Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 2
Í SKÝRSLU til sjávarútvegs- ráðherra um þorskeldi á Ís- landi, sem unnin er af Ólafi Halldórssyni fiskifræðingi, kemur m.a. fram að áhugi á þorskeldi fer ört vaxandi á Íslandi rétt eins og víða er- lendis, t.d. í Noregi, Skot- landi og Kanada. Í Noregi er jafnvel gert ráð fyrir að framleiðsla þorskseiða verði um 50 milljónir árið 2005 og framleiðsla á eldisþorski verði allt að 150 þúsund tonnum árið 2007. Gert er ráð fyrir að matfiskeldi á þorski fari fram í sjókvíum með sama hætti og eldi á laxi. Þar sem norskar at- huganir benda til að nauðsynleg arðsemi náist ekki nema í stórum stöðvum með tvö til þrjú þúsund tonna ársframleiðslu, verður uppbygging þeirra og eignarhald að vera í eigu sjávarútvegsfyrirtækja og annarra einkafjárfesta sem hafa bol- magn til umtalsverðra fjárhagslegra skuldbindinga meðan á uppbyggingu stendur. Þátttaka sjávarútvegsfyrir- tækja er einnig mikilvæg í ljósi samlegð- aráhrifa veiða, vinnslu og markaðssetn- ingar þorskafurða. Fram til fiskveiðiársins 2005/2006 hef- ur sjávarútvegsráðherra til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema ár- lega 500 lestum af óslægðum þorski. Þessum aflaheimildum skal ráðstafað til tilrauna með áframeldi á þorski í sam- ráði við Hafró. Samkvæmt upplýsingum úr bæk- lingnum Veiðar og áframeldi á þorski í sjókvíum, sem er unnin fyrir samstarfs- verkefni sjávarútvegsráðuneytisins, sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akur- eyri, Hafrannsóknastofnunarinnar og sjávarútvegsfyrirtækja, eru aðstæður til sjókvíaeldis á þorski hér við land viðun- andi frá vori til hausts en „[h]insvegar snýst málið við þegar eldistíminn þarf að vera lengri og stunda þarf eldið yfir vetr- armánuðina“. Talsverð hætta er á und- irkælingu og jafnvel lagnaðarís. Þegar skoðaðar eru tölur yfir meðalhitastig sjávar á ýmsum stöðum á Íslandi kemur í ljós að hann er hæstur í Vestmanna- eyjum, 8̊C (6–11̊C). Í bæklingnum kem- ur fram að aðstæður eru tiltölulega erf- iðar til sjókvíaeldis hér við land m.a. vegna lágs sjávarhita. Hitastig sjávar er talsvert lægra hér við land en víðast í t.d. Noregi og Skotlandi. Kvíin hans Keikós hýsir þorska Starfsmenn fyrirtækisins Kvíar ehf. í Vestmannaeyjum eru um þessar mundir að prófa sig áfram með áframeldi þorsks í kví í Klettsvík í Heimaey. Kvíin sú var mikið í fréttum fyrir nokkrum misserum því ekki ófrægari skepnu en háhyrn- ingnum Keikó þóknaðist að notast við kvínni er fiskurinn losaður úr kassanum með rennu. Í kassanum er falskur botn sem er hífður upp þannig að fiskurinn leitar upp þar sem hann endar í rennu sem fleytir honum yfir í kvína. Áður en fiskurinn berst í rennuna er hann flokk- aður, fiskur sem lítur illa út, er dauðvona eða jafnvel dauður er handtíndur frá og honum landað sem meðafla. „Við erum að veiða fiskinn á 30 faðma dýpi að jafnaði (55 metrar) og þegar fisk- ur er dreginn upp af svo miklu dýpi verð- ur hann fyrir miklum þrýstingsbreyting- um,“ segir Sverrir Haraldsson. „Hann er mjög slappur og getur ekki synt og leitar niður á botn á meðan hann er að jafna sig, sem getur tekið nokkra daga og jafnvel rúma viku.“ Sverrir segir að sundmaginn rifni oft í fiskinum við þrýstingsbreytinguna en nái að gróa með tímanum, alltaf drepist þó eitthvað, en þegar fiskurinn fari að braggast taki hann að synda og átta sig á umhverfinu i kvínni. Það taki tíma að venja hann á fóð- ur en ef það takist sé hann í nokkuð góð- um mál- um. Fyrstu vikuna, jafnvel tvær, eftir veiðina tekur fiskurinn ekki fóður. Tværtil þrjár vikur tekur fyrir hann að komast í fulla fóðrun. Fóðurkostnaður mun lægri „Við byrjuðum að gefa honum loðnu og fóðrum hann núna á síld,“ segir Sverrir. „Við höfum mjög góða aðstöðu hér í Eyj- um upp á það að gera að við höfum að- gang að fersku fóðri stóran hluta ársins. Yfir veturinn eru loðnuveiðarnar og á sumrin eru það síldveiðarnar. T.d. er síld veidd núna alveg hérna við Eyjar þannig að við getum farið á hverjum morgni og sótt okkur ferska síld úr skipunum,“ seg- ir hann. „Bæði er mjög gott að fá ferskt fóður,“ útskýrir Sverrir, „og eins er það miklu ódýrara en ef við keyptum fryst fóður annars staðar frá. Það hefur mikil áhrif á lækkun fóðurkostnaðar. Ætli við lækk- um ekki fóðurkostnað um tvo þriðju þeg- ar við getum nýtt þetta ferska fóður.“ Kvíin í Klettsvík er átta metrar að dýpt og botndýpið er um 12,5 metrar að meðaltali á fjöru. Aðstæður þarna eru mjög góðar til þorskeldis að sögn Sverr- is. Þar ræður miklu tiltölulega hár en hana áður en hann tók sig til og flutti bú- ferlum til Noregs. Sverrir Haraldsson, sem er hvort tveggja með BS-gráðu í sjávarútvegs- fræðum og viðskipta- og rekstrarfræð- um frá Háskólanum á Akureyri, er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. „Hún er tvískipt núna, þannig að við erum með tvö búr í einni kví, eina flotein- ingu og tvo netpoka í henni.“ Sverrir segir að eins og er sé ekki stærðarflokk- að á milli kvínna en stefnt sé að henni seinna meir. Ekki sé aðstaða til þess í upphafi. „Við erum í áframeldi þorsks sem þýðir að við veiðum til þess að ala hann áfram að heppilegri sláturstærð. Og núna erum við með dragnótabát, Birtu VE 8, sem veiðir fyrir okkur hérna við Eyjar.“ Báturinn er sérstaklega útbúinn fyrir þessar veiðar. Í lestinni er sérstak- ur kassi, sem nær upp fyrir lestarlúg- una, til þess að flytja lifandi fisk. Við kassann eru öflugar dælur sem dæla stöðugt sjó í gegnum hann þannig að það sé nægilegt súrefni fyrir fiskinn. Súrefnisnotkun er mismunandi eftir stærð fisksins og hitastigi sjávar en súr- efnisinnihald sjávar lækkar með hækk- andi hitastigi. Fyrst eftir veiðina er súrefnisnotkun fisksins mikil vegna streitu og er því sérstak- lega mikilvægt að tryggja nægi- legt rennsli. Vandasamar veiðar Rúm fimm tonn af sjó komast í kassann og mest er hægt að setja um það bil eitt tonn af lifandi fiski í hann. Öll hreyfing er til hins verra, segir Sverrir, og ef eitt- hvað er að veðri geta menn búist við meiri afföllum. „Fiskurinn er mjög við- kvæmur fyrir öllu hnjaski bæði við veið- arnar og í flutningi,“ segir Sverrir. „Við förum stutt út, þrjú korter til klukkutími í stím á sjö mílunum á Birtu,“ segir Agnar Guðnason, sem leysir af sem skipstjóri á Birtu VE í fjarveru Valdi- mars Hafsteinssonar, skipstjóra og eig- anda. „Við veiðum á 30–40 faðma dýpi í dragnót og tökum svona 500–700 fiska í tankinn um borð áður en við förum í land. Þá drepst ekki mikið af fiskinum. Meðaflinn, ýsa, koli, steinbítur og annað, fer á markaðinn.“ Meðalvigt fisksins sem fer í kvína er 2,2–2,4 kíló, segir Agn- ar. „Það þýðir ekkert að sækja þorskinn dýpra, þá kemst loft í hann og mikil afföl verða. En hann er ótrúlega seigur miðað við meðferðina sem hann fær. Þetta er seigt kvikindi,“ segir Agnar. Báturinn fer út snemma á morgnana og kemur allt að þrisvar yfir daginn til að losa fiskinn til þess að hann sé ekki of lengi í kassanum og magnið verði ekki of mikið í honum. Þegar báturinn kemur að Þorskurinn er veiddur í dragnót á um þrjátíu faðma dýpi og settur í ker um borð í Birtu VE þar sem hann svamlar í sjó þar Áframeldi þors Tilraunaeldi Kvíar ehf. í Vestmannaeyjum í fullum gangi Fyrirtækið Kví ehf. í Vestmannaeyjum er í eigu nokkurra núverandi og fyrr- verandi útgerðarmanna. Hugur þeirra stendur til að ala þorsk, sem veiddur er úti fyrir Eyjum, í kvíum þar til hann nær heppilegri sláturstærð. Árni Hall- grímsson kynnti sér veiðarnar og eldið, sem eru hvort tveggja erfið og vanda- söm. Einnig verða gerðar rannsóknir á aðstæðum til eldis og á vexti fisksins. 2 C FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU VÉLBÁTURINN Guðdís KE 9 var sjósettur 16. júlí sl. í Sand- gerði. Eigandi og skipstjóri er Sigurður Friðriksson útgerð- armaður. „Ég var að kaupa þennan bát sem hét áður Jónína ÍS 140 og var á Bolungarvík. Hann er 9 brúttótonn með 450 hestafla Yanmar-vél og ágætlega búinn tækjum,“ segir Sigurður. „Ég lét Plastverk í Sandgerði lengja hann um 1,15 metra og taka hann allan í gegn þegar ég keypti hann en báturinn er rúmlega þriggja ára, sjósettur í nóvember 1999.“ Sigurður segir að Guðdísin sé bátur númer tvö hjá sér. „Ég á fyrir Guðfinn, sem ég lét smíða í fyrra hjá Bátasmiðju Guðgeirs á Akranesi. Guðdís er líka smíðuð á Akranesi, hjá bátastöðinni Knerri.“ Bátarnir eru báðir úr plasti. – Þú fékkst prest um borð eftir sjósetninguna, ekki satt? „Jú, ég vildi fá prest í þennan bát áður en ég byrjaði að róa á honum. Ég vildi láta reyna á það því ég hef lent í hinum og þessum skakkaföllum með báta áður.“ Báturinn er útbúinn á línuveið- ar og handfæri og þeir verða tveir á, Sigurður og Jóhannes Sigurðsson vélstjóri. „Ég hef verið að fá mér kvóta á bátana, er kominn með eitthvað um tvö hundruð og fimmtíu þorskígildi á þá til samans. Ég hætti í stóra kerfinu um áramótin síðustu, seldi þá Guðfinn KE 19. Ég er sem sagt að söðla um, fer í krókakerfið á fullu og línuíviln- unina sem er fyrirhugað að verði,“ segir Sigurður sem fer ekki fögrum orðum um byggða- kvótann: „Ég er að vonast til þess að hún verði svolítið rífleg, línu- ívilnunin, og að það verði hætt með þetta byggðakvótarugl.“ Séra Karl V. Matthíasson blessaði bæði skip og áhöfn. Honum á hægri hönd er Sig- urður Friðriksson skipstjóri og Jóhannes Sigurðsson vélstjóri hinum megin. Ný Guðdís til Keflavíkur Hin nýja Guðdís KE liggur utan á Guðfinni KE.                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                      !                         "# $# $ $! "" %#!        &' ( )  *   & + *   ,  *    -  .                                              !   "       EB OG Grænlendingar eru að ganga frá samkomulagi sem leiðir til þess að sambandið hætti að greiða fyrir veiðileyfi á fiski sem ekki veiðist vegna slæmrar stöðu viðkom- andi fiskistofna, svokölluðum papp- írsfiski. Möguleikar Evrópusambands- skipa verða auknir til veiða á þeim fiskistofnum sem taldir eru standa vel. Þar á meðan grálúðu, hvítlúðu og rækju. Þá fær EB krabbaveiðikvóta að undangengnum rannsóknum. Loks mun EB stunda fiskirann- sóknir á tegundum eins og smokk- fiski, skeljum, djúpsjávartegundum og loðnu. Leiði þessar rannsóknir til þess að hægt verði að stunda veiðar fær sambandið helming kvótans. Gengið verður frá greiðslu vegna veiða EB-skipa um næstu áramót. Heildarupphæðin, sem renna mun til Grænlands, verður um 2,8 milljarðar íslenzkra króna, en um þriðjungi þess verður varið til enduruppbygg- ingar í sjávarútvegi landsins. Breyt- ingarnar munu taka gildi í upphafi næsta árs. EB-skipin munu verða frá Þýzkalandi, Danmörku, Bret- landi, Svíþjóð, Spáni og Portúgal. Hætta að greiða fyrir pappírsfisk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.