Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 23 SAGA Ólafíu Jóhannsdóttur (1863–1924) er stórmerkileg saga einstakrar konu á sinni tíð. Það er þess vegna þarft verk og gott hjá Guðrúnu Ásmundsdóttur að semja leikrit um Ólafíu og sýna hana í lif- andi leik. Þegar um svo margbrot- inn persónuleika sem Ólafíu er að ræða er höfundi vandi á höndum þegar velja skal sjónarhorn. Guð- rún velur þá leið að setja verkið upp í kirkjum en í því er falin mjög ákveðin sögn. Þar með leggur hún megin áherslu á trúarsannfæringu Ólafíu sem endurfæddist til krist- innar trúar um það leyti sem hún flutti til Noregs, sautján árum áður en hún lést. Ólafía var eldheit bar- áttukona fyrir kvenréttindum og bindindismálum auk þess að starfa almennt að félagsmálum. Hún var þekkt fyrir aðstoð sína við og kær- leika í garð þeirra sem minna máttu sín en í dag er hún þekktust fyrir aðstoð við utangarðskonur á Hvítabandsheimili í Osló. Nokkuð er til af heimildum um Ólafíu, eink- um ævisaga hennar, Frá myrkri til ljóss, og önnur bók er hún skrifaði og nefnist Aumastar allra. Einnig má benda á nýútkomna bók, Ís- lenskar konur – ævisögur, sem Ragnhildur Ricter tók saman og ritaði inngang að. Eins og áður sagði leggur Guð- rún megin áherslu á trúarlegu hlið- ina, einkum þó kærleikann sem virðist hafa streymt frá Ólafíu en í leikritinu kemur hún sem fullorðin kona fyrst og fremst fyrir sjónir sem Kristsgervingur. Í þeirri túlk- un felst líka sterkasta og best unna sjónarhorn verksins. Fyrir utan þá konu sem Edda Björgvinsdóttir sýnir með gríðarsterkum leik er áhrifamikið að heyra og sjá Maríu Ellingsen sem utangarðskonuna Sine lýsa Ólafíu eftir að hún er gengin og sjá auk þess samskipti þeirra. Þarna kemst til skila nokk- uð sem er í raun ólýsanlegt, líkt og þegar fólk reyndi að lýsa Kristi á sínum tíma. Einnig var áhrifamikið og skýrt hvernig æska Ólafíu var sýnd en hún var í fóstri alla tíð og mjög fráhverf móður sinni sem barn. Í framhaldi af þessu er nauð- synlegt að benda á að í raun er það þrekvirki hjá Guðrúnu Ásmunds- dóttur að semja, leikstýra og halda utan um sýningu með atvinnu- og áhugafólki í bland auk barna, en hún virðist keyrð áfram af þeirri fallegu hugsjón að koma áður- nefndri kærleikssýn til skila. Ævi Ólafíu er sýnd í stuttum brotum í verkinu og farið er fram og aftur í tíma. Þó að lífshlaupi hennar sé gerð nokkuð góð skil gengur þetta vandasama form ekki nógu vel upp þar sem tengingar milli atriða eru of oft óskýrar og auk þess er of mikið um upplestur þar sem betra væri að sýna en segja. Það hefði ekki sakað að fá annað auga, eða dramatúrg, til aðstoðar þar sem um frumsamið verk er að ræða sem leikstýrt er af höfundi sjálfum. Annar leikstjóri hefði líka gert gagn því auk óskýrra tenginga voru staðsetningar stundum óskýrar. Þegar leika þarf verk í svo flóknu formi á nýjum stað í hvert sinn þurfa tengingarnar að vera skýrar og einfaldar. Aðstæður í Skálholts- kirkju eru erfiðar; kirkjan er stór, stólarnir óþægilegir og hávaðasam- ir fyrir langa sýningu sem þessa auk þess sem hljómburðurinn að mestu gerður fyrir tónlist og því erfitt fyrir misreynda leikara að beita röddinni rétt. Leikararnir léku sumir mörg hlutverk hver og eru nokkur þeirra mjög eftirminnileg. Það var ákaf- lega gaman að sjá Eddu Björgvins- dóttur í svona alvarlegu hlutverki. Sem Ólafía Jóhannsdóttir geislaði hún af kærleika, þokka og greind og var þannig burðarás og kjölfesta sýningarinnar. María Ellingsen lék mörg hlutverk og öll jafn vel, svo vel að öll eru eftirminnileg. Utan- garðskonan Sine var umkomulaus og raunsæ, vinnukonan þreytt og kúguð sem dýr og Ragnheiður, móðir Ólafíu uppgefin og viljalaus svo tók í hjartað, sérstaklega þegar dóttir hennar hafnar henni. Systur Ragnheiðar, skörungskonuna Þor- björgu sem fóstraði Ólafíu, lék Margrét Ákadóttir mjög vel. Það sópaði að henni þegar henni mislík- aði en hún var líka góð og skemmti- leg og greinilegur kærleikur henn- ar til Ólafíu. Margrét söng einnig mjög fallega nokkur lög í sýning- unni. Þröstur Leó Gunnarsson lék fjöldann allan af hlutverkum og öll skemmtilega, það var í honum feikna kraftur sem leikhúsunnend- ur kannast við en hafa farið á mis við í nokkurn tíma. Stærsta hlut- verk hans var hlutverk skáldsins Einars Benediktssonar, frænda og ástvinar Ólafíu og gæddi Þröstur Leó þennan fræga og greinda sér- vitring og listamann miklu lífi. Evindur Erlendsson lék einnig mörg hlutverk en í hlutverki drykkjumannsins séra Jóhanns, föður Ólafíu, átti hann mjög góðan leik þar sem hann sýndi prestinn ofurseldan örlögum sínum. Þá er ótalin Guðrún sjálf sem lék einnig nokkur smærri hlutverk, öll með sóma en best vinnukonuna einföldu sem hafði ekkert álit á sjálfri sér. Umgjörð sýningarinnar var ein- föld og látlaus, sviðið var öll kirkjan auk tveggja palla. Gaman var að sjá íslensku búningana sem skiptu svo miklu máli fyrir virðingu íslenskra kvenna á tímum Ólafíu en komu út- lendingum æði spánskt fyrir sjónir. Tónlistin var vel valin og flutt og hæfði verkinu vel, sérstaklega söngurinn og saxófónninn. Þrátt fyrir áðurnefnda galla er leiksýning Guðrúnar Ásmundsdótt- ur mjög áhugaverð en gaman væri að sjá hana í skýrara formi. Það er þarft verk að vekja athygli á hinni einstöku Ólafíu Jóhannsdóttur og kæmi ekki á óvart þó verkið yrði sýnt víða í kirkjum landsins á næst- unni. LEIKLIST Leikrit byggt á ævi og störfum Ólafíu Jóhannsdóttur Höfundur og leikstjóri: Guðrún Ásmunds- dóttir. Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Eyvindur Er- lendsson, Margrét Ákadóttir, María Ell- ingsen, Guðrún Ásmundsdóttir, Guð- mundur Ó Guðmundsson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Rakel Mjöll Leifsdóttir, Kormákur Örn Axelsson, Snæbjörn Áki Friðriksson, Erna María Ragnarsdóttir. Leikmynd og búningahönnun: Olga S. Bergmann, Tónlist: Guðmundur Ó. Guð- mundsson og Margrét Ákadóttir. Sýnt í Skálholti, 18. júlí, 2003 ÓLAFÍA Kona sem Kristsgervingur Guðrún Ásmundsdóttir og María Ellingsen leika ýmis hlutverk. Hrund Ólafsdóttir Café Impremeria, Basel, Sviss Opnuð verður sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Sýningin er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is KRINGLUNNI OG SMÁRALIND LOKAÚTKALL 50% afsláttur fim. fös. lau. og sunnudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.