Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 4
ÞEGAR fjöldi hjónavígslna á ári er skoðaður í sam- hengi við einkaneyslu fást áhugaverðar niðurstöður. Frá því á síðari hluta níunda áratugarins virðist fjöldi hjóna- víglsna sveiflast í sömu átt og einkaneysla. Breyting á einkaneyslu er jafnan tengd væntingum í hagkerfinu hverju sinni. Bindi menn vonir við betri tíð og bættan fjárhag er líklegra að laust sé haldið um budduna. Þegar skórinn kreppir að er að sama skapi ólíklegra að fólk eyði í margt annað en nauðsynjar. Yfir fimmtán ára tíma- bilið frá 1988 til 2002 sjást vel tengsl einkaneyslu, sem er einn hluti landsframleiðslunnar, og hjónavígslna. Í 10 ár af þessum 15 fjölgar hjónavígslum þegar landsfram- leiðsla og þar með einkaneysla jókst. Með því að reikna út breytingu milli ára, bæði á vísi- tölu einkaneyslu og fjölda hjónavíglsna á hverja 1.000 íbúa, kemur í ljós að efnahagur (metinn út frá breytingu á landsframleiðslu og einkaneyslu) ræður meiru um brúðkaupin nú en áður. Það virðist sumsé vera ólíklegt að pör ákveði að láta pússa sig saman þegar lands- framleiðslan tekur dýfu. Út frá þessu er vitanlega ek hægt að segja um hversu stórar og dýrar veislur eru haldnar. Því má heldur ekki gleyma að þótt fylgni sé milli a innar landsframleiðslu og einkaneyslu annars vegar brúðkaupa hins vegar þá þarf það ekki að þýða að tengsl séu á milli. En fylgnin gæti bent til þess að b kaupsveislur séu orðnar það dýrar (þótt það velti vis lega á hverjum og einum hversu miklu er eytt) að fó treysti sér ekki til að ganga í það heilaga nema tíðin góð. Athygli vekur að svona virkaði þetta ekki á árun 1972–1988. Á áttunda áratugnum og framanverðum unda virðist fjárhagur og væntingar til hagkerfisins hafa leikið eins stórt hlutverk og nú. Efnin réðu litlu hvort fólk lét pússa sig saman eða ekki. Þetta gæti til þess að fólk sé farið að tengja hjónavígslur við st veislur og fjárútlát í meira mæli nú en áður. Þrátt fy þetta er enn um sinn ekki ástæða til annars en að æ að fleira stýri giftingum en buddan ein. Fleiri brúðkaup í betri tíð 4 B FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Hrun tæknifyrirtækja á hlutabréfamörkuðum árið 2000 komu sumum í opna skjöldu sem ekki vildu sætta sig við þróunina. Eru það skuldabréf sem taka næstu dýfuna en um slíkt er erfitt að spá. Breytingar á verðbréfamörkuðum hafa verið miklar undanfarin ár FLESTUM hefur reynst erfitt að hafa rétt fyrir sér um þróun fjármálamarkaða yfir löng tímabil. Margir fá sínar fimmtán mín- útur af frægð, en fæstir mikið lengri tíma. Eftirfarandi er dæmi af einum aðila sem líklega hefur náð þeim árangri og sem hef- ur um árabil sett reglulega fram skoðanir sínar um fjármálamarkaði og ranghala þeirra. Janúar 1999; hann er ekki tilbúinn til þess að fullyrða að langvarandi hækkanir á hlutabréfamarkaði séu að taka enda en seg- ir að tíminn sé að renna út. Tíminn reyndist lengi að renna út en rúmlega ári seinna, eða í mars 2000, skipuðust loks veður í lofti. Júlí 1999; á þessari stundu er farinn að læðast að honum sá grunur að þegar mark- aðurinn lækki verði það mjög mikil og snörp lækkun sem muni koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Október 1999; ráðlegging um að kaupa ríkisskuldabréf, einkum bandarísk en einn- ig evrópsk ef svo ber undir. Viðkomandi var ekki einn um þessa skoðun á þessum tíma en hópurinn var aftur á móti þunnskipaðri heldur en síðar varð þegar skuldabréf höfðu hækkað töluvert í verði. Nóvember 1999; stutt og skýr skilaboð til fjárfesta að skynsamlegt sé að selja drjúg- an hluta af hlutabréfaeign í tækni- og fjar- skiptafyrirtækjum. Á næstu mánuðum er engu líkara en að spámaðurinn fái sýnir með mikilvægum upplýsingum um það sem í vændum var. Í janúar er hann hræddur og segist vera með meltingartruflanir, sem vonandi var líkingamál til áhersluauka. Mánuði seinna er sett fram skoðun um að í kjölfar brots uppsveiflunnar dragi verulega úr fjárfestingum sem muni leiða til minnk- andi og verulega minni hagvaxtar en ella. Ekki verður annað séð í baksýnisspeglinum en að þarna hafi naglinn verið hittur sæmi- lega á höfuðið. Byrjun mars 2000; jafnvel apar falla nið- ur úr trjám eru orðrétt skilaboð sögu- manns, en á undanförnum vikum hafði hlutabréfaverð hækkað skarpt, ekki síst hlutabréf tæknifyrirtækja. Nokkrum dög- um seinna byrjaði fallið, þó að það hafi á endanum líklega orðið meira en flestir bjuggust við. Seinni hluti mars 2000; hann hefur ekki sagt sitt síðasta orð varðandi hlutabréf tæknifyrirtækja og líkir þeim við túlípana með vísan til túlípanaævintýrisins í Hol- landi fyrir margt um löngu. Apríl 2000; minnt er á að fallin laufblöð verði trauðla fest aftur á trjágreinar. Á ein- faldara máli eru skilaboðin þau að gengi tæknifyrirtækja muni lækka miklu meira en að almennir fjárfestar geri sér grein fyr- ir, þó að það geti tekið einhvern tíma. Með öðrum orðum, það er ekki verið að spá lækkun sem bjartsýnir og ótrauðir fjár- festar kalla stundum af nokkurri hógværð leiðréttingu. Af nógu er að taka um skarp- vitrar hugleiðingar og hugdettur sögu- manns í framhaldinu enda varla við öðru að búast þar sem hann er ráðinn í vinnu til að segja eitthvað. Ef þráðurinn er tekinn upp að nýju um mitt síðasta ár þá er sagan þessi. Júlí 2002; staðhæft er að hlutabréfa- markaðir hafi náð botni og geti hækkað kröftuglega. Þessi skoðun er endurtekin á næstu vikum og fjárfestar varaðir við að vera of ákafir í að selja hlutabréf þar sem hækkunarfasinn geti orðið langur. Á þess- um tíma var reyndar í flestu ófyrirséð að til stríðs myndi koma í Írak sem setti nokkurt strik í reikning, jafnt á fjármálamörkuðum sem í alþjóðlegu efnahagslífi. Nóvember 2002; svartsýnin meðal fjár- festa er svo mikil að það er ástæða til að vera bjartsýnn. Örlítill fyrirvari er á um að algera uppgjöf vanti af hálfu fjárfesta, svona til að almyrkt verði. Desember 2002; fjárfestar eru hvattir til að vera með opinn huga. Miðað við boð- skapinn virðist það vera bráðnauðsynlegt, þar sem hann telur að hlutabréfamarkaðir geti á næstu 12 mánuðum hækkað á til- tölulega stuttum tíma um 50%, þó að tíma- setning sé óvissari og háð bata í alþjóðlegu efnahagslífi, ekki síst því bandaríska. Hversu sannspár hann reynist á auðvitað eftir að koma á daginn. Það fylgir svo sög- unni að fjárfestar eigi að halda sig að mestu frá skuldabréfum. Febrúar 2003; lykilatriði fyrir fjárfesta að láta ekki allar þær ástæður sem menn hafa í ljósi yfirvofandi stríðs til að vera mjög svartsýnir á fjármálamarkaði draga úr sér þróttinn. Og að þeim verði umbunað sem fjárfesta áður en að augljóst er að það sé óhætt, sem er reyndar sjaldan. Í lok mars, í miðjum stríðsátökum, er þessi afstaða enn óbreytt að mestu, en efa- semda er þó farið að gæta um að hækkanir á hlutabréfaverði verði jafnmiklar og hann hafði áður spáð. Maí 2003; svartsýnin er of mikil varðandi efnahagslega framvindu. Það geta ekki allir hlutir endalaust farið miður og hagvöxtur mun taka við sér. Hlutabréfamarkaðir víð- ast um heim eru áfram á leiðinni upp en skuldabréf gætu fallið í verði. Ekki fjarri lagi, enn sem komið er. Rúmlega 15 mínútur af frægð? Ef til vill, en vandamálið er að viðkomandi virðist ekki hafa verið tilbúinn til að gera hvað sem er fyrir frægðina. Af innsæi hans um þróun fjármálamarkaða á undanförnum ár- um má aftur á móti ráða að honum hafi ekki einungis nægt að sjá og heyra heldur einnig að hugsa og skilja. ll FJÁRMÁL ll Loftur Ólafsson Spámaður í föðurlandi Þróun á verðbréfamörkuðum hefur verið ýmsum hulin ráðgáta en öðrum hefur tekist vel til við spádóma loftur@ru.is L ÓAN er ekki lengur ein um að vera vorboði. Um leið og frost er farið úr jörðu og sólin tekin að hækka á lofti fyllast kirkjur landsins af prúðbúnu fólki hvern einasta laugardag. Brúðkaupsvertíð hefst. Langflestir kjósa að gifta sig á vorin eða sumrin, en næst á eftir í vinsældum kemur jólamánuðurinn. Fríin eru þannig nýtt undir brúðkaupsundirbúning, enda er algengast að fólk standi sjálft í því að skipuleggja herlegheitin. Algengt er að undirbúningur hefjist ári fyrir stóra daginn. Að mörgu er að huga en að sögn þeirra sem til þekkja getur kostnaður við meðalbrúð- kaup numið um 5–800 þúsund krónum. Eins og orðið brúðkaup ber með sér var upphaflega átt við þá athöfn að kaupa brúði. Þótt nú á dögum detti fáum í hug að líta á brúðkaup sem kaup af einhverju tagi er þó margt sem fólk kaupir áður en það heldur brúðkaup. Fjöldi fyrirtækja fær stóran hluta tekna sinna, ef ekki allar, af brúðkaupum. Algengt er að nokkur hundr- uð þúsund krónur fari í stóra daginn. Það virðast vera mun fleiri en prestar, kokkar og þjónar sem hafa á einn eða annan hátt nokkra atvinnu af því að gera stóra daginn sem eftirminnilegastan brúðhjónum og veislugestum. Þegar brúðkaupssýningin Já var haldin í Smáralind í mars síðastliðnum mættu á sjötta tug fyrirtækja til leiks. Salarleigur, föndurbúðir, hárgreiðslustofur, bakarí, skóverslanir, fatahönnuðir, blómaleigur og fleiri og fleiri sýndu sig og Morgunblaðið gaf út sérstakt blað í tengslum við sýn- inguna. Brúðkaupsþátturinn Já er nú á dagskrá Skjás eins þriðja sumarið í röð og hlýtur mikið áhorf. Margir virðast tilbúnir að bjóða þjónustu við brúðkaup. Dagurinn stóri er talinn vera mikilvægur og til veisl- unnar er jafnan vandað eins og kostur er. Að sögn Elínar Maríu Björnsdóttur, stjórnanda Brúðkaupsþáttarins Já og framkvæmdastjóra sýningarinnar, komu á milli 40 og 50 þúsund manns að skoða sýn- inguna í Smáralind. Það sem líklega er nýjast í þessum „bransa“ eru nokkur konar gagnvirkar hjálparhellur í formi vefsíða með öllum mögulegum upplýsingum um brúðkaup. Á vefnum Brúðkaup.is má til að mynda finna fjárhagsáætlun fyrir brúðkaupsveislu, tékklista fyrir verðandi brúðhjón og margt fleira. Brúðkaupsvefur.is býður upp á svip- aða þjónustu. Bókstaflega allt sem tengist brúðkaupum er að finna á þessum vef- svæðum, sem eru þó tiltölulega nýtilkomin. Þriðjungur þjóðarinnar í veislunum Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands gengu 1.619 pör í hjónaband á árinu 2002. Mikill meirihluti hjónavígslna fara fram í kirkju en 1.330 pör létu pússa sig saman í kirkju á síðasta ári. Þar sem langflestir ganga í hjónaband á laugardegi (og við vitum að 52 vikur eru í árinu) má segja að 30 hjón hafi verið vígð á hverjum laugardegi í fyrra. Raunar er það svo að langflestir gifta sig á tímabilinu maí-ágúst þannig að dreifingin er langt frá því að vera jöfn yfir árið. Að sögn Elínar Maríu, sem hefur tekið þátt í undirbúningi ótal brúðkaupa, má gera ráð fyrir að um 20–30 manns komi með einum eða öðrum hætti að hverju brúðkaupi, jafnvel fleiri. Gestafjöldi er vitanlega afar misjafn, en í meðalbrúðkaupi (ef hægt er að tala um það) eru gestir á bilinu 70–100 manns. Stórar veislur eru þó algengari en áður var og fjöldi gesta er oft á annað hundrað. Til að reyna að gera sér í hugarlund hversu margir koma að öllum brúðkaupum í landinu er hægt að skjóta á að með- alfjöldi gesta í hverri brúðkaupsveislu sé 85 manns og bæta svo við 20 manns sem koma að veislunni sem atvinnurekendur. Þar með erum við komin með 105 manns sem á einn eða annan hátt taka þátt í hverju brúðkaupi. Ekki vilja þó allir slá upp veislu. Af þeim 1.619 pörum sem gengu í hjónaband á liðnu ári má ef til vill gera ráð fyrir að helmingur hafi slegið upp veislu. Með því að margfalda með hundrað kemur út tala í kringum 85 þúsund. Þótt líkur séu á að hún sé of lág má gjarnan nota hana til viðmiðunar. Tæpur þriðj- ungur þjóðarinnar hefur þannig annað- hvort gift sig, farið í brúðkaup eða selt þjónustu til brúðhjóna á síðasta ári. Þótt þessi tala sé raunar ekkert miðað við þann fjölda sem gera má ráð fyrir að að mætt hafi í afmæli einhvern tímann á árinu 2002, Stóri dagu Fjöldi hjónavígslna sveiflast með efnahagsástandi. Því meira saman. Tæpur þriðjungur landsmanna fór með um 740 milljón Ef þú giftist mér skal ég „gefa þér gull í tá og góða skó til að dansa á…“ segir í kvæðinu. Eyrún Magnúsdóttir biður engan um að giftast sér en henni virðist sem gullið og góðu skórnir skipti miklu máli þegar halda á brúðkaupsveislu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.