Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 5
                           ! " #   ! " #   "          $ ! % " & # '   #       ! " #   ! " #    $  %$ % $   $  %$ % $  #     " !    kkert auk- r og rúð- ssu- lk n sé num m ní- ekki u um bent tórar yrir ætla MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 B 5 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  VÍÐA erlendis hefur fólk atvinnu af því að skipuleggja brúðkaup. Hingað til hefur ekki farið mikið fyrir slíkri starf- semi hér á landi. Fjöldi þjónustuaðila tekur að sér hluta af brúðkaupsundirbúningi en heildarþjónustuaðilar eru fáir. Dóra Ósk Bragadóttir hyggst fara nýja leið sem „brúðkaups- skipuleggjandi.“ Hún lítur fyrst og fremst til útlendinga sem vilja gifta sig hér á landi. Nýverið aðstoðaði hún bandarísk hjón við að láta pússa sig saman í lítilli torfkirkju á Hofi í Öræfum og segist reynslunni ríkari eftir það. Dóra Ósk segist telja líklegra að markaður sé fyr- ir alhliða brúð- kaupsþjónustu fyrir útlendinga en Íslendinga. „Ég hef hugsað mér að taka að mér að skipu- leggja brúðkaup hér á landi fyrir þá sem komast ekki sjálfir til þess. Kannanir hafa bent til þess að Íslendingar vilja sjá um þetta sjálfir eða fá fría aðstoð. Þeir eru ekki til- búnir að borga fyrir það.“ Dóra Ósk segist þó ekki gera sér miklar vonir um að geta haft þetta að atvinnu, enda sé þetta fyrst og fremst áhuga- mál. „Ég yrði ofboðslega sátt við það ef ég kæmi út í plús. En ég held að ég geti aldrei farið að lifa á þessu. Markaðurinn hér er ekki það stór.“ Að mati Dóru gæti þó vel verið að með meiri þjónustu færist það í vöxt að útlendingar vilji ganga í það heilaga hérlendis. Ísland sé vinsælt land og óspillt náttúr- an heilli marga sem hafi gaman af að ferðast. Brúðkaupsvefur á ensku Ensk útgáfa Brúðkaupsvefsins.is er væntanleg á næstu dög- um en það er Dóra Ósk sem rekur þann vef. Yngri systir hennar, Rósa Hildur, sér um forritun og vefsmíði en á vefnum er að finna allar upplýsingar fyrir verðandi brúðhjón. Með því að þýða hann á ensku vonast Dóra Ósk eftir því að gera þessar upplýsingar aðgengilegri fyrir þá sem ekki tala ís- lensku. Hún segir að bandaríska parið Anna Rowland og Bernard Morris, hverra brúðkaup hún skipulagði 18.júlí sl. hafi fundið nafn sitt á Netinu. „Ég hafði búið til síðu inn á Amazon.com þar sem ég var að mæla með ýmsum brúðkaups- bókum og fleiru. Þau sáu nafnið mitt þar, fundu tengil á vef- inn minn og höfðu samband. Það eru örugglega um 5–6 mán- uðir síðan þau höfðu fyrst samband. Það kom mér á óvart hversu kerfið er illa í stakk búið að fræða útlendinga um þessi mál.“ Dóra Ósk segist hafa aðstoðað brúðhjónin við öll pappírsmál og hafa lært töluvert mikið á því. „Ég komst með- al annars að því að það eru mismunandi reglur sem gilda á milli sýslna og mismunandi vinnubrögð. „Þær upplýsingar sem við fengum í Reykjavík áttu ekki endilega við í Öræfum.“ Dóra Ósk segir alltaf eitthvað um það að erlend pör gifti sig á Íslandi. Hún segist sjálf hafa prófað að leita á Netinu eftir að- ilum sem bjóða þjónustu fyrir þá sem vilja gifta sig hérlendis en ekkert fundið. „Það er ekkert um þetta á Netinu, en það er sá miðill sem fólk leitar mest til í svona málum.“ Morgungjöf er greiðsla fyrir brúðarsæng Dóra Ósk hefur verið að kynna sér íslenskar brúðkaups- hefðir. Hún segir að margar hefðir sem fólk telji afsprengi markaðskænsku Bandaríkjamanna raunar vera ramm- íslenska siði. Morgungjöfin sé eitt dæmið. „Áður tíðkaðist það hér á landi að bjóða í brúðarsængina. Brúðurin hélt sérveislu og brúðguminn aðra, brúðkaupið gat staðið yfir í marga daga og brúðhjónin voru aðskilin mestallan tímann þar til eftir sjálfa vígsluna. Þá átti brúðguminn að koma í brúðarhúsið og bjóða í brúðarsængina. Gjöfin sem hann bauð átti að bæta brúðinni meydóminn og það var fyrirfram frágengið að gum- inn átti að eiga hæsta boð. Sængurkonur áttu svo að sam- þykkja gjöfina, sem gat verið til dæmis einhver skartgripur. Þessi gjöf er í raun forveri morgungjafarinnar því það tíðk- aðist að gefa það sem var boðið í sængina morguninn eftir. Fólki finnst oft allt vera svo amerískt. Ég er ekki viss um að allir þeir siðir sem við sjáum núna séu útlendir. Það má vel vera að þeir séu endurreisn okkar hefða,“ segir Dóra Ósk. Morgunblaðið/Árni Torfason Dóra Ósk Bragadóttir Skipuleggur brúð- kaup útlendinga TENGLAR ................................................................................ www.brudkaupsvefur.is/english eða selt afmælistertur, þá er þetta dágóður slatti þar sem brúðkaup eru nokkuð meira mál en hefðbundnar afmælisveislur. Brúðkaup fyrir hálfan milljarð Herlegheitin kosta jafnan skildinginn. Sumir kjósa látleysi og fara jafnvel leynt með athöfnina eða gifta sig að viðstöddu fámenni, sem vissulega kostar minna en að slá upp stórri veislu. Svo virðist þó sem það færist sífellt í aukana að fólk gifti sig með pompi og prakt eins og það er kallað. Kosta veislurnar þá allt frá eitt hundrað þúsund krónum upp í milljón. Kunnugir fræddu blaðamann á því að líklega séu greiddar um 5–800 þúsund krónur fyrir meðalbrúðkaupslveislu með öllu saman. Til að fá nú einhverja hugmynd um hversu miklu fé sé varið til veisluhalda í tilefni brúðkaupa í heild sinni má gefa sér að helmingur þeirra sem ganga í hjóna- band fagni því með tilheyrandi tilstandi (sama viðmiðun og áður). Ef við notumst við töluna 650 þúsund sem meðaltal fyrir kostnað við brúðkaupsveislu má margfalda hana með 810 (1619/2). Með því að nota þessa nálgun, sem vissulega er afar gróf, fæst út talan 527 milljónir króna. Sumsé, yfir hálfur milljarður króna sem fer í neyslu tengda brúðkaupum. Stóri dagurinn er ansi stór, miðað við þessar tölur. Brúðkaup og kostnaður sem þeim fylgir er samkvæmt þessu ríflega 0,13% af heildareinkaneyslu Íslendinga, sé miðað við árið 2002. Fjármagnað af fjölskyldunni Gestir vilja gleðja brúðhjón með gjöfum og samkvæmt könnun á vefnum Brúðkaup.is þykir flestum eðlilegt að gjafir til brúð- hjóna kosti um 4–6.000 krónur. Að við- bættu því fé sem fer í að halda sjálfar veislurnar er því mikil velta í gjafa- kaupum. Sem fyrr viljum við ætla að 85 þúsund gestir hafi sótt veislur á liðnu ári. Ef tveir gestir eru að meðaltali um hverja gjöf má telja líklegt að talan 213 milljónir króna sé nálægt því að nema gjafavirðinu. Á heildina nam „neysla“ tengd brúð- kaupum því um 740 milljónum króna á síð- asta ári eða um 0,18% af einkaneyslu landsmanna. Fjármögnun brúðkaupa getur verið ým- iss konar. Þeir bankastarfsmenn sem blaðamaður ræddi við sögðust ekki kann- ast við að bankar veittu sérstaka þjónustu vegna brúðkaupa. Að sögn Katrínar Lillýj- ar, eiganda vefsvæðisins Brúðkaup.is, snerist ein af mörgum könnunum á vef- svæðinu um það hvernig pör standa að því að reiða fram fé til brúðkaupsveislunnar. Í ljós kom að langalgengast er að fólk ann- aðhvort leggi til hliðar áður en blásið er til veislunnar eða njóti aðstoðar ættingja. Katrín Lillý segist hafa orðið vör við það á spjallrás vefsvæðisins að það er afar mis- jafnt hvað fólk telur eðlilegt að eyða í brúðkaup. Hún segist telja óalgengt að fólk taki lán til að eiga fyrir veislunni. Varla gæti það talist gott veganesti að fara með miklar skuldir á bakinu inn í hjóna- band. urinn stækkar a fé sem þjóðin hefur til að eyða þeim mun líklegri eru ólofaðir til að láta pússa sig nir króna í brúðkaup og brúðargjafir á síðasta ári, eða sem nemur 0,18% einkaneyslu. eyrun@mbl.is Morgunblaðið/Áslaug

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.