Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 37 Kringlan 4-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. Útsala - Útsala ENN MEIRI VERÐLÆKKUN 30%50% 60% 70% Verðdæmi: Barnaskór: áður frá kr. 3.990, Nú 1.490 og 990 Dömusandalar: áður 3.490, Nú 990 Dömuskór: áður frá kr. 4.990, Nú 1.990 Gamlir mótorfákar og heyannir Helgina 26. - 27. júlí verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Árbæj- arsafni. Laugardaginn 26. júlí verða félagar úr Vélhjólafjelagi gamlingja með hjólin sín á safninu frá kl. 13- 17. Þar munu félagsmenn sýna upp- gerð mótorhjól á ýmsum aldri og kynna starfsemi félagsins, en Vélhjólafjelag gamlingja var stofn- að árið 1993. Saga mótorhjólsins á Íslandi er orð- in nokkuð löng. Fyrsta vélhjólið kom til landsins árið 1905 og var Þorkell Clemenz eigandi þess. Brunaði hann fyrstur manna á mót- orfák frá Reykjavík til Hafn- arfjarðar og tók það ferðalag aðeins 20 mínútur. Þótti honum þessi nýi fararskjóti mun heppilegri á ís- lenskum vegleysum heldur en bíll- inn. Sunnudaginn 27. júlí verður heyjað á Árbæjartúninu. Húsbændur og hjú í Árbæ slá með orfi og ljá, raka og rifja, taka saman og binda í bagga. Gestir eru hvattir til að taka þátt í heyskapnum. Húsfreyjan í Árbæ býður gestum og gangandi upp á nýbakaðar lummur og á bað- stofuloftinu verður spunnið og saumaðir roðskór. Einnig verður teymt undir börnum við Árbæinn. Vert er að minna á skepnurnar í safninu, hér er að finna kýr og kálf, hesta og folald, kindur og lömb. Mjaltir eru kl. 16:30 og þá gefst gestum kostur á að smakka spen- volga mjólk. Í Dillonshúsi eru ljúf- fengar veitingar og Karl Jón- atansson leikur á harmóníku. Markaður í Skagafirði Markaður verður haldinn í risatjaldinu að Lónkoti í Skagafirði sunnudaginn 27. júlí n.k. Markaðurinn opnar kl. 13 og stendur til kl. 17. Sölufólk hef- ur tímann frá kl. 11 til 13 að koma sér fyrir, og getur pantað aðstöðu hjá Ferðaþjónustunni Lónkoti og fengið upplýsingar þar. Næsti markaður verður svo sunnudaginn 31. ágúst. Markaðir í Lónkoti eru árvissir viðburðir og eru síðustu sunnudaga í hverjum sumarmánuði. Á NÆSTUNNI Sumarhátíð Byrgisins Fjöl- skylduhátíð Byrgisins verður hald- in á Ljósafossi í Grímsnesi dagana 24.–27. júlí. Hægt er að dvelja staka daga, eða gista í tjaldi á góðu tjaldsvæði. Hátíðardagskrá Byrg- isins ber yfirskriftina „Gegn eitri í æð 2003“. Svæðið verður opnað fyrir almenn- ingi kl. 12 á fimmtudag. Fólki er boðið að taka þátt í meðferðardag- skrá Byrgisins og kynna sér starf- semina. Hátíðin verður formlega sett á föstudag kl. 20.00 með samkomu Byrgisins. Fjölbreytt dagskrá verður í boði. Um kvöldið verður dansleikur þar sem hljómsveit Byrgisins, Giants of God, leikur fyrir dansi. Dagskráin hefst kl. 10.00 laugardaginn 26. júlí með bænastund. Barnagæsla og leikir verða alla dagana, verðlaun í leikjum og þrautum, limbó, ratleikur, spjót- kast, þrautir o.fl. Ókeypis er á há- tíðina, samskot. Fimmtudagskvöldganga á Þing- völlum „Blessaður Einar, ég gleymi því ekki hvað mér brá þeg- ar ég frétti lát hans“ ritaði Gunn- fríður Jónsdóttir um tilfinningar sínar þegar hún fékk fréttina um andlát Einars Benediktssonar. Á lýðveldishátíðinni 1944 lagði hún blómvönd á leiði Einars Benedikts- sonar þar sem á miða stóð ein ljóð- lína „Í svanalíki lyftist moldin hæst“ úr ljóði Einars, Svanur. Þessar ljóðlínur eru einnig titill á fimmtudagskvöldgöngu þjóðgarðs- ins á Þingvöllum þar sem leik- ararnir Guðrún Ásmundsdóttir og Eyvindur Erlendsson fjalla um lífs- hlaup og ljóð Einars Benedikts- sonar. Flutt verða nokkur ljóða hans og m.a. fjallað um Sólborg- armálið, myrkfælni Einars og tengsl hans við Gunnfríði Jóns- dóttur, fyrri eiginkonu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Gönguferðin hefst við útsýnisskíf- una við Hakið kl. 20.00 og henni lýkur við þjóðargrafreitinn. Áttunda sumarganga skógrækt- arfélaganna Í kvöld, fimmtudags- kvöldið 24. júlí kl. 20, fer fram átt- unda sumarganga skógræktarfélaganna norðan Vífils- staðavatns í Garðabæ. Þetta er síðasta ganga sumarsins í göngusyrpunni „Sumargöngur skógræktarfélaganna“, sem er í fræðslusamstarfi skógræktarfélag- anna og Búnaðarbankans. Þetta eru léttar göngur við allra hæfi, öllum opnar og ókeypis. Þessi ganga er í umsjá Skógræktarfélags Garðabæjar. Safnast verður saman á upphafsstað göngunnar á bif- reiðastæði skógræktarsvæðisins Smalaholts, norðan Vífilsstaða- vatns. Gengið verður í fylgd stað- kunnugra upp á Smalaholt. Þar hófst Landgræðsluskógaátakið þann 20. maí 1990. Athyglisverður árangur hefur náðst í holtinu, þrátt fyrir erfið skógræktarskilyrði. Boð- ið verður upp á hressingu í göngu- lok. Nánari upplýsingar hjá Skóg- ræktarfélagi Íslands. Gönguferðir að Gásum Ferða- málasetur Íslands og Minjasafnið á Akureyri standa fyrir gönguferðum með leiðsögn um uppgraftarsvæðið á Gásum, kaupstaðarins frá miðöld- um, og þann 24. júlí næstkomandi klukkan 20.00 verður kvöldferð á Gásum með leiðsögn. Þátttökugjald eru 300 krónur. Ein af nýjungum sumarsins á Gásum verður sunnu- daginn 27. júlí kl. 11.00 en þá verð- ur farið í dagsgönguferð frá Gásum að Möðruvöllum með viðkomu á tveimur öðrum sögufrægum stöð- um þ.e. Skipalóni og Hlöðum. Far- ið verður af stað frá bílastæðinu við Gáseyri. Gengið verður fyrst um uppgraftarsvæði kaupstaðarins undir leiðsögn Dagbjartar Ingólfs- dóttur en eftir það tekur Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur við leiðsögninni. Gengið verður að Skipalóni og Hlöðum og endað á Möðruvöllum þar sem rúta bíður til að ferja göngufólk aftur að bíla- stæðinu. Fólk er hvatt til að vera vel skóað og hafa með sér nesti. Þátttökugjald er 1000 krónur. Í DAG LEIÐRÉTT Hilmar Örn leikur orgelverk Í frétt í blaðinu í gær, um tónleika í Skálholtskirkju um helgina, var ranglega sagt að í tónlistarstund fyr- ir messu verði fluttir kaflar úr „Sjö orðum Krists á krossinum“. Rétt er að Hilmar Örn Agnarsson leikur ís- lenskt orgelverk. Nafnaruglingur Í Morgunblaðinu í gær er talað við Rögnvald Jónsson, framkvæmda- stjóra tæknisviðs Vegagerðarinnar, um kynningu á vegagerð í Noregi. Vegna mistaka er Rögnvaldur kall- aður Jón sums staðar í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. ÞAÐ var UMF Neistinn á Drangs- nesi sem fagnaði sigri í stigakeppni ungmennafélaga á Ströndum þegar héraðsmót þeirra var haldið í Sæ- vangi á dögunum. Fjölmargir kepp- endur á öllum aldri voru saman komnir í ágætis veðri og ung- mennafélagsandinn réð ríkjum. Að þessu sinni áttu þrjú félög kepp- endur á mótinu, UMF Geisli á Hólmavík, UMF Neisti á Drangs- nesi og UMF Hvöt í Tungusveit. Keppt var í flestum greinum frjálsra íþrótta og var þátttaka yf- irleitt góð, einkum í yngri aldurs- flokkum. Leikar fóru þannig að Neistinn sigraði með 252 stig, Geisli hlaut 222 stig en Hvöt 58 stig. Morgunblaðið/Kristín Einarsdóttir Úr 100 m hlaupi hnáta 10 ára og yngri. Neistinn sigraði á hér- aðsmóti HSS í Sævangi Hólmavík. Morgunblaðið. Verðlaun í Sum- arleik Strætó STRÆTÓ BS. bauð þátttakendum í sumarleik Strætó til sumargleði á Ylströndinni í Nauthólsvík, fyrir skömmu. Þær Þóra Karítas og Mar- íkó Margrét úr Hjartslætti á Skjá einum veittu heppnum þátttakend- um úr sumarleiknum verðlaun. Einn fékk ferð fyrir tvo til Kulusuk í Grænlandi og annar skoðunarferð fyrir tvo um Kárahnjúkasvæðið með Flugfélagi Íslands. Sex þátttakend- ur fengu rauð kort með strætó og fimm vinningshafar fengu tvo miða á söngleikinn Grease. Nöfn vinningshafa: Rauð kort með Strætó bs. hljóta Ása Baldursdóttir, Birna Björns- dóttir, Jóhanna Þórný Bergsdóttir, Pétur Árnason, Ragna Gestsdóttir, Sigríður Michelsen Miða fyrir tvo á söngleikinn Grease hljóta Emilíana Birta Hjart- ardóttir, Erla Óskarsdóttir, Haukur Júlíus Arnarson, Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, Sólveig Jóhanna Jóns- dóttir Ferð til Kulusuk fyrir tvo með Flugfélagi Íslands hlýtur Sigríður Klara Böðvarsdóttir Skoðunarferð fyrir tvo um Kára- hnjúka með Flugfélagi Íslands hlýt- ur Úlfar Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.