn er 362.345 tonn og eftirstöðvarnar þ.a.l. um 265.520 tonn. Mestu hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði, 32.146 tonnum. Góð kolmunnaveiði síðustu dagana PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Á SÍÐUSTU árum hafa Íslend- ingar búið við talsvert frelsi á fjármálamarkaði og aðgangur að lánsfjármagni er nokkuð greiður. Það er af sem áður var þegar menn biðu í röðum fyrir utan skrifstofu bankastjóra í von um að geta fengið lán. Nú á dögum má fá lánað fyrir nánast hverju sem er, séu menn tilbúnir að greiða fyrir það uppsetta vexti, og verða menn nú sjálfir að kunna fótum sínum forráð í þessum efn- um. Útlánsvextir hafa farið lækk- andi á liðnu ári en ekki er ýkja langt síðan vextir af dýrustu skammtímalánunum voru 18– 20%. Nú eru vextir af yfirdráttar- lánum til einstaklinga almennt á bilinu 15,2 til 15,5%. Þó er hægt að fá lægri yfirdráttarvexti með því að nýta sér ýmsar þjónustu- leiðir bankanna. 1.250 á mánuði Sé gert ráð fyrir 15% ársvöxtum á yfirdráttarláni þá þýðir það 1.250 krónur á mánuði fyrir hverjar 100 þúsund krónur. Fimmföld sú upp- hæð, eða 6.250 krónur, greiðist þá af 500 þúsund króna yfirdrætti í hverjum mánuði. Yfirleitt er vaxtagreiðslan gjaldfærð á reikn- ing lántakanda í tvennu lagi. Annars vegar eru grunnvextir sem reiknast fyrir fram af láns- heimild mánaðarins, t.d. 5%, og gjaldfærast í byrjun mánaðar. Þetta er gjarnan kallað viðskipta- gjald eða þjónustugjald. Seinna í mánuðinum eru svo hin 10% gjaldfærð og heita þá yfirleitt vextir. Þetta getur gert það að verkum að mánaðarlegar vaxta- greiðslur líta út fyrir að vera lægri í augum leikmanna en þær eru í raun. Greiðsludreifing á kreditkort er vinsæl fjármögnunarleið en sú leið er jafnvel enn dýrari en yf- irdráttarlánin. Fastir vextir af fjölgreiðslum VISA, greiðslu- dreifingu MasterCard og svoköll- uðum veltikortum eru almennt u.þ.b. 15,5 til 16,3%. Mánaðarleg vaxtagreiðsla af 300 þúsund króna greiðsludreifingu og miðað við 16% vexti er 4.000 krónur en við það bætist þóknun kortafyr- irtækisins af dreifingunni. Dæmi má taka af fjölskyldu sem er með tvær fullnýttar 200 þúsund króna yfirdráttarheimild- ir. Það gerir alls 5 þúsund krónur í vexti á mánuði. Vextir 250 krónur á dag Þessi sama fjölskylda fór í sum- arfrí til útlanda í júní sem kostaði 200 þúsund króna kreditkorta- skuld sem dreift var á nokkra mánuði. Gera má ráð fyrir að vextir á mánuði séu 2.500 krónur. Vextir af neyslulánum í þessu dæmi nema 7.500 krónum á mán- uði eða um 250 krónum á dag. Þess utan hefur þessi fjöl- skylda tekið lán til húsnæðis- kaupa. Annars vegar tók hún 8 milljóna króna lán frá Íbúðalána- sjóði í fyrra og greiðir um þessar mundir mánaðarlega 33 þúsund krónur í vexti og verðbætur af því. Hins vegar tók fjölskyldan 2 milljóna króna lífeyrissjóðslán og það kostar um 10 þúsund krónur á mánuði í vexti og verðbætur. Samtals kosta húsnæðislánin því 43 þúsund á mánuði eða rúmar 1.400 krónur á dag. Samantekið kostar allt þetta fjölskylduna um 50 þúsund krón- ur á mánuði. Dýr greiðsludreifing og yfirdráttarlán heimila Þau lán sem heimilin í landinu fjármagna sig með eru gjarnan þau allra dýrustu sem fást Morgunblaðið/Jim Smart VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS FAD 1830 hefur tekið ákvörðun um að nýta sér rétt á að fara fram á innlausn á þeim hlutabréfum sem félagið á ekki í Olíuverzlun Ís- lands. Hlutur FAD 1830 er nú 98,96% og er innlausn- arverðið 10 krónur á hlut sem er sama verð og var boðið í yfirtökutilboði sem lauk þann 10. júlí sl. Innlausn- artímabilið hefst í dag, fimmtudag, og lýkur 21. ágúst nk. Ef ekki næst samkomulag um inn- lausnarverð verður það ákveðið af mats- mönnum sem dómkvaddir eru á heim- ilisvarnarþingi FAD 1830. Ef ákvörðun matsmanna leiðir til hærra innlausn- arverðs en FAD 1830 bauð gildir það einnig fyrir þá hluthafa sem hafa ekki beðið um mat og sæta innlausn. Kostnað við ákvörðun verðsins greiðir FAD 1830 nema dómstóll telji vegna sérstakra ástæðna að viðkomandi minnihluti hlut- hafa skuli að nokkru eða öllu leyti greiða kostnaðinn. Verði hlutabréf ekki framselt og hafi hluthafi ekki tilkynnt að hann sætti sig ekki við það verð sem boðið er mun FAD 1830 greiða andvirði hlutabréf- anna inn á geymslureikning á nafni rétt- hafa. Frá þeim tíma telst FAD 1830 réttur eigandi alls hlutafjár í Olís og bréf fyrri eigenda eru ógild. Kauphöll Íslands hefur samþykkt fram komnar beiðnir stjórna Olíu- verzlunar Íslands og Íslenskra að- alverktaka hf. um afskráningu hluta- bréfa félaganna af Aðallista Kauphallarinnar. Hlutabréf félaganna verða afskráð í lok dags 31. júlí. Y F I R T Ö K U R Yfirtöku á Olís að ljúka Olís og ÍAV afskráð um mánaðamótin S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Kínverskt kraftaverk? Efnahagskerfi Kínverja fer ört vaxandi 6 Íslenskt og hollt Śushismiðjan framleiðir sushi fyrir Finna 7 STÓRI DAGURINN FER STÆKKANDII I I Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Erlent 12/14 Viðhorf 30 Höfuðborgin 16 Minningar 30/34 Akureyri 17/18 Bréf 36 Suðurnes 18 Dagbók 38/39 Austurland 20 Sport 40/43 Landið 20/21 Fólk 44/49 Neytendur 22 Bíó 46/49 Listir 23/24 Ljósvakamiðlar 50 Umræðan 25 Veður 51 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir kynningar- blaðið „Reykjavíkurmaraþon 2003“. Blaðinu verður dreift um land allt. GJALDÞROTUM fjölgaði um 33% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Gjald- þrotaúrskurðir voru 449 fyrri helming ársins í fyrra en 598 í ár. Fjölgunin er áþekk hjá ein- staklingum og fyrirtækjum. Gjaldþrotum ein- staklinga fjölgaði um 34%, þau voru 179 í fyrra en 240 í ár en gjaldþrotum fyrirtækja og annarra lögaðila fjölgaði um 32%, þau voru 270 í fyrra en 358 í ár. Drífa Sigfúsdóttir, aðstoðarmaður fram- kvæmdastjóra hjá Lánstrausti, segir að bata- merki séu þó sjáanleg, aukning gjaldþrota hafi verið meiri fyrstu mánuði ársins en upp á síð- kastið og það sama megi segja um árangurslausu fjárnámin. „Árangurslausu fjárnámin hafa upp að ákveðnu marki spágildi um hvað gerist á næstunni og þau benda til þess að það fari heldur að draga úr þessu. Ég held að við verðum að bú- ast við áframhaldandi gjaldþrotum hjá fyrirtækj- um að minnsta kosti eitthvað fram eftir hausti en við erum strax farin að sjá merki um að það dragi úr þessu hjá einstaklingum,“ segir Drífa. Fleiri konur gjaldþrota en áður Drífa segir að þegar gjaldþrot síðasta árs séu skoðuð megi sjá ákveðnar samfélagsbreytingar. „Við sjáum til dæmis að í fyrra voru gjaldþrot hjá fyrirtækjum sem eru með viðgerðir og sölu á heimilistækjum næstalgengust. Þetta gerist í kjölfar þess að hér hafa verið stofnuð stór fyrir- tæki sem versla með slíka vöru. Einnig er at- hyglisvert að fleiri konur verða nú gjaldþrota en fyrr. Það skýrist kannski af því að þær eru virk- ari í atvinnulífinu en áður,“ segir Drífa. 20% fyrirtækja lifa í meira en 10 ár Drífa segir ýmsar skýringar á gjalþrotahrin- unni en að miklu leyti skýrist hún af því að auð- veldara sé að fá lán í góðæri, sem geti svo reynst erfitt að greiða niður þegar harðnar á dalnum. „Einnig má nefna að Íslendingar eru mjög til- búnir til þess að stofna fyrirtæki sem er auðvitað ekki bara neikvætt. En almennt er gert ráð fyrir því að einungis 20% fyrirtækja nái 10 ára aldri. Það er oft erfitt hjá fyrirtækjum fyrstu árin og verða flest gjaldþrot á fyrstu tveimur til fimm árunum eftir að fyrirtæki er stofnað,“ segir Drífa. Gjaldþrotum einstaklinga og fyrirtækja fjölgaði fyrstu sex mánuði ársins Batamerki eru sjáanleg UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ leit- ar nú umsagna við tillögu Nátt- úrufræðistofnunar um bann við rjúpnaveiði í haust, samkvæmt upp- lýsingum frá ráðuneytinu. Í bréfi Náttúrufræðistofnunar til ráðuneyt- isins í ágúst í fyrra voru kynntar nið- urstöður rannsókna stofnunarinnar um að rjúpnastofninn hafi farið sífellt minnkandi síðustu 50 árin. Í kjölfar þeirrar rannsóknar fór Nátt- úrufræðistofnun fram á að sala á rjúpu á frjálsum markaði yrði bönnuð en það var ekki samþykkt á Alþingi í vetur. Við talningu rjúpna í vor kom í ljós að stofninn er í sögulegu lágmarki á ýmsum svæðum og fækkun á Austur- landi, Suðausturlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi nam um 30–70%. Áður en ráðherra tekur ákvörðun um tillöguna verður farið yfir um- sagnir frá hlutaðeigandi aðilum, þar á meðal Skotveiðifélagi Íslands, Bændasamtökunum og Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. Ákvörðunar ráðherra er að vænta fljótlega í kjöl- farið en rjúpnaveiðitímabilið á að hefjast 25. október nk. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, telur ekki að ástæða sé til þess að grípa til banns við rjúpnaveiði út frá þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu. Sigmar seg- ir að ýmsar aðrar aðferðir megi reyna, stytta veiðitímabilið, setja veiðibann á ákveðnum dögum, friða ákveðin svæði eða setja bann á sölu rjúpu á frjálsum markaði en Skot- veiðifélagið er mótfallið algjöru banni við veiðum. Að sögn Sigmars hefur Náttúrufræðistofnun ekki sýnt fram á nákvæmlega hvaða áhrif skotveiðar hafa á rjúpnastofninn en þekkt er að talsverðar sveiflur eru í stofnstærð rjúpna. Sigmar bendir ennfremur á að margir stundi rjúpnaveiðar, auk þess sem ferðaþjónustan eigi von á viðskiptum við veiðimenn. Náttúrufræðistofnun leggur til bann við rjúpnaveiði í haust Morgunblaðið/Ingó ÞESSI ferðalangur lét ekki veðrið aftra sér þar sem hann hjólaði eftir Reykjanesbrautinni í átt að Reykjavík í rigningunni í gær. Regnsláin hefur sjálfsagt skýlt manninum eitthvað en hrakinn var hann þó þar sem hann hjólaði með allan farangur sinn meðferðis. Morgunblaðið/Kristinn Blautur á Reykjanesbrautinni ÍSLENDINGUR á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í Hvidovre í Danmörku í tengslum við smygl á 10 kg af hassi til Íslands. Lög- reglan í Hvidovre handtók mann- inn að beiðni íslensku lögreglunn- ar í liðinni viku og hann var fluttur til Íslands á laugardag. Danskur karlmaður var hand- tekinn á Íslandi í byrjun mánaðar- ins þegar hann hugðist sækja hasssendinguna. Atvik málsins eru þau að Tollgæslan í Reykjavík fann 10 kg af hassi í vörusendingu sem kom með skipi frá Danmörku, og tilkynnti lögreglu um fundinn. Dani, sem búsettur er í Dan- mörku, sendi hassið til Íslands og kom sjálfur með flugi og sótti sendinguna 1. júlí sl., en var þá handtekinn. Hann hefur gengist við því að eiga efnið, sem ætlað var til sölu hérlendis. Íslendingurinn er 25 ára gamall og hefur verið búsettur í Hvidovre sem er á Sjálandi. Samkvæmt frétt í danska blaðinu Hvidovre Avis ljóstraði Daninn upp um aðild hans að málinu. Íslendingurinn var handtekinn að beiðni íslensku lög- reglunnar. Skömmu síðar komu tveir íslenskir lögreglumenn til Danmerkur og yfirheyrðu hann og fylgdu honum síðan til Íslands á laugardag. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir að Íslendingurinn hafi ekki áður komið við sögu lög- reglu. Hann verst að öðru leyti frétta af málinu og segir rannsókn þess á viðkvæmu stigi. Handtekinn í Hvidovre vegna hasssmygls STÚLKA um tvítugt hefur kært þrjá menn á svipuðu reki fyrir misneytingu, en undir það brot falla m.a. svo- nefndar svefnnauðganir. At- vikið mun hafa átt sér stað í Bolungarvík 13. júlí sl. en vegna ölvunar gat stúlkan ekki spornað við verknaðin- um. Mennirnir neita allir sök. Leitaði til neyðarmóttöku Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Bolungarvík leitaði konan til neyðarmót- töku fyrir þolendur kynferð- isbrota í Reykjavík þann 18. júlí og lagði í kjölfarið fram kæru hjá lögreglunni í Reykjavík. Á þriðjudag kom lögreglumaður frá ofbeldis- brotadeild Reykjavíkur til Bolungarvíkur og þann dag voru tveir mannanna hand- teknir og yfirheyrðir fram á kvöld en sleppt að því loknu. Ekki var hægt að ná til þriðja mannsins að svo komnu. Einnig voru teknar skýrslur af hugsanlegum vitnum. Mál- ið verður sent til ríkissak- sóknara að rannsókn lokinni. Kærði þrjá menn fyrir nauðgun LIÐSMENN Brunavarna Ár- nessýslu voru kallaðir út vegna mjög sérkennilegs bruna við stöðvarhús Sorpstöðvar Suður- lands síðdegis í gær. Mikill reykur hafði myndast við einn vegg hússins og átti upphaf hálfan metra ofan í jörðinni. Slökkviliðið gróf að upptökum reyksins og kæfði hann. Eru skemmdir á húsinu vart mæl- anlegar. Lögreglan á Selfossi er með málið til rannsóknar en hefur enga hugmynd um upp- tök reyksins. Sérkenni- legur bruni við sorpstöð LÖGREGLAN í Reykjavík sleppti í gær tveimur stúlkum um tvítugt úr haldi en þær voru handteknar, grunaðar um að hafa rænt konu við Hlemmtorg á tólfta tímanum á miðviku- dagskvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hrifsuðu stúlkurnar veski af konunni og hurfu á braut. Þær voru handteknar skömmu síðar og færðar á lög- reglustöð. Hrifsuðu veski af konu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.