Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Á SÍÐUSTU árum hafa Íslend- ingar búið við talsvert frelsi á fjármálamarkaði og aðgangur að lánsfjármagni er nokkuð greiður. Það er af sem áður var þegar menn biðu í röðum fyrir utan skrifstofu bankastjóra í von um að geta fengið lán. Nú á dögum má fá lánað fyrir nánast hverju sem er, séu menn tilbúnir að greiða fyrir það uppsetta vexti, og verða menn nú sjálfir að kunna fótum sínum forráð í þessum efn- um. Útlánsvextir hafa farið lækk- andi á liðnu ári en ekki er ýkja langt síðan vextir af dýrustu skammtímalánunum voru 18– 20%. Nú eru vextir af yfirdráttar- lánum til einstaklinga almennt á bilinu 15,2 til 15,5%. Þó er hægt að fá lægri yfirdráttarvexti með því að nýta sér ýmsar þjónustu- leiðir bankanna. 1.250 á mánuði Sé gert ráð fyrir 15% ársvöxtum á yfirdráttarláni þá þýðir það 1.250 krónur á mánuði fyrir hverjar 100 þúsund krónur. Fimmföld sú upp- hæð, eða 6.250 krónur, greiðist þá af 500 þúsund króna yfirdrætti í hverjum mánuði. Yfirleitt er vaxtagreiðslan gjaldfærð á reikn- ing lántakanda í tvennu lagi. Annars vegar eru grunnvextir sem reiknast fyrir fram af láns- heimild mánaðarins, t.d. 5%, og gjaldfærast í byrjun mánaðar. Þetta er gjarnan kallað viðskipta- gjald eða þjónustugjald. Seinna í mánuðinum eru svo hin 10% gjaldfærð og heita þá yfirleitt vextir. Þetta getur gert það að verkum að mánaðarlegar vaxta- greiðslur líta út fyrir að vera lægri í augum leikmanna en þær eru í raun. Greiðsludreifing á kreditkort er vinsæl fjármögnunarleið en sú leið er jafnvel enn dýrari en yf- irdráttarlánin. Fastir vextir af fjölgreiðslum VISA, greiðslu- dreifingu MasterCard og svoköll- uðum veltikortum eru almennt u.þ.b. 15,5 til 16,3%. Mánaðarleg vaxtagreiðsla af 300 þúsund króna greiðsludreifingu og miðað við 16% vexti er 4.000 krónur en við það bætist þóknun kortafyrir- tækisins af dreifingunni. Dæmi má taka af fjölskyldu sem er með tvær fullnýttar 200 þúsund króna yfirdráttarheimild- ir. Það gerir alls 5 þúsund krónur í vexti á mánuði. Vextir 250 krónur á dag Þessi sama fjölskylda fór í sum- arfrí til útlanda í júní sem kostaði 200 þúsund króna kreditkorta- skuld sem dreift var á nokkra mánuði. Gera má ráð fyrir að vextir á mánuði séu 2.500 krónur. Vextir af neyslulánum í þessu dæmi nema 7.500 krónum á mán- uði eða um 250 krónum á dag. Þess utan hefur þessi fjöl- skylda tekið lán til húsnæðis- kaupa. Annars vegar tók hún 8 milljóna króna lán frá Íbúðalána- sjóði í fyrra og greiðir um þessar mundir mánaðarlega 33 þúsund krónur í vexti og verðbætur af því. Hins vegar tók fjölskyldan 2 milljóna króna lífeyrissjóðslán og það kostar um 10 þúsund krónur á mánuði í vexti og verðbætur. Samtals kosta húsnæðislánin því 43 þúsund á mánuði eða rúmar 1.400 krónur á dag. Samantekið kostar allt þetta fjölskylduna um 50 þúsund krón- ur á mánuði. Dýr greiðsludreifing og yfirdráttarlán heimila Þau lán sem heimilin í landinu fjármagna sig með eru gjarnan þau allra dýrustu sem fást Morgunblaðið/Jim Smart VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS FAD 1830 hefur tekið ákvörðun um að nýta sér rétt á að fara fram á innlausn á þeim hlutabréfum sem félagið á ekki í Olíuverzlun Ís- lands. Hlutur FAD 1830 er nú 98,96% og er innlausn- arverðið 10 krónur á hlut sem er sama verð og var boðið í yfirtökutilboði sem lauk þann 10. júlí sl. Innlausn- artímabilið hefst í dag, fimmtudag, og lýkur 21. ágúst nk. Ef ekki næst samkomulag um inn- lausnarverð verður það ákveðið af mats- mönnum sem dómkvaddir eru á heim- ilisvarnarþingi FAD 1830. Ef ákvörðun matsmanna leiðir til hærra innlausn- arverðs en FAD 1830 bauð gildir það einnig fyrir þá hluthafa sem hafa ekki beðið um mat og sæta innlausn. Kostnað við ákvörðun verðsins greiðir FAD 1830 nema dómstóll telji vegna sérstakra ástæðna að viðkomandi minnihluti hlut- hafa skuli að nokkru eða öllu leyti greiða kostnaðinn. Verði hlutabréf ekki framselt og hafi hluthafi ekki tilkynnt að hann sætti sig ekki við það verð sem boðið er mun FAD 1830 greiða andvirði hlutabréf- anna inn á geymslureikning á nafni rétt- hafa. Frá þeim tíma telst FAD 1830 réttur eigandi alls hlutafjár í Olís og bréf fyrri eigenda eru ógild. Kauphöll Íslands hefur samþykkt fram komnar beiðnir stjórna Olíu- verzlunar Íslands og Íslenskra aðal- verktaka hf. um afskráningu hlutabréfa félaganna af Aðallista Kauphallarinnar. Hlutabréf félaganna verða afskráð í lok dags 31. júlí. Y F I R T Ö K U R Yfirtöku á Olís að ljúka Olís og ÍAV afskráð um mánaðamótin S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Kínverskt kraftaverk? Efnahagskerfi Kínverja fer ört vaxandi 6 Íslenskt og hollt Śushismiðjan framleiðir sushi fyrir Finna 7 STÓRI DAGURINN FER STÆKKANDII I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.