Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 41
GOLF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 41 Kylfingar! Golfunnendur! Opið golfmót, punktakeppni Styrktaraðilar: Laugardaginn 26. júlí verður afmælismót GHG á Gufudalsvelli í tilefni 10 ára afmælis klúbbsins. Rástímar 8.00-10.00 og 13.00-15.00 Hámarksforgjöf, karlar 24 – konur 28 Í verðlaun er m.a. Macgregor járnsett, burðarpoki og fleygjárn. Skráning í síma 483 5091 og á golf.is, gsm 659 4022 Þátttökugjald 2.500 ÞAÐ verður sannkallaður úr- valshópur kylfinga sem tekur þátt í Canon-mótinu í golfi á Hvaleyrarvelli Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði á mánu- daginn. Erlendu gestirnir eru Bretarnir Justin Rose og Pet- er Baker og hafa fjórtán ís- lenskum úrvalskylfingum ver- ið boðin þátttaka. Justin Rose er sem stendur í 16. sæti á evrópsku mótaröð- inni og hefur unnið sér inn sem nemur um 55 milljónum íslenskra króna í ár. Peter Baker, sem er margreyndur kappi er í 123. sæti listans með rúmar níu milljónir í verð- launafé á árinu. Þeir sem taka þátt í mótinu auk erlendu gestanna eru Birgir Leifur Hafþórsson, Björgvin Sigurbergsson, Har- aldur Heimisson, Heiðar Dav- íð Bragason, Hörður Arn- arson, Magnús Lárusson, Ottó Sigurðsson, Ólafur Már Sig- urðsson, Sigurður Pétursson, Sigurpáll Geir Sveinsson, Úlf- ar Jónsson, Örn Ævar Hjart- arson, Auðunn Einarsson og Sigurþór Jónsson. Mótið hefst kl. 13.30 og verður gaman að fylgjast með okkar sterkustu mönnum etja kappi við þessa frægu kappa. Vonandi að veðrið verði þann- ig að íslensku keppendurnir komist í tíma af Íslandsmótinu í Eyjum. Úrvals- hópur á Canon- mótinu KEPPENDUR á Íslandsmótinu í Eyjum eru 112 talsins, 96 karlar og 16 konur. Eftir að leiknar hafa verið 36 holur, 18 holur á dag, verður keppendum fækkað í sam- ræmi við reglugerð. Þar segir að keppendum í karlaflokki skuli fækkað niður í 72 en verði menn jafnir í því sæti þá verða þeir fleiri. Þetta þýðir að um 24 karlar leika aðeins tvo fyrstu dagana. Hjá konum kemur ekki til fækkunar þar sem reglugerðin segir að þeim skuli fækka í 18 eftir tvo daga en stúlkurnar eru aðeins sextán þann- ig að þær spila alla fjóra dagana. Fækkað eftir tvo hringi FJÓRTÁN keppendur á Íslands- mótinu í Eyjum eru með forgjöf skráða undir núllinu, eru sem sagt með mínus í forgjöf. Með lægstu forgjöfina í mótinu eru þeir Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Björgvin Sigurbergsson og Ólafur Már Sigurðsson, báðir í Keili, en þeir hafa allir -2,6 í for- gjöf. Næstur á eftir þeim er Har- aldur Heimisson, GR með -2,3, þá Sigurpáll Geir Sveinsson, GA, og Úlfar Jónsson, Keili með 1,9, Örn Ævar Hjartarson, GS er með -1,5 og Heiðar Davíð Bragason, GKj -1,1. Sigurjón Arnarsson, GR er með -0,7, Júlíus Hallgrímsson, GV og Magnús Lár- usson, GKj eru með -0,6, Ottó Sigurðsson, GKG og Helgi Birkir Þórisson, GS hafa -0,5 og Kristinn Árna- son, GR -0,4. Engin stúlka er með mínus forgjöf, en Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er ansi nærri því þar sem hún er með 0,2 í forgjöf. Þórdís Geirs- dóttir, einnig úr Keili, kemur næst með 1,2 og Ragnhildur Sigurð- ardóttir, GR, er með 1,5. Fjórtán kylfingar eru undir núlli í forgjöf Úlfar Jónsson BJÖRGVIN Þorsteinsson, kylfingur úr Golfklúbbi Vestmannaeyja, verð- ur að sjálfsögðu meðal keppenda á Íslandsmótinu í Eyjum og er þetta fertugasta Íslandsmótið í röð sem hann tekur þátt. Kappinn sá fyllti fimmta tuginn í apríl og hann hefur því tekið þátt í Íslandsmótinu í höggleik allt frá því hann var tíu ára gamall – og aldrei misst úr mót. Björgvin hefur raun- ar lýst því yfir að hann ætli að keppa á 52 mótum og ástæðan er sú að hans sögn að þá hefur hann eytt heilu ári í Landsmót, en hann segir að vika fari í hvert mót hjá sér. Björgvin tók fyrst þátt í Íslands- móti í Eyjum árið 1964 og má því segja að hann sé kominn á heima- völl, en hann keppti lengstum fyrir Golfklúbb Akureyrar en gekk til liðs við Eyjamann fyrir nokkrum árum. Hann hefur ásamt Úlfari Jónssyni úr Keili oftast orðið meist- ari, eða sex sinnum. Fyrt var það á heimavelli sínum á Akureyri 1971, Loftur Ólafsson, NK, tók af honum titilinn í Grafarholtinu árið eftir en síðan vann Björgvin fimm ár í röð, síðast 1977 í Grafarholtinu. Morgunblaðið/Golli Björgvin Þorsteinsson kannar aðstæður á flöt. Björgvin með fjörutíu ár í röð Birgir Leifur Hafþórsson, kylf-ingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, er eini keppandinn á Íslandsmótinu í höggleik sem hefst í dag í Vestmannaeyjum sem hefur orðið meistari á þeim velli. Mótið er nú haldið í sjötta sinn í Eyjum og eru aðrir sem þar hafa fagnað sigri búnir að leggja keppn- iskylfunum. Íslandsmótið, eða Landsmótið eins og það hét hér á árum áður, var fyrst haldið árið 1942 og í fyrsta sinn í Eyjum 1959. Þá sigraði heimamaðurinn Sveinn Ársælsson. Þremur árum síðar var mótið aftur haldið í Eyjum og þar fór Óttar Yngvarsson úr Golfklúbbi Reykja- víkur með sigur. Akureyringurinn Magnús Guðmundsson sigraði tveimur árum síðar þegar enn var spilað í Eyjum og fjórum árum síð- ar, 1968, varð Þorbjörn Kjærbo úr Golfklúbbi Suðurnesja Íslands- meistari. Suðurnesjamenn unnu tvöfalt þetta árið því Guðfinna Sig- urþórsdóttir, GS, sigraði í kvenna- flokki en þetta var í annað sinn sem konur kepptu á Íslandsmótinu. Mörg ár liðu þar til aftur var keppt á Landsmóti í Eyjum og það var ekki fyrr en 1996 sem bestu kylfingar landsins söfnuðust saman í Eyjum á ný. Að þessu sinni sigr- aði Birgir Leifur Hafþórsson, þá í Leyni á Akranesi, og er það fyrsti og eini Íslandsmeistaratitill hans. Í kvennaflokki sigraði Karen Sævarsdóttir úr GS þannig að það hafa bara stúlkur úr GS orðið Ís- landsmeistarar í Eyjum. Þegar Karen sigraði var það áttundi sigur hennar í röð en hún varð meistari átta sinnum alls og hefur enginn leikið það eftir, hvorki karl né kona. Karen er ekki með að þessu sinni og því er Birgir Leifur eini kepp- andinn sem hefur fagnað Íslands- meistaratitli á golfvellinum í Eyj- um. Birgir Leifur eini meistarinn úr Eyjum Morgunblaðið/Sverrir Birgir Leifur Hafþórsson fagnaði síðast meistaratitli í Eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.