Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SS-OPIÐ Golfklúbbi Hellu laugardaginn 26. júlí Punktakeppni 7/8 Glæsileg verðlaun frá Sláturfélagi Suðurlands Verðlaun fyrir flesta punkta í 1. til 4. sæti, í karla- og kvennaflokki og verðlaun fyrir besta skor. Aukaverðlaun fyrir næstu holu á 2., 8. og 11. braut. Skráning í s. 487 8208 eða með netpósti: ghr@simnet.is Opna Gevalia-mótið verður haldið laugardaginn 26. júlí á Hamarsvelli. Ræst verður út frá kl. 8.00 til 10.00 og 12.00 til 14.00. Rástímapantanir á golf.is/gb og í síma 437 1663. Leikin verður 18 holu punktakeppni (hámarksforgjöf: 24 karlar/28 konur.) Vegleg verðlaun fyrir sex efstu sætin. Gjafabréf frá versluninni Útilíf. Nándarverðlaun á 1/10 (1. högg) - 6/15 (2. högg) - 9/18 (2. högg) brautum. Dregið verður úr skorkortum í mótslok. Mótsgjald kr. 2.800. OPNA GEVALIA Golfklúbbur Borgarness OPNA SOFFAMÓTIÐ í golfi verður haldið á Bárarvelli, Grundarfirði sunnudaginn 27. júlí. Keppnisfyrirkomulag: punktakeppni. Ræst verður út frá kl. 8:30 - 10:30 og frá kl. 12:30 - 14:30. Skráning fer fram á golf.is og í síma 898 6790. Skráningu lýkur kl. 20:00 laugardaginn 26. júlí. Keppnisgjald: kr. 2500 Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir 5 efstu sætin. Einnig eru nándarverðlaun og verðlaun fyrir lengsta drive. Dregið verður úr skorkortum. Mótanefnd  MANCHESTER City hefur keypt Paul Bosvelt frá Feyenoord sam- kvæmt breskum fjölmiðlum. Bosvelt er 33 ára gamall miðjumaður og hef- ur leikið með hollenska landsliðinu í knattspyrnu. City þarf að greiða Feyenoord um eina milljón ísl. króna fyrir Bosvelt en áður hafa þeir David Seaman, Michael Tarnat og Trevor Sinclair gengið til liðs við City.  DARREN Anderton hefur ákveðið að framlengja samning sinn við Tott- enham um eitt ár í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Portsmouth reyndi að fá Anderton til félagsins en hann vildi ekki fara til Portsmouth. Anderton er 31 árs gamall miðju- maður og var um tíma fastamaður í enska landsliðinu.  ROBERT Horry mun leika með San Antonio Spurs á næstu leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta sam- kvæmt bandarískum fjölmiðlum. Horry hefur spilað með Los Angeles Lakers síðustu sjö tímabil en hann hefur fimm sinnum orðið NBA- meistari, þrisvar með Lakers og tvisvar með Houston Rockets. Horry er 32 ára gamall og leikur í stöðu framherja en hann náði sér ekki á strik síðasta vetur með Lakers.  SPEEDY Claxton hefur ákveðið að ganga til liðs við Golden State Warr- iors í NBA-deildinni í körfubolta. Claxton lék með San Antonio Spurs á síðasta tímabili en hann er 25 ára bakvörður. Claxton skoraði 5,8 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, vill kaupa tvo til þrjá leikmenn áður en enska úrvalsdeildin hefst. „Við höfum áhuga á tveimur til þremur leik- mönnum en við munum flýta okkur hægt í leikmannakaupum og það verður enginn keyptur á næstu dög- um,“ sagði Sir Alex í gær. FÓLK TVEIR golfklúbbar hafa sigrað langoft-ast á Íslandsmóti karla í höggleik frá þvífyrst var keppt árið 1942. Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Reykjavíkur hafa tuttugu sinnum átt Íslandsmeistara í meistaraflokki karla hvor klúbbur. Keilismenn koma þar á eftir með níu titla, þá kylfingar úr Golfklúbbi Suð- urnesja með 6 titla, Eyjamenn með þrjá, Leynismenn á Akranesi tvo og einu sinni hefur kylfingur úr Nesklúbbi sigrað. Hjá konunum eru tölurnar aðeins aðr- ar, þar hefur GR forystuna með 14 titla, Golfklúbbur Suðurnesja kemur þar á eftir með 11, Keilir með sjö og Eyja- stúlkur hafa fjórum sinnum sigrað. Ef tölur karlanna eru skoðaðar aðeins nánar kemur í ljós að Björgvin Þor- steinsson, sem keppti fyrir GA, á stóran þátt í þessu því hann sigraði átta sinn- um. Magnús Guðmundsson sigraði fimm sinnum og Sigurpáll Geir Sveinsson, nú- verandi Íslandsmeistari, einnig þannig að þar liggja sautján titlar. GR-ingar hafa hins vegar dreift þessu meira á milli manna. Hjá konunum er ljóst að Karen Sæv- arsdóttir á átta af 22 titlum GS og hjá GR voru nokkrar sterkar á áttunda og níunda áratugnum þegar klúbburinn vann tíu ár í röð. Jóhanna Ingólfsdóttir sigraði 1977 og tvö næstu ár, þá tók Sól- veig Þorsteinsdóttir við næstu þrjú árin, þá Ásgerður Sverrisdóttir tvívegis og loks þær Ragnhildur Sigurðardóttir og Steinunn Sæmundsdóttir. GA og GR standa jafnt að vígi á Íslandsmóti Það er líka meiriháttar gaman aðnú skuli allir bestu kylfingar landsins vera með. Þetta er til dæmis fyrsta lands- mótið mitt síðan ég vann hér í Eyjum 1996 þannig að ég stefni að sjálfsögðu á 100% nýtingu hér. Ég kann mjög vel við mig hérna. Móðir mín er héðan og hingað finnst mér alltaf gott að koma enda segist ég oft vera hálfur Eyjapeyi. Langamma gaf land undir golfvöllinn Það er líka dálítið skemmtileg saga sem tengir mig vellinum hérna, en þannig var að langamma mín, Petrún Ella, og systkini henn- ar brugðu búi hér í Eyjum til að gefa landið, sem síðari níu holurnar standa á, undir golfvöllinn. Þetta gerðu þau í minningu frænda míns, Sveins Ársælssonar, en hann varð Íslandsmeistari í golfi hér í Eyjum árið 1959, en þá var fyrst keppt hér. Ekki síst vegna þessara tengsla minna var mjög gaman að vinna hér 1996 en þá var fyrst keppt á Ís- landsmóti á þessum átján holu velli,“ segir Birgir Leifur. Þegar hann sigraði vann hann af nokkru öryggi. „Ég átti tólf högg fyrir síðasta hring en vann með sjö höggum. Ég lét áhorfendur espa mig upp í að nota dræver á sex- tándu brautina og fékk átta á hana. Núna er hins vegar búið að breyta henni og ég á eftir að gera upp við mig hvort ég nota tré númer þrjú eða járn. Líklega nota ég járn fyrstu tvo dagana og sé til hvernig ég stend hina dagana. Ég segi nefnilega oft að það er ekki hægt að vinna mót á fyrsta degi, en það er auðveldlega hægt að spila sig út úr því. Þess vegna tekur maður ekki óþarfa áhættu fyrstu dagana,“ segir Birgir Leifur. – Nú spilaðir þú frábærlega í síð- ustu viku, situr það ekki enn í þér? „Þetta er auðvitað minning sem maður setur inn á harða diskinn og reynir að vinna út frá. Tilfinningin í meistaramótinu var góð og spila- mennskan eykur sjálfstraustið hjá manni, en eins og þú veist þá er ekkert sjálfgefið í golfi – þetta er svo skrítin íþrótt. Einn daginn Birgir Leifur segist vera hálfgerður Eyjapeyi „VÖLLURINN er meiriháttar góður og allar breytingar sem gerð- ar hafa verið eru til fyrirmyndar. Röffið hefur verið sprengt upp og er hátt og þungt, brautirnar þrengdar og eru sums staðar ekki nema fimm til sex metrar á lendingarsvæðinu, þannig að þetta er alvöru,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann lék á vellinum á mánudag og þriðjudag, en sleppti því í gær vegna rigningar. Eftir Skúla Unnar Sveinsson Örn Ævar Hjartarson hefur getuna til að ná langt. Stefni að 100% nýtingu í Eyjum gengur vel og þann næsta ekkert. Þannig að það er ekkert sjálfgefið að ég spili alltaf svona – því miður. Maður sér þetta alltaf og nýjast dæmið er Opna breska. Það eina sem maður getur gert er að slá eitt högg í einu og sjá til hvert það skil- ar manni. Það er rosalega mikil- vægt að gleyma síðasta höggi og einbeita sér að því næsta. Ég segi oft söguna frá Opna breska í fyrra þegar Tiger Woods og Colin Montgomerie léku mjög illa einn daginn, rúmlega áttatíu höggum. Tiger mætti daginn eftir og spilaði á ríflega sextíu höggum – var búinn að þurrka daginn áður út, en Monthy var enn að svekkja sig og spilaði illa. Þá sá maður hver er besti kylfingur í heimi,“ sagði Birg- ir Leifur. Haraldur Heimisson er til alls líklegur í Eyjum. ÞEGAR Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í Eyjum árið 1996 setti hann vallarmet þegar hann lék völlinn á 64 höggum og stóð það met þangað til í fyrra að Helgi Dan Steinsson lék völlinn á 63 höggum. Það er greinilegt að Skaga- menn kunna vel við sig í Eyjum því Birgir Leifur og Helgi Dan eru báðir Akurnesingar og kepptu fyrir Leyni lengst af en Birgir Leifur er nú í GKG og Helgi Dan í GS. Vallar- met Birgis Leifs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.