Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 5 . J Ú L Í 2 0 0 3 B L A Ð B  SKILABOÐ SKÍNA ÚR ANDLITUM /3  BLÚSINN FYLGIR HJART- SLÆTTINUM /2  SJÓÐHEITUR DAGUR Í SVEITINNI /4  STOKKIÐ INN Í ÆVINTÝRI /6  Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA? /7  AUÐLESIÐ /8  GÖTULEIKHÚS Hins hússinshefur verið á fleygiferð í sum-ar eins og svo oft áður. Hóp- inn skipa fjórtán framhaldsskóla- og háskólanemar sem hafa að markmiði að skapa, skemmta og fá fólk til þess að staldra við í amstri hversdagsins. Í sumar hefur Götuleikhúsið tekið þátt í föstudagsbræðingi Hins hússins, en þar hafa hópar á vegum hússins gert miðborgina að vettvangi ljóðlistar, tónlistar, leiklistar og myndlistar. Götuleikhúsið hefur vakið athygli fyrir líflega búninga. Á bak við þá stendur ungur maður, Oddvar Hjart- arson, 26 ára gamall meðlimur leik- hússins til fjögurra ára. „Ég byrjaði sem götuleikari, fór svo að starfa meðfram því í Listsmiðjunni sem er tæknileg bækistöð Götuleikhússins, með búningaherbergi, sminki og smíðaverkstæði. En í sumar hef ég eingöngu séð um búningana,“ segir Oddvar og er hæstánægður með dugnað hópsins í sumar. Í Listsmiðj- unni er saumavél sem hann kennir leikurunum á og svo er reynt að út- færa snjalla búninga fyrir sem minnstan pening. „Við hringjum út um hvippinn og hvappinn og spyrjum fyrirtæki hvort þau þurfa að láta eitthvað frá sér, rýma lagerinn. Þetta eru t.d. búðir eins og Vero Moda og Hjá Guðsteini.“ Til þess að móta yf- irbragðið hittast götu- leikararnir og kasta á milli tillögum. „Svo tek ég í endana og hnýti saman. Oft fáum við lánuð viðeigandi föt, eins og jakkaföt fyrir gömlu dansana á fyrsta bræðingnum, en kjól- arnir voru flestir til hérna og ég þurfti bara að gera aðeins við þá.“ Oddvar er nýútskrif- aður úr fjöltæknideild LHÍ og er á leið til Dan- merkur í ljósmynda- nám. Þá hefur hann lært hárgreiðslu og not- ar alla þessa kunnáttu í búningavinnuna. „Síð- asta föstudag sá ég um að hanna balletbúninga sem voru tú-tú-pils og tátiljur, hanskar og hár- ið sleikt í balletsnúða. Svo settum við vatt ofan á snúðana sem urðu eins og afródúskar,“ segir Oddvar og rifjar einnig upp ísdrottningar sem gengu í sérlegum hægagangi frá Ráðhúsinu í öfugsnúnum sloppum frá Bláa lóninu og dragsíðum pilsum með kínverskan varalit. „Þetta er voðalega feminískt leikhús. Það eru margar stelpur í hópnum og svo er leikstjórinn, Stein- unn Knútsdóttir, dálítill femínisti. En það er bara frábært,“ segir Oddvar og brosir breitt. Í dag fer fram síðasti föstudags- bræðingur sumarsins og um leið uppskeruhátíð Hins hússins. Allir þrettán skapandi sumarhópar húss- ins taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem hefst með tónleikum Trio Cant- abile í Ráðhúsinu kl. 12:15. Myndlist á ruslatunnum skreytir Lækjargötu, klukkan 16 verða tónleikar á Ingólfs- torgi og í kvöld frumsýnir Reykvíska listaleikhúsið Líknarann í Fríkirkj- unni. Þema dagsins hjá Götuleikhús- inu er „laugar-dagur“ á föstudegi, sem er óður til gamla Laugavegarins. „Við verðum klædd að hætti Emils í Kattholti og förum um með bala og þvottasnúrur, skrúbbum Laugaveg- inn og okkur sjálf – þetta verður mjög fallegt,“ segir búningastjórinn Oddv- ar að endingu. Föstudagsbræðingur Hins hússins nær hámarki Á föstudagsbræðingi í júní. Fötin fékk Götuleikhúsið að láni í Spútnik og víðar. Morgunblaðið/Jim Smart Strákar og stelpur í balletbúningunum góðu. gleðinnar Nýju fötin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.