Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ K R I N G L U N N I VERÐHRUN 50-70% AFSLÁTTUR LOKAHELGI ÚTSÖLUNNAR STRÁKAR!!! ÞAÐ ER STUNDUM GOTT AÐ VERA NAKINN EN . . . . . . EKKI ALLTAF Sumarkvöld við orgelið 24. júlí kl. 12: Pálína Árnadóttir fiðla og Árni Arinbjarnarson orgel. 26. júlí kl. 12: Lars Frederiksen orgel 27. júlí kl. 20: Lars Frederiksen. Verk m.a. eftir Buxtehude og Reger. Tónlistarhátíð í Reykholtskirkju 25.-27. júlí 2003 Opnunartónleikar föstudaginn 25. júlí kl. 20.00 Flutt verður tónlist eftir Franz Schubert m.a. strengjakvartett í a-moll, sönglög og Notturno op. 148. Miðdegistónleikar laugardaginn 26. júlí kl. 15.00 Jens Krogsgaard tenór og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Beethoven, Strauss og Heise. Kvöldtónleikar laugardaginn 26. júlí kl. 20.00 Brindisi tríóið frá Englandi flytur verk eftir Fauré, Mozart og Brahms. Lokatónleikar sunnudaginn 27. júlí kl. 16.00 Frumflutt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við texta Snorra Sturlusonar. Einnig verða flutt verk eftir Haydn, Brahms o.fl. Flytjendur: Auður Hafsteinsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Caroline Palmer, Greta Guðnadóttir, Guðmundur Kristmundsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Jaqueline Shave, Jens Krogsgaard, Michael Stirling og Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Sunnudaginn 27. júlí kl. 20.30 „Fyrirlestrar í héraði“ Guðrún Sveinbjarnardóttir heldur fyrirlestur í Snorrastofu sem nefnist; Fornleifarannsóknir í Reykholti. Miðapantanir í síma 891 7677 og 865 2474. Miðasala við innganginn. Heimasíða www.vortex.is/festival HLJÓMSVEITIRNAR Coldplay og Radiohead eru ásamt fleirum til- nefndar til bresku Mercury- verðlaunanna, en tilnefningarnar voru kynntar á þriðjudaginn. Sér- fræðingar búast við því að A Rush of Blood to the Head eða Hail to the Thief hreppi verðlaunaféð, sem er 20 þúsund pund, eða um 2,5 milljónir ís- lenskra króna. Hljómsveitirnar sæta þó harðri samkeppni frá Dizzie Rascal, The Darkness,The Thrills, Floetry, Athlete, Soweto Kinch, Martina Topley-Bird, Eliza Carthy, Terri Walker og Lemon Jelly, sem einnig fá tilnefningu. Komið hefur á óvart að ný plata Blur, Think Tank, sé ekki tilnefnd en jafnvel er talið að söngvari sveit- arinnar, Damon Albarn, hafi beð- ið um að vera undanskilinn. Eins og glöggir muna var Damon ósáttur við til- nefninguna, sem önnur sveit hans fékk, Gorillaz, árið 2001 en hann vill engan þátt eiga í þessum verðlaunum …Haley Joel Osment hefur verið útnefndur besti barnaleikari allra tíma í könnun sem tímatitið Blockbuster lét gera. Osment, sem er 15 ára gamall, var að- eins 11 ára þegar hann lék í mynd- inni Sjötta skiln- ingarvitinu ásamt Bruce Willis og þótti standa sig með eindæmum vel. Aðrir leikarar sem komust í efstu sæti á barnastjörnulistanum voru Daniel Radcliffe, sem leikur Harry Potter, Macaulay Culkin, Shirley Temple, Drew Barrymore sem lék í ET 7 ára gömul, Anna Paquin sem lék í myndinni Píanóið þegar hún var 11 ára, Jodie Foster, Judy Gar- land, Aileen Quinn og Corey Feld- man …Gillian Anderson var flutt á sjúkrahús eftir að hafa fallið niður stiga í íbúð sinni í Lundúnum. Meiddist Anderson á baki og mjöðm. Sambýlismaður hennar, blaðamað- urinn Julian Ozanne, var í íbúðinni þegar þetta gerðist. Anderson, sem varð fræg fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum X-Files, liggur nú á Cromwell-sjúkrahúsinu í Lundúnum og gengst undir rann- sóknir. Búist er við að hún þurfi að vera á sjúkrahúsinu í viku að minnsta kosti. Hún og Ozanne ætla að gifta sig síðar á árinu. FÓLK Ífréttum EINN af þekktari uppistandsgrín- istum Bandaríkjanna, Pablo Fransisco, er á leið til Íslands. Pablo er rísandi stjarna og hefur komið fram meðal annars í þætti Jay Leno, sjónvarpsþáttunum MadTV og haldið sitt eigið uppi- stand á Comedy Central, sömu sjónvarpsstöð og framleiðir South Park-þættina. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á þáttaröð tileinkaða honum sem framleidd verður í samstarfi við Fox og þá var hann einnig að leika í sinni fyrstu kvikmynd. Pablo er sérstaklega rómaður fyrir hæfileika sinn sem eftir- herma og „hljóðgervill“. Sýning Pablos verður í Há- skólabíói 5. september kl. 20. Miðasala hefst 18. ágúst í versl- unum Skífunnar. Nánari upplýs- ingar eru á www.concert.is. Vinsæll bandarískur uppistandari í Háskólabíói Pablo Fransisco á leið til Íslands Pablo Fransisco þykir bæði fyndinn og afbragðseftirherma. Öldur í andvara Susumu Yokota er óhemju afkasta- mikill japanskur raftónlistarmaður. Yokota sendi frá sér skífuna The Boy and The Tree á síðasta ári en hún barst í 12 Tóna fyrir skemmstu. Á The Boy and The Tree er Yokota að fást við slagverk, hann byggir lögin upp að nokkru leyti eins og ambient tónlist með hægri sígandi og laglínu sem rís og hnígur eins og öld- ur í andvara. Á slíka tónlist er hægt að hlusta af athygli og sökkva sér niður í hægfara myndbreytingar og fíngerðar fléttur eða þá nota hana sem bakgrunnstónlist, sefandi sí- bylja með stöku útúrdúrum þegar laglínur eða taktsyrpur ná hámarki. The Boy and The Tree er um margt mjög vel heppnuð plata, sum laganna hrein snilld, en undir það síðasta koðnar stemmningin niður og tilfinn- ingin dofnar.  Spilað á spilara Philip Jeck er breskur tónlist- armaður óhljóðalistamaður sem hef- ur fengist við tilraunatónlist í tvo áratugi og stöðugt vaxið ásmegin í tilraunamennskunni. Claus van Bebber hefur verið lengur að, enda kominn á sextugsaldurinn. Tónlistin (óhljóðin) sem eru á Viny’l’isten (sem snara má sem vínylhlustun eða vínylistar) er hljóð- rituð á tónleikum þeirra á Inter- medium II tónlistarhátíðinni í Þýska- landi fyrir rétt rúmu ári. Hljóðfærin eru plötuspilarar, gamlar vínylplötur og ýmiskonar rafeindabúnaður sem teygir og togar; skælifetlar og önnur bjögunarbox. Hápunktur plötunnar er samstarf þeirra Jecks og van Bebber sem er sérdeilis vel heppnað, frumlegt og ævintýralegt í senn.  Ótrúlegir raddfimleikar Gríska söngkonan Savina Yannatou er fræg fyrir að syngja fyrri alda tón- list af mikill næmni og tilfinningu, en síðustu ár hefur hún verið að færa sig nær okkur í tíma, er nú komin á tutt- ugustu öldina. Á Terra Nostra syng- ur hún lög frá Balkanskaga, gamla gyðingasöngva, lög frá Hjaltlands- eyjum, Spáni, Líbanon og svo má telja. Undir leikur hljómsveit henn- ar, Primavera en Saloniko. Platan var tekin upp á tónleikum í Aþenu fyrir tveimur árum og radd- fimleikar Yannatou eru hreint ótrú- legir. Legg hér með fram ósk um að Savina Yannatou verði fengin hingað á Listahátíð - það væri happafengur.  GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson/Sæbjörn Valdimarsson  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.