Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 B 3 NVIÐSKIPTI  MÖRG þróunarlönd með miklar náttúruauðlindir eru jafnvel enn fá- tækari en önnur ríki þar sem náttúr- an er ekki eins gjöful. Það er vegna þess að menn freistast oft til að berj- ast um náttúruauðlindirnar. Mörg ríki með verulega auðlegð í jörðu eða auðsuppsprettu hafa gengið í greip- ar harðstjórum eða spilltum ráða- mönnum, eða eru í upplausn vegna vopnaðra átaka. Þetta vandamál hef- ur verið kallað „auðlindabölið“. Nú hefur sprottið upp öflug hreyf- ing gegn auðlindabölinu. Lítil bresk hreyfing, Global Witness, ruddi brautina þegar hún barðist gegn timburútflutningi Rauðu khmeranna yfir landamæri Taílands og Kambód- íu og ólöglegum viðskiptum þeirra með tekk og annan fágætan harðvið. Tekjutapið vegna þessarar baráttu var ein af meginástæðunum fyrir falli Rauðu khmeranna illræmdu. Global Witness sneri sér næst að demantavandamálinu í Angóla og barátta hreyfingarinnar gegn „stríðsdemöntunum“ leiddi til al- þjóðlega vottunarkerfisins Kimber- ley Process of Certification. Global Witness og yfir 60 hreyfingar víða um heim hófu í fyrra herferðina „birtið það sem þið borgið“, sem mið- ar að því að knýja fyrirtæki sem nýta náttúruauðlindirnar til að skýra frá greiðslum sínum til stjórnvalda í þró- unarlöndunum. Breska stjórnin studdi þessa herferð og mörg olíu- og námafyrirtæki brugðust vel við henni. Ég er stoltur af því að tengjast Global Witness og herferðinni „birtið það sem þið borgið“. Hún er þó að- eins fyrsta skrefið í baráttunni gegn auðlindabölinu. Ríkisstjórnir þurfa að skýra frá greiðslunum, sem þær fá fyrir auðlindirnar, og það er jafn- vel enn mikilvægara að þær verði dregnar til ábyrgðar misnoti þær tekjurnar. Þetta er einmitt markmið Caspian Revenue Watch sem ég styð einnig. Caspian Revenue Watch stefnir að því að efla borgaraleg samtök í nýju ríkjunum við Kaspíahaf – með rann- sóknum, þjálfun og samstarfi – og gera þeim kleift að hafa eftirlit með greiðslum fyrirtækja í jarðefna- vinnslu til stjórnvalda og því hvernig þeim er ráðstafað. Aukin ábyrgð gæti verið einn af mikilvægustu þátt- unum í því að ná þróunarmarkmið- unum sem samþykkt voru á leiðtoga- fundi Sameinuðu þjóðanna í tilefni af árþúsundamótunum. Olíuleiðslan milli Tsjads og Kam- erúns gefur gott fordæmi í þessum efnum. Alþjóðabankinn fjármagnaði þetta verkefni með því skilyrði að stjórnvöld í Tsjad skuldbindu sig til þess að tryggja algert gagnsæi og nota tekjurnar til að draga úr fátækt. Komið var á ströngu eftirliti með þátttöku borgaralegra samtaka og stjórnin í Tsjad var strax staðin að því að misnota greiðslu að andvirði 25 milljóna dollara (tveggja milljarða króna) sem hún fékk fyrir að und- irrita samning um vopnakaup. Því miður fellur þetta eftirlit úr gildi þegar olían byrjar að streyma. Aug- ljóst er að framlengja þarf þetta eft- irlitsfyrirkomulag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kynnti áætlun um að auka gagnsæi í tengslum við nýtingu jarð- efna (EITI-áætlunina) á alþjóðlegu ráðstefnunni um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg í september. Í yfir- lýsingu leiðtoga átta helstu iðnríkja heims á fundi þeirra í Evian í júní kom fram að þeir viðurkenna þörfina á því að auka gagnsæið í þessum efn- um. Eftir leiðtogafundinn var efnt til ráðstefnu í London í júní og hana sátu háttsettir fulltrúar ríkisstjórna, stórra olíu- og námafyrirtækja, al- þjóðlegra lánastofnana og borgara- legra samtaka. Mikill meirihluti þátttakendanna 59 á ráðstefnunni samþykkti megin- atriði EITI-áætlunarinnar. Nokkur þróunarlönd buðust til að ríða á vaðið og taka þátt í tilraun sem felst í því að skylda stjórnvöld og öll fyrirtæki í jarðefnavinnslu til að skýra frá tekjum sínum af vinnslunni í sam- ræmi við reglur sem Bretar sömdu. Þessi lönd voru Austur-Tímor, Ghana, Mósambík og Síerra Leóne og önnur ríki með miklar náttúru- auðlindir léðu máls á því að fara að dæmi þeirra. Þetta er heillavænlegt skref fram á við en samt er alltaf hætta á því að loforðin verði svikin. Virkja þarf al- menning til að knýja stjórnvöld og fyrirtæki til að standa við fyrirheitin. Það eru borgaralegu samtökin sem hafa þokað þessu þjóðþrifamáli áleiðis og þau þurfa að láta jafnvel enn meira að sér kveða, einkum í þróunarlöndunum, til að fylgja því eftir og tryggja að hægt verði að af- létta auðlindabölinu í eitt skipti fyrir öll. Auðlindabölið Eftir George Soros © Project Syndicate. Mörg ríki með veru- lega auðlegð í jörðu hafa gengið í greipar harðstjórum eða spilltum ráðamönn- um, eða eru í upp- lausn vegna vopnaðra átaka. George Soros er fjármálamaður og mannvinur, forstjóri Soros Fund Management og formaður Open Society-stofnunarinnar. ÞÝSKI bílaframleiðandinn Volks- wagen hefur tilkynnt að hann neyðist til að fækka störfum um 3.933, eða 16%, í útibúi sínu í Brasilíu. Ástæðuna segir hann vera minnkandi eftirspurn og minni sölu í Brasilíu og á fleiri mörkuðum. Um er að ræða verksmiðjur Volkswagen í Taubate og Anchieta, en í júní tilkynnti fyrirtækið að störfum yrði fækkað um 2.000 í Mexíkó vegna dræmrar sölu á Volkswagen-bjöllunni. BBC hefur eftir yfirmanni hjá Bras- ilíudeild Volkswagen að stjórnendur séu þess fullvissir, að hægt verði að sjá öllum 3.933 starfsmönnum fyrir nýrri vinnu, með því að flytja þá til innan samstæðunnar eða búa til ný störf. Markaðshlutdeild VW í Brasilíu er 23%. Bílafyrirtæki hafa að undanförnu átt erfitt uppdráttar í Brasilíu, en þar er stærsta hagkerfi Suður-Ameríku. Efnahagurinn hefur verið í lægð og einkaneysla hefur dregist mjög saman. Fyrirtæki á borð við Renault og Gen- eral Motors hafa því neyðst til að hætta framleiðslu í Brasilíu. Uppsagnir hjá VW í Brasilíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.