Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 13 DOROTHY Miller, sem var eigin- kona eins frægasta Vestur-Íslend- ingsins, Sveins Kristjáns Bjarnason- ar eða Holger Cahill eins og hann kallaði sig frá þrítugsaldri, lézt 11. júlí síðastliðinn á heimili sínu í Greenwich Village í New York, á 100. aldursári. Dorothy Miller var fædd í Hope- dale í Massachusetts-ríki í Bandaríkj- unum 6. febrúar 1904 en ólst upp í Montclair í New Jersey. Hún kynnt- ist Sveini Kristjáni/Holger Cahill við Newark-listasafnið, þangað sem hún var ráðin að loknu námi árið 1925. Cahill gegndi þá starfi safnstjóra við safnið og unnu þau Miller og hann að sýningum á bandarískri nútímalist, sem vöktu athygli Alfreds H. Barr, þáverandi stjórnanda Nútímalista- safnsins í New York. „Stórkostlegasta starfið“ Barr réð Miller að Nútímalista- safninu en Cahill stýrði því safni um skeið og varð einn af æðstu yfirmönn- um lista- og menningarmála í Banda- ríkjunum í forsetatíð Franklins D. Roosevelts á 4. og 5. áratugnum. Hann var forsíðuefni bandaríska vikuritisins Time haustið 1938 vegna starfa sinna fyrir bandarísku al- ríkisstjórnina. Cahill var falið árið 1935 að taka að sér stjórn Federal Art Project, sem var verkefni tengt New Deal-stefnu Roosevelts forseta og miðaði að því að hleypa lífi í listalífið á kreppuárunum og bjarga listamönn- um frá svelti. Cahill bað eiginkonu sína að koma með sér í þetta verkefni, en hún afþakkaði, að sögn með þeim orðum að hún hefði þegar „stórkost- legasta starfið sem í boði er í lista- safnaheiminum,“ sem sýningarstjóri. Miller gat sér orð fyrir framsækna sýningarstjórnun. Mikla athygli vöktu sýningar sem hún skipulagði á verkum lítt þekktra bandarískra framúrstefnulistamanna. Fyrsta slíka sýningin, sem bar titilinn „Americ- ans“, var sett upp árið 1942. Fleiri slíkar sýningar fylgdu, árið 1946, 1952, 1956, 1959 og 1963. Á þessum sýningum komu fram ýmsir lista- menn sem síðar urðu frægir, svo sem Pollock, Rothko og Jasper Johns. Þótti Miller oft vera á undan smekk sinnar samtíðar í verkavalinu, eftir því sem segir í minningargrein sem birtist um hana í New York Times. „Ég var svo heppin að hafa tvo stórkostlega ráðgjafa,“ var haft eftir Miller eftir opnun einnar af fyrstu sýningunum, „Alfred H. Barr Jr. og eiginmann minn, Holger Cahill.“ Dorothy Miller látin Var þekktur stjórnandi í Nútímalistasafni New York og gift einum frægasta V-Íslendingnum VEGFARANDI sýnir haglél, næst- um á stærð við golfkúlur, sem féll til jarðar í þrumuveðri í Göpp- ingen í Suðvestur-Þýskalandi í fyrradag. Miklir hitar hafa verið í Þýskalandi undanfarið sem hefur komið hart niður á bændum sem sumir sjá fram á að missa 80% uppskerunnar vegna þurrka ef ekki rignir fljótlega. Stjórnvöld hafa ákveðið að taka til skoðunar hvort ríkið veiti bændum fjárhags- aðstoð vegna þurrkanna eftir að talsmaður bænda fór þess á leit. Risahaglél í Þýskalandi GEYSIMIKIÐ af kolefni er bundið í jarðlögum undir jarðskorpunni og hugsanlegt er, að hluti af því gæti leyst úr læðingi við mikil eldsum- brot. Það gæti aftur skorið niður við trog allt líf á jörðinni, líkt og gerðist fyrir rúmlega 200 milljónum ára. Lengi hefur verið vitað, að mikið af kolefni er að finna í jarðarmöttl- inum en að vísu ekki hve mikið. Víst er þó, að það er mörgum sinnum meira en samanlagt kolefnismagn í andrúmslofti, jarðvegi og sjó. Stjórnlaus gróðurhúsaáhrif Hans Keppler, prófessor við há- skólann í Tübingen í Þýskalandi, segir, að áhyggjuefnið sé það, að sleppi aðeins brot af kolefninu í möttlinum út í andrúmsloftið sem koltvísýringur, muni það valda stjórnlausum gróðurhúsaáhrifum. Afleiðingin yrði mikil hækkun hita- stigs um allan heim og fjöldadauði tegundanna. Þetta gerðist fyrir 245 milljónum ára, undir lok Perm-tíma- bilsins, en þá varð lífið á jörðinni fyr- ir sínu mesta áfalli frá upphafi. Úr jarðlögum má lesa, að þá hafi 96% alls lífs í sjónum dáið út og þrír fjórðu hryggdýrategunda á landi. Þetta gerðist aftur, líklega nokkrir minni atburðir, undir lok Trías-tíma- bilsins fyrir 208 milljónum ára. Varað við kol- efnisslysi París. AFP. Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is Settu strik í reikninginn með IKEA 24. júlí til 10. ágúst - Vinningar að verðmæti 3 milljónir króna Færðu körfuna frítt? Með Fréttablaðinu í dag fylgir póstkort til þín frá IKEA. Á kortinu er strikamerki. Taktu kortið með þér í IKEA, verslaðu og sýndu strikamerkið við kassann. • Hundrað vinna 10 þúsund kr. úttekt • Tíu vinna 50 þúsund kr. úttekt • Einn vinnur 500 þúsund kr. úttekt Og þú getur unnið miklu meira! Fylltu út þátttökuseðilinn á kortinu og komdu með það í IKEA. Tíu heppnir viðskiptavinir vinna úttektir að verðmæti 100 þúsund kr. hver - samtals 1 milljón kr. Ósvikin fjölskyldustemning í IKEA - fjöldi spennandi verðtilboða. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I KE 21 49 3 0 7/ 20 03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.